Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 27
Viðtal 27Helgarblað 9.–11. nóvember 2012
á teikniborðinu og myndi örugglega
klæja í puttana ef það væri ekkert
spennandi fram undan. Nú hins vegar,
þegar bar er á leiðinni, er ég rólegri.
Í sumar hef ég verið með krónísk
an móral þar sem tíminn fyrir fjöl
skylduna hefur verið lítill en sem betur
fer á sonurinn frábæran pabba sem er
síst síðri en ég í hlutverki uppalanda.
Þetta stendur samt allt til bóta og
stefnan er að halda fjölskyldu vænan
desember.
Svo er mikill kostur að þessu leyti
að búa á Akranesi. Sonurinn á tvö sett
af ömmu og afa og sem betur fer eru
allir mjög duglegir að hjálpa til.“
Hún segir nútímakonuna eiga að
standa undir nafninu „súpermamma“
en viðurkennir að kröfurnar séu lík
lega mestar komnar frá henni sjálfri.
„Ég reyni að forgangsraða og ef mér
finnst eitthvað bitna á syninum myndi
ég endurhugsa skipulagið, minnka
vinnu og fresta verkefnum. En svo
hefur ekki verið.
Auðvitað situr samt eitthvað á hak
anum þegar mikið er að gera og félags
lífið hefur verið af skornum skammti
í sumar. Við hjónaleysin gengum
saman Laugaveginn og ég fór í fimm
brúðkaup. Þar með er það upptalið.
Svo hefur oft verið fínna heima hjá
mér, það verður að viðurkennast.“
Ólæknandi fullkomnunarárátta
Sigrúnu Ósk hefur alltaf gengið vel í
námi og hefur vanið sig á að leggja sig
100 prósent fram við þau verkefni sem
hún tekur að sér. Hún segist hreinlega
hafa verið haldin fullkomnunaráráttu
þegar hún var yngri en sem betur fer
hafi það vaxið af henni. „Ég hélt að
þessi fullkomnunarárátta væri ólækn
andi en þetta hefur lagast mikið. Ég
myndi samt aldrei gera bók eða þátt
nema skila því eins vel og ég mögulega
get. Og helst rúmlega það,“ segir hún
og bætir hugsandi við: „Ég hef í alvöru
horft til baka og hugsað hvar þátta
skilin urðu í þessu því þetta var veru
legt vandamál. Í níunda bekk fékk ég
tíu í öllum prófum nema einu en þar
fékk ég 9,5. Ég gladdist ekki í eina sek
úndu og var alveg miður mín að hafa
klúðrað þessu. Ég veit ekki hvað maður
var að reyna að sanna og fyrir hverjum.
Ég hef aldrei áttað mig almennilega á
því. Ég hef bara alltaf verið upptekin
af því að gera vel og vera 100 prósent
– og valda engum vonbrigðum. Lengi
vel hélt ég að þetta héti metnaður en
maður verður að gera raunhæfar kröf
ur til sjálfs sín. Annars gerir maður
sér bara lífið leitt. Ég er sem betur fer
vaxin upp úr þessu. Þótt metnaðurinn
sé enn á sínum stað.“
Meðgangan hefur gengið vel fyrir
utan þráláta ógleði fyrstu vikurnar.
„Ég tók fyrstu tólf vikurnar í heilsu
leysi. Ég held samt að mér sé engin
vorkunn og að þetta sé bara svona
skólabókardæmi. Ég er bara í þannig
vinnu að ég þarf að hafa orkuna uppi
og svo var svo innilega ekki. Þetta var
ekkert skemmtilegt tímabil en svo var
eins og það væri kveikt á mér og ég
varð eldhress. Maður var bara mættur
aftur.“
Nýtt barn á nýju ári
Hún segir móðurhlutverkið topp
inn á tilverunni. „Eins mikil klisja og
það er þá hélt ég að fólk væri að ýkja
þegar það talaði um hversu frábært
það væri að vera foreldri. Þetta verð
ur bara skemmtilegra og skemmti
legra og það er mjög skrítin tilhugs
un að ætla að fara bæta við. Ég hef
heyrt margar verðandi mæður í ann
að sinn velta fyrir sér hvar þær eigi að
finna pláss fyrir meiri væntumþykju
en hún er víst þarna. Ég er alveg viss
um það.“
Hún segir enn fremur móður
hlutverkið hafa breytt henni. „Það
er engin lygi að þetta breytir sýn
manns á margt. Ég varð til að mynda
lífhrædd; eitthvað sem ég átti ekki
von á. Slíkt hefur alltaf verið mér svo
fjarri en nú stend ég mig að því og læt
ekki hafa mig út í hvaða vitleysu sem
er. Það að annar sé kominn í fyrsta
sætið er líka nýtt. Og að þurfa að bera
ábyrgð á öðrum einstaklingi í svona
langan tíma, það snýr öllu við.“
Þau Jón Þór vita ekki um hvort
kynið er að ræða. „Ég fékk að ráða síð
ast. Þá vildi Jón Þór ekki fá að vita en ég
vildi það endilega. Hann setti það skil
yrði að hann fengi að ráða næst. Þetta
verður því upp á gamla mátann og það
er líka skemmtilegt,“ segir hún og bætir
við að henni sé í raun alveg sama hvort
þau eignast strák eða stelpu. „ Auðvitað
væri gaman að fá stelpuna núna en
það yrði líka gaman að fá annan strák;
að eiga par. Tengdamamma á fimm
barnabörn og það eru allt strákar. Við
erum að safna í fótboltalið,“ segir hún
brosandi.
