Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 24.–26. júní 2011 Helgarblað Kennarinn sem kvaldi börn Margrét Müller og séra Ágúst Georg kenndu í Landa- kotsskóla um árabil. Samkvæmt heimildum blaðs- ins voru þau elsk- endur en Margrét bjó í turni Landa- kotsskóla frá því hún byrjaði að kenna þar og allt til 1. september árið 2008. Þá svipti hún sig lífi með því að henda sér út um glugga á turninum snemma morguns, rétt áður en börn komu til skóla. Heimildir blaðsins herma að hún hafi átt erfitt með að jafna sig á fráfalli séra Georgs sem lést þann 16. júní sama ár. Georg var skólastjóri Landakotsskóla en Margrét var kenn- ari þar. Lögreglan og fagráð kirkjunn- ar rannsaka þau bæði. Kirkjan klofin Könnun DV meðal presta þjóðkirkj- unnar leiddi í ljós að kirkjan er klof- in í afstöðu sinni til þess hvort Karl Sigurbjörnsson eigi að segja af sér sem biskup Ís- lands. Meirihluti presta var þó þeirrar skoðunar að Karl ætti að hætta. Hins vegar leiddi könnunin einnig í ljós ótta presta því fæstir þeirra vildu lýsa afstöðu sinni opinberlega undir nafni. Karl biskup hefur legið undir ámæli fyrir að hafa brugðist þeim konum sem forveri hans í starfi, Ólafur Skúla- son, áreitti kynferðislega. Þrátt fyrir að hafa heyrt sögur kvennanna hélt Karl áfram að lofa Ólaf opinberlega. Aðeins örfáir prestar þora að lýsa því yfir að þeir vilji að Karl hætti sem biskup. Toppar úr Glitni fá 66°Norður Þann 8. júní síð- ast- liðinn var til- kynnt um sölu á helmingshlut í Sjó- klæðagerðinni hf. sem er rekstrar- félag fataframleiðandans 66°Norður. Kaupandinn var félagið SF II, félag í rekstri hjá sjóðsstýringarfyrirtækinu Stefni hf. sem er dótturfélag Arion banka. SF II er síðan í eigu Stefnis-Ís- lenska athafnasjóðsins (SÍA I), Helga Rúnars Óskarssonar, núverandi for- stjóra Sjóklæðagerðarinnar og Bjarn- eyjar Harðardóttur, sambýliskonu Helga Rúnars. Þau voru bæði í topp- stöðum hjá Glitni fyrir hrun. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 Ný kynslóð Rafskutlur -frelsi og nýir möguleikar Einfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Opið virka daga kl. 9 -18, lokað á laugardögum 1. maí til 31. ágúst Grjóti rigndi í Bolungarvík Grjóti rigndi yfir Bolungarvík þeg- ar snjóflóðagarðar voru sprengd- ir á fimmtudagsmorgun. Grjótið dreifðist yfir húsþök og garða og olli nokkrum skemmdum. Þök skemmdust og rúður brotnuðu. Elín Ragnarsdóttir, íbúi á Bol- ungarvík, segir það mikla mildi að ekki hafi orðið slys á fólki. „Það var verið að sprengja hérna í snjóflóða- varnargarðinum og í kjölfarið rigndi grjóti yfir nokkur hús hérna í efri byggð bæjarins. Það eru þó nokkuð mörg þök dælduð og nágranni minn fékk grjót inn um gluggann hjá sér. Ég veit samt ekki um nein slys á fólki, og það er mikil mildi. Þetta voru frekar stórir hnullungar, allt frá hnefastórir og alveg niður í möl,“ segir Elín en áður en sprengt er í snjóflóðagarð- inum er alltaf flautað. Mikill hávaði varð þegar grjótinu rigndi yfir húsin. Verktakafélagið Ósafl vinnur nú í snjóflóðagarðinum og var að sprengja þar í morgun. Ekki náðist í neinn á vegum fyrirtækisins við vinnslu þessarar fréttar. Lögreglan segir að eitthvað virðist hafa farið úr- skeiðis við sprenginguna og er nú á svæðinu að skoða og meta skemmdir.  Kannabisræktun í Árbæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlis- húsi í Árbæ á þriðjudag. Við húsleit fundust 36 kannabisplöntur á loka- stigi ræktunar. Fram kemur í tilkynningu lög- reglu að á meðan aðgerðir stóðu yfir í húsinu hafi tveir karlmenn komið á staðinn. Þegar þeir urðu lögreglu- mannanna varir reyndi annar þeirra að komast undan á hlaupum. Hann náðist eftir stutta eftirför og voru báðir mennirnir handteknir. Við yfirheyrslu viðurkenndu þeir aðild sína að ræktuninni. Deila um eignarrétt á merki Bónus- verslananna, skærbleikum brosandi gríss í líki sparibauks, er komin fyrir dóm. Í daglegu tali gengur þetta merki Bónuss undir heitinu „Bónusgrís- inn“ og má með sanni segja að grísinn bleiki sé hluti af ímynd Bónuss í aug- um almennings. Hönnuður merkisins, Edith Randy Ásgeirsdóttir, vill banna móðurfélagi Bónuss, verslunarveldinu Högum, að nota Bónusgrísinn sem tákn lágvöru- verslananna og hefur stefnt félaginu vegna þess. Hagar hafa tekið til varna í málinu og krafist frávísunar á þeim forsendum að félagið sé réttmætur eig- andi Bónusgríssins. Kveðinn var upp úrskurður um frávísunarkröfu Haga í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtu- dag og var henni hafnað. Stefna Edith- ar verður því tekin til efnismeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og