Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 16
16 Fréttir 9.–11. nóvember 2012 Helgarblað
Í
júní síðastliðinn, þegar orðið var
ljóst að Pálmi Haraldsson fjár-
festir myndi missa Iceland Ex-
press eftir gegndarlaust tap um
árabil, rak hann sambýliskonu
sína, Höllu Halldórsdóttur, fyrirvara-
laust úr starfi hjá ferðaskrifstofunni.
Þetta herma heimildir DV. Annar
starfsmaður Iceland Express, Jóhann
Geir Rafnsson, sem hafði verið yfir-
maður tölvudeildar félagsins, fékk
einnig reisupassann á sama tíma og
réð sig yfir til WOW air. Jóhann Geir
var svo rekinn frá WOW air sama dag
og Skúli Mogensen keypti félagið af
Pálma í lok október. „Hann er rekinn
sama dag og Pálmi selur Iceland Ex-
press til Skúla,“ segir viðmælandi DV
um starfslok Jóhanns Geirs.
Hvorki Halla né Jóhann fékk
greidd laun á uppsagnarfresti sínum
og er sú launadeila komin til VR þar
sem Halla og starfsmaðurinn krefja
móðurfélag Iceland Express, Feng,
um launagreiðslur fyrir þrjá til fjóra
mánuði. Lögmenn VR sjá um þá
kröfugerð fyrir þau og eru búnir að
útbúa stefnu gegn Feng í málinu sem
verður birt forsvarsmönnum félags-
ins á næstunni.
DV hafði samband við Höllu Hall-
dórsdóttur en hún neitaði að tjá sig
um málið á þeim forsendum að um
persónulegt mál væri að ræða.
Bauð Höllu húsið á 450 þúsund
á mánuði
Á sama tíma og Pálmi rak Höllu frá
Iceland Express setti hann henni af-
arkosti: Hún þyrfti annaðhvort að
flytja út úr einbýlishúsi sem þau
höfðu búið í á Sólvallagötu eða
greiða honum 450 þúsund krónur
í leigu á mánuði. Halla valdi seinni
kostinn og flutti út frá Pálma ásamt
sonum þeirra tveimur – 11 og 14
ára. Einn heimildarmaður DV
segir að Halla hafi yfirgefið Pálma
eins og „puttaferðalangur“, allslaus
með snyrtidót í tösku. Hún flutti þá
tímabundið í iðnaðarhúsnæði úti í
Örfirisey sem búið var að útbúa sem
íbúð. Þar bjó hún í herbergi í íbúð
sem hún deildi með öðru fólki. Það-
an flutti hún í þriggja herbergja íbúð í
Vesturbænum í Reykjavík. Þau Halla
og Pálmi deila forræðinu yfir sonum
þeirra tveimur og eru þeir skráðir til
lögheimilis hjá Höllu.
Einn heimildarmaður DV segir
um skilnaðinn: „Þetta kom nú ekki
á óvart. Pálmi er búinn að vera upp-
tekinn við sín viðskipti um árabil.
Viðskiptin hafa alltaf haft forgang
gagnvart öllu öðru. Þau Pálmi hefðu
aldrei getað skilið í góðu; það er eig-
inlega ekki hægt að skilja við Pálma
Haraldsson í góðu.“
Missir og selur allt
Þegar þarna var komið sögu var
Pálmi Haraldsson búinn að missa
yfirráð yfir þeim fyrirtækjum og
eignarhaldsfélögum sem hann átti
fyrir hrun, meðal annars Securitas,
Sterling, Fons, hlut í norrænu ferða-
skrifstofunni Ticket auk þess sem
breska flugfélagið Astraeus var kom-
ið í greiðslustöðvun. Einungis Ferða-
skrifstofa Íslands og Iceland Express
stóðu eftir, en tæpt þó þar sem fyrir lá
að rekstur Iceland Express gæti ekki
gengið til lengdar. Slitastjórn Glitn-
is var einnig búin að stefna honum
í New York og á Íslandi og þrotabú
Fons hafði höfðað fjölda mál á hend-
ur honum þar sem reynt var að sækja
til hans fjármuni. Þá hefur Pálmi ver-
ið til rannsóknar hjá sérstökum sak-
sóknara, meðal annars í AURUM-
málinu.
Sala Pálma á Iceland Express til
Skúla Mogensen gekk svo í gegn í
seinni hluta októbermánaðar. Pálmi
var þá búinn að leggja milljarð króna
inn í ferðaskrifstofuna í einu ári og
hafði einsett sér það eftir hrunið
2008 að leggja allt kapp á rekstur
Iceland Express. Um þetta sagði
Pálmi í viðtali við DV á fyrri hluta árs
2010: „Ég er bara búinn að taka mína
stefnu í lífinu. Nú er ég bara Pálmi;
nú er ég bara rekstrarmaður og ég er
með önnur gildi í lífinu. Ég ætla bara
að sjá um mín fyrirtæki núna.“ Þessi
staða hefur þó breyst verulega síðast-
liðið ár og á Pálmi ekki lengur þau
tvö fyrir tæki sem hann einsetti sér að
reka árið 2010 – einungis Ferðaskrif-
stofa Íslands er eftir af veldi hans en
hún er í sölumeðferð hjá Arctica Fin-
ance um þessar mundir.
