Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 26
26 Viðtal 9.–11. nóvember 2012 Helgarblað
É
g reyni að taka ekki vinnuna með
mér heim og tekst það betur eftir
því sem ég verð reynslumeiri. En
sumt er einfaldlega þannig að
maður kemst ekki hjá því að taka
það inn á sig,“ segir fjölmiðlakonan
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem fjallar
oft um erfið og viðkvæm málefni bæði
í Íslandi í dag og í þættinum Neyðar-
línunni.
Sjónvarpskonuna Sigrúnu Ósk
þekkja flestir. Hún er Skagamær og
móðir tveggja ára gutta auk þess
sem hún og unnusti hennar, Jón Þór
Hauksson, eiga von á sínu öðru barni
með vorinu. Síðasta árið hefur verið
annasamt hjá Sigrúnu en auk sjón-
varpsþáttanna hefur hún unnið að
bókinni Gleðigjafar ásamt Thelmu
Þorbergsdóttur.
Fékk martraðir
Bókin Gleðigjafar kom út í vikunni en
þar er að finna reynslusögur foreldra
sem hafa glímt við erfið verkefni með
börnum sínum. Sigrún Ósk hafði tek-
ið viðtal við Thelmu í Íslandi í dag en
Thelma á ungan dreng með Downs-
heilkennið. „Við Thelma erum á svip-
uðum aldri og eigum börn á svipuð-
um aldri. Hún kom til mín stuttu eftir
viðtalið og sagðist hafa gengið með
þessa hugmynd í maganum síðan
sonur hennar kom í heiminn.
Þegar hann fæddist fannst henni
skrítið að finna ekkert lesefni nema
fræðslubæklinga með upptalningum
á því sem getur verið að börnum. Mér
leist strax vel á þessa hugmynd og við
fengum Bókafélagið til að gera þetta
með okkur.
Síðasta árið hafa því öll kvöld ver-
ið undirlögð. Alls eru þetta tæplega
30 fjölbreyttar sögur sem eru líkar að
því leytinu að þótt foreldrarnir greini
flestir frá því að það hafi verið áfall
að eignast barn sem glímir við fötl-
un, sjúkdóma eða er einstakt á ann-
an hátt séu þau öll miklir gleðigjafar í
lífi fjölskyldunnar og að reynslan hafi
breytt þeim til hins betra,“ segir hún
og viðurkennir að vinnan við bókina
hafi vissulega minnt hana á að það sé
allt annað en sjálfgefið að eignast heil-
brigt barn.
„Hugmyndin er til komin af því
að Thelma vildi að svona bók væri til
þegar hún eignaðist sitt barn. Hins
vegar held ég að bókin sé ekki síður
fyrir almenning en þá sem standa í
svipuðum sporum. Þetta er einfald-
lega góð og holl lesning; að fá innsýn
inn í heim sem maður þekkir ekki allt
of mikið.“
Sigrún viðurkennir að vinnan við
bókina hafi tekið á og sérstaklega eft-
ir að hún varð barnshafandi. „Ég vann
mikið í sumar, var á kafi í að skoða
gamlar fréttir af slysum og ham-
förum, hlusta á átakanleg símtöl til
Neyðarlínunnar og taka saman sög-
ur af börnum sem sum höfðu þurft að
glíma við mjög erfiða hluti. Á tímabili
var ég hreinlega farin að fá martraðir.
Ég var farin að hafa áhyggjur af stöð-
unni og vissi að eitthvað yrði að breyt-
ast og tókst að stoppa mig af áður en
illa fór. Auðvitað spiluðu hormónarn-
ir inn í þetta. Maður er svo miklu við-
kvæmari fyrir á meðgöngu.“
Skilnaðurinn gæfuspor
Sigrún Ósk fæddist árið 1980 í Reykja-
vík en ólst upp í Danmörku fyrstu sjö
árin. Mamma hennar er Ingibjörg
Óskarsdóttir en faðir hennar Kristján
Þorgils Sigurðsson. Sigrún á einn al-
bróður, Jón Orra, en hann er þremur
árum yngri en hún og spilar körfu-
bolta með Íslandsmeisturum KR.
