Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 6
Óskar í stÓrfelldu gjaldeyrisbraski Þ að er orðið býsna hart val hverjir fái þessi fáu lausu pláss sem eru í boði. Þeir sem ekki komast að þeir geta ekki farið heim – þeir bíða hér – sem skap­ ar ófremdarástand á bráðamóttök­ unni,“ segir Elísabet Benedikz, yfir­ læknir á bráðadeild Landspítalans. Mikill skortur á leguplássi á spítalan­ um veldur því að sjúklingar þurfa oft að vera lengur á bráðamóttökunni. „Sjúklingar sem eru veikir og þurfa að leggjast inn bíða lengur því þá vantar legupláss. En það hætta ekki að koma inn nýir sjúklingar og bráðamót­ takan getur því orðið ofhlaðin,“ segir Elísabet enn fremur: „Það er óæski­ legt sjúklinganna vegna og þetta skapar mikið álag á starfsfólkið.“ Elín Tryggvadóttir, hjúkrunar­ fræðingur á bráðamóttökunni, segir mikið álag vera á starfsfólkinu. „Róð­ urinn er þungur og húsnæðið er ekki nógu stórt. Flæðið inn á deildina er oft mun meira en flæðið út af deildinni. Spítalinn er fullur flesta daga og deildir eiga erfitt með að taka við sjúklingum af bráðamóttökunni. Það sjá allir að dæmið gengur ekki upp,“ segir hún. „Hvernig leysir vaktstjóri það að eiga bara eitt rúm eftir þegar 3 sjúkrabílar eru á leiðinni með fár­ veika sjúklinga og biðstofan er full? Það koma vaktir þar sem ekkert okk­ ar kemst í mat,“ segir hún enn fremur. Elísabet segir móttökuna ekki hann­ aða sem legustað fyrir sjúklinga. „Við erum bráðamóttaka, okkar starf er að taka á móti bráðveikum og senda þá áfram í kerfinu. Umhverfið er mjög fjandsamlegt hvað slíkt varðar.“ Hún segir að vandinn sé ekki auðleystur en það myndi augljóslega hjálpa ef til væru sjúkrarúm. „En maður myndi ekki vilja bregðast þannig við að mót­ takan þenjist út, það leysir ekki vand­ ann.“ n 6 Fréttir 9.–11. nóvember 2012 Helgarblað „Ófremdarástand“ n Skortur á leguplássi getur valdið miklu álagi á bráðamóttöku n Græða á gjaldeyrishöftum n Milliliðir í viðskiptum með erlendan gjaldeyri A thafna­ og veitingamaðurinn Óskar Finnsson, sem með­ al annars stofnaði Argentínu á sínum tíma, hefur staðið í stórfelldu gjaldeyrisbraski hér á landi á síðustu árum. Þetta herma heimildir DV. Bróðir hans, Sig­ urður Finnsson, hefur einnig staðið í viðskiptunum með honum. Þeir Óskar og Sigurður hafa tek­ ið að sér að flutning á gjaldeyri frá Ís­ landi fyrir aðila – einstaklinga og félög – bæði innlenda og erlenda. Gjaldeyr­ ishöft hafa verið á Íslandi frá hruninu 2008 sem gert hefur fjármagnseigend­ um erfitt fyrir að koma peningum úr landi. Óskar og Sigurður hafa komið að slíkum fjármagnsflutningum. Breskt eignarhaldsfélag notað Í einhverjum tilfellum hafa viðskiptin gengið þannig fyrir sig að breskt eignarhaldsfélag sem Óskar er skráð­ ur fyrir, Archbay Limited, sem skráð er til heimilis í Guildford í Surrey á Englandi, hefur fengið lán frá aðilum sem eiga fjármagn á Íslandi. Gjald­ eyrishöftin taka ekki til lána sem veitt eru á milli aðila, einstaklinga eða fé­ laga, og eru slíkar lánveitingar því alls ekki ólöglegar í sjálfu sér. Markmið­ ið með lánveitingunum er hins vegar eingöngu að koma fjármunum úr landinu framhjá gjaldeyrishöftunum. Í slíkum tilfellum geta lánin því runnið inn á bankareikning félagsins erlend­ is og eru peningarnir þar með komnir úr landi. Yfirleitt eru svo útbúin fylgigögn með viðskiptunum sem eiga að sýna út á hvað lánveitingin gengur eða þau viðskipti sem liggja á bak við millifær­ sluna. Þessir pappírar eru þó tilbún­ ingurinn einn og er ætlað að ljá við­ skiptunum trúverðugleika. Þegar gjaldeyririnn er kominn út úr landinu og inn á bankareikning er­ lendis getur viðkomandi félag millifært hann af bankareikningi sínum og aftur yfir á bankareikning aðilans, eða félags tengdu honum, sem veitti erlenda fé­ laginu lánið hér heima. Þannig er hægt að koma peningunum úr landi sem fastir hafa verið í gjaldeyrishöftunum hér heima. Þeir íslensku aðilar sem eru milliliðir í slíkum viðskiptum fá svo ákveðna prósentu af upphæðinni sem flutt var út í þóknun. Margir milljarð­ ar hafa verið fluttir út úr landinu með þessum hætti eftir hrunið. Byr aðstoðaði Archbay DV hefur heimildir fyrir því að einn af bankareikningunum sem Óskar not­ aði í viðskiptunum hafi verið hjá breska bankanum HSBC. Þá hefur blaðið einnig heimildir fyrir því að sumarið 2011 hafi HSBC gert athugasemdir við eina af millifærslunum inn á reikning sem Óskar var með í bankanum þar sem fylgigögnin sem fylgdu millifær­ slunni hafi ekki þótt nægjanlega trú­ verðug. Þessi athugasemd HSBC varð til þess að reikningnum í bankanum var lokað. Archbay Limited hefur verið með starfsemi á Íslandi síðan sumarið 2009, samkvæmt gögnum sem sjá má í fyrir­ tækjaskrá ríkisskattstjóra. Í lok ágúst 2009 sótti Archbay um íslenska kenni­ tölu til að geta stundað bankaviðskipti á Íslandi. Sú umsókn barst í gegn­ um sparisjóðinn Byr sem þá var enn­ þá starfandi eftir hrunið 2008. Í um­ sókninni um kennitöluna segir: „Til að eiga almenn bankaviðskipti og sjá um greiðslur vegna aðkeyptrar þjónustu á Íslandi.