Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 33
Úttekt 33Helgarblað 9.–11. nóvember 2012 Hringekjan verst – Næturvaktin best Bestu sjónvarpsþættirnir Sönn íslensk sakamál (Nýtt) „Vel unnir og einstaklega skemmtilega döbbaðir.“ Sönn íslensk sakamál (Gamla ser­ ían) „Vá vá vá. Þetta var svo gott sjónvarp. Rödd Sigursteins var rúsínan í pylsu­ endanum. Frábærir.“ Fangavaktin „Snilldarhúmor sem fór sérlega vel í landann.“ Spaugstofan „Góð afþreying og skemmtilegt sjónarhorn á dægurmálin.“ Dans dans dans „Skemmtilegt.“ Útsvar „Fínn þáttur en ég sakna Þóru.“ Silvía Nótt „Töff.“ Á tali með Hemma Gunn „Fyrstu árin sat maður fastur við skjáinn með fjölskyldunni á miðvikudögum. Margar minningar.“ Hljómskálinn „Flott umgjörð og flott tónlist. Og gaman þegar mismunandi tón­ listamönnum er stillt saman og þeir vinna eitthvað nýtt, og algjörlega óvænt.“ Johnny Naz „Gömlu þættirnir! Mikið sem þetta voru frábærir þættir. Eitthvað nýtt og óheflað. Það er enn rætt og ritað um þessa þætti.“ Mannasiðir Gillz „Búmm. Frábærir þættir, vel gerðir og með myndarlegasta dýr landsins að „fronta“ þetta. Uppskrift sem getur ekki klikkað.“ Nonni og Manni „Die Hard, Yrsa, Arnaldur og Nonni og Manni. Þá mega jólin koma.“ Nýjasta tækni og vísindi „Fróðlegir, vandaðir, áhugaverðir og skemmtilegir þættir sem bæði börn og fullorðnir höfðu gaman af.“ Áramótaskaupið 2009 „Beittasta, fyndnasta og langskemmtilegasta skaup frá upphafi, og ég hef séð þau mörg. Ógleymanlegt!“ Hér gala gaukar „Skemmtiþættir frá sjöunda áratug síðustu aldar. Gerðir af lífi og sál og ef ég man rétt voru þarna launfyndnir sketsar, sem enduðu reyndar flestir í söng.“ Sigtið „Frímann klikkar aldrei.“ Réttur „Spennandi þó ég sé lítill Hönsu­ maður. En ég horfði í hverri viku.“ Ástríður „Ég horfði á allt. Fannst þetta fyndið og skemmtilegt.“ Mér er gamanmál „Þarna erum við að tala um snilld. Eitt allra besta sjónvarp sem gert hefur verið. Frábært í alla staði.“ Hæ Gosi „Sérlega vel heppnaðir smá­ bæjarþættir. Aðall Hæ Gosa er frábært leikaraval.“ Tími nornarinnar „Fín íslenskun á skandinavískum spennuþáttaröðum. Róleg og eðlileg framvinda, frábært eftir allan ameríska hasarinn. Mikil snjókoma og leiðindaveður á Akureyri, meðan á tökum stóð, gerði þættina eftirminnilega. Eigin­ lega má segja að veðrið hafi unnið leiksigur.“ Svartir englar „Vel heppnað sjónvarpsefni eins og allt sem kemur frá Óskari Jónassyni.“ Heimsendir „Afskaplega vanmetnir sjónvarpsþættir. Liðið sem gerði Vaktarsyrpurnar kaus að fara örlítið aðra leið en í fyrri syrpum. Auglýsingar sannfærðu fólk um að hér væri hreinræktað grín á ferð og það fældi áhorfendur frá. Jörundur Ragnarsson vann leiksigur sem hinn margklofni Margeir Orri.“ Bingó lottó „Ingvi Hrafn í geðveiku stuði. Rosalega hressandi og skemmtilegur, hægt að vinna alls konar dót og allir í fjölskyldunni skemmtu sér vel. Það komu líka upp ýmsar kenningar um hver léki hinn fræga Bingó Bjössa, sumir segja að það hafi verið Ingvar E. Sigurðsson.“ 1 Næturvaktin „Heillandi þættir, skemmtilegir karakterar.“ „Vel gert, vel skrifað og leikið. Algjörlega eitthvað nýtt í sínum tíma og mikið umtalaðir þættir. Og svo beið maður spenntur eftir næsta þætti.