Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 9.–11. nóvember 2012 Helgarblað Kaffihús World Class á hausinn 3 Óskað hefur verið eftir því að félagið Þrek kaffi ehf., sem er í eigu bræðranna Björns Leifssonar, eiganda World Class, og Sig- urðar J. Leifssonar verði tekið til gjald- þrotaskipta. Skiptastjóri búsins hefur nýverið auglýst eftir kröfum í búið. DV fjallaði um málið á miðvikudag og vísaði í ársreikning Þreks kaffi ehf. Í honum kemur fram að félagið skuldi 120 milljónir króna eftir árið 2011. Fé- lagið á hins vegar ekki nema rétt rúm- lega tvær milljónir króna í eignum. Fimmtán milljónir bættust við skuldir félagsins á árinu 2011, en engin starf- semi var á vegum þess það árið. Þorsteinn Már malar gull 2 Forstjóri Sam-herja, Þorsteinn Már Baldvinsson, fékk 335 milljóna króna arð inn í einkahlutafélag sitt í fyrra. Félag Þorsteins heitir Eignarhaldsfé- lagið Steinn. Þetta kemur fram í árs- reikningi Steins sem skilað var inn til ríkisskattstjóra þann 27. september síðastliðin, en DV fjallaði um málið á mánudag. Samherji er stærsta sjávar- útvegsfyrirtæki landsins og eitt stærsta útgerðarfyrirtæki Evrópu. Félagið er með starfsemi hér á landi, í Bretlandi, á meginlandi Evrópu, í Afríku og víðar. Upphæðin samsvarar því að Þorsteinn hafi nánast grætt tæpa milljón á dag í fyrra. Óráðsían hjá Eir 1 „Ég hef ekki vísvitandi leynt upplýsingum, þvert á móti lagði ég áherslu á það þá mánuði sem ég var fram- kvæmdastjóri að upplýsa stjórnina um rekstur félags- ins, meðal annars viðamiklar hag- ræðingaraðgerðir og ráðstöfun íbúða,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, stjórnarformaður hjúkrunarheimilis Eirar, í DV á mið- vikudag. Mikið hefur verið rætt um slæma stöðu félagsins sem heldur utan um rekstur á hjúkrunarheim- ilinu og byggingu íbúðanna sem seldar eru til eldri borgara. DV fjall- aði ítarlega um málið á miðvikudag og ræddi meðal annars við Vilhjálm um stöðuna. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni R íkið gæti hafa fyrirgert kröfu- rétti sínum á hendur Eim- skipum vegna sjótjóns sem varð á búslóð sem félag- ið flutti fyrir utanríkisráðu- neytið. Ástæðan er sú að ráðuneytið afhenti eigendum búslóðarinnar, Skafta Jónssyni, sem er starfsmaður utanríkisþjónustunnar, og eiginkonu hans búslóðina. Ríkið hefur þurft að greiða tugmilljónir króna í tjónabæt- ur til þeirra hjóna en Skafti er sendi- ráðunautur í íslenska sendiráðinu í Washington D.C. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Ríkisendurskoðun birti á fimmtudag vegna málsins. Skýrslan hefur verið í vinnslu hjá embættinu undanfarna mánuði en rannsókn málsins hófst í kjölfar frétta DV og umræðu í þinginu. Samtals borgaði ríkið 74 milljónir króna í tjónabætur til hjónanna en Tryggingamiðstöðin greiddi fjórar milljónir. Hlutur tryggingafélagsins var í samræmi við þá tryggingu sem utanríkisráðuneytið hafði keypt en gámurinn var tryggður fyrir hundrað þúsund krónur fyrir hvern fermetra. Viðbótartrygging var keypt vegna eins listaverkanna sem voru í gámn- um en það var metið á 2,5 milljónir króna. Önnur listaverk voru ekki meira en tveggja milljóna króna virði samkvæmt upplýsingum sem komu fram í tölvupósti frá Skafta til utan- ríkisráðuneytisins fyrir flutningana. Samtals voru listaverkin metin á 46,8 milljónir króna í sundurliðun hans á tjóninu. Skoðuðu bara myndir Fyrirtækinu Könnun ehf., sem er umboðsaðili Lloyd‘s á Íslandi, var falið af hálfu Tryggingamiðstöðvar- innar, sem tryggði gáminn að litlum hluta, að fara yfir og fjalla um kröfur sem Skafti og eiginkona hans lögðu fram vegna tjónsins. Ríkisendur- skoðun vekur sérstaka athygli á því í skýrslu sinni að í skoðunarvottorði sem Könnun ehf. gerði í lok júní í fyrra vegna málsins sé tekið fram að verkefnið hafi verið „ákaflega snúið þar sem allir hinir tjónuðu mun- ir, eða það sem er eftir af þeim, eru í USA en við aftur á móti að reyna að vinna málið hér á Íslandi út frá myndum og öðrum skriflegum gögn- um.