Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 9.–11. nóvember 2012 Helgarblað
Fæðingarorlof verði lengt í ár
n Borgarstjórn vill brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla
Þ
að er ekkert aðalatriði fyrir mig
hvenær fæðingarorlofi slepp-
ir og hvenær leikskólinn tek-
ur við. Aðalmálið er að tryggja
að hið opinbera axli ábyrgð á þessu
aldursskeiði eins og öðrum, segir Sól-
ey Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri-
grænna, í samtali við DV. Borgarstjórn
samþykkti á fundi sínum á þriðjudag
tillögu Vinstri-grænna um að hefja
viðræður við ríkið um að brúa bilið á
milli fæðingarorlofs og leikskóla.
Eins og staðan er í dag er opin-
ber þjónusta tryggð fyrir öll börn frá
fæðingu til átján ára aldurs, ef undan
er skilið fimmtán mánaða tímabil á
fyrstu tveimur æviárunum. Fæðingar-
orlofssjóður gerir það að verkum að
foreldrar geta verið hjá börnum sínum
fram til níu mánaða aldurs, Leikskólar
Reykjavíkur mennta börn frá tveggja til
fimm ára aldurs, grunnskólarnir frá 6
til 15 ára og framhaldsskólarnir taka á
móti öllum börnum á aldrinum 16–18
ára.
Aðspurð hvernig þetta bil verði
hugsanlega brúað segir Sóley að það
hafi ekki verið ákveðið og viðræðurn-
ar við ríkið muni snúast um það. Að-
spurð hvaða leiðir hún sjái færar seg-
ir hún: „Eins og ég sé þetta fyrir mér
þarf að lengja fæðingarorlofið upp í
ár, kannski meira, og þá eiga sveitarfé-
lögin að taka við með tilboð um leik-
skólamenntun. Með þessu er ég ekki
að segja að það eigi öll börn að fara í
leikskóla – það er ekki þannig í dag –
en að það standi öllum börnum til
boða um leið og fæðingarorlofi slepp-
ir,“ segir Sóley og bætir við að ef for-
eldrar vilji setja börn sín til dagfor-
eldra eða í einkarekna skóla sé þeim
það frjálst. „Þar með þarf alls ekkert að
leggja niður dagforeldrakerfið en það
á að vera menntun á forræði sveitar-
félaganna í boði,“ segir hún. Skóla- og
frístundasviði borgarinnar hefur verið
falið að undirbúa viðræðurnar og seg-
ir Sóley að það muni vonandi skila sér
í góðri niðurstöðu á næstu vikum eða
mánuðum. n
einar@dv.is
S
amkvæmt heimildum DV
lánaði fjárfestingarbankinn
Straumur Katrínu Péturs-
dóttur, núverandi forstjóra
Lýsis og fyrrverandi stjórnar-
manni í Glitni, einn milljarð króna í
október árið 2005 til kaupa á þriggja
prósenta hlut í Icelandic Group. Um
var að ræða 100 prósent lán fyrir
kaupum á hlutabréfunum sem veitt
var til KP-fjárfestingafélags sem al-
farið var í eigu Katrínar.
Þegar lánið var veitt voru Burða-
rás, Straumur og Landsbankinn að
selja um 55 prósenta hlut í Icelandic
Group til nokkurra aðila, þar á með-
al Tryggingamiðstöðvarinnar, félaga
tengdum Magnúsi Þorsteinssyni og
fleiri minni hluthafa. Samkvæmt
heimildum DV var lán Katrínar kom-
ið í vanskil hjá Straumi-Burðarás
um mitt ár 2007. Það var þá eina lán
bankans sem var í vanskilum.
Úrskurðað gjaldþrota 2008
Katrín var krafin um að greiða inn á
lánið og voru greiddar inn á það um
200 milljónir króna eftir að Straum-
ur gerði kröfu um auknar tryggingar
vegna lækkunar á hlutabréfum
Katrínar í Icelandic Group. Um miðj-
an júní árið 2007 þegar félagið var
komið í vanskil hjá Straumi var nafni
félagsins breytt í PTE fjárfestingarfé-
lag. Þá vék Katrín úr stjórn og Sigur-
björn Magnússon, lögmaður og nú-
verandi stjórnarformaður Árvakurs,
útgáfufélags Morgunblaðsins, vék
úr varastjórn. Inn í stjórn fyrir þau
Katrínu og Sigurbjörn komu Tryggvi
Pétursson, bróðir Katrínar, og Hjör-
dís Sjafnar Ingimundardóttir, þáver-
andi vörustjóri Lýsis.
Félagið var síðan úrskurðað gjald-
þrota í mars árið 2008 og lauk skipt-
um á þrotabúinu í ágúst sama ár.
Ekkert fékkst upp í tæplega 600 millj-
óna krófa kröfur í búið.
Straumur í dómsmál vegna
samskonar láns Magnúsar
Athyglisvert er að sjá muninn á
örlögum lánsins sem Straumur veitti
Katrínu og því sem bankinn veitti
Baldri Guðnasyni, þáverandi for-
stjóra Eimskips, og Steingrími Hall-
dóri Péturssyni sama dag í október
2005. Baldur og Steingrímur fengu
lán upp á 1.400 milljónir króna
frá Straumi til félagsins BOM fjár-
festingar til kaupa á 3,7 prósenta hlut
í Icelandic Group. Þegar umrætt lán
var komið undir tryggingaþekju sem
Straumur krafðist leitaði bankinn til
Magnúsar Þorsteinssonar sem keypti
félagið af þeim Baldri og Steingrími í
nóvember árið 2007.
