Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 22
Sandkorn Þ að ætti að vera núverandi stjórnarflokkum áhyggjuefni að Sjálfstæðisflokkurinn, með Bjarna Benediktsson í stafni, er á fleygiferð inn í næstu ríkisstjórn. Um 40 prósent kjósenda hyggjast, samkvæmt skoðanakönnun Capacent, styðja flokkinn. Könnun Capacent leiðir einnig í ljós að Vinstri- grænir eru að tapa allt að helmingi fylgis síns. Samkvæmt þessu verða mikil tíð- indi í næstu kosningum. Flokkarnir sem valdir voru til að hreinsa upp eftir hrun eru trausti rúnir og á leið í stjórn- arandstöðu. Ástæðan er sú að almenn- ingur hefur á tilfinningunni að vinstri- flokkarnir tveir hafi brugðist í flestum sínum meginmálum. Svo alvarlega að fólk er tilbúið til að leggja atkvæði sitt á flokk sem lítur á hrunið sem „svokall- að“. Í því felst að ákveðinn kjarni innan Sjálfstæðisflokksins telur að framganga útrásarvíkinga og stjórnmálamanna þeirra í aðdraganda hins „ svokallaða“ hruns hafi verið eðlileg. Styrkjasam- band Jóns Ásgeirs Jóhannessonar athafnamanns og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, alþingismanns Sjálfstæð- isflokksins, var sem sagt af hinu góða. Brúin á milli viðskipta og stjórnmála var nauðsynleg. Svokallaðir styrkir upp á tugi milljóna króna voru sjálfsagðir eða kannski bara ímyndun. Guðlaugur Þór er frelsishetja í stríði gegn spillingu og 40 prósent þjóðarinnar eru tilbúin til að hleypa honum og Jóni Ásgeiri aft- ur til valda. Vandi Vinstri-grænna er sundrung og öfgar. Ástæða þess að flokkur með jafn göfug baráttumál stefnir í afhroð á sér birtingarmynd í turnunum tveim- ur, Steingrími J. og Ögmundi Jónassyni sem borist hafa á banaspjót undan- farin ár. Þingmenn hafa í röðum flúið flokkinn og kjósendur snúa sér annað. Enginn vill kjósa sundrungina. Vinstri- grænir eru þannig að óbreyttu dæmdir til útlegðar. Það er í raun og veru engin skýring á því hvers vegna hjörð kjós- enda rennur inn í rétt Sjálfstæðisflokks- ins. Á sama tíma og flokkurinn fer með himinskautum í ímynduðu fylgi er Framsóknarflokkurinn á hungurmörk- um undir stjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í sumum kjördæm- um er flokkurinn við það að hverfa. Og þetta gerist þrátt fyrir að endurnýjun manna þar hafi verið nær algjör. Gamli valdakjarninn í flokknum hefur vik- ið fyrir fólki sem enga sök ber vegna hrunsins eða þeirri spillingu sem átti sér stað í aðdragandanum. Í vor renna upp kosningar til Al- þingis þar sem allt verður gert til að syndir fortíðarinnar verði svokallaðar. Afneitunin gæti orðið algjör. En það er langt til vorsins. Þeir flokkar sem vilja ná vopnum sínum verða að taka til í eigin ranni. Best væri að Sjálfstæðis- flokkurinn tæki til í mannafla sínum og fleygði út spillingarkólfum og styrkja- kóngum. Flokkurinn setti þannig frelsi einstaklingsins á oddinn með trúverð- ugum hætti og stæði vörð um boðuð gildi. Vinstri-grænir gerðu best í því að jafna út ágreining milli fylkinga og ganga samstíga til kosninga. Aðalat- riðið er að kjósendur geti treyst því að þeir sem komast til valda sigli und- ir réttu flaggi og séu einlægir í því að gera Ísland betra. „Svokallað“ verður að víkja fyrir heiðarlegu uppgjöri og stefnufestu. „Glæpastarfsemi“ n Björn Valur Gíslason, al- þingismaður og formaður fjárlaganefndar, dregur ekki af sér þegar hann lýsir því ástandi sem er á fjármálum Eirar. Þingmaðurinn segir að þar hafi átt sér stað skipulögð glæpastarfsemi. Nú er eftir að sjá hvernig höfuðpaurinn, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, bregst við en hann hefur undanfarin ár verið í lykilhlutverki og ber stærsta ábyrgð á óráðsíunni. „Mútur“ Guðlaugs n Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Björn Valur Gíslason reið- ir hátt til höggs. Hann vændi þingmann- inn Guðlaug Þór Þórðarson um að hafa þegið mútur í formi allra styrkjanna sem hann þáði. Guðlaugur varð óskap- lega sár og krafðist þess að hann drægi orð sín til baka. Því neitaði Björn Valur. Þá tilkynnti Guðlaugur að hann færi í