“ Með umsókninni um kennitöluna fylgdu stofngögn Archbay Limited úr bresku fyrirtækjaskránni, Companies House, þar sem fram kom að eignarhaldsfélagið hefði verið stofnað í júní 2009. Óskar Finnsson var svo út­ nefndur stjórnandi fyrirtækisins í lok júlí 2009. Í gögnum bresku fyrirtækja­ skrárinnar er Óskar skilgreindur sem markaðsráðgjafi. Sérstakur saksóknari rannsakar brot á gjaldeyrishaftalögum Í síðustu viku fjallaði DV um starfs­ lok Guðmundar Arnar Jóhannsson­ ar, framkvæmdastjóra Landsbjargar, eftir að myndband af honum að ræða um gjaldeyrisbrask var sett á Youtu­ be. Gjaldeyrisbraskið sem var rætt var um þar virðist hafa verið af sams konar meiði og viðskipti Óskars og Sigurðar: Tugmilljóna fjármagns­ flutningar frá Íslandi framhjá gjald­ eyrishöftunum. Ólafur Hauksson, sérstakur sak­ sóknari, sagði þá í viðtali við DV að umfjöllun af því tagi sem fram kemur á myndbandinu kalli yfirleitt á athug­ un eftirlitsaðila. „En umfjöllun af þessu tagi kallar almennt séð nú yfir­ leitt á einhvers konar eftirgrennslan af hálfu lögreglu,“ sagði Ólafur. DV hefur ekki heimildir fyrir því hversu langt sú athugun á máli Guðmundar Arnar er komin. Embætti sérstaks saksóknara hefur um langt skeið rannsakað nokkur mál sem tengjast meintum brotum á gjald­ eyrishaftalögum. Frægasta málið snýst um meint brask fjórmenninganna Markúsar Mána Michaelssonar, Ólafs Sigmundssonar, Gísla Reynissonar og Karls Löwe með allt að þrettán millj­ arða króna í gegnum félagið Aserta AB í Svíþjóð. Félagið gegndi því hlutverki að kaupa íslenskar krónur fyrir gjald­ eyri á aflandsmarkaði á miklu lægra gengi en gilti hér á landi. Þá rannsak­ aði embættið einnig meint gjaldeyris­ haftabrot Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis og félags hans Ursus en það mál var látið niður falla fyrr á árinu. Enn sem komið er hefur engin ákæra litið dagsins ljós í rannsóknum á gjaldeyrishaftabrotum enda getur verið erfitt að sanna að lögbrot hafi átt sér og viðskipti á gráu svæði sem virð­ ast brjóta í bága við gjaldeyrishafta­ lögin þurfa ekki endilega að vera lög­ brot. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Skiladagur um helgina Síðasti skiladagur fyrir Jól í skó­ kassa er núna á laugardaginn, 10. nóvember. Jól í skókassa er alþjóð­ legt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem búa við fá­ tækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Það eru samtökin KFUM og KFUK sem standa að söfnuninni í níunda sinn í ár. Gjafirnar eru sendar til fátækra barna í Úkraínu. Skókassarnir þurfa að vera merktir vel með aldri og kyni barns, auk þess sem ætlast er til að það séu einhvers konar leikföng, skóladót, hreinlætisvörur, sælgæti og lítil föt, til dæmis húfur eða vettlingar í hverjum kassa. Þröngt Vandinn er ekki auðleystur. Dómur yfir pervert stað- festur Hæstiréttur staðfesti á fimmtu­ dag dóm Héraðsdóms Reykja­ víkur yfir manni sem var sak­ felldur fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. Mað­ urinn var ákærður fyrir að hafa sumarið 2010, við veitingastað­ inn Sprengisand í Elliðaárdal, af­ hneppt buxum sínum og fróað sér í augsýn þriggja stúlkubarna sem þar voru. Maðurinn var dæmdur í sex mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Maðurinn neitaði sök í málinu. Lést í slysi á Hafnarvegi Maðurinn sem lést í umferðar­ slysi á Hafnarvegi á miðviku­ dag hét Sigurgeir Ragnarsson, búsettur á bænum Grund í sveitarfélaginu Höfn í Hornafirði. Sigurgeir var 83 ára. Hann var fæddur þann 5. október 1929 og var ókvæntur og barnlaus. Slysið varð á fjórða tímanum á miðviku­ dag og enn er unnið að rannsókn þess. Bifreiðin lenti utan vegar og valt, en hálka var á veginum. Grætt á höftum Óskar Finnsson veitingamaður er einn þeirra sem stundað hefur stórfellt gjaldeyrisbrask hér á landi frá hruninu 2008. Breskt félag hans, Archbay Limited, hefur verið þátttakandi í viðskiptunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.