Þrátt fyrir að Pálmi hafi misst og
selt þau fyrirtæki sem hann átti á Ís-
landi er hann ekki á flæðiskeri stadd-
ur eftir hrunið 2008. Pálmi tók til
dæmis 4,4 milljarða króna í arð út úr
Fons árið 2007. Þeir fjármunir voru
greiddir til eignarhaldsfélags hans í
Lúxemborg. Hann situr því á eignum
sem nema milljörðum króna.
Umhugað um orðsporið
Einn af heimildarmönnum DV seg-
ir að Iceland Express hafi stefnt í
gjaldþrot lengi en að Pálmi hafi þrá-
ast við að viðurkenna það og neitað
að gefa eftir þá hugmynd að ferða-
skrifstofan gæti gengið. Pálmi tap-
aði miklum peningum á því að halda
Iceland Express gangandi þrátt fyrir
að ljóst væri að reksturinn gæti varla
gengið. „Ég held að Pálmi hafi alltaf
talið orðspor sitt á Íslandi vera betra
en það er. Hann telur sig geta endur-
heimt það en ég tel að það sé bor-
in von. Þessi von Pálma litar mjög
margt sem hann gerir. Þetta á til
dæmis við um söluna á Iceland Ex-
press því hann hafði ekki getað hugs-
að sér að láta félagið fara í þrot með
tilheyrandi skakkaföllum fyrir við-
skiptavinina sem höfðu keypt sér
flugmiða. Hann telur að þetta hefði
getað skaðað orðspor hans.“
Fyrir vikið rak Pálmi Iceland Ex-
press lengur en hann hefði átt að
gera, sérstaklega þegar litið er til auk-
innar samkeppni frá WOW air sem
kom sér illa fyrir félagið. Pálmi niður-
greiddi tap félagsins um margra
mánaða skeiða með peningum sem
komu frá eignarhaldsfélögum hans
erlendis. Þegar komið var í óefni og
ljóst að annaðhvort þyrfti hann að
leggja félaginu til enn meira fé, gefa
félagið upp til gjaldþrotaskipta eða
selja það, ákvað hann að selja leif-
arnar af ferðaskrifstofunni til WOW
air. Með því var WOW air búið að
kaupa upp helsta samkeppnis aðila
sinn.
Öll spjót standa á Pálma
Öll spjót hafa staðið á Pálma síðast-
liðin ár og hefur hann verið úthróp-
aður hér á landi vegna vafasamra
viðskiptahátta og hlutdeildar hans
í íslenska efnahagshruninu. Pálmi
lýsti þessari stöðu sinni í viðtalinu
við DV. „Heldur þú að ég líði ekki fyr-
ir að geta ekki farið á kaffihús á Ís-
landi lengur? Auðvitað er þetta of-
boðslega sárt. Maður lærir það að
peningar eru ekki allt. Það eru önnur
gildi í lífinu. Gildismat mitt er alger-
lega breytt,“ sagði Pálmi en í viðtalinu
sagðist hann einnig hafa fengið
morðhótanir og hótunarbréf í pósti.
„Þetta er komið út fyrir öll velsæmis-
mörk … Ég er búinn að loka mig al-
gerlega af. Ég er eins og stofufangi á
Íslandi. Ég fer ekkert, ekki einu sinni
með börnin mín í sund.“
Við þessa dramatísku atburða-
rás í viðskiptasögu Pálma, sem gæti
leitt til ákæru gegn honum og dóms,
bætist svo þetta persónulega mál,
skilnaðurinn, sem getur ekki ann-
að en endað illa. Einn af viðmæl-
endum DV segir: „Pálmi er búinn að
búa á stríðshrjáðum svæðum í nokk-
ur ár. Hann er alltaf að horfa yfir öxl-
ina á sér og bíða eftir næstu hnífs-
tungu,“ segir einn af viðmælendum
DV. Pálmi er því orðinn var um sig
eftir áralangt stríð og deilur í kjölfar
hrunsins.
Skilnaðurinn kominn fyrir dóm
Skilnaðardeila þeirra Pálma og Höllu
er nú komin fyrir dómstóla þar
sem Pálmi hefur neitað Höllu um
persónulegar eigur hennar sem er að
finna á heimili þeirra, meðal annars
skartgripi og jólagjafir sem hann
hafði gefið henni í gegnum árin, sem
og hlutdeild í sameiginlegum eign-
um þeirra, eins og innanstokksmun-
um og öðru innbúi. Einn viðmæl-
andi DV segir um þetta: „Hluti af því
sem hann heldur eftir eru jólagjafir
sem hann gaf henni. Ég hef aldrei
heyrt um þetta: Að einhver taki jóla-
gjöfina til baka. Þetta er eins og í
bíó; síðast þegar ég heyrði eitthvað
þessu líkt var í Dr. Phil-þætti fyrir tíu
árum. Þegar öllu er á botninn hvolft
er Pálmi sá eini sem kemur illa út úr
þessu.“ Þá hefur Pálmi ekki viljað láta
Höllu fá þá peninga sem hún telur
sig eiga í búi þeirra. „Öllu fé sem hún
hélt hún ætti er haldið föstu af karlin-
um,“ segir annar viðmælandi DV.
Síðastliðinn miðvikudag
lagði lögmaður Höllu, Guðrún
Stríð Pálma í FonS
n Harður skilnaður og flugstríðið við Skúla n Deila Höllu og Pálma fyrir dóm
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Það er eiginlega
ekki hægt að
skilja við Pálma
Haraldsson í góðu.