Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 50
50 Fólk 9.–11. nóvember 2012 Helgarblað Brooke kvaddi mömmu sína n Brooke átti stjórnsama móður L eikkonan og fyrirsætan Brooke Shields lýsir flóknu sambandi við móður sína í viðtali við The New York Times en móðir hennar, Teri Shields, lést í síðustu viku, 79 ára að aldri. Brooke fékk fyrsta hlutverkið aðeins 11 mánaða gömul sem fyrirsæta og leikkona en móðir hennar hélt fast utan um feril hennar fram eftir öllum aldri og átti erfitt með að sleppa tak- inu, segir Brooke í viðtalinu. „Mamma var risa stór partur af því hver ég er í dag. Ég elskaði hana, hló með henni og virti hana. Þrátt fyrir okkar vand- ræði var hún samt mamma mín.“ Teri lét eitt sinn hafa eftir sér að hún hefði ekki trúað sín- um eigin augum þegar Brooke fæddist. „Þetta var var svo fal- legt. Alveg eins og dúkka. Ég trúði varla að ég ætti hana.“ Barnastjarna Teri átti erfitt með að sleppa takinu og þær mæðgur voru ansi oft ósammála um ákvarðanir varðandi feril Brooke. B rian Austin Green og Megan Fox eignuðust eftirminnilega barn á dögunum en hjóna- kornunum tókst að halda fréttunum leyndum í þrjár vikur. Leikarinn var nýlega í útvarpsvið- tali hjá Ryan Seacrest þar sem hann þakkaði leikkonunni Reese Wither- spoon fyrir friðinn sem litla fjöl- skyldan fékk fyrir ágengri pressunni. „Ég hef ætlað að senda henni blóm- vönd í einn og hálfan mánuð núna. Hún eignaðist barn á sama dag og við. Öll athygli fjölmiðla beindist að henni og nýja barninu og því gát- um við laumast inn á sjúkrahúsið og fengið næði,“ sagði Brian en son- urinn litli hefur fengið nafnið Noah Shannon. Leikarinn á fyrir tíu ára son, Kassius Lijah. „Mér fannst ég alltaf svo ungur í anda. Núna hef ég aldrei verið jafn fertugur áður,“ sagði Brian hlæjandi í viðtalinu og bætti við að hann hefði fengið lítinn svefn síðan sá stutti fæddist. Þakka Reese fyRiR fRiðinn n Megan og Reese fæddu sama dag Falleg hjón Brian á tíu ára son frá fyrra sambandi.DV120124193.jpg Vill sanna ást Dakota Fanning hefur aðeins átt einn kærasta Lauren Conrad Styður eftirlifendur brjóstakrabbameins Hönnuðurinn Lauren Conrad hannaði fatnað á átta manneskjur sem lifðu af brjóstakrabbamein. Conrad lagði sig fram í átakinu en sjálf missti hún fyrirmynd sína, saumakennarann sinn, úr meininu. Hún hlýddi á sögur þeirra sem lifðu af og saumaði fatnaðinn á konurnar með reynslu þeirra til hliðsjónar. „Þær hafa gengið í gegnum hörmulega lífsreynslu, allt hefur verið tekið af þeim sem við tengjum við kvenleika – hárið og kvenlegi vöxturinn,“ sagði Conrad sem vildi leggja sitt af mörkum svo þeir sem sigruðust á meininu gætu byggt upp líf sitt á jákvæðan máta. Angelina Jolie Sendiherra Sameinuðu þjóðanna Leikkonan Angelina Jolie hefur verið ein ötulasta baráttukona Hollywood fyrir bættum heimi. Hún gaf heila milljón Bandaríkjadala til hjálparstarfs á Haítí síðastliðið ár og hefur verið virk í að fylgjast með mannréttindum barna. Hún er einn sendiherra UNICEF. Þegar Angelina afhenti peningana til Haítí sagði hún að sér þætti sérstaklega hryllilegt að sjá þjáninguna dynja á þessu fólki sem áratugum saman hefði búið við ofbeldi, fátækt og óöryggi. Í sumar gáfu Angelina og Brad milljarð til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna til aðstoðar sýrlenskum flóttamönnum. „Hver manneskja skiptir máli, einn flóttamaður er einum flóttamanni of mikið,“ sagði Jolie. „Hver þeirra hefur þjáðst og gengið í gegnum meiri raunir en ég gæti nokkru sinni þolað. Og samt, rísa þeir upp og halda áfram að lifa.“ Pippa Middleton Safnaði fé til fátækra barna Yngri systir Kate Middleton og bróðir hennar James luku gönguskíða- maraþoni í Svíþjóð í mars 2012 til þess að safna fé fyrir skólabörn sem fá ekki nægilega mikið að borða. Vilja breyta heiminum Will og Jada Pinkett Smith Gáfu vatn til Eþíópíumanna Með því að biðja vini og að- dáendur um að gefa fremur peninga til þess að kaupa vatn handa bágstöddum á brúðkaupsafmæli sínu í sumar, gátu hjónin gefið um 400 Eþíópíumönnum hreint vatn. Will og Jada ferðuðust til Eþíópíu í júlí til þess að sjá árangurinn. „Ferðin var ótrúleg reynsla og opnaði augu okkar,“ sagði Will. Jennifer Aniston Berst fyrir krabbameinsveik börn Jennifer Aniston berst fyrir krabba- meinsveik börn. Síðasta framlag hennar var skemmtilegt, en hún söng hið víðfræga lag Bítlanna Hey Jude, með þeim Jon Hamm og Betty White á smáskífu og bað um framlög til meðferðar gegn krabbameini barna. Ben Affleck Vekur athygli á ástandinu í Austur-Kongó Ben Affleck hefur unnið mikið að því að berjast fyrir aukinni vitund um hörmulegt ástand í Austur-Kongó. Ben stofnaði samtökin Eastern Congo Initiative árið 2009 til að hjálpa konum og börnum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og nauðgunum. Ian Somerhalder Dýraverndunarsinni Stjarnan úr Vampire Diares, Ian Somerhalder, er mikill dýravinur og hefur oft látið til sín taka í dýraverndar- málum. „Ég er svo þreyttur á skorti á samkennd í heiminum og á því að horfa á börn okkar alast upp við þennan skort,“ sagði leik- arinn. Ég held að eina leiðin fyrir okkur til að eiga væn- lega framtíð sé að þroska með okkur betri samkennd fyrir hverju öðru og öllum, loðnum, hreistruðum og fiðruðum verum.“ U ngstirnið Dakota Fanning hefur leik- ið frá því að hún man eftir sér, en hún er aðeins 18 ára og á fjölmargar stórar kvik- myndir að baki. Það sama er hins vegar ekki hægt að segja um ástarsambönd hennar, hvað fjölda varð- ar. Hún vill frekar finna hina sönnu ást held- ur en hafa á eftir sér slóð af misheppnuðum sam- böndum. Fram að þessu hefur hún aðeins átt einn kærasta. „Ég er ekki þannig stelpa að ég þurfi sérstaklega á kærasta að halda í lífi mínu,“ sagði Dakota í viðtali við tímaritið InStyle. „Ég er mjög ákveðin þegar kem- ur að þessum málum og vil alls ekki ana út í neitt nema ég sjái fram á að það muni endast í langan tíma.“ n Dakota vill ekki ana út í neitt Þarf ekki á því að halda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.