verð- ur skorið úr um það með dómi hvort Högum verður áfram heimilt að nota Bónusgrísinn sem tákn. Hannaði grísinn 1989 Edith Randy hannaði grísinn fyrir þá- verandi eigendur Bónuss, Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson, árið 1989 en fyrsta Bónusverslunin var opnuð einmitt það ár. Hún starfaði þá fyrir Bónusfeðga að ýmiss konar markaðsmálum en fékk ekki greitt sér- staklega fyrir hönnunina á vörumerk- inu sem við í dag þekkjum sem Bón- usgrísinn. Þess í stað var fyrir hendi samkomulag þess efnis að Edith Randy héldi eignarréttinum á Bónus- grísnum og að greiðsla fyrir hönnun hans kæmi síðar. Vert er að hafa í huga að á þess- um tíma var Bónus langt í frá það stórveldi sem keðjan síðar varð. Jó- hannes og Jón Ásgeir hófu starfsemi með einni verslun í Skútuvoginum og stóðu sjálfir vaktina til að byrja með. Svo vatt starfsemin upp á sig á tiltölu- lega skömmum tíma og fleiri verslanir voru opnaðar. Samkomulag gert 1991 Í lok árs árið 1991, þegar ljóst var orð- ið að viðskiptahugmynd þeirra Bón- usfeðga myndi líklega ganga upp, var gerður samningur um notkun á Bón- usgrísnum á milli eigenda Bónuss og Edithar. Í samningnum kom fram að ef eignarhaldið á Bónus myndi breytt- ist þannig að Jóhannes og Jón Ásgeir myndu eiga minna en 50 prósent í Bónuskeðjunni á næstu 20 árunum eftir undirritun gæti Edith Randy aft- urkallað notkunarréttinn á merkinu. Þann 23. desember 2011 verða tuttugu ár liðin frá gerð samnings- ins og þar sem Jóhannes og Jón Ás- geir eiga ekki lengur 50 prósent í Bón- us vill Edith Randy að Hagar hætti að nota grísinn bleika sem vörumerki fyr- ir Bónus. Deilan snýst því um það að Edith Randy telur sig aldrei hafa afsal- að sér eignarrétti yfir Bónusgrísnum og að hún eigi merkið því enn. Hagar halda því hins vegar fram í málatilbún- aði sínum að Edith Randy hafi frumrit samningsins frá 1991 ekki undir hönd- um og því teljist ekki sannað að um- rætt samkomulag hafi verið gert. Gerir ekki kröfu um peninga Athygli vekur að í stefnu sinni ger- ir Edith Randy ekki kröfu um að fá greidda háa peningaupphæð frá Hög- um fyrir hönnun Bónusgríssins. Krafa hennar er einfaldlega sú að Högum verði bannað að nota Bónusgrísinn með nokkrum hætti. Um þetta segir í stefnu hennar: „Dómkröfur stefnanda eru þær að stefnda verði í verslunarrekstri hans undir firmaheitinu Bónus, bönn- uð með dómi öll notkun á teikningu stefnanda af grís í formi sparibauks „bónusgrísnum“.“ Í þessari kröfu felst að Bónus verði með öllu bannað að nota Bónusgrís- inn á nokkurn hátt og að fyrirtækið verði jafnframt að eyða öllum um- búðum, burðarpokum, auglýsingum og öðru slíku sem bera merki Bónuss og fjarlægja merkið af öllum bílum og tækjum sem tengjast rekstri Bónuss. Ljóst er því að um verulega hags- muni er að ræða fyrir Haga á að minnsta kosti tvenns konar hátt: Bón- usgrísinn er orðinn að þekktu vöru- merki keðjunnar auk þess sem það getur kostað mikla fjármuni að gera nýjar auglýsingar og annað slíkt með öðru einkennistákni en Bónusgrísn- um. Eyðing á öllum eignum Haga sem merktar eru með Bónusgrísnum væri auk þess eyðing á miklum verð- mætum og því fjárhagslegt tap fyrir Haga. Hagar vilja að Edith fái greitt Aðalkrafa Haga í málinu var sú að málinu yrði vísað frá. Þeiri kröfu var hafnað í Héraðsdómi Reykja- víkur á fimmtudag, líkt og áður segir. Varakrafa Haga, sem þá verður úrskurðað um í málinu, snýst um það að samkomulaginu frá árinu 1991 verði breytt á þann veg að Edith Randy fái peningagreiðslu vegna hönnunarinnar á Bónus- grísnum. Í dómsskjölum málsins er þetta orðað sem svo að stefndi verði „einvörðungu dæmdur til að greiða stefnanda sanngjarnt end- urgjald að mati dómsins fyrir gerð vörumerkisins „bónusgrís“.“ Tek- ið skal fram að þessi greiðsla á þá væntanlega að byggja á stærð og verðmæti Bónuss á þeim tíma sem samkomulagið var gert, árið 1991, en ekki því sem síðar varð. Niðurstaðan í málinu mun því væntanlega annaðhvort verða sú að Högum verður bannað að nota Bónusgrísinn sem vörumerki eða að fyrirtækið verður dæmt til að greiða Edith Randy peningaupp- hæð fyrir hönnunina á grísnum. Bónusgrísinn fyrir dóm „ ... bönnuð með dómi öll notkun á teikn-ingu stefnanda af grís í formi sparibauks „bónusgrísnum“. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Hönnuður Bónusgríssins telur sig eiga táknið n Miklir hagsmunir í húfi fyrir Haga Deilt um Bónusgrísinn Jóhannes Jónsson stofnaði Bónus ásamt Jóni Ásgeiri syni sínum árið 1989 og hefur Bónusgrísinn verið merki fyrirtækisins æ síðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.