Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 21
Erlent 21Helgarblað 9.–11. nóvember 2012 50 létust og 20 er saknað Fimmtíu látnir hafa fundist og 20 er saknað eftir jarðskjálftann sem skók Gvatemala í vikunni. Til viðbótar eru að minnsta kosti 150 illa slasaðir. Skjálftinn var hvorki meira né minna en 7,4 á Richter en upptök hans voru skammt sunnan við bæinn Champerico. Neyðarástand rík­ ir á skjálftasvæðinu enda er enn mikil skjálftavirkni á svæðinu. Margir stórir eftirskjálftar hafa skekið jörðina, þar á meðal fjór­ ir sem hafa mælst fimm á Richt­ er eða meira. Bærinn San Marcos varð verst úti en þar hrundu að minnsta kosti 30 hús til grunna. Um er að ræða stærsta skjálfta sem orðið hefur á svæð­ inu síðan 1976 en þá létust 25 þúsund manns í skjálfta sem var 7,5 að stærð. Nágrannalöndin Panama, El Salvador og Hondúras hafa öll sent hjálparsveitir á svæðin sem eru í mestri neyð. Sex hæða ný- bygging hrundi Sex hæða verslunarmiðstöð hrundi í Accra, höfuðborg Gana á miðvikudag. Að minnsta kosti þrír létust en 50 manns var bjarg­ að úr rústunum. Ekki er vitað hvað varð til þess að byggingin hrundi en svo heppilega vildi til að það gerðist á meðan verslun­ armiðstöðin var lokuð. Því voru aðeins starfsmenn inni, en stutt var í opnun. Að sögn erlendra miðla er enn leitað að fólki á lífi í rústun­ um. John Dramani Mahama for­ seti hefur frestað kosningabar­ áttu sinni og er nú á svæðinu, en kjósa á í næsta mánuði. „Ég bið fyrir starfsfólki og öðrum sem kunna að vera fastir þarna undir,“ er haft eftir honum í fjölmiðlum. Þess má geta að byggingin var nýlega reist og tekin í notkun. Óttast „nornaveiðar gegn samkynhneigðum“ n David Cameron vill fara varlega í tengslum við nýuppkomin barnaníðsmál M ikil umræða hefur verið um hátt setta menn innan bresks þjóðfélags sem sak­ aðir eru um barnaníð og vísbendingar eru um víðtækan hr­ ing barnaníðinga í efstu lögum samfélagsins. David Cameron, for­ sætisráðherra Bretlands, segir mik­ ilvægt að fara varlega í tengslum við þessar ásakanir og segir hættu á að þær stigmagnist í nornaveiðar gegn samkynhneigðum. Hefur Jimmy Savile heitinn, sem var ein ástsælasta sjónvarpsstjarna Breta, verið sakaður um fjölmörg kynferðisbrot sem hann er sagður hafa framið gegn ungum drengjum er hann starfaði hjá breska ríkis­ sjónvarpinu. Aðrar ásakanir gegn hátt settum aðilum hafa skotið upp hausnum í breskum fjölmiðlum í kjölfar þessa. Cameron var í spjallþætti hjá þáttastjórnandanum Phillip Scho­ field og þar benti Schofield á að vís­ bendingar væru um víðtækan hring barnaníðinga í efri lögum bresks þjóðfélags, sem nái jafnvel til raða valdamestu stjórnmálamanna. „Þetta eru alvarlegar ásakanir,“ svaraði Cameron og lofaði hann því að allar ásakanir um barn­ aníð yrðu rannsakaðar í þaula. Schofield sýndi honum þá lista af mönnum sem Cameron þekk­ ir til og sagði þá hafa verið sak­ aða um barnaníð. „Munt þú ræða við þessa menn?“ spurði Schofield forsætisráðherrann. Cameron svaraði því til að mikil­ vægt væri að koma upplýsingum um meint barnaníð til lögreglunn­ ar. „Það er mjög mikilvægt að all­ ir þeir sem hafa upplýsingar um barnaníðinga, þjóðþekkta eða ekki, lífs eða liðna, leiti til lögreglunnar með þær upplýsingar. Til þess er lögreglan.“ En forsætisráðherrann benti á að allrar varkárni þurfi að gæta. „Það er hætta á því að þetta stig­ magnist upp í nornaveiðar gegn samkynhneigðum,“ sagði hann og benti á að það væri verk lög­ reglunnar að rannsaka slíkar ásak­ anir. Ríkisstjórnin hefur falið einum dómara að vera í fararbroddi rann­ sóknarnefndar á þessum ásökun­ um og verklaginu í kringum þær. n simon @dv.is „Nornaveiðar“ „Það er hætta á því að þetta stigmagnist upp í nornaveiðar gegn samkynhneigðum,“ segir David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, um ásakanir um barnaníð nafntogaðra stjórnmálamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.