Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 20
20 Erlent 9.–11. nóvember 2012 Helgarblað n Gerir læknum kleift að meðhöndla sjúklinga áður en einkenna verður vart V ísindamenn hafa borið kennsl á fyrstu merki Alzheimerssjúkdómsins sem koma yfirleitt fram meira en tveimur áratugum áður en fyrstu einkenna sjúkdómsins verður vart. Talið er afar mikilvægt að meðhöndla sjúkdóminn sem allra fyrst til þess að halda niðri skaðsemi hans. Í nýlegri rannsókn sem birt var í tímaritinu The Lancet Neurology er greint frá sérstökum þáttum í heila- starfsemi fólks sem fær Alzheimers fyrr en yfirleitt gerist. Sérfræðingar telja að rannsóknin muni gefa lækn- um mun lengri tíma til þess að beita nauðsynlegum úrræðum við að halda sjúkdómnum í skefjum. Einkenni koma seint fram Alzheimerssjúkdómurinn þróast löngu áður en ummerki hans gera vart við sig – þegar nógu margar heilasellur hafa skaðast varanlega. Í sumum svæðum heilans þurfa hátt í 20% heilasella að ónýtast áður en einkennin koma fram. Þá er skaðinn hins vegar alla jafna orðinn svo mik- ill að of seint reynist að grípa inn í. Hingað til hefur gengið erfiðlega að koma í veg fyrir hrörnun sjúklinga sem þegar hafa greinst með ein- kenni Alzheimers. Rannsóknarteymi Banner Alzheimer-stofnunarinnar í Arizona hefur rannsakað hóp ætt- menna frá Kólumbíu. Genastökk- breyting gerir það að verkum að meðlimir fjölskyldunnar greinast nær alltaf með Alzheimers á fimm- tugsaldri þó sjúkdómurinn láti yfir- leitt ekki á sér kræla fyrr en fólk er komið yfir áttrætt. Heilaskönnun á tuttugu einstaklingum úr fjöl- skyldunni á aldrinum 18–26 ára sýnir greinileg teikn sem ekki verð- ur vart við heilaskönnun einstak- linga sem ekki eru líklegir til að verða fyrir barðinu á Alzheimers á miðjum aldri. Einnig kemur fram að fljótandi efni sem umlykur heila og mænu hefur hærra hlutfall af svokölluðum beta-sterkjuprótín- um en venjulegt er. Opnar fyrir snemmbúna meðhöndlun Dr. Eric Reiman, einn vísinda- mannanna að baki rannsókninni, segir: „Þessar niðurstöður benda til þess að breytingar á heilastarfsemi hefjist mörgum árum áður en lækn- ar bera kennsl á sjúkdóminn. Þetta vekur upp spurningar um fyrstu breytingarnar hjá einstaklingum sem eru í áhættuhópi þegar kemur að Alzheimerssjúkdómnum og í hve miklum mæli hægt verður að ráðast gegn þeim til að hamla þróun sjúk- dómsins.“ Nick Fox, prófessor við tauga- fræðistofnun University College í London, segir að flestir af hans sjúk- lingum hafi glataði fimmtungi af sumum svæðum heilans þegar þeir leita hjálpar. Í samtali við BBC seg- ir Fox: „Það mikilvægasta sem þetta gerir er að opna fyrir möguleikann á snemmbúnu inngripi áður en fólk verður fyrir skilvitlegum skaða.“ Hann segir jafnframt að nú megi rannsaka hve snemma unnt sé að meðhöndla sjúkdóminn og hvers konar lyf nýtist til þess. Alzheimers er sjúkdómur sem orsakast af hrörnunarbreytingum í miðtaugakerfinu og lýsir sér með- al annars í minnisleysi, skapsveifl- um, missi á orðaforða og öðrum truflunum við hugsun og heila- starfsemi. Talið er að 24 milljónir manna í heiminum þjáist af sjúk- dómnum. n Geta greint Alzheimers með áratuga fyrirvara Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is Hálfir heilar Á þessari mynd má sjá tvö heilahvel. Vinstra megin er heilahvel úr heilbrigðri manneskju en hægra megin er heilahvel úr einstaklingi sem þjáðist af Alzheimers. Alzheimers er skæður Sjúkdómurinn byrjar að þróast löngu áður en hans verður vart. Varaði við spillingu Vikulangt flokksþing kínverska kommúnistaflokksins hófst í Alþýðuhöllinni á Torgi hins himneska friðar í Peking á fimmtudag. Forseti landsins, Hu Jintao, setti þingið en í setningarræðu sinni minntist hann oft, eða sam- tals sextán sinnum, á spillingu. Varaði hann við því að spilling gæti orðið kommúnistaflokknum að falli. Á þinginu verður ný for- ysta flokksins valin og er búist við því að varaforseti landsins, Xi Jin- ping, verði valinn eftirmaður Hu í embætti forseta. Búist er við að tilkynnt verði um breytta leiðtoga landsins í lok þingsins. Verða að vera með smokk Klámmyndaleikurum sem starfa í Los Angeles í Bandaríkjunum er nú skylt að nota smokk þegar þeir stunda kynlíf fyrir framan mynda- vélar. Kosið var um tillöguna sam- hliða forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. Tillagan var samþykkt með 56 prósentum atkvæða. Fyr- ir atkvæðagreiðsluna var klám- myndaleikurum skylt að nota smokka í vinnunni innan borg- armarkanna en nýju lögin taka til allrar sýslunnar, meðal annars þess svæðis þar sem klámmynda- iðnaðurinn í Kaliforníuríki er að- allega staðsettur. Enn á eftir að koma í ljós hver viðbrögð klámmyndaframleið- enda verða en þeir voru búnir að hóta því að pakka saman og flytja starfsemi sína annað. Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.