Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 17
Fréttir 17Helgarblað 9.–11. nóvember 2012 Brynleifsdóttir, fram kröfu fyrir Hér­ aðsdómi Reykjavíkur um að réttur­ inn beitti sér fyrir því að skipti færu fram á búi þeirra Pálma og Höllu. Sigurður G. Guðjónsson er lögmaður Pálma í málinu líkt og oft áður. Mið­ að við samskiptasögu Pálma og Höllu síðastliðna mánuði, uppsögn­ ina, deiluna hjá VR og yfirvofandi málaferli, má ætla að þau dómsmál verði löng og ströng. Annar viðmælandi DV segir að afar erfitt sé fyrir venjulegan mann að standa í lagalegu stappi við Pálma og að hann öfundi Höllu ekki af því. „Það er alveg rosalega vont að eiga við karlinn með Sigga G. og alla þessa lögfræðinga. Þetta er rosalega þungt, bæði andlega og eins fjárhagslega. Tíminn, orkan og peningarnir sem fara í þetta. Það er ekkert hægt fyrir venjulegt fólk að standa í þessu við þessa menn. Fólk áttar sig ekkert á því hvernig það er að fá svona mann upp á móti sér, sem á fullt af pening­ um og er harðsvíraður. Hann getur gert líf fólks að hálfgerðu helvíti, þó það sé með allt sitt á hreinu og rétt­ lætið sín megin,“ segir viðmælandi DV. Krafði Höllu um endurgreiðslu á flugmiðum Pálmi og Halla voru gift þar til árið 2010 þegar þau skildu að lögum. Þau héldu þó áfram að búa saman þrátt fyrir skilnaðinn, fyrst í Lundúnum, þar sem Pálmi á íbúð sem verðmetin er á mörg hundruð milljónir, og síð­ an á Íslandi. Öll spjót stóðu á Pálma eftir efnahagshrunið 2008 og sá hann fram á mörg málaferli gegn sér, með­ al annars frá slitastjórn Glitnis og þrotabúi Fons. Liður í varnaraðgerð­ um Pálma til að bregðast við þessari stöðu var hugsanlega meðal annars að flytja lögheimili sitt til Lúxem­ borgar. DV hefur heimildir fyrir því að skilnaðurinn hafi fyrst og fremst farið fram af praktískum ástæðum vegna þeirra deilna og dómsmála sem Pálmi átti yfir höfði sér á þessum tíma, líkt og áframhaldandi sambúð þeirra eftir skilnaðinn rennir stoð­ um undir. Síðastliðið sumar áttu sér hins vegar stað þeir atburðir sem lýst er hér að ofan þar sem Pálmi henti sambýliskonu sinni og barnsmóður út á Guð og gaddinn. Í kjölfarið á þessum harkalega skilnaði hefur Pálmi sett fram alls kyns kröfur á hendur Höllu, meðal annars þá að hún endurgreiði hon­ um flugmiða sem hún og ættingjar hennar og vinir fengu frá Iceland Ex­ press í gegnum tíðina. Sú krafa mun hlaupa á milljónum króna. Þetta herma þrjár sjálfstæðar heimildir DV. Ekki hefur hins vegar fengist stað­ festing á þessu frá Höllu þar sem hún neitar að ræða um deiluna við Pálma. Sært stolt Einn heimildarmaður DV segir að Pálmi bregðist svona við af því að hann sé svo stoltur: „Stoltið er rosa­ lega sært. Hann nærist á því að nú megi hann allt gagnvart henni (Höllu, innskot blaðamanns) af því búið sé að særa stolt hans.“ Einn heimildarmaður DV segir þó að fyrir þennan harkalega viðskiln­ að við Höllu hafi hann komið afar vel fram við fjölskyldu hennar, sérstak­ lega foreldra hennar, og sýnt þeim mikla góðvild. Þá er Pálmi sagður hafa staðið þétt við bakið á fjölskyldu Höllu þegar dauðsfall varð í fjölskyldu hennar fyrr á árinu. Pálmi er því auð­ vitað ekki svarthvítur persónuleiki þó að skilnaðurinn við Höllu hafi hleypt illu blóði í hann. „Hann Pálmi er ekki vondur maður; hann beitir bara röng­ um aðferðum. Pálmi fattar bara ekki að orð og gjörðir hafa áhrif.