Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 54
„skemmtilegar stelpur heilla mig“ 54 Fólk 9.–11. nóvember 2012 Helgarblað Klárar fyrstu sólóplötuna n Krökkunum þykir svalt að eiga pabba sem er poppari Þ etta verkefni hafði setið á hakanum allt of lengi, segir tónlistarmaðurinn Hreimur Örn Heimisson sem er að gefa út sína fyrstu sólóplötu en platan heitir einmitt Eftir langa bið. Hreimur Örn byrjaði á plöt- unni árið 2004 en lofaði sjálfum sér því að klára hana þegar hann fór til Düsseldorf ásamt Vinum Sjonna. „Þetta er svona „feel good“- plata. Einn textinn er saminn af afa mínum árið 1970 og annar af Hannesi Hafstein,“ segir Hreimur sem rakst á ljóð ráðherrans af til- viljun. „Afi hafði sýnt mér ljóð eftir sig sem hann geymdi í gamalli bók. Í þessari sömu bók rakst ég á kvæðið eftir Hannes. Andinn kom yfir mig þarna í hlaðbrekkunni með pönnsum og kaldri mjólk.“ Hreimur starfar í dag með- fram tónlistinni hjá heildsalanum S.Guðjónssyni. „Ég vann einung- is við tónlist frá 1997–2003. Það var virkilega gaman en svo lang- aði mig í eitthvað meira. Það er ekki tryggasta vinnan í heimin- um að starfa í tónlist. Svo er líka gott að geta tekið sér frí um helg- ar og verið með fjölskyldunni,“ segir Hreimur sem er giftur tveggja barna faðir en dóttir hans er sjö ára og sonur hans fjögurra. „Krakkarn- ir hvetja pabba sinn áfram í tón- listinni. Dóttir mín kvartaði reynd- ar um daginn yfir því að ég væri aldrei heima af því að ég væri alltaf að spila. Rétt á eftir sagði hún við mömmu sína að hún vildi fara til Tenerife og var fljót að svara þegar mamma hennar sagði að það kost- aði of mikið og sagði að pabbi gæti þá bara spilað meira,“ segir Hreim- ur hlæjandi og bætir við að börn- in séu bæði búin að uppgötva tón- list Lands og sona. „Stelpan er svo stór og kann á Youtube og skoð- ar reglulega gömul myndbönd af sveitinni. Það er pínu kúl að eiga pabba sem er poppari.“ n n Tónlistarmaðurinn Valdimar tók málin í sínar hendur Þ etta gengur bara mjög vel. Ég reyni bara að vera skyn- samur og fara ekki of hratt í hlutina, hreyfa mig og borða hollari mat,“ segir tónlistarmaðurinn Valdimar Guð- mundsson úr hljómsveitinni Valdimar en hann hefur verið í átaki upp á síðkastið. Valdimar ákvað að taka málin í sínar hendur eftir að hafa séð sjálf- an sig í áramótaþætti Hljómskál- ans. „Ég fékk örlítið sjokk þegar ég sá mig. Ég hafði ekki áttað mig á því á hversu slæmt stig þetta var komið hjá mér,“ segir Valdimar sem hefur nú lést um rúmlega 30 kíló. „Ég er náttúrulega miklu létt- ari á mér á tónleikum núna. Það munar um þessi kíló. Þetta er ekk- ert erfitt. Ekki á meðan ég fer ekki of geyst í þetta. Ég reyni að gera þetta af skynsemi. Maður verður að lifa lífinu líka. Annars fer allt í rugl.“ Valdimar er að spila úti á landi um helgina. „Við verðum á Höfn í Hornafirði á föstudagskvöldið og Egilsstöðum á laugardagskvöldið. Það er alltaf gaman að spila úti á landi. Þar er fólk meira að sitja og njóta. Svo er líka alltaf gaman að spila á Græna hattinum á Akureyri og á heimavelli, eins og á Paddys í Keflavík. Þar er alltaf jafn sveitt og skemmtileg stemming,“ segir Valdi- mar en sveitin mun einnig troða upp í Laugardalshöllinni á hátíð- inni Hátt í höllinni 19. desember auk þess sem nánast er uppselt á útgáfutónleika sveitarinnar sem verða 16. nóvember í Gamla bíói. Hljómsveitin Valdimar hefur farið hratt upp á stjörnuhimininn síðan fyrsta platan kom út og sjálf- ur lifir söngvarinn á tónlistinni. „Eins og staðan er núna lifi ég á þessu. Á meðan maður er vinsæll er það hægt. Ég lifi samt ekkert eins og kóngur, ég get ekki sagt það. En það er gaman að geta unnið við það sem maður elskar að gera. Ég get ekki annað en verið þakklátur fyrir það.