Hún eignaðist svo tvö hálfsystkini
með hálfs árs millibili þegar hún var
17 ára svo systkinahópurinn stækkaði
snöggt úr einu upp í þrjú.
Í Danmörku bjó fjölskyldan í
Óðins véum og seinna í litlum bæ sem
Sigrún Ósk segir hafa minnt á Akra-
nes. Eftir sex ára dvöl úti skildu for-
eldrar hennar og leiðin lá aftur heim
til Íslands og þaðan upp á Skaga. Sig-
rún Ósk fylgdi móður sinni en segir
sambandið við föður sinn alltaf hafa
verið gott.
Hún segir flutninginn ekki hafa
reynst sér erfiður enda hafi hún alltaf
verið félagslynd og átt auðvelt með
að kynnast fólki. „Úti bjuggum við
ein á gamalli heimavist með fullt af
herbergjum og löngum göngum þar
sem endalaust var hægt að leika sér.
Í skóginum fyrir utan voru svo dádýr
og hérar.
Í minningunni var þetta mikið
ævintýri. Samt fannst mér gott að
flytja á Skagann. Þar voru amma
og afi en þau hafa alltaf verið mikið
uppáhaldsfólk í mínu lífi,“ segir hún
og bætir við að bekkjarfélagarnir á
Skaganum hafi fyrst um sinn verið í
vafa um hvers kyns þessi nýi skóla-
félagi væri. „Ég hafði lengi verið með
sítt hvítt hár en þar sem mamma hef-
ur aldrei verið mikið fyrir dúllerí mút-
aði hún mér til að klippa hárið stutt.
Ég gleymi seint þegar ég var spurð
hvort ég væri strákur eða stelpa fyrsta
skóladaginn,“ segir hún brosandi.
Hún segir skilnað foreldra sinna
ekki hafa haft neikvæð áhrif á líf sitt
en viðurkennir þó að hún vilji síður
að hennar eigin börn lendi í sömu
sporum. „Í rauninni held ég að
skilnaður foreldra minna hafi verið
gæfuspor í mínu lífi enda finnst mér
alltaf jafn skrítið þegar fólk er óham-
ingjusamt en hangir saman vegna
barnanna. Börn finna á sér ef for-
eldrarnir eru ekki ánægðir. Ég bjó í
Bandaríkjunum um tíma þegar ég
var 17 ára og þá átti fólk til að klappa
mér á öxlina og setja upp samúðar-
svip þegar í ljós kom að ég var skiln-
aðarbarn. Ég átti alltaf erfitt með að
skilja það. Auðvitað er kjörstaðan sú
að foreldrarnir séu saman og hafi
gaman saman og þannig vona ég að
verði hjá okkur.“
Fann manninn 18 ára
Sigrún Ósk fann manninn í lífi sínu
þegar hún var aðeins 18 ára. Jón Þór
er málari og knattspyrnuþjálfari og
líka af Skaganum. Þau vissu því alltaf
af hvort öðru. „Við skiptum nokkrum
sinnum um skoðun eins og gengur og
gerist þegar fólk byrjar svona snemma
saman. En komumst alltaf að þeirri
niðurstöðu að við værum betri saman.
Ég er ánægð með að hafa samt lif-
að lífinu, ferðast og látið draumana
rætast. Maður lifir bara einu sinni þótt
það sé auðvitað aldrei of seint að ferð-
ast og gera það sem mann langar. Ég
er alltaf að reyna að miða við að vera
sátt þegar ég lít um öxl og hingað til
hef ég verið það. Það er ekkert sem ég
sé eftir að hafa ekki gert.“
Hún segist alltaf hafa verið haldin
mikilli ævintýraþrá en segist nú vera
farin að róast. „Ég hef alltaf ferðast um
heiminn og var ekki nema tíu mánaða
þegar mamma og pabbi fóru með mig
til Indónesíu en þar bjuggu amma og
afi og kenndu innfæddum að nota
mótorbáta. Ég er því ekki fyrsti ætt-
liðurinn sem er haldinn þessari út-
þrá. Í Danmörku var okkur krökkun-
um reglulega hent „í skottið“ og svo
var ekið af stað. Við ferðuðumst mjög
mikið. Ég og mamma fórum líka til
Kína um árið, bara upp á grínið, og
ákváðum það með viku fyrirvara. Þá
bjó ég í Danmörku og hringdi í hana
og hún hélt það nú, að hún væri til í
að koma með mér til Kína,“ segir Sig-
rún sem bjó einnig í Bandaríkjunum
og Perú auk þess sem hún fór í skipta-
nám til Indlands frá Bifröst og ferðað-
ist þá um allt landið. „Öll þessi ferða-
lög voru eitthvað sem mig langaði að
gera og ég er fegin að hafa látið verða
af þessu áður en ég var komin með
hús, bíl og barn.