“ „Frábærir karakterar.“ „Hér þarf engin orð. Bara tímalaus snilld. Halldór Gylfa stelur senunni. Allt frábært.“ „Meiriháttar.“ „Einstaklega skemmtilegt.“ „Vel skrifaðir. Maður fékk bara ekki nóg af gríninu og fann til með persónum í þáttunum.“ „Frábær ferskur andblær í íslenska sjónvarpssögu. Frábærar persónur, handrit og heimsklassa leikur.“ „Snilldarhúmor sem fór sérlega vel í landann.“ 2 Fóstbræður „Fyndnasti sketsaþáttur sögunnar.“ „Fyndnustu íslensku sjónvarpsþættirnir frá upphafi. Það er hægt að horfa á þá aftur og aftur.“ „Þáttaröð sem „endurhannaði“ íslenskan húmor. Ótrúlega lélegur leikur, sem hlýtur að hafa verið ætlunin, gerði þættina enn betri.“ „Snillingar.“ „Bestu sketsaþættirnir. Ódauðlegir.“ „Sjónvarpsefni sem maður sat límdur yfir og gat horft á aftur og aftur.“ 3–5 Pressa „Þættir sem blaðamenn elska. Þeir kannast allavega við flesta karakterana. Þriðja serían fer svolítið samt í taugarnar á mér – of mikið fjölskyldudrama. Minna „action“.“ „Þættir á heimsklassa, spennandi og vel gerðir.“ „Þrusugóð þáttaröð. Fagmannlega unnin og ber þess vitni að við erum orðin vel samkeppnishæf í sjónvarpsmyndagerð.“ „Einfaldlega ágætlega trúverðugir og reglulega spennandi þættir sem ég vil ekki missa af.“ 3–5 Dagvaktin „Meiriháttar skemmtilegir!“ „Einstaklega skemmtilegar seríur. Góður húmor út í gegn.“ „Snilldarhúmor sem fór sérlega vel í landann.“ „Besta serían í þessum annars frábæra bálki. Persónusköpunin enn dýpri. Jón Gnarr, Pétur Jóhann Sigfússon og Jörundur Ragnarsson fóru á kostum. Ólafía Hrönn Jónsdóttir var sérdeilis góð í örlaga­ hlutverki í syrpunni.“ 3–5 Heilsubælið í Gervahverfi „Það er enn verið að vitna í þessa brandara. Fór í banka, ekki banka. Enn klassískt og gott.“ „Voru og eru sprenghlægilegir með vel gerðum karakterum sem lifa enn í dag.“ „Eldast kannski ekkert allt of vel en eru samt klassík.“ „Þrátt fyrir nánast óbærilegan aulahúmor sveif svo mikil fyndni yfir vötnum í þessum þáttum sem eru orðnir sígildir.“ 6 Fastir liðir eins og venjulega „Í minningunni mjög skemmtilegir. Beið spennt eftir þáttunum sem lífguðu upp á tilveruna og komu á skemmtilegum frösum sem voru notaðir óspart.“ „Djöfull sem ég elskaði þessa þætti. Eldast samt ekkert alveg rosa­ lega vel en mikið hlakkaði ég til þegar þetta var á dagskrá.“ „Laugardagskvöldin haustið 1985 voru góð. Snakk, gos og RÚV með Staupastein og Fasta liði eins og venjulega. Hefðbundnum kynjahlutverkum snúið við, karlanir heimavinnandi og konurnar fyrir vinnan. Júlíus Brjánsson og Bessi Bjarnason, sem feðgarnir Indriði og Hlölli, standa sérstaklega upp úr.“ 7–8 Stelpurnar „Stelpur að grínast. Það er best í heimi. Vel gert og hnitmiðað. Stutt atriði og eldist vel. Ofnæmis­ gellan sem Ilmur lék er enn hrikalega fyndin.“ „Sjónvarpsefni sem maður sat límdur yfir og gat horft á aftur og aftur.“ 7–8 Sigla himinfley „Vandaðir, vel leiknir. Góður sögu­þráður.“ „Í minningunni voru þetta góðir þættir. Man samt lítið. En við horfðum af athygli.“ ÞESSIR VORU LÍKA GóðIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.