“ Valdimar viðurkennir að hafa fengið mun meiri kvenhylli eft- ir að hafa slegið í gegn í tónlistinni og enn meiri eftir að hafa lést um öll þessi kíló. Aðspurður segist hann vera á lausu og að honum líki best við konur sem hafi húmor. „Skemmtilegar stelpur heilla mig. Góður húmor og góður tónlistar- smekkur,“ segir hann og tekur und- ir að þær verði að fíla tónlist Valdi- mars. „Eða nei annars. Það er ekkert skilyrði. Þetta er hvort sem er ofmetin hljómsveit,“ segir hann og hlær. n indiana@dv.is Léttari á sér Valdimar hefur misst rúmlega 30 kíló. Hreimur Örn Hreimur Örn á sjö ára dóttur og fjögurra ára son sem hann segir hvetja sig áfram í tónlistinni. „Hver á að skúra um borð í geimskipum?“ Heitar umræður hafa skapast í netheimum um bækur ætl-aðar börnum sem heita Bláa bókin mín og Bleika bókin mín og eru gefnar út af Setbergi. Sú fyrrnefnda virðist vera sérstaklega ætluð drengjum en sú síðarnefnda stúlkum. Í Bleiku bókinni er farið yfir hlutverk stúlknanna sem eru einna helst að sjá um þrif, skúra, sópa og fleira á meðan drengirnir fræðast um bíla og geimferðir. Andri Þór Sturluson sem heldur úti grínfréttamiðlinum Sannleikan- um deilir tengli af frétt um málið á fésbókarsíðu sinni og spyr: „Hver á þá að skúra um borð í þessum geimskipum?“ Fésbókarvinir hans hafa ekki svörin á reiðum höndum en einn þeirra kemur með áhuga- verðan punkt: „Þetta er sett upp eins og það sé auðvelt og skemmti- legt að fara útí geim. Ég myndi skúra allan daginn alla daga frekar.“ Rólegheit og barnauppeldi É g hef verið ansi rólegur síðustu þrjú ár. Við hjónin eignuðumst dreng fyrir réttum tveimur árum og það hefur verið stóra ævintýrið okkar á þessum tíma. Það er yndis- legt að geta gefið sér tíma og sinnt honum og njóta þess tíma,“ segir tenórinn Garðar Thór Cortes sem blæs til nýárstónleika um áramótin bæði í Reykjavík og á Akureyri. Sér- stakir gestir á tónleikunum verða faðir hans, Garðar Cortes, Valgerð- ur Guðnadóttir og söngflokkurinn Norrington. „Við pabbi syngjum eitt- hvað af þeirri plötu, svo verður efni af fyrri plötunum mínum og eitthvað af óvæntum gullmolum. Það verður gaman að syngja með pabba og ekki síður með Völu, það er langt síðan við Vala sungum síðast saman.“ Hringekjan „floppaði“ „Ég gerði það þó ekki í neinu fússi, heldur að vel hugsuðu máli,“ segir Sigrún Stefánsdótt- ir, fyrrverandi dagskrárstjóri RÚV, um nýlega uppsögn sína í viðtali í Vikunni. Hún segir að komið hafi upp ágreiningur sem hún hafi ákveðið að sætta sig ekki við og því ákveðið að segja upp starfi sínu. Sigrún segist fara stolt úr dagskrárstjórastarf- inu og bendir á vinsælir þættir á borð við Djöflaeyjuna, Andra á flandri og Dans dans dans hafi fæðst undir hennar stjórn. Hún viðurkennir þó að einhverj- ir þættir, eins og Hringekjan og Kexvexsmiðjan, hafi „floppað“ eins og Sigrún orðar það sjálf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.