Við fórum að vísu með soninn í
febrúar í mánaðarferð til Asíu þar sem
við ferðuðumst út um allt ásamt vina-
fólki okkar sem er með barn á sama
aldri. Það er náttúrulega tvennt ólíkt;
maður gerir ekki sömu hlutina og
þegar maður er bara með bakpokann.
En það er engin ástæða til að hætta
að ferðast þótt maður sé kominn með
fjölskyldu. Ferðalögin þarfnast bara
meira skipulags og púsls. Einn ferða-
langanna þarf að leggja sig reglulega
og svo er gott að vera alltaf með ban-
ana í veskinu,“ segir hún brosandi.
Ítrekað synjað um inngöngu
Sigrún Ósk óx úr grasi á Akranesi „fyrir
göng“, eins og hún orðar það. Hún út-
skrifaðist hlaðin verðlaunum úr Fjöl-
brautaskóla Vesturlands en var lengi
óákveðin hvað varðaði frekara nám.
„Ég ákvað loks að læra talmeinafræði
og sótti um í háskóla í Kaupmanna-
höfn. Danirnir eru það erfiðir að þeir
svara manni tveimur eða þremur vik-
um áður en skólinn byrjar sem er ekki
nægur tími til að flytja milli landa, fá
sér íbúð og koma sér fyrir í nýju landi.
Ég beið ekki eftir svarinu heldur ákvað
að þeir yrðu heppnir að fá mig og að ég
myndi fá inngöngu. Ég flutti því út með
allt mitt hafurtask og bjó þar þegar ég
fékk synjunina.
Í stað þess að fara í námið fór ég að
vinna á leikskóla og reyndi að gera gott
úr þeirri stöðu sem var komin upp.
Síðar hitti ég stelpu sem hafði komist
inn í skólann þrátt fyrir lægri einkunn-
ir en ég úr framhaldsskóla. Ég athug-
aði málið og komst að því að ég var
inni í kerfinu með danska kennitölu
og þar sem Danirnir gefa einkunnir
upp í 13 þóttu mínar ekkert sérstakar.
Þeir báðu mig afsökunar og gáfu mér
frípassa inn á næstu önn en þá var ég
komin í allt annað; stefndi til Perú að
læra spænsku sem ég gerði.“
Örlögin gripu aftur í taumana
þegar Sigrún kom heim frá Perú og
hafði lokið við að ferðast um alla
Suður- Ameríku. „Ég sótti um í við-
skiptalögfræði í Háskólanum í Reykja-
vík en þá var vitlaust bréf sett í um-
slagið til mín. Ég fékk því nei í staðinn
fyrir já. Svo þegar þeir hringdu til að
athuga hvort ég ætlaði ekki að þiggja
plássið kom ég af fjöllum. Ég afþakk-
aði bara enda var ég á leiðinni upp á
Bifröst í nýtt háskólanám, heimspeki,
hagfræði og stjórnmálafræði. Ég hafði
sótt um seint að kvöldi og fékk símtal
morguninn eftir um að ég væri komin
inn,“ segir Sigrún Ósk sem viðurkenn-
ir að hafa lítið skilið í ítrekuðum synj-
unum. „Ég var með fínar einkunnir og
botnaði ekkert í þessu. En ég er ekki
týpan sem tekur upp tólið og fjarg-
viðrast út af einhverju svona og var ég
ekkert að svekkja mig á þessu. Ég var
svo óákveðin og fannst ég hafa nægan
tíma.
Ég viðurkenni samt að þótt ég sé
ekki endilega forlagatrúar þá held ég
að hlutirnir hafi átt að fara nákvæm-
lega svona.
