Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 9.–11. nóvember 2012 Helgarblað Fæðingarorlof verði lengt í ár n Borgarstjórn vill brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla Þ að er ekkert aðalatriði fyrir mig hvenær fæðingarorlofi slepp- ir og hvenær leikskólinn tek- ur við. Aðalmálið er að tryggja að hið opinbera axli ábyrgð á þessu aldursskeiði eins og öðrum, segir Sól- ey Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri- grænna, í samtali við DV. Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum á þriðjudag tillögu Vinstri-grænna um að hefja viðræður við ríkið um að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Eins og staðan er í dag er opin- ber þjónusta tryggð fyrir öll börn frá fæðingu til átján ára aldurs, ef undan er skilið fimmtán mánaða tímabil á fyrstu tveimur æviárunum. Fæðingar- orlofssjóður gerir það að verkum að foreldrar geta verið hjá börnum sínum fram til níu mánaða aldurs, Leikskólar Reykjavíkur mennta börn frá tveggja til fimm ára aldurs, grunnskólarnir frá 6 til 15 ára og framhaldsskólarnir taka á móti öllum börnum á aldrinum 16–18 ára. Aðspurð hvernig þetta bil verði hugsanlega brúað segir Sóley að það hafi ekki verið ákveðið og viðræðurn- ar við ríkið muni snúast um það. Að- spurð hvaða leiðir hún sjái færar seg- ir hún: „Eins og ég sé þetta fyrir mér þarf að lengja fæðingarorlofið upp í ár, kannski meira, og þá eiga sveitarfé- lögin að taka við með tilboð um leik- skólamenntun. Með þessu er ég ekki að segja að það eigi öll börn að fara í leikskóla – það er ekki þannig í dag – en að það standi öllum börnum til boða um leið og fæðingarorlofi slepp- ir,“ segir Sóley og bætir við að ef for- eldrar vilji setja börn sín til dagfor- eldra eða í einkarekna skóla sé þeim það frjálst. „Þar með þarf alls ekkert að leggja niður dagforeldrakerfið en það á að vera menntun á forræði sveitar- félaganna í boði,“ segir hún. Skóla- og frístundasviði borgarinnar hefur verið falið að undirbúa viðræðurnar og seg- ir Sóley að það muni vonandi skila sér í góðri niðurstöðu á næstu vikum eða mánuðum. n einar@dv.is S amkvæmt heimildum DV lánaði fjárfestingarbankinn Straumur Katrínu Péturs- dóttur, núverandi forstjóra Lýsis og fyrrverandi stjórnar- manni í Glitni, einn milljarð króna í október árið 2005 til kaupa á þriggja prósenta hlut í Icelandic Group. Um var að ræða 100 prósent lán fyrir kaupum á hlutabréfunum sem veitt var til KP-fjárfestingafélags sem al- farið var í eigu Katrínar. Þegar lánið var veitt voru Burða- rás, Straumur og Landsbankinn að selja um 55 prósenta hlut í Icelandic Group til nokkurra aðila, þar á með- al Tryggingamiðstöðvarinnar, félaga tengdum Magnúsi Þorsteinssyni og fleiri minni hluthafa. Samkvæmt heimildum DV var lán Katrínar kom- ið í vanskil hjá Straumi-Burðarás um mitt ár 2007. Það var þá eina lán bankans sem var í vanskilum. Úrskurðað gjaldþrota 2008 Katrín var krafin um að greiða inn á lánið og voru greiddar inn á það um 200 milljónir króna eftir að Straum- ur gerði kröfu um auknar tryggingar vegna lækkunar á hlutabréfum Katrínar í Icelandic Group. Um miðj- an júní árið 2007 þegar félagið var komið í vanskil hjá Straumi var nafni félagsins breytt í PTE fjárfestingarfé- lag. Þá vék Katrín úr stjórn og Sigur- björn Magnússon, lögmaður og nú- verandi stjórnarformaður Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, vék úr varastjórn. Inn í stjórn fyrir þau Katrínu og Sigurbjörn komu Tryggvi Pétursson, bróðir Katrínar, og Hjör- dís Sjafnar Ingimundardóttir, þáver- andi vörustjóri Lýsis. Félagið var síðan úrskurðað gjald- þrota í mars árið 2008 og lauk skipt- um á þrotabúinu í ágúst sama ár. Ekkert fékkst upp í tæplega 600 millj- óna krófa kröfur í búið. Straumur í dómsmál vegna samskonar láns Magnúsar Athyglisvert er að sjá muninn á örlögum lánsins sem Straumur veitti Katrínu og því sem bankinn veitti Baldri Guðnasyni, þáverandi for- stjóra Eimskips, og Steingrími Hall- dóri Péturssyni sama dag í október 2005. Baldur og Steingrímur fengu lán upp á 1.400 milljónir króna frá Straumi til félagsins BOM fjár- festingar til kaupa á 3,7 prósenta hlut í Icelandic Group. Þegar umrætt lán var komið