Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 14
14 Fréttir 9.–11. nóvember 2012 Helgarblað n Þrjú þúsund kindur undir snjó n Ávísun á aukna frjósemi rebba í vor Þ etta þýðir sældarlíf í allan vetur. Þetta er ávísun á betra ásigkomulag í vor og meiri frjósemi hjá refnum á þessum svæðum, seg- ir Snorri H. Jóhannesson, bóndi á Augastöðum í Borgarfirði. Sam- kvæmt tölum sem ráðunautar hjá Búgarði, ráðunautaþjónustu í Þingeyjarsýslu og Eyjafirði, skil- uðu til Bjargráðasjóðs fyrir fáein- um dögum drápust 3.450 kindur á svæðinu í óðveðrinu sem gekk yfir landið 10. og 11. september. Af þessum fjölda fundust 540 kindur dauðar. Úti í vetur liggja því lið- lega 3.000 kindur undir sköflum og óhætt er að segja að um sé að ræða nokkurs konar hlaðborð fyrir ref- inn á þeim svæðum þar sem mest snjóaði. Snorri, sem er formaður Bjarmalands, félags refa- og minkaveiðimanna, hefur stundað grenjavinnslu og stundað refaveið- ar um áratuga skeið. Hann þekk- ir því betur en margir til atferlis refsins. Spurður hvaða áhrif þetta gríðarlega magn af dauðu fé hafi á refinn á þessum svæðum seg- ir Snorri ljóst að hann muni hafa það gott í vetur og í vor þegar snjóa leysi. Auk þess verði erfitt fyrir refaskyttur að ná árangri á veið- um í vetur þar sem tófan mun síð- ur ganga í hræ þar sem menn veita refnum fyrirsát. „Það ætti ekki nokkur tófa að drepast úr hungri allavega,“ segir hann en bætir þó við að líklega sé það ekki algengt óháð þessum aðstæðum. Elur fleiri hvolpa Elvar Árni Lund, formaður Skot- veiðifélags Íslands, tekur í svipað- an streng og segist hafa heyrt strax eftir að ljóst varð í hvað stefndi í september að veiðimenn hefðu áhyggjur. Hann bendir þó á að kindurnar séu ekki mjög dreifð- ar um Norðurland; flestar séu á mjög litlum svæðum. Tófan helgi sér óðul og því sé ekki víst að mikill fjöldi njóti góðs af kjötinu. „Þetta getur haft staðbundin áhrif.“ Hann bendir á að eftir fannfergið sem við bættist í síðustu viku sé held- ur ekki víst að tófan eigi, fyrr en í vor, auðvelt með að ganga í ætið – enda hafi mikill snjór fallið síðan í september. Hann segir aðspurður, rétt eins og Snorri, að aukið aðgengi að æti gæti leitt til þess að frjó- semi tófunnar á þessum svæðum verði mikil í vor. „Þá elur hún fleiri hvolpa og það er ekki gott,“ segir hann en refastofninn hefur sjaldan eða aldrei verið sterkari. Snorri segir, eins og Elvar, að stofninn sé afar stór um þessar mundir. Það komi niður á öllu fuglalífi. „Ætli stofninn sé ekki 10 til 15 sinnum stærri en þegar ég byrjaði að veiða. Hann hefur aldrei nokkurn tímann verið jafn stór.“ Þeir gagnrýna báðir hvað opinber- ir aðilar leggja lítið fjármagn í refa- veiðar. Ekki er gert ráð fyrir krónu í endurgreiðslu til grenjaskytta í fjár- lögum næsta árs en sum sveitar- félög reyna eftir mætti að endur- greiða útlagðan kostnað. „Menn virðast frekar vilja nota peningana í að rannsaka. Kannski rannsaka hvað gerist ef menn veiða ekki neitt,“ segir hann ósáttur. Halda þarf stofninum í skefjum Snorri segir aðspurður að í vor verði allavega ekki minni ástæða til að sinna grenjavinnslu á Norð- urlandi – í ljósi þess hve mikið æti er í boði á sumum svæðum. „En það þarf að sinna þessu betur til framtíðar. Þetta gengur ekkert. Menn geta endalaust haft gaman af spökum tófum á Hornströndum. Á næsta bæ við mig hefur tófan leikið sjö kindur illa í haust. Fræðingarnir segja það ekki sann- að að tófan ráðist á fullfrískt sauð- fé en þetta er raunveruleikinn. Ein þessara kinda var drepin af tófu og svo þurfti að lóga einhverju. Restin fór svo á pensillín og vesen.“ Hann segir að fleiri kindur verði nú fórn- arlömb tófunnar, því hún sé svo víða. „Ég vil ekkert útrýma tófunni, bara halda stofninum í skefjum.“ Elvar tekur í sama streng og segir að pólitísk ákvörðun hafi ver- ið tekin um að láta refinn leika lausum hala á kostnað sveitarfé- laganna. „Við hjá Skotvís-blaðinu sendum spurningar á alla flokka. Allir voru hlynntir því að ríkið tæki þátt í kostnaði nema VG og Sam- fylkingin. Þetta er bara pólitísk ákvörðun og sveitarfélögin hafa ekki bolmagn til að standa und- ir þessu. Þetta hefur áhrif á alla fuglastofna.