Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 24.–26. júní 2011 Helgarblað Lögreglan fann heimagert skotvopn, skotfæri og eiturlyf við húsleit: Vítisengill með byssu og dóp Rúmlega tvítugur karlmaður var handtekinn eftir að heimagert skot- vopn og 22 kalíbera skotfæri fundust við húsleit hjá manninum síðastlið- inn miðvikudag. Hann er talinn vera í mótorhjólasamtökunum Hells Ang- els sem skotið hafa rótum hér á landi. Samtökin eru talin hættuleg skipu- lögð glæpasamtök en þau eru með starfsemi víða um heim. Við húsleit hjá manninum fundust gögn sem tengjast ætluðum meðlimum sam- takanna. Lögregluna grunar að skot- vopnið sem fannst við húsleitina hafi verið notað til að vinna skemmdar- verk á ökutæki á Seltjarnarnesi í síð- ustu viku. Lögreglan hefur lengi haft áhyggj- ur af umsvifum mótorhjólaklúbb- anna Hells Angels og Outlaws, sem áður hét Black Pistons, hér á landi. Bæði samtökin skutu rótum hér á landi á árinu en mótorhjólaklúbbur- inn Fáfnir fékk fulla inngöngu í Hells Angels í byrjun mars á þessu ári. Mót- orhjólaklúbburinn Black Pis tons, sem er stuðningsklúbbur Outlaws-mót- orhjólasamtakanna, fékk svo „pro- spect“-aðild að Outlaws í maí síðast- liðinn. Þó að „prospect“-staða þýði að klúbburinn hafi svokallaða áhang- endastöðu innan klúbbsins hafa sam- tökin engu að síður fengið að taka upp nafnið Outlaws. Bæði Einar „Boom“ Marteinsson, leiðtogi Hells Angels á Íslandi, og Ríkharð Júlíus, leiðtogi Outlaws, hafa sagt mótorhjólasamtökin sem þeir eru í forsvari fyrir ekki vera glæpa- samtök heldur fjölskyldusamtök eða bræðralag. Hvorugur þeirra hef- ur viljað svara spurningum blaða- manna um lögbrot meðlima sam- takanna en Ríkharð Júlíus hefur sagt að meðlimir samtakanna séu ekki feimnir við að grípa til ofbeldis ef ástæða þyki til. Hann sætir nú rann- sókn fyrir grófa líkamsárás og frelsis- sviptingu á ungum strák sem tengist samtökunum. Eignarhaldsfélaginu MMK ehf., sem áður hét Miðklettur ehf. og var í eigu Lúðvíks Bergvinssonar og viðskipta- félaga hans, hefur verið slitið vegna skuldastöðu þess. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Félagið stund- aði fasteignaviðskipti og festi meðal annars kaup á 2.500 fermetra fast- eign í Borgartúni. DV greindi frá því í janúar á þessu ári að viðskiptabanki eignarhaldsfélagsins, Landsbank- inn, hefði leyst fasteignina til sín og væri með hana í söluferli. Í ársreikningi MMK ehf. fyrir árið 2009, síðasta birta reikningi félags- ins, kemur fram að skuldir þess hafi numið rúmum milljarði króna í árs- lok 2009. Þá kemur fram að tæplega 966 milljónir af þessum skuldum hafi verið hjá Landsbanka Íslands og að félagið hefði átt að greiða allar þessar skuldir árið 2010, í fyrra. Enn frekar er tilgreint að vanskil félagsins vegna þessara lána við Landsbankann hafi numið tæpum milljarði króna árið 2009. Dagar félagsins eru því löngu taldir þótt því sé ekki slitið fyrr en nú. Lúðvík hætti í Miðkletti Talsverð umræða var í samfélaginu um fjármál Lúðvíks Bergvinssonar, sem var þingmaður Samfylkingar- innar á þeim tíma, í kjölfar hruns- ins haustið 2008. Umfjöllunin um fjármál Lúðvíks var liður í almennri umfjöllun um fjármál þingmanna á dögum góðærisins, þátttöku þeirra í skuldsettum fjárfestingarfélögum og annað slíkt. Til dæmis var greint frá því í fjölmiðlum í lok árs 2008 að Lúðvík hefði sagt sig úr stjórn Miðkletts eftir bankahrunið þá um haustið. Einnig kom fram í Mogg- anum að skuldastaða þingmannsins hefði að öllum líkindum komið í veg fyrir að hann fengi ráðherraembætti í stjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sem tók við á vormánuðum 2009 en fundað hafði verið um vænt- anlegt samstarf flokkanna á heimili Lúðvíks í Gnitanesi í Skerjafirði. Lúðvík sendi frá sér tilkynningu á þessum tíma þar sem hann sagð- ist ætla að hætta þingmennsku og að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram í þingkosningunum. Í tilkynningunni rökstuddi Lúðvík ákvörðun sína með þessum orðum: „Þau miklu straum- hvörf sem orðið hafa í íslensku sam- félagi undanfarna mánuði, gera þá sjálfsögðu og eðlilegu kröfu að breyt- ingar verði á skipan Alþingis, enda er þáttur stjórnvalda mikill þegar kem- ur að ábyrgð á því að fjármálakerfi landsins hrundi.“ Með útkomu rannsóknarskýrslu Alþingis rúmu ári síðar kom í ljós hversu háar þessar skuldir Miðkletts í bankakerfinu voru í raun. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kem- ur fram að Lúðvík hafi verið fjórði skuldugasti þingmaður landsins á árunum fyrir hrunið en skuldirnar sem voru tengdar hans nafni námu 755 milljónum króna samkvæmt skýrslunni. Í skýrslunni kom fram að öll veruleg lán sem tengdust Lúðvíki á tímabilinu hafi verið á vegum Mið- kletts sem var í helmingseigu þing- mannsins fyrrverandi. Slit en ekki gjaldþrot Þegar DV hafði samband við Lúðvík í janúar á þessu ári til að spyrja hann um Miðklett, nú MMK, sagði hann: „Ég get ekki tjáð mig um félag sem ég á ekki lengur hlut í.“ DV var þá að fjalla um söluferlið á húsinu í Borg- artúni sem Miðklettur hafði skuld- sett sig út af. Lúðvík taldi félagið því vera sér óviðkomandi þótt það hefði stofnað til skulda sinna á meðan hann var ennþá hluthafi og stjórnar- maður í félaginu. Slitin á félaginu fela það í sér að því verður slitið án þess að það fari í gjaldþrotaskipti. Þessi ákvörðun var tekin á hluthafafundi hjá MMK í lok mars, samkvæmt Lögbirtinga- blaðinu. Á fundinum voru tveir lög- menn kosnir til að sitja í skilanefnd fyrir MMK ehf. sem mun taka við kröfulýsingum í búið og ganga frá því. Uppgjör félagsins mun því fara fram á lögfræðiskrifstofu sem ráðin hefur verið til verksins af hluthöfum félagsins en ekki hjá óháðum skipta- stjóra. DV hefur greint frá nokkrum mál- um eftir bankahrunið þar sem þekkt- um félögum hefur verið slitið í stað þess að láta þau fara í gegnum gjald- þrotaferli. Eitt af þessum félögum er einkahlutafélagið Hersir sem var slitið fyrr á árinu. Félagið var í eigu starfsmanna Björgólfs Thors Björg- ólfssonar, stærsta hluthafa Lands- bankans, og fjárfesti í móðurfélagi Landsbankans, Samson. Vegna fjár- festingar félagsins í Samson átti Björgólfur Thor minna en 20 prósent óbeinan eignarhlut í Landsbankan- um og var því ekki skilgreindur sem tengdur aðili. Vegna þess þurftu lán til Björgólfs ekki að fara fyrir lána- nefnd bankans. Félögum er því stundum slitið, í stað þess að láta þau fara í gjaldþrot, þegar líklegt þykir að viðkvæmar upplýsingar um þau geti annars komið fram í dagsljósið. Lúðvík sleppur við dagsljósið Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Ég get ekki tjáð mig um félag sem ég á ekki lengur hlut í. n Eignarhaldsfélagi sem Lúðvík Bergvinsson átti í slitið n Einn skuldugasti þingmaðurinn n Hætti á þingi eftir bankahrunið n Vanskil upp á milljarð Skuldsettu félagi slitið MMK ehf. hefur nú verið slitið vegna slæmrar skuldastöðu. Félagið vakti nokkra athygli eftir hrunið 2008 sökum þess að Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var á meðal hluthafa þess. Meðlimur handtekinn Lögreglan fann gögn er tengjast meintum meðlimum Hells Angels í húsleit í Hafnarfirði. S í m i : 5 6 8 9 9 5 5 www.tk.is BRÚÐKAUPS GJAFIR ELDHÚSVIGT iittala- SKÁLAR GLÖSKARÖFLUR FISLÉTT FERÐA- TÖSKUVIGT ERUM FLUTT ÚR KRINGLUNNI Á LAUGAVEG 178 HNÍFAPARATÖSKUR L A U G A V E G I 1 7 8 TILBOÐSVERÐ kr. 3.990.- OPNUNARTÍMI mánud-föstud. 12-18 laugard.12-16 sunnud. LOKAÐ MATAR- & KAFFISTELL iittala- VASAR Forsetinn ánægður með Söruh Palin: „Skynjaði pólitíska getu hennar“ Ólafur Ragnar Grímsson er í opinberri heimsókn í Alaska um þessar mundir og vekur þar mikla lukku. Í grein í Alaska Dispatch fer Ólafur Ragnar fögrum orðum um Söruh Palin og segir hana vera náttúrulegan stjórn- málamann. „Ég skynjaði mjög pólitíska getu hennar, þetta pólitíska eðli sem maður annað hvort hefur eða hefur ekki. Þetta er eins og tónlistarhæfi- leikar. Hvort sem fólk er fylgjandi henni eða á móti henni, þá hefur hún á nokkrum árum farið frá því að vera kjörinn fulltrúi í Alaska í það að verða eitt áhrifamesta aflið í stjórnmálum, sem sýnir getu hennar,“ segir Ólafur Ragnar. Sarah Palin og Ólafur Ragnar hittust fyrir síðustu forsetakosningar í Bandaríkjunum. Sarah Palin minntist nokkrum sinnum á hann í aðdraganda kosning- anna en lengi vel var hann eini þjóð- arleiðtoginn sem hún hafði hitt. Ólafur Ragnar segir þau meðal annars hafa rætt um jarðvarmanýt- ingu. Þegar blaðamaður spyr hann út í stjórnmálaviðhorf Söruh Palin svarar glottandi Ólafur Ragnar: „Við skulum ekkert ræða það,“ og beinir umræðunni frekar að orku- og um- hverfismálum. Gangandi vegfar- endur í forgangi Gangandi vegfarendur fá að njóta sín í miðborg Reykjavíkur í sumar, samkvæmt tilkynningu frá Reykja- víkurborg. Göngugötum verður fjölgað og miðborgin þannig efld til muna með enn frekari  áherslu á mannlíf og iðandi stemningu. Austurstræti hefur nú verið breytt í göngugötu að Pósthús- stræti. Pósthússtræti verður lokað fyrir bílaumferð frá og með morg- undeginum 24. júní til 31. ágúst frá kl. 11.00–08.00 á virkum dögum og um helgar. Bílastæði fyrir hreyfi- hamlaða verður komið fyrir á mót- um Pósthússtrætis og Hafnarstræt- is að vestanverðu þar sem stæðið við Austurstræti fellur út. Hafnarstræti á milli Aðalstrætis og Naustarinnar er í hönnunarferli og verður lokað frá þeim degi sem framkvæmdir hefjast. Hafnarstræti austan við Pósthússtræti var lokað við Pósthússtrætið þann 17. júní og verður gatan lokuð til 31. ágúst með mögulegri aðkomu bíla frá Tryggvagötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.