undir tryggingaþekju sem Straumur krafðist leitaði bankinn til Magnúsar Þorsteinssonar sem keypti félagið af þeim Baldri og Steingrími í nóvember árið 2007. Þrotabú Straums-Burðaráss krafði í september árið 2009 BOM fjárfestingar um greiðslu á um 1,5 milljörðum króna og jafnframt Magnús persónulega um 930 millj- ónir króna vegna sjálfskuldarábyrgð- ar. Fyrir dómi sagði Magnús starfs- menn Straums hafa fullvissað sig um að hann þyrfti ekki að standa skil á ábyrgðinni. Hann hafi skrifað upp á hana vegna greiðasemi við Björgólf Thor Björgólfsson, þáverandi stjórnar formann Straums. Þannig hafi verið komið í veg fyrir yfirtöku- skyldu Straums á Icelandic Group. Í upphafi árs 2010 dæmdi Hér- aðsdómur Norðurlands síðan bæði BOM fjárfestingar sem og Magnús til að standa skil á umræddri greiðslu. Magnús var hins vegar úrskurðaður gjaldþrota árið 2009 og hefur því lík- lega ekki greitt umrædda skuld. Þá var greint frá því árið 2012 að ekkert hefði fengist upp í um 2,6 milljarða króna kröfur í þrotabú BOM fjár- festinga. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is KATRÍN SLAPP VIÐ AÐ BORGA STRAUMI LÁN n Katrín Pétursdóttir fékk milljarð króna til að kaupa í Icelandic Group„Ekkert fékkst upp í tæplega 600 millj- óna krófa kröfur í búið. Slapp vel Katrín Pétursdóttir í Lýsi slapp vel frá viðskiptum sínum við Straum. Félag hennar þurfti ekki að greiða bankanum skuld sem upphaflega nam milljarði árið 2005. Lánið var notað til hlutabréfakaupa í Icelandic Group. Milljarða lán Straumur lánaði Katrínu milljarð árið 2005 til kaupa á þriggja prósenta hlut í Icelandic Group. Mynd Sigtryggur ari Fundu kannabis og tjald Lögreglan á Suðurnesjum handtók á miðvikudag fíkniefnasala. Mað- urinn var með kannabisefni í níu sölupakkningum á sér. Hann heim- ilaði leit í húsnæði sínu og við þá leit fundust kannabisefni um alla íbúð, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu. Þetta er í annað sinn á skömm- um tíma sem maðurinn er hand- tekinn vegna fíkniefnasölu. Fyrir nokkru greindi lögreglan frá því að lögreglumenn hefðu runnið á megna kannabislykt sem barst frá heimili mannsins. Þá fundust um 100 grömm af fíkniefnum. Þá segir í tilkynningu lög- reglunnar að nýverið hafi þrír einstaklingar verið handteknir vegna fíkniefnasölu í kjölfar húsleit- ar. Í einu herberginu var tjald sem í voru tengdir barkar með síum. Þá fundust líka stórir lampar til vinnslu og ræktunar kannabiss. Nokkuð af kannabisefnum fannst í leitinni sem og kannabisfræ. Loks fundust peningar sem lögreglan haldlagði. Líflegur mark- aður með íbúðir Alls var 552 íbúðasamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í október en það er mesti fjöldi samninga sem þinglýst hefur verið frá því fyrir hrun, eða í desem- ber 2007. Þjóðskrá Íslands grein- ir frá þessu og segir að veltan hafi numið 16,4 milljörðum króna, sem er einnig met frá því fyrir hrun. Um er að ræða 40 prósenta aukningu frá því í sama mánuði í fyrra. Fram kemur í gögnum Þjóð- skrár að undanfarna tólf mánuði hafi fjölbýlisíbúðir hækkað í verði um sjö prósent. Viðskiptaráð vill klára að- ildarviðræður „Stjórn Viðskiptaráðs Íslands telur brýnt að aðildarviðræð- ur Íslands við Evrópusam- bandið verði til lykta leiddar og að kapp verði lagt á að ná sem allra bestum samningi, sem síðan yrði lagður í dóm þjóðar- innar.“ Þetta segir í ályktun stjórnar Viðskiptaráðs Íslands. Þar kemur fram að þetta sé lyk- illinn að því að halda opnum möguleika landsins í gjald- miðilsmálum til tvíhliða upp- töku evru. Þó er lögð áhersla á að mikilvægt sé að halda öllum kostum opnum. Fram kemur að nauðsynlegt sé að efnahagsstefna landsins miði að því að uppfylla almenn skilyrði heilbrigðs efnahagslífs um stöðugleika gengis og verð- lags, hóflega vexti og afkomu hins opinbera. Þessi skilyrði falli við svonefnd Maastricht- skilyrði Evrópusambandsins. „Forsenda fyrir hagfelldum aðildarsamningi er að stutt sé af einurð við bakið á samn- inganefnd Íslands,“ segir í ályktuninni. Bilið brúað Sóley segir að ein leið sé að lengja fæðingarorlofið og þegar því ljúki standi leikskóla- menntun til boða. Mynd Sigtryggur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.