Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 12
A ldrei hafa fleiri erlendir ferðamenn komið til lands­ ins um Leifsstöð en á þessu ári. Á fyrstu tíu mánuðum ársins komu fleiri ferða­ menn til landsins en allt árið í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Ferðamála­ stofu Íslands. Sex þúsund fleiri er­ lendir ferðamenn fóru frá landinu í október á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. Þessi fjölgun sést einnig ef rýnt er í heildarveltu erlendra greiðslukorta sem finna má á vefsíðu Seðlabanka Íslands. Í fyrra nam velta ársins rétt rúmlega 62 milljörðum króna. Fyrstu níu mánuði þessa árs nam upphæð­ in 62 milljörðum króna og 360 millj­ ónum betur. Til að setja upphæðina í samhengi má nefna að talið er að heildarkostn­ aðurinn við tónlistarhúsið Hörpu hafi numið ríflega 30 milljörðum króna. Eyðsla útlendinga á Íslandi fyrstu níu mánuði þessa árs gæti því dugað til að reisa og fullbyggja tvær Hörpur. Aldrei fleiri gestir Ferðamannaiðnaðurinn er ef til vill sá atvinnugeiri sem mest hefur vax­ ið undanfarin ár. Fyrir níu árum, árið 2003, fóru 309 þúsund erlend­ ir ferðamenn um Keflavíkurflugvöll. Þeir voru orðnir 459 þúsund árið 2007 en í kjölfar efnahagshrunsins varð ekki fjölgun fyrr en í fyrra. Þá fóru 541 þúsund erlendir ferðamenn um Keflavíkurflugvöll en á þessu ári verður fjöldinn enn meiri, ef fer sem horfir. Oddný Þóra Óladóttir, rann­ sóknarstjóri hjá Ferðamálastofu, seg­ ir að gert séð ráð fyrir því að 630 þús­ und gestir fari um flugvöllinn á þessu ári, ef fjölgunin í nóvember og des­ ember verður í takt við það sem ver­ ið hefur fram til þessa. Hún bend­ ir í samtali við DV á að heildarfjöldi ferðamanna sem komi til Íslands sé þó meiri. Hátt í 100 þúsund gestir hafi komið með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur í sumar en þá séu ótalin önnur skemmtiferðaskip – en 95 pró­ sent þeirra sem komi til landsins hafa viðkomu í Reykjavík – aðrir flugvellir á Íslandi og svo ferjan Norræna. Allt í allt gætu ferðamennirnir því verið allt eða 800 þúsund á árinu. Helmingurinn kemur á sumrin Oddný segir erfitt að leggja mat á hvort framboð ferðaþjónustunn­ ar anni eftirspurninni eða hvenær komið verði að þolmörkum hvað varðar gistirými og matsölu yfir sum­ armánuðina. Hún bendir á að um helmingur þeirra erlendu ferða­ manna sem heimsæki landið komi yfir sumarmánuðina þrjá. Eitt helsta verkefni ferðaþjónustunnar sé að stuðla að jafnari dreifingu ferða­ manna árið um kring. „Það hefur ver­ ið unnið að því að reyna að lengja ferðamannatímann en það hefur gengið hægt.“ Hún segir að fjölgunin milli ára yfir sumarmánuðina nemi núna um 13 til 16 prósentum en aukningin sé svipuð eða heldur meiri mánuðina september til maí. „Það þarf mikið til að breyta þessari samsetningu. Ferðamannatíminn virðist afmark­ aðri hér en víða annars staðar. Það er dálítið mikið að 50 prósent gesta komi þessa þrjá mánuði.“ Gera betur við sig Greining Íslandsbanka bendir á að íslensk ferðaþjónusta njóti góðs af lágu gengi krónunnar. Dregið gæti úr mikilli fjölgun ferðamanna ef gengið færi að styrkjast að ráði, það sé þó ólíklegt næstu misserin eða árin. Greining Íslandsbanka bendir á að veikt gengi krónunnar geri það að verkum að ódýrara er fyrir er­ lenda ferðamenn að koma til Íslands en fyrir hrun. Ef horft sé til notkun­ ar erlendra greiðslukorta sjáist að erlendir ferðamenn virðist nú gera betur við sig hér á landi en áður. Eyðslan í september á þessu ári sé þrefalt meiri í krónum talið en hún var í september 2007. Á sama tíma hafi ferðamönnum fjölgað um 42 prósent. Forvitnilegt er að rýna í það hvaðan erlendu ferðamennirn­ ir koma. Á Hagstofu Íslands má sjá hverrar þjóðar þeir ferðamenn eru sem fara um Keflavíkurflugvöll. Í fyrra voru 14 prósent ferðamanna Bandaríkjamenn, 13 prósent Bret­ ar og 11 prósent Þjóðverjar. Átta prósent ferðamanna voru Danir og önnur átta prósent Norðmenn. Hér til hliðar má sjá nánar skipt­ ingu erlendra gesta sem fóru um Keflavíkurflugvöll eftir þjóðerni. n 12 Fréttir 9.