“ Hann er ósáttur við stjórnvöld. „Þetta er ekkert einka- mál Svandísar [Svavarsdóttur um- hverfisráðherra, innsk. blm.].“ Æðabændur að bugast Elvar segist alltaf fá mikil viðbrögð frá fólki þegar umræðan um ref- inn komi upp. „Það hringdi í mig æðabóndi á Mýrum núna um daginn. Hann sagði að nágrannar sínir væru að gefast upp á ágangi tófunnar.“ Þeir séu orðnir uppi- skroppa með ráð til að verja vörpin á vorin. Menn reyni að leggja net og halda uppi vörnum en ágangur- inn sé slíkur að menn séu að bug- ast. „Það er alveg sama við hvern maður talar. Allir segja að menn sjái ref og refaspor úti um allt, bæði á rjúpnaveiðum og víðar.“ Elvar segir mikla þörf á rann- sóknum á áhrifum dýrastofna á hvern annan. Refastofninn sé nú í sögulegu hámarki á meðan stofn eins og rjúpan eigi mjög í vök að verjast. Elvar gagnrýnir að engin áætlun sé til um það hvern- ig byggja megi rjúpnastofninn upp. „Náttúrufræðistofnun er með rannsóknaráætlun og tillögur um hvernig lágmarka megi áhrif skot- veiða. En það eitt gefur ofboðslega takmarkaða mynd.“ n Dauðu kinDurnar sem hlaðborð fyrir refinn Krúttlegir? Mikið æti yfir vetrartímann þýðir að tófan fyrir norðan gæti orðið óvenju frjósöm næsta vor. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Ágangur tófunnar Snorri á Augastöðum í Borgarfirði segir að tófan hafi leikið sjö kindur nágranna síns illa. „Ætli stofn- inn sé ekki 10 til 15 sinnum stærri en þegar ég byrjaði að veiða. Aðstoðar- leikstjóri fær ekki bætur Latibær og auglýsingastofan Jóns- son & Le‘macks voru á miðviku- dag sýknuð af skaðabótakröfum aðstoðarleikstjóra sem vann að auglýsingu fyrir Kringluna í mynd- veri Latabæjar í Garðabæ. Niðurstaða Héraðsdóms Reykja- víkur var sú að hvorki auglýsinga- stofan né Latibær væru skaðabóta- skyld né heldur tryggingafélögin VÍS og TM. Málavextir voru þannig að ljósastandur féll á aðstoðarleik- stjórann þegar splitti, sem notað er til að festa ljóskastara á þverslá ljósastandsins, hrökk úr festingu og á aðstoðarleikstjórann. Aðstoðarleikstjórinn, sem er kona, varð fyrir miklum meiðslum og var greind með tognun og of- reynslu á hálshrygg, brjósthrygg og olnboga. Konan vildi meina að orsök slyssins hefði verið ástand ljósastandsins. Hann hefði ekki verið í því ásigkomulagi að hann gæti talist vera öruggur og það væri vinnuveitandi sem bæri ábyrgð á öryggi starfsmanna á vinnustað. Líkamstjón hennar mætti rekja til þess að ekki hefði verið farið eftir reglum um öryggi á vinnustað og því bæri vinnustaðurinn ábyrgð á slysinu, sem og ofangreindir aðilar. Dómari komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Latibær væri ekki bótaskyldur þar sem leigu- taki, í þessu tilfelli auglýsingaskrif- stofan, bæri ábyrgð á aðstöðunni. Hins vegar hefði ekki verið sýnt fram á launþegasamband milli auglýsinga stofunnar og konunnar og því væri stofan í raun ekki vinnu- veitandi hennar. Konan leitaði á slysadeild eftir slysið en kom til starfa aftur síðar þennan sama dag og segir í dómn- um að ekkert hafi komið fram sem krefðist þess að vinnueftirlitinu væri tilkynnt um slysið. Að auki hefði auglýsingastofan ráðið ljósamann og hafði konan ekk- ert út á hans störf að setja. Konan hafði ásamt vitni talið að um óhapp hefði verið að ræða. Ekkert hafi ver- ið óeðlilegt við vinnu ljósamannsins þegar hann átti við ljósið og ljósastandinn. Í stað þess að fá skaðabætur var aðstoðarleikstjóranum gert að greiða bæði Latabæ og Jónsson & Le‘macks hálfa milljón í málskostnað og tryggingarfélögunum VÍS og TM 100 þúsund krónur hvoru um sig. Niðurstöðu krufningar beðið Rannsókn ríkislögreglustjóra á andláti manns sem var í haldi lögreglu er ekki lokið en embætti ríkissaksóknara bíður nú niður- stöðu krufningar. Maðurinn, sem var á fimm- tugsaldri, lést á lögreglustöðinni við Hverfisgötu um miðnættið þann 28. október síðast- liðinn. Hann fékk skyndilega hjartastopp og báru lífgunartil- raunir lögreglunnar ekki árangur. Maðurinn hafði verið hand- tekinn skömmu áður en hann veitti lögreglunni nokkra mótspyrnu. Hann var í fram- haldinu fluttur á lögreglustöðina þar sem hann lést. Tíðinda af rannsókninni er að vænta þegar að niðurstaða krufningarinnar liggur fyrir, en ófyrirséð er hvenær það verður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.