Fékk bara símtal
Aðalstarf Sigrúnar Óskar er þáttastjórn
Íslands í dag. Hún hefur áður sagst
hafa leiðst út í fjölmiðla fyrir tilviljun
en er alsæl í starfinu í dag. „Ég fékk bara
símtal og var boðin þessi vinna. Þetta
er alltaf jafn skemmtilegt og ég held
að ég geti sagt með góðri samvisku að
þetta sé skemmtilegasta vinna sem ég
hef verið í. Þessi hópur er frábær, okk
ur leiðist aldrei og við hlökkum alltaf til
að mæta í vinnuna, sem ég veit að er
algjör lúxus. Ég hef verið í vinnu sem
mér leiddist og mæli ekki með því,“
segir Sigrún sem hóf sinn fjölmiðla feril
tvítug í unglingaþættinum At á RÚV
sem hún stjórnaði ásamt Villa Naglbít.
„Mér bauðst að vera lengur en þá var
mín á leið í talmeinafræði og flutti út,
sælla minninga. Ég er alls ekkert viss
um að ég verði í fjölmiðlum út ævina.
Þetta hentar mér mjög vel núna og á
meðan það er gaman þá er ég hér.
Fjölbreytnin í starfinu á vel við mig. Ég
sæi mig ekki fyrir mér sem skrifstofu
konu; bara ég og tölvan mín.“
Spáir ekki í frægð
Eftir áralangt starf í sjónvarpi er Sigrún
Ósk orðin þekkt andlit. Hún kippir sé
ekki upp við frægðina og segist varla
taka eftir því hvort fólk þekki hana
úti á götu. „Einhverjir hafa farið með
mér í Kringluna og spurt mig þegar
við komum út hvort mér þyki ekkert
óþægilegt að fólk sé að glápa á mig. Ég
tek ekki eftir því. Á Akranesi er staðan
líka þannig að þar þekki ég flesta og
flestir þekkja mig. Ég er ekkert að spá
í einhverja frægð. Bara alls ekki neitt.“
Hún viðurkennir að vissulega
séu ákveðnar útlitskröfur gerðar
til þeirra sem starfa í sjónvarpi en
segist sjálf ekki hugsa mikið um út
litið. „Ég mætti líklega stundum gera
meira af því.
Annars finnst mér alltaf jafn fyndið
hvað fólk hefur miklar skoðanir á því
sem ég er í og hvernig hárið á mér er.
Amma hefur lent í því að fólk stoppar
hana í búðinni til að ræða hvernig ég
leit út á skjánum í gær. Þegar ég var að
vinna á RÚV var reyndar mun meira
um að fólk hringdi inn og léti í ljósi
skoðun sína á útliti mínu. Áskrifendur
Stöðvar 2 eru minna í því. Þegar ég var
ráðin fóru reyndar nokkrir bloggarar
mikinn og furðuðu sig á því að Stöð
2 væri að safna til sín sætum stelp
um. Þeir gengu út frá því að innihaldið
væri í minna lagi.
Ég hef aldrei nokkurn tímann ver
ið þekkt fyrir að vera sæt og lét þetta
fara í taugarnar á mér en ákvað svo
að vera bara upp með mér. Það getur
ekki verið annað en plús ef fólki finnst
maður ekki ljótur.
Ég haga mínu lífi engan veginn
öðruvísi af því að fólk úti í bæ geri
kröfur og held að ég hugsi bara alveg
mátulega um útlitið. Mér finnst alveg
gaman að taka mig til ef ég er að fara
eitthvert, en hversdags er ég yfirleitt á
hlaupum með tagl.“
Sigrún og Jón Þór trúlofuðu sig
fyrir fjórum árum á Þorláksmessu.
„Giftingin hefur verið á teikniborðinu
síðan. Það stóð til þegar ég varð ófrísk
að Orra Þór en mig langar að geta skál
að í kampavíni og því frestaðist það
eitthvað. En það hlýtur að koma að
þessu,“ segir hún brosandi.
Vissi ekki um moppuna
Starfsframi Sigrúnar Óskar verður
ósjálfrátt meira áberandi en Jóns
Þórs þar sem hún vinnur fyrir fram
an alþjóð. Hún segir þeim þó takast
að halda jafnvægi innan sambands
ins. „Við fluttum í nýtt hús í fyrra og
þegar við vorum að rýma það gamla
spurði ég hvar skúringamoppan
væri geymd. Það skelltu allir upp
úr. Við vorum búin að búa þarna í
fimm ár. Jón Þór gerir mun meira
heima fyrir, það er staðreynd. En
honum er líka alveg sama. Það hefur
aldrei verið vandamál. Hann styð
ur mig í vinnunni og grínast með
hvenær ég fái eiginlega almennilega
launahækkun svo hann geti ver
ið heimavinnandi. Við erum bara
nútímafjölskylda. Hann þekkti mig
líka það vel þegar við byrjuðum
saman og vissi að ég yrði ekki bara
heima að elda mat. Að vísu fannst
mér fátt skemmtilegra þegar ég var
í fæðingarorlofi síðast. Þá datt ég
í þennan gír, var með heitan mat á
kvöldin og heimilið fínt. Ég hef bara
annað að gera núna.“ n
Aldrei verið þekkt
fyrir að vera sæt
Sjónvarpsstjarna
Sigrún Ósk fjallar iðulega
um erfið og viðkvæm
mál í sinni dagskrárgerð.
Með manninum Sigrún og
Jón Þór fóru að vera saman
þegar hún var aðeins 18 ára.
„Ég flutti því
út með allt
mitt hafurtask og
bjó þar þegar ég
fékk synjunina