Þrotabú Straums-Burðaráss
krafði í september árið 2009 BOM
fjárfestingar um greiðslu á um 1,5
milljörðum króna og jafnframt
Magnús persónulega um 930 millj-
ónir króna vegna sjálfskuldarábyrgð-
ar. Fyrir dómi sagði Magnús starfs-
menn Straums hafa fullvissað sig um
að hann þyrfti ekki að standa skil á
ábyrgðinni. Hann hafi skrifað upp á
hana vegna greiðasemi við Björgólf
Thor Björgólfsson, þáverandi
stjórnar formann Straums. Þannig
hafi verið komið í veg fyrir yfirtöku-
skyldu Straums á Icelandic Group.
Í upphafi árs 2010 dæmdi Hér-
aðsdómur Norðurlands síðan bæði
BOM fjárfestingar sem og Magnús til
að standa skil á umræddri greiðslu.
Magnús var hins vegar úrskurðaður
gjaldþrota árið 2009 og hefur því lík-
lega ekki greitt umrædda skuld. Þá
var greint frá því árið 2012 að ekkert
hefði fengist upp í um 2,6 milljarða
króna kröfur í þrotabú BOM fjár-
festinga. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
KATRÍN SLAPP VIÐ AÐ
BORGA STRAUMI LÁN
n Katrín Pétursdóttir fékk milljarð króna til að kaupa í Icelandic Group„Ekkert fékkst upp í
tæplega 600 millj-
óna krófa kröfur í búið.
Slapp vel Katrín Pétursdóttir í Lýsi slapp
vel frá viðskiptum sínum við Straum. Félag
hennar þurfti ekki að greiða bankanum
skuld sem upphaflega nam milljarði árið
2005. Lánið var notað til hlutabréfakaupa í
Icelandic Group.
Milljarða lán Straumur lánaði
Katrínu milljarð árið 2005 til
kaupa á þriggja prósenta hlut í
Icelandic Group. Mynd Sigtryggur ari
Fundu kannabis
og tjald
Lögreglan á Suðurnesjum handtók
á miðvikudag fíkniefnasala. Mað-
urinn var með kannabisefni í níu
sölupakkningum á sér. Hann heim-
ilaði leit í húsnæði sínu og við þá
leit fundust kannabisefni um alla
íbúð, að því er segir í tilkynningu frá
lögreglu.
Þetta er í annað sinn á skömm-
um tíma sem maðurinn er hand-
tekinn vegna fíkniefnasölu. Fyrir
nokkru greindi lögreglan frá því
að lögreglumenn hefðu runnið á
megna kannabislykt sem barst frá
heimili mannsins. Þá fundust um
100 grömm af fíkniefnum.
Þá segir í tilkynningu lög-
reglunnar að nýverið hafi þrír
einstaklingar verið handteknir
vegna fíkniefnasölu í kjölfar húsleit-
ar. Í einu herberginu var tjald sem
í voru tengdir barkar með síum. Þá
fundust líka stórir lampar til vinnslu
og ræktunar kannabiss. Nokkuð
af kannabisefnum fannst í leitinni
sem og kannabisfræ. Loks fundust
peningar sem lögreglan haldlagði.
Líflegur mark-
aður með íbúðir
Alls var 552 íbúðasamningum
þinglýst á höfuðborgarsvæðinu
í október en það er mesti fjöldi
samninga sem þinglýst hefur verið
frá því fyrir hrun, eða í desem-
ber 2007. Þjóðskrá Íslands grein-
ir frá þessu og segir að veltan hafi
numið 16,4 milljörðum króna, sem
er einnig met frá því fyrir hrun.
Um er að ræða 40 prósenta
aukningu frá því í sama mánuði í
fyrra.
Fram kemur í gögnum Þjóð-
skrár að undanfarna tólf mánuði
hafi fjölbýlisíbúðir hækkað í verði
um sjö prósent.
Viðskiptaráð
vill klára að-
ildarviðræður
„Stjórn Viðskiptaráðs Íslands
telur brýnt að aðildarviðræð-
ur Íslands við Evrópusam-
bandið verði til lykta leiddar og
að kapp verði lagt á að ná sem
allra bestum samningi, sem
síðan yrði lagður í dóm þjóðar-
innar.“ Þetta segir í ályktun
stjórnar Viðskiptaráðs Íslands.
Þar kemur fram að þetta sé lyk-
illinn að því að halda opnum
möguleika landsins í gjald-
miðilsmálum til tvíhliða upp-
töku evru. Þó er lögð áhersla á
að mikilvægt sé að halda öllum
kostum opnum.
Fram kemur að nauðsynlegt
sé að efnahagsstefna landsins
miði að því að uppfylla almenn
skilyrði heilbrigðs efnahagslífs
um stöðugleika gengis og verð-
lags, hóflega vexti og afkomu
hins opinbera. Þessi skilyrði
falli við svonefnd Maastricht-
skilyrði Evrópusambandsins.
„Forsenda fyrir hagfelldum
aðildarsamningi er að stutt sé
af einurð við bakið á samn-
inganefnd Íslands,“ segir í
ályktuninni.
Bilið brúað Sóley segir
að ein leið sé að lengja
fæðingarorlofið og þegar
því ljúki standi leikskóla-
menntun til boða. Mynd
Sigtryggur ari