meiðyrðamál. Nú er langt um liðið og ljóst að Guðlaugur þorir ekki í mál og sættir sig við að vera kall- aður mútuþegi. Friðrik styður sjómenn n Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, stendur í ströngu þessa dagana við að útfæra verk- bann á sjómenn. Hann var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í vikunni þar sem hann lýsti erfiðleikum útgerðar- manna. Jafnframt lýsti hann yfir stuðningi við sjómenn í baráttu þeirra til að fá bætt- an sjómannaafsláttinn sem ríkið hætti að borga. Sagði hann að eðlilegt væri að rík- ið greiddi launþegum út- gerðarinnar dagpeninga. Þetta mun væntanlega eiga við allar atvinnugreinar og veisla framundan hjá laun- þegum. Fjölmiðlafólk í slag n Um helgina er spennandi barátta hjá Sjálfstæðis- mönnum í Kraganum. Nokkuð víst er að Bjarni Benedikts- son formað- ur nær fyrsta sætinu. Þá er reikn- að með að Ragnheiður Ríkharðsdóttir fái góða kosningu. Meiri óvissa er um fjölmiðlafólkið Óla Björn Kárason og Elínu Hirst sem berjast fyrir öruggum þingsætum. Óli Björn hefur verið duglegur við að skrifa um efnahagsmál og nýtur þess að vera varaþingmaður. Hann gæti því haft betur og krækt í þingsæti. Maður verður að elska sjálfan sig Þeir heimtuðu það Sigga Klingenberg gefur út bók um sjálfstraust. – DV Sverrir Bergmann færði Skálmaldarmönnum eintak af gallaðri plötu. – DV Svokallaðar syndir„Afneitunin gæti orðið algjör Í júní 2010 féllu fyrstu dómar Hæsta- réttar sem kváðu á um ólögmæti myntkörfulána. Þá um haustið lagði þáverandi efnahags- og viðskiptaráð- herra fram frumvarp með þau yfirlýstu markmið „að tryggja öllum einstakling- um sem tóku gengisbundin húsnæð- islán eða bílalán lægri eftirstöðvar, til samræmis við dóma Hæstaréttar“ og „að tryggja sanngirni, þ.e. að allir lántakend- ur fái þann ávinning sem dómar Hæsta- réttar boða, óháð orðalagi lánssamn- ings“. Alþingi samþykkti lagabreytinguna þrátt fyrir fjölmargar viðvaranir og inn- send erindi sem sýndu að afturvirk áhrif frumvarpsins væru bæði ólögmæt og óréttlát fyrir marga. Ófáir lántakendur hafa því eflaust hugsað Árna Páli þegj- andi þörfina þegar greiðslubyrði lán- anna þyngdist enn og aftur við endurút- reikning bankanna á grundvelli laganna. Eignaréttur almennings Síðan eru liðin tvö ár og Hæstiréttur búinn að ógilda þann hluta laganna sem brýtur gegn stjórnarskrárvörðum rétti almennings. Ráðherrum var tíð- rætt um stjórnarskrárvarinn eignarétt fjármálafyrirtækja, en svo kom bara í ljós að almenningur átti sinn rétt líka. Þrátt fyrir það gengur erfiðlega fyrir lán- takendur að fá lán sín endurútreiknuð á grundvelli dóma. Fjármálafyrirtæki sem brutu lög með því að bjóða gengis- tryggð lán virðast komast upp með að þyrla upp ryki og neita lánþegum um eðlilega leiðréttingu. Flest þeirra hljóta þó að vilja halda viðskiptavinum sínum sáttum. Nema Drómi. Báðum megin borðsins Drómi hf. er hvorki banki né fjármála- stofnun. Drómi er eignarhaldsfélag. Í stjórn Dróma sitja þrír aðilar sem skip- aðir voru í slitastjórn SPRON 23. júní 2009. Sömu þrír aðilar tóku einnig sæti í slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbankans á sama tíma. Seta í slitastjórn er mjög vel launað starf, hvað þá seta í tveimur slíkum. Þetta er harðsnúið lögfræðinga- teymi sem rekur líka lögfræðiþjónustu sem þjónustar Dróma. Þau sitja beggja vegna borðsins. Einnig eiga þau sæti í stjórnum fjölmargra fyrirtækja; t.d. er formaður slitastjórnanna skráður stjórnarformaður í 23 fyrirtækjum auk Dróma. Það er við þetta fólk og laga- kerfi fjármálafyrirtækja að eiga þegar lántakendur SPRON og FFb. kalla eft- ir leiðréttingu og endurútreikningi á lánum sínum, bæði gengistryggðum og verðtryggðum. Þar fer Davíð gegn Golíat. Engar útskýringar Enginn hefur gefið viðhlítandi skýr- ingu á því misrétti að ákveðinn hóp- ur almennra lánþega hafi verið settur í þá stöðu að semja um sín mál við eignarhaldsfélagið Dróma hf. „Menn gerðu í fjármálaráðuneytinu alveg furðulegan samning sem felur þetta í sér“, sagði Árni Páll í Kastljósviðtali. „Sem rænir fólk réttindum og gerir það algjörlega varnarlaust gagnvart þrota- búi með allt öðrum hætti heldur en hægt er að sjá í samskiptum banka og viðskiptavina almennt.“ Sú ákvörðun er brot á meginreglu um jafnræði, og ráðamenn ættu að sjá sóma sinn í að bæta úr því hið snarasta. Hvers vegna voru innlán hjá SPRON flutt til Arion banka en útlánin til Dróma, Steingrím- ur? Hvers vegna voru t.d. útlán SpKef flutt til Landsbankans en ekki útlán SPRON eða Frjálsa fjárfestingarbank- ans? Hvers vegna hefur ekkert verið gert til að leiðrétta þetta misrétti? Al- þingismenn og ráðherrar horfa flótta- lega til hliðar þegar þeir eru krafð- ir svara og viðurkenna að þeir hafi margoft fengið kvartanir en hafi ekki ráð á reiðum höndum. Skyldu góð ráð vera of dýr? Óvissa um hvað? Tilgangur slitastjórna og eignarhalds- félaga er að passa upp á eignir, há- marka arð og endurheimtur. Sjaldnast er hirt um siðferði eða góða viðskipta- hætti. Samfélagsleg ábyrgð er hverf- andi. Þetta geta margir „viðskiptavin- ir“ Dróma borið vitni um nú þegar þeir leita eftir leiðréttingum og endurút- reikningi á lánum sínum. Stjórnarfor- maður Dróma mætir í Kastljósviðtal og gerir lítið úr þeim kvörtunum sem borist hafa FME og UMS vegna starfs- hátta Dróma, en beitir sér áfram fyrir því að tefja úrlausn mála með öllum tiltækum ráðum. Lögfræðingarnir í slitastjórnunum og félagar þeirra hafa hag af því að allt dragist á langinn og hugsa upp fléttur til þess að fordæm- isgefandi dómar falli ekki þeim í óhag. „Óvissa“ er alltaf síðasta orðið. Á meðan þurfa lántakendur að bíða í pattstöðu og biðin er orðin býsna löng. Rætur vandans? En hvað skyldi hafa orðið til þess að bankarnir sýndu slíkt ábyrgðarleysi og brutu lög? Varla var það af umhyggju- semi fyrir almennum neytendum. Samtök banka og verðbréfafyrirtækja höfðu kvartað yfir því við Alþingi árið 2001 að frumvarp um vexti og verð- tryggingu heimilaði ekki lán í íslensk- um krónum með gengisviðmiðun. Löggjafinn hélt sínu striki enda var það klárlega vilji frumvarpshöfunda að slík gengisbinding yrði óheimil. Bankarnir fóru samt sínu fram, buðu gengistryggð lán og auglýstu sem hag- kvæman valkost. Ein ástæðan gæti verið sú að bank- arnir hafi viljað auka svigrúm fyrir erlendar lántökur sínar. Þeir voru jú bundnir af reglum Seðlabankans um gjaldeyrisjöfnuð sem mátti hvorki vera jákvæður né neikvæður um meira en 10% af eiginfjárgrunni. Með því að lána út gengistryggðar íslenskar krónur til íslenskra neytenda og fyrirtækja varð til svigrúm fyrir stórfelldar lántökur bank- anna erlendis. Óskiljanlegar upphæð- ir. Hvert allir þessir peningar fóru er svo ráðgáta út af fyrir sig. Ekki runnu þeir í vasa íslenskra neytenda, svo mik- ið er víst. Þegar erlendir bankar voru hættir að vilja endurfjármagna íslensku bankana var svo seilst í vasa sparifjár- eigenda í Bretlandi, Hollandi og víðar. Allir þekkja hvernig sú saga endaði og gjaldeyrisforði landsins fór fyrir lítið. Seðlabankanum, FME og opinberum stofnunum mátti vera það ljóst frá upp- hafi að gengistrygging krónulána væri lögbrot. En eftirlitsstofnanir sinntu ekki hlutverki sínu svo árum skipti og því fór sem fór. „Back to business“ Í stuttu máli er staðan sú að fólk hefur misst eigur sínar, sparnaðinn og stoltið. Enginn hefur hins vegar tekið ábyrgð á því sem gerðist, enginn gerði nein mis- tök og enginn virðist ætla að koma því fólki til hjálpar sem situr fast í greipum slitastjórna og innheimtudeilda fjár- málafyrirtækja. Og þar sem dælan þarf að ganga tökum við fegins hendi við illa fengnu fé frá aflandsfélögum í skatta- skjólum, og seljum fasteignir, fyrirtæki og jafnvel auðlindir á heildsöluverði í boði Seðlabankans. „How do you like Iceland?“ Hvað dvelur Orminn langa? Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 22 9.–11. nóvember 2012 Helgarblað „Í stuttu máli er stað- an sú að fólk hefur misst eigur sínar, sparnað- inn og stoltið. Kjallari Sigurður Hr. Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.