Ég hef líka oft hugsað um að hvern-
ig lífið væri ef ég hefði ekki farið á Bif-
röst. Þar kynntist ég svo mörgu frá-
bæru fólki. Það hefði verið skrítið ef
þetta hefði spilast öðruvísi,“ segir Sig-
rún Ósk sem einnig hlaut verðlaun
fyrir framúrskarandi námsárangur
þegar hún útskrifaðist frá Bifröst árið
2008.
Dáist af viðmælendum
Sigrún Ósk hefur gert góða hluti í
þættinum Neyðarlínan en viðmæl-
endur hennar hafa haft mikil áhrif á
hana. „Ég dáist að þessu fólki og ég
meina það frá hjartanu,“ segir hún en
Neyðarlínan byggir á raunverulegum
atburðum og Sigrún blandar saman
viðtölum við þá sem lifðu atburðina
og upptökum af símtölum við Neyðar-
línuna. Hún segir ekki útilokað að
gerð verði önnur sería. „Það er aldrei
að vita nema ég klári nokkra þætti
áður en ég fer í fæðingarorlof. En þessi
vinna krefst mikilla ferðalaga út á land
og langra tökudaga og slíkt er ekki
endilega óskaverkefnin til að standa í
ófrísk. En þetta kemur allt í ljós.“
Hún viðurkennir að það hafi ekki
verið neinn hægðarleikur að fá fólk
til að deila þessari reynslu í sjónvarp-
inu. „Það tók tíma að sannfæra fólk.
Ég hafði hitt marga viðmælendur
margoft og ég held reyndar að það skili
sér á skjáinn.
Þetta er upp til hópa fólk sem hefur
ekki verið í sjónvarpi eða fjölmiðlum
yfirhöfuð. Ég var að biðja það um að
segja frá hlutum sem það hafði jafnvel
ekki rætt við fjölskyldu sína og já, lána
mér líka símtalið við Neyðarlínuna.
Ég skildi fullkomlega að það væri ekki
sjálfgefið.
Svona þáttur hafði aldrei áður ver-
ið gerður hér á landi. Fólk vissi varla
hvað ég var að biðja um og vissi ekkert
hvernig útkoman yrði,“ segir Sigrún og
bætir við að áður en vinnan við þátt-
inn hófst hafi hún farið í viðtal þar sem
hún lýsti eftir ábendingum um áhuga-
verða viðmælendur.
„Eftir viðtalið fór ég heim og var
mjög spennt. Ég ákvað að kíkja ekki á
póstinn minn í smá tíma því ég ætlaði
að lesa mig í gegnum allan bunkann í
einu. Ég fékk hins vegar ekki eina ein-
ustu ábendingu. En núna hef ég þegar
fengið póst og ábendingar sem mun
muna mikið um ef af framhaldi verð-
ur. Nú veit fólk að við vöndum okkur
og förum vel með hlutina.
Ég hef líka verið í sambandi við
alla sem hafa komið fram í þáttunum
og veit að þau hafa öll fengið góð við-
brögð. Meiningin er að þetta skili ein-
hverju, þótt það sé ekki nema það að
stimpla þetta númer, 112, rækilega
inn í kollinn á fólki. Það eru nefnilega
margir sem hringja beint í 118. Svo
skilst mér að það hafi verið töluverð
aukning á skráningum á skyndihjálp-
arnámskeið í kjölfar þáttanna.“
Með krónískan móral
Síðasta ár hefur verið annasamt en
þannig vill hún líka hafa hlutina. „Ég
hef alltaf verið með mörg járn í eldin-
um og finnst mjög gaman að taka að
mér ný verkefni og prófa nýja hluti.
Ég þarf oftast að vera með eitthvað
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona fann manninn í sínu lífi þegar hún var
aðeins 18 ára. Síðasta ár hefur verið annasamt í lífi Sigrúnar en hún var farin að fá
martraðir vegna álagsins. Hún ræðir um fjölskyldulífið, ferilinn, fullkomnunaráráttuna
og frægðina sem hún tekur ekki eftir.
Aldrei verið þekkt
fyrir að vera sæt
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
Viðtal
Ævintýragjörn
Sigrún hefur ferðast
um allan heiminn. Hér
er hún með soninn á
ferðalagi um Asíu.