–11. nóvember 2012 Helgarblað Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Metfjöldi túrista heimsækir Ísland n Allt að 800 þúsund gestir n Eyddu á við tvær Hörpur fyrstu 9 mánuði ársins Lúxuslíf á Íslandi? Ferðamenn eyða sífellt meira fé í ferðum sínum hingað.„Það er dálítið mikið að 50 prósent gesta komi þessa þrjá mánuði 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Velta erlendra greiðslukorta á Íslandi í milljörðum króna 2007 2008 2009 2010 2011 2012* *Fyrstu níu mánuði ársins 2012 Bandaríkin Bretland Danmörk Finnland Frakkland Holland Ítalía Japan Kanada Kína Noregur Pólland Rússland Spánn Sviss Svíþjóð Þýskaland Önnur þjóðerni 14%13% 13% 8% 7%8% 6% 11% Bandaríkin Bretland Danmörk FrakklandNoregur Svíþjóð Þýskaland Önnur þjóðerni Ögmundur iðrast: „Óheppilegt af minni hálfu“ „Þetta er alveg rétt hjá Veður­ stofunni að það var spáð fyrir um veðrið en það sem jafnframt kom fram í yfirlýsingu talsmanns Veður stofunnar er alveg hárrétt, og rímar við það sem ég sagði, að það var ekki gefin út sú viðvörun sem síðar kom í ljós að hefði mátt gefa,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í samtali við DV en veðurfréttatími RÚV á mið­ vikudagskvöldið hefur svo sannar­ lega vakið athygli. Þar dró veður­ fræðingurinn Haraldur Ólafsson fram veðurkort sem gefið var út 8. september síðastliðinn og gilti fyr­ ir 10. september. Haraldur sendi þar Ögmundi augljóslega pillu en Ögmundur sagði á Alþingi á þriðjudag að engar spár eða viðvaranir hefðu verið gefnar út fyrir óveðrið sem gekk yfir í september. Harald­ ur sýndi, með því að draga fram gamla kortið, fram á að Veður­ stofan hefði vissulega spáð fyrir þessu slæma veðri. „Það sem var óheppilegt af minni hálfu í seinna skiptið sem ég kom upp var að ég sagði að ekki hefði verið spáð fyrir um slæmt veður,“ segir Ögmundur. Hann bendir þó á að í fyrri ræðu sinni á Alþingi um óveðrið í september hefði hann verið að beina sjónum sínum að því að Veðurstofan hefði varað við stormi en ekki haft sam­ band við almannavarnadeild rík­ islögreglustjóra. „Mér sýnist allir sammála um að þarna kunni að vera einhverjar brotalamir í sam­ skiptum Veðurstofu og Almanna­ varna sem þurfi að laga,“ segir Ögmundur en Theodór Hervars­ son hjá Veðurstofunni hefur sagt að endurskoða þurfi reglur um samskipti Veðurstofunnar við Al­ mannavarnir og hvenær eigi að vara við óveðri. Stormur um mestallt land Veðurstofan varar við stormi um landið norðan­ og vestanvert í dag, föstudag. Búist er við stormi á Vestfjörðum með snjókomu núna í morgunsárið. Einnig er búist við stormi, eða 18 til 23 metrum á sekúndu, með snjó­ komu við Breiðafjörð og á Norð­ urlandi vestra um og eftir hádegi. Norðaustanlands fer líka að snjóa og þar hvessir seinnipart­ inn. Þá hvessir á Suðvestur­ og Vesturlandi í kvöld. Veðurstofan segir að búast megi við hvössum vindhviðum (yfir 40 metra á sek­ úndu) við fjöll, einkum hlémegin um vestanvert landið. Vegfarendum er bent á að færð og skyggni getur versnað hratt og ekkert ferðaveður verð­ ur á norðvestanverðu landinu í dag, föstudag, og eins getur orðið varhugavert að vera á ferð við fjöll vestan til á landinu. Heldur dregur úr vindi þegar líður á laugardaginn, fyrst vestan til. Hlutfall ferðamanna eftir þjóðernum 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.