“ Embættið telur að hafa verði þessa staðreynd í huga þegar vott- orðið er metið. Ríkisendurskoðun gerir einnig athugasemd við að ekki hafi verið gerður neinn samanburður á meintu verðmæti búslóðarinnar og þeirri inn- bústryggingu sem Skafti og eiginkona hans voru sjálf með. Álitamál er hvort það hefði haft áhrif á niðurstöðuna en lögmaður ríkisins telur, samkvæmt skýrslunni, að slíkur samanburður hefði ekki þjónað tilgangi við samn- inga um uppgjör bótanna. Bendir hann á að það sé algerlega mat þess sem kaupir slíka tryggingu að meta hversu háa tryggingu hann tekur. Gámurinn átti að vera sjóheldur Engin ákvörðun hefur verið tekin af hálfu ríkisins um hvort reynt verði að sækja skaðabætur til Eim- skips, sem annaðist flutninga gáms- ins, eða Pökkunar og flutninga ehf., sem sá um að pakka búslóðinni. Í bréfi sem Pökkun og flutningar ehf. sendi utanríkisráðuneytinu í apríl á síðasta ári kemur fram að „gámur- inn var splunkunýr og ætti að þola að sjór fari yfir hann og jafnvel að standa í sjó í einhvern tíma þar sem þéttingar við dyrnar eru nýjar og mjög góðar.“ Gámurinn var stað- settur í neðstu röð í lest skipsins og segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar að vatnshæðin í henni hafi verið um það bil tveir metrar þegar mest var. Ríkisendurskoðun telur einnig að afhending búslóðarinnar til Skafta kunni að hafa áhrif á möguleika ríkisins á bótum frá Eim- skip. Embættið telur að sú ákvörðun kunni að einhverju leyti að girða fyrir eða draga úr möguleikum rík- isins til þess að halda uppi bóta- kröfu á hendur félaginu vegna þess að því var ekki gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi við mat og uppgjör bótanna. Sérstaklega er tekið fram að Eim- skip hafi kvatt til skoðunarmenn þegar tjónið varð og fulltrúi frá fé- laginu var viðstaddur þegar gámur- inn var tæmdur. Breyttu reglunum eftir málið Eftir að samið hafði verið um tjóna- bæturnar við Skafta og eiginkonu hans réðst utanríkisráðuneytið í endurskoðun á þeim reglum sem gilda um flutningsskylda starfsmenn. Ákvæði í fyrirmæla- og leiðbein- ingabók ráðuneytisins sem snúa að tryggingu búslóða og geymslu þeirra var breytt og ný fyrirmæli staðfest að loknu umsagnarferli síðastliðið sum- ar. Í þeim reglum er búið að setja þak á ábyrgð ríkisins. Miðað við reglurn- ar mun ábyrgð ráðuneytisins vegna búslóðaflutninga barnslauss sendi- herra, sendifulltrúa, sendiráðunaut- ar og sendiræðismanns takmarkast við 17,5 milljónir. Bæturnar hækka í ákveðnu hlutfalli þegar um er að ræða hjón og ef viðkomandi starfs- maður á barn. Í nýju reglunum er einnig kveðið á um að ráðuneytið sé undanþegið ábyrgð á tjóni á búslóðum í geymslu. Gert er ráð fyrir því að viðkom- andi starfsmaður geri sjálfur sínu tryggingafélagi viðvart um að bú- slóðin sé í geymslu og passi upp á að innbústrygging taki til slíkra að- stæðna. Ríkisendurskoðun lýsir yfir ánægðu með þessar breyttu reglur en þær eru að mati stofnunarinnar bæði eðlilegar og málefnalegar. Telur embættið nýju reglurnar vera mjög til bóta. n Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Þak sett á greiðslur vegna gámamálsins n Rannsókn lokið á tugmilljóna tjónagreiðslu ríkisins til Skafta„Gámurinn var splunkunýr og ætti að þola að sjór fari yfir hann og jafnvel að standa í sjó í einhvern tíma. Endurskoðuðu reglurnar Utanríkis ráðuneytið endurskoðaði reglur um tryggingu búslóða flutnings- skyldra starfsmanna. Mynd StEfán KarlSSon Annie Mist í hópi hraustra kvenna Annie Mist Þórisdóttir, heims- meistari kvenna í crossfit, er á lista bandarísku frétta stofunnar CNN yfir hraustustu konur heims. Annie er þar önnur á lista en hún varð nýlega í fyrsta sæti á Reebook CrossFit-leikunum. „Ég held að styrkleiki minn sé að ég get alltaf haldið áfram. Ég þarf eiginleg ekki að stoppa til að hvíla mig,“ er haft eftir Annie Mist á vefsíðu CNN. CNN segir að konurnar á list- anum séu fyrirmyndir þegar kemur að heilbrigðum lífsstíl en þar á meðal er fimleikakonan Gabreille Dogulas, sundkon- an Dara Torres, bandaríska kvennafimleikaliðið, leikkon- an Jessica Biel, sjöþrautarkon- an Jessica Ennis, járnkvendið Leanda Cave, strandblak- steymið Misty May-Trenor og Walsh Jennings og kraftlyftinga- konan Wang Mingjuan. Styðja mál- sókn vegna verðtryggingar Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur samþykkti á fundi á miðvikudag að verða við áskorun Framsýnar- stéttarfélags um að leggja fram 120 þúsund krónur til stuðnings málsókn Verka- lýðsfélags Akraness sem samþykkti nýlega að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort verðtrygging hér á landi standist lög. Ljóst er að málsóknin mun kosta nokkr- ar milljónir. Framsýn hafði áður skorað á aðildarfélög Starfsgreinasambandsins að koma að málinu með fjár- stuðningi svo Verkalýðsfélag Akraness þurfi ekki eitt fé- laga að standa að þeim mikla kostnaði sem fylgir mála- rekstrinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.