Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 15
Fréttir | 15Helgarblað 24.–26. júní 2011 „Ert þú í Klúbbnum?“ Þannig spyr afgreiðsludama í Bláa lóninu þegar baðgest ber að garði. Gesturinn seg- ir „já“ og fær því að fara í lónið fyr- ir 1.950 krónur. Á sama tíma gengur útlendingur að afgreiðsluborðinu og borgar heilar 4.800 fyrir sundsprett. Vinaklúbbur Bláa lónsins er einungis fyrir þá sem eru með íslenskar kenni- tölur. Þeir sem eru í Vinaklúbbnum borga meira en helmingi minna fyrir að fara í lónið. Formaður Bláa lónsins, Grímur Sæmundsen, neitar samt að um mis- munun eftir þjóðerni sé að ræða. Í 180. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem sé í atvinnurekstri eða þjónustustarfsemi og neitar manni um vörur eða þjónustu til jafns við aðra á grundvelli þjóðernis hans, litarháttar, kynþáttar trúarbragða eða kynhneigðar skuli sæta sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, telur þetta ólögmæta mismunun og ætlar að bregðast við henni. Skoðun DV á málinu virðist benda til þess að slíkt tvöföld verðlagning aukist hér á landi. Þessi háttur í viðskiptum er al- gengur í löndum þriðja heimsins. Mismunað eftir þjóðerni „Fyrr á þessu ári var ég tilbúin með drög að tilmælum til Bláa lónsins um að hætta þessu,“ segir Gísli. „Ég tel það ólögmætt ef fyrirkomulagið er svona, ef þetta er óbein mismun- un eftir þjóðerni, og sett í þann búing að þeir einu sem komist í vinaklúbb- inn séu með íslenskar kennitölur, þá er það sama mismununin. Ég átti tvo fundi með forstjóranum þar sem ég tjáði honum að þetta stæðist að mínu mati ekki jafnræðisreglur Evrópu- réttar sem kveður á um að ekki megi mismuna fólki eftir þjóðerni. Ég vís- aði meðal annars í dóm Evrópudóm- stólsins um spænskt tilvik. Þegar ég var tilbúinn með tilmælin staðfesti forstjórinn bæði á fundi og í tölvu- pósti að þau myndu láta af þessu.“ Grímur Sæmundsen staðfesti í samtali við DV að Vinaklúbbur Bláa lónsins væri einungis fyrir fólk með íslenskar kennitölur en þvertók fyrir að um tvöfalda verðlagningu væri að ræða. En þegar allir þeir sem eru með ís- lenska kennitölu geta gengið í klúbb- inn og fengið að borga 1.950 krónur á meðan enginn útlendingur hefur kost á því, er þá hægt að skilja það öðru- vísi en að um tvöfalda gjaldskrá sé að ræða? „Nei, þetta er bara eins og í öllum rekstri að menn eru með ein- hverja vildarklúbba og tímabundin tilboð.“ Það er varla hægt að neita því að með þessu séuð þið hreinlega að mismuna fólki eftir þjóðerni? „Jú, jú, það er bara alveg hægt. Það er bara ein gjaldskrá í Bláa lónið og það er bara þannig.“ Hann segir Vinaklúbb- inn ekki eiga að hamla því að erlendir gestir sem vilja vera í Vinaklúbbnum gætu verið þar, án þess að rökstyðja það neitt frekar. Blankir fari annað Erlendur maður hringdi í afgreiðslu Bláa lónsins stuttu áður en blaða- maður ræddi við Grím. Maðurinn spurði hvort hann gæti fengið afslátt í Bláa lónið og var tjáð að hann fengi tíu prósenta afslátt ef hann kæmi með hóp sem teldi yfir tíu manneskj- ur. Maðurinn sagðist hafa heyrt um Vina klúbbinn og spurði hvort hann gæti fengið að vera með í honum svo hann gæti borgað 1.950 krónur eins og Íslendingar. Honum var tjáð að hann þyrfti íslenska kennitölu til þess. Eftir nokkra rökræðu þar sem maðurinn hélt því fram að slík mis- munun hlyti að vera ólögleg fékk hann samband við markaðssvið fyrir- tækisins. Honum var sagt að Bláa lón- ið væri með sérstakt verð fyrir íbúa á Íslandi. Það væri þekkt aðferð í mark- aðsfræði að stíla inn á ákveðna mark- hópa með sérstök tilboð. Þegar mað- urinn sagðist ekki hafa efni á því að borga 4.800 krónur fyrir að fara í Bláa lónið var honum sagt að fara eitt- hvert annað. Þegar hann spurði hvort markaðsstjórinn vissi að slík viðskipti væru aðallega stunduð í löndum þriðja heimsins, svo sem Kambódíu og á Indlandi, og að þau þekktust vart í hinum vestræna heimi var honum svarað: „Og er það vont? Er Kambódía eitthvað verra land en Ísland?“ n Útlendingar borga miklu meira en Íslendingar í Bláa lónið n Sögð vera ólögmæt og óbein mismunun n Forstjóri neitar Útlendingar borga meira „Ég tel það ólög- mætt ef fyrir- komulagið er svona, ef þetta er óbein mismunun eftir þjóðerni. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Borga meira en tvöfalt Fólk sem er ekki með íslenska kennitölu þarf að borga 4.800 krónur í Bláa lónið á meðan Íslendingar geta skráð sig í svokallaðan Vinaklúbb og borgað 1.950 krónur. ferðalagið byrjar í vegahandbókinni Ómissandi ferðafélagi allt í einni bók fullt verð 4.990 kr 1000 kr. afsláttur ef þú kemur með gömlu bókina Einungis hægt að skipta í bók abúðum (ekki á bensínstöðvum) Hljóðbók arnar Jónsson les 19 þjóðsögur nýr ítarlegur hálendiskafliHandhægt ferðakort Vegahandbókin - Vesturhlíð 7 - Sími 5622600 farið með svarið í ferðalagið Hafsjór af fróðleik um land og þjóð skoðið nýju heimasíðuna - vegahandbokin.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.