“ Deilan og kaupin á Iceland Express Uppsögn Höllu og deila hennar við Pálma tengist nýlegum kaupum Skúla á Iceland Express með þeim hætti að áðurnefndum Jóhanni Geir Rafnssyni var umsvifalaust sagt upp störfum hjá WOW air eftir að Skúli keypti Iceland Express af Pálma, líkt og áður hefur komið fram. Þá hafði hann starfað hjá félaginu í einungis örfáa mánuði. Sú staðreynd er áhugaverð, ekki síst í ljósi þess að Matthías Ims­ land, fyrrverandi forstjóri Iceland Express, missti starf sitt hjá WOW sama dag og Pálmi seldi Skúla fyrir­ tækið. Einn heimildarmaður DV segist fullviss um að starfslok þeirra tveggja hjá WOW air hafi verið hluti af samkomulagi Pálma og Skúla um kaupin á Iceland Express. Matthías hætti í illu hjá Iceland Express á síð­ asta ári og reyndi ferðaskrifstofa Pálma að fá lögbann á störf Matthí­ asar fyrir WOW air í kjölfarið. Iceland Express grunaði að Matthías hefði undirbúið brottför sína frá Iceland Express með löngum fyrirvara og verið að vinna bak við tjöldin með WOW air, aðalsamkeppnisaðila Iceland Express, í nokkurn tíma áður en hann hætti hjá Iceland Express. Iceland Express grunaði að Matthías myndi nýta sér upplýsingar um starf­ semi ferðaskrifstofunnar í starfsemi WOW air. Annar heimildarmaður DV segist hafa fengið staðfestingu á því að Jó­ hanni Geir og Matthíasi hafi verið sagt upp hjá WOW air að kröfu Pálma Haraldssonar og að starfslok þeirra hafi verið hluti af samkomulaginu um söluna á Iceland Express. Tíma­ setningarnar á brotthvarfi þeirra frá WOW air eru auðvitað ansi áhuga­ verðar og ekki hefur spurst út að neinum öðrum starfsmönnum WOW air hafi verið sagt upp sama dag og Skúli Mogensen keypti Iceland Express af Pálma. Stríðið við Matthías Meðal þess sem spilaði inn í illindin á milli Pálma og Matthíasar Imsland var gremja eigandans í garð forstjór­ ans sem hann kenndi um ófarir fé­ lagsins. „Pálmi er með Matthías á heilanum. Hann kenndi Matthíasi um hvernig fór fyrir Iceland Express. En stærstur hluti þeirra hugmynda sem gerðu Iceland Express erfitt fyr­ ir, eins og flug til Ameríku, voru hug­ myndir Pálma sem höfðu ekkert með Matthías Imsland að gera. Mis­ tök Matthíasar voru kannski bara að láta eigandann stjórna fyrirtæk­ inu en gera það ekki sjálfur; Matth­ ías hefði bara átt að setja hnefann í borðið. En Pálmi mun aldrei taka ábyrgð á því, horfa í spegil og hugsa með sér: Jæja, þarna gerði ég mis­ tök. Hann er búinn að komast að því að Matthías sé sökudólgurinn og þá verður það bara þannig,“ segir einn af heimildarmönnum DV en það er opinbert leyndarmál að Pálmi var alla tíð mjög afskiptasamur sem eig­ andi Iceland Express. Segja má að Pálmi hafi verið eins konar skugga­ forstjóri Iceland Express. Annar viðmælandi DV segir að þessi sjálfhverfi hugsunarháttur Pálma leiði svo til þess að hann kenni öðrum alltaf um ófarir sín­ ar. „Þetta er bara narsissískur hugs­ unarháttur. Allt sem kemur fyrir er einhverjum öðrum að kenna. Hon­ um er ómögulegt að líta í eigin barm. Pálmi lítur á sig sem fórnarlamb.“ Slíkur hugsunarháttur er lýsandi fyrir Pálma samkvæmt viðmælend­ um DV en hann er sagður ábyrgðar­ fælinn, sem meðal annars lýsi sér Stríð Pálma í FonS n Harður skilnaður og flugstríðið við Skúla n Deila Höllu og Pálma fyrir dóm Myndlíking Pálma Pálmi sagði í viðtali við DV árið 2010 að hann væri eins og sjómaður sem hefði stundað ofveiði uppi í landhelgi án heimildar. Líkingin snérist um viðskiptahætti hans á árunum fyrir efnahagshrunið. „Ef við notum líkingu, þá var ég bara þátttakandi í því að fara út á miðin og veiða alveg upp að landhelgi því að það var ekkert sem bannaði það. Að því leytinu til iðrast ég þess að hafa verið þátttakandi í útrásinni.“ Myndir eru teknar þegar Pálmi lék hvernig hann og aðrir kaupsýslumenn hreinsuðu peningana upp úr íslenska efnahagskerfinu með sambærileg- um hætti og sjómenn á hafi úti. MynDIr Karl PEtErSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.