Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 53
Fólk 53Helgarblað 9.–11. nóvember 2012 H eiðdís Lilja Magnúsdóttir átti fertugsafmæli þann 7. nóvember. Heiðdís Lilja hefur starfað sem ritstjóri Nýs Lífs, blaðamaður, píanókennari og þýðandi. Hún fagnar með vinum og vandamönn­ um á laugardaginn en leynt eða ljóst fagnar hún fleiri áföngum – út­ skrift úr lögfræðinámi við Háskól­ ann og útgáfu matreiðslubókar sem kemur út rétt fyrir jól. É g ætla bara að hafa það náðugt í faðmi fjölskyldunnar og elda mér eitthvað gott,“ segir Skag­ firðingurinn Kristinn Uni Una­ son sem er búsettur á Akureyri en Kristinn Uni verður fertugur í dag, föstudag. Aðspurður hvaða góð­ gæti verði fyrir valinu á afmælis­ daginn segir hann matseðilinn tvírétta. „Í forrétt verður reyktur svartfugl og í aðalrétt nautakjöt. Og svo rauðvín með.“ Kristinn Uni á þrjú börn og ætl­ ar að halda upp á daginn í róleg­ heitunum. „Þetta verður bara lítið og nett. Ég ætla ekkert út á lífið í tilefni dagsins, ég geri minna af því núorðið,“ segir hann og bæt­ ir við að hann sé ánægður með að vera kominn á fimmtugsaldurinn. „Þetta er fínt. Það segja allir að nú geti maður farið að njóta lífsins svo ég stefni að því að fara að gera það líka.“ Óskaafmælisgjöfina segir hann nýtt GPS­tæki. „GPS­tæki í jepp­ ann væri meiriháttar en ég fer mik­ ið upp á hálendið á bílnum.“ Fjölhæf dugnaðarkona „Nú nýt ég lífsins“ Heiðdís fagnar útskrift, fertugsafmæli og útgáfu bókar Kristinn Uni er fertugur í dag, föstudag Tóku til sinna ráða Þegar húsnæðið brann ákváðu þær Eva Rut, Anna Lóa, Ásta og Monika að stofna eigið stúdíó. Liðleiki Boðið er upp á sérstakar liðleika- æfingar í Eríal Pole. Háskólastúdínur í súludansi Heiður að hitta Atla Rafn n Ólafur Stefánsson vildi ræða við Atla Rafn um Makbeð H andboltamaðurinn Ólafur Stefánsson og leikarinn Atli Rafn Sigurðsson hittust fyrir tilviljun á veitingastaðnum Kaffi Sólon í Bankastræti í vikunni. Ólafur gaf sig á tal við Atla og vildi gjarnan fá að ræða við hann um sýninguna Makbeð sem verður sett á svið í Þjóðleikhúsinu á þessu ári, en Atli Rafn mun fara með eitt aðalhlutverkanna. Atli Rafn tók vel í fyrirspurnir Ólafs um leikverkið. Ólafur hafði á orði að það væri heiður að hitta Atla Rafn og ræða við hann um sýninguna og sá síð­ arnefndi virtist upp með sér. Svo virtist sem þeir félagar væru að hittast í fyrsta skipti á veitinga­ staðnum því Ólafur fékk númerið hjá Atla Rafni og Atli Rafn fékk net­ fangið hjá Ólafi áður en hann hvarf á braut. n F ormleg opnun Eríal Pole, stærsta „polefitness“­stúdíós landsins, verður í dag, föstudaginn 9. nóv­ ember, í nýju húsnæði við Rauð­ arárstíg 31 í Reykjavík. „Polefitness“ er nýjasta viðbótin við líkamsræktarflóru landsins og nýtur mjög vaxandi hylli. Með margra ára reynslu Eigendurnir eru fjórar ungar konur sem kynntust við æfingar í X­Form sem brann síðasta sumar. „Við höfðum verið að æfa mikið áður en húsnæð­ ið brann og ákváðum að taka til okkar eigin ráða,“ segir einn eigenda, Eva Rut Hjaltadóttir, í samtali við blaðamann. Eigendur eru auk Evu Rutar, þær Anna Lóa Vilmundardóttir, Ásta Ólafsdótt­ ir og Monika Klonowski. Þær hafa all­ ar margra ára reynslu í „polefitness“ og almennri líkamsrækt og eru auk þess allar í framhaldsnámi samhliða rekstri stúdíósins, í íþróttafræði, mannauðs­ stjórnun, hönnun og ljósmyndun. Rúmgott og bjart „Við bjóðum upp á námskeið í polefit­ ness, „contemporary poledance“, lið­ leikaþjálfun, „floorwork“, „burlesque“, „tabata“, opna tíma og einkaþjálfun svo eitthvað sé nefnt, þetta eru fjöl­ breyttir og skemmtilegir tímar og við erum ánægðar með húsnæðið sem er rúmgott og bjart,“ segir Eva Rut. n n Æfingarhúsnæðið brann og fjórar ungar konur tóku til sinna ráða Súludans Súludans er fallegt listdansform sem krefst mikils styrks og liðleika. Monika Einn eigenda sýnir listir sínar. Áfangar Heiðdís Lilja getur fagnað vel og lengi í afmælisveislu sinni á laugardaginn. S tóri dagurinn er í dag, föstu­ dag,“ segir Guðrún Ásta Völ­ undardóttir sem er þrítug í dag. Guðrún Ásta býr á Borg­ arnesi og starfar hjá Heilbrigðis­ stofnun Vesturlands. Hún er alsæl með að vera komin á fertugsaldur­ inn. „Mér finnst ég bara ung enn­ þá. Alveg eins og ég var þegar ég var tuttugu og eitthvað,“ segir hún hlæjandi og bætir við að nú sé bara eitthvað skemmtilegt fram undan. Guðrún Ásta ætlar að halda upp á daginn um helgina. „Ég verð með veislu á laugardagskvöldið. Þetta verður ekkert stórt heldur bara fjöl­ skyldan og nánir vinir. Ég ætla ekk­ ert út um kvöldið. Það verður bara heimapartí í Borgarnesinu,“ segir hún og bætir við að hún sé mikið afmælisbarn. „Afmælisgjafirnar skipta samt minnstu máli. Það sem skiptir mig mestu er að fá allt upp­ áhaldsfólkið mitt saman.“ Ennþá jafn ung Guðrún Ásta er þrítug í dag, föstudag Skiptust á númerum Ólafur gaf sig á tal við Atla Rafn á Kaffi Sólon og vildi ræða um Makbeð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.