Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 20
20 | Fréttir 24.–26. júní 2011 Helgarblað Á árunum fyrir íslenska efnahags- hrunið lánaði Sparisjóðurinn í Kefla- vík rúmlega 5,8 milljarða króna til kaupa á óskráðum hlutabréfum og tók einungis veð í hlutabréfunum sem keypt voru. Rúmlega 3,6 millj- arðar króna af þessum 5,8 voru lánað- ir til að kaupa hlutabréf í sparisjóðn- um sjálfum og Sparisjóðabankanum, Icebank, sem Sparisjóðurinn í Kefla- vík var stærsti hluthafinn í. Forstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, Geirmundur Kristinsson, var einnig stjórnarfor- maður hjá Icebank. Þetta kemur fram í skýrslu Fjár- málaeftirlitsins um starfsemi Spari- sjóðsins í Keflavík sem unnin var á mánuðunum fyrir íslenska efnahags- hrunið í september 2008. Í skýrslunni gagnrýndi Fjármála- eftirlitið útlánastefnu sparisjóðsins harðlega, meðal annars lánveiting- ar fyrir hlutabréfum þar sem ein- ungis voru tekin veð í hlutabréfun- um sjálfum. Þá voru veðin sem tekin voru fyrir lánunum í einhverjum til- fellum lægri en lánin sem veitt voru og sparisjóðurinn gerði ekki veðköll á tilskildum tíma. Um þetta segir í skýrslunni: „Gæði útlánasafnsins eru hins vegar vafasöm. Dæmi um það eru tryggingar vegna lána með veði í hlutabréfum, en hátt í 90 prósent af þeim lánum er með veði í óskráð- um hlutabréfum, verðmæti trygging- arandlagsins er í mörgum tilfellum undir lánsfjárhæð og/eða ofmetið og SpKef hefur lítið hirt um að gera veðköll.“ 2,2 milljarðar af þessum 3,6 milljörðum sem lánaðir voru út til að kaupa hlutabréf í fjármálafyrir- tækjunum tveimur voru notaðir til að kaupa stofnfjárbréf í Sparisjóðn- um í Keflavík á meðan rúmlega 1.400 milljónir króna voru notaðar til að kaupa hlutabréf í Sparisjóðabank- anum. Lánað út á léleg veð Fjármálaeftirlitið átaldi stjórn spari- sjóðsins fyrir þessar lánveitingar til fjárfestinga í sjóðnum og í Icebank og útskýrði gagnrýni sína með þeim hætti að óheppilegt væri að svo há útlán væru tengd beint við verðmæti stofnfjár í sparisjóðnum. „Lán með veði í óskráðum hlutabréfum nema um 5.807 m. kr. Um 2.200 m.kr. eða 38% af þeim lánum er með veði í sparisjóðnum sjálfum. Mikilvægt er fyrir SpKef að íhuga gaumgæfilega þá auknu áhættu sem felst í því að lána gegn handveði til kaupa á eig- in stofnfjárbréfum þar sem greiðslu- geta lántakenda er háð verðmæti lánveitanda. Lánaáhætta sparisjóðs- ins tengd eigin stofnfjárbréfum telst veruleg í hlutfalli af eiginfjárgrunni sparisjóðsins.“ Meðal þeirra einstak- linga og félaga sem fengu lán sjálfir eða í gegnum eignarhaldsfélög hjá Sparisjóðnum í Keflavík til að kaupa hlutabréf í sjóðnum og eða Icebank voru Birgir Þór Runólfsson, Steinþór Jónsson, Jónmundur Guðmarsson, Grímur Sæmundsen, Finnur Svein- björnsson og fleiri. Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að trygg- ingastaða sparisjóðsins vegna um- ræddra lánveitinga vegna fjárfest- inga í sparisjóðnum og Icebank væri óviðunandi. „Tryggingastaða SpKef vegna lána með veði í stofnfjárbréf- um sparisjóðsins er ónóg,“ segir í skýrslunni. Stofnunin krafðist úrbóta á þessu atriði „þegar í stað“ og benti á að sparisjóðurinn ætti að kalla eftir „auknum tryggingum og/eða ábyrgðum“ vegna þessa. Krafðist lagfæringa á 57 atriðum Þetta atriði var hins vegar einung- is eitt af þeim 57 atriðum sem Fjár- málaeftirlitið krafðist úrbóta á í þess- ari skýrslu sinni um sparisjóðinn. Aftarlega í skýrslu Fjármálaeftir- litsins um sjóðinn er að finna lista með þessum atriðum sem stofnunin gagnrýndi og þar sem þess er krafist að viðkomandi atriðum yrði kippt í liðinn sem fyrst. Helsti tilgangur at- hugunar Fjármálaeftirlitsins beind- ist að því að kanna „útlánaáhættu“ sparisjóðsins. Margt af því sem stofnunin gagnrýndi sparisjóðinn fyrir beindist því eðlilega að þessum atriðum, líkt og umfjöllunin hér að ofan ber með sér. Ekki farið eftir reglum Fjármálaeftirlitið var afdráttarlaust í gagnrýni sinni á útlánastefnu spari- sjóðsins. „Mikið skortir á að til séu fullnægjandi reglur varðandi útlá- naáhættu.“ Þá benti stofnunin á að misræmi væri á „milli útlánaheim- ilda SpKef annars vegar og fram- kvæmdar sparisjóðsins hins vegar.“ Þetta þýðir á einföldu máli að ekki var einu sinni stuðst við þær útlána- reglur sem þó voru fyrir hendi hjá sparisjóðnum. Þá gagnrýndi Fjármálaeftirlitið að stjórnun sparisjóðsins væri að mestu í höndum sparisjóðsstjórans, Geir- mundar Kristinssonar, jafnvel þó að reglur sjóðsins hefðu kveðið á um annað. Um þetta segir í skýrslunni: „Frumkvæði og eftirlit stjórnar virð- ist almennt vera í algjöru lágmarki og stjórnun sparisjóðsins að mestu í höndum sparisjóðsstjóra. Sérstak- lega er þetta sýnilegt þegar óskað var eftir stefnu stjórnar um áhættustýr- ingu, sem ekki er til.“ Eitt af þeim atriðum sem Fjár- málaeftirlitið gagnrýndi einnig var að reglur sparisjóðsins um hámark lánveitinga og ábyrgða til einstakra viðskiptavina byggðu á reglugerð um stórar áhættuskuldbindingar frá árinu 2002. Benti Fjármálaeftir- litið á það í skýrslunni að búið væri að afnema umrædda reglugerð og að sjóðurinn ætti í stað hennar að styðjast við reglur frá árinu 2007. Um þetta segir meðal annars í skýrsl- unni. „Fjármálaeftirlitið gerir at- hugasemd við tilvísun í reglugerðina í ljósi þess að hún er ekki til.“ Háar lánveitingar voru því lánaðar út úr sjóðnum með tilvísun til reglna sem búið var að afnema. Geirmundur gagnrýndur Annað atriði, þessu tengt, sem Fjár- málaeftirlitið gagnrýndi var að ein- ungis sum lán fóru fyrir lánanefnd en önnur ekki og að hlutverk lána- nefndar sjóðsins væri því „óljóst“. Hentistefna en ekki reglur virðast því hafa ráðið því hvort einstök lán voru veitt eða ekki og virðist sparisjóðs- stjórinn hafa getað ákveðið það sjálf- ur í mörgum tilfellum hvort lán voru veitt eða ekki. Álykta má á þennan hátt út frá ýmsum staðhæfingum í skýrslu Fjármálaeftirlitsins, meðal annars þeirri að innri endurskoð- andi sparisjóðsins vissi ekki til þess að til væru neinar „skriflegar heim- ildir sparisjóðsstjóra til lánveitinga“. Samt virðist Geirmundur hafa tekið ákvarðanir um lánveitingar einhliða, án þess að ráðfæra sig við stjórn sjóðsins, lánanefnd eða aðra aðila innan sjóðsins. Öllum þessum atriðum sem snertu útlán sjóðsins átti sparisjóð- urinn að kippa í liðinn hið snarasta samkvæmt skýrslu Fjármálaeftirlits- ins. Eignirnar ofmetnar Í skýrslu FME er einnig gagnrýnin umfjöllun um eignasafn Sparisjóðs- ins í Keflavík. Umfjöllun um eigna- safn sparisjóðsins er að hluta til önn- ur hlið á umfjölluninni um útlán sjóðsins þar sem veð voru í einhverj- um tilfellum tekin í þeim eignum sem keyptar voru, til dæmis hluta- bréf í Icebank. Undirliggjandi eignir sparisjóðsins voru því eignirnar sem teknar voru að veði fyrir lánunum. Fjármálaeftirlitið kemst að þeirri niðurstöðu að eignarhlutir spari- sjóðsins í ýmsum fyrirtækjum, að- allega Icebank, Exista, VBS fjárfest- ingarbanka, SP Fjármögnun, Byr og Saga Capital, hafi verið ofmetnir um rúmlega 6,5 milljarða króna. Út- reikningar sparisjóðsins á þessum eignum sýndu fram á að þær væru rúmlega 13,2 milljarða króna virði, þar af var eignarhluturinn í Icebank metinn á rúma 5,2 milljarða, Exista- hluturinn á 2,7 og hlutabréfin í VBS á tæpa 2,2 milljarða. Fjármálaeftirlit- ið taldi hins vegar að þetta verðmat væri „oft á tíðum verulega úr takti við efnahagslega stöðu viðkomandi fé- laga.“ Þess vegna taldi stofnunin að lækka þyrfti verðmatið á þessum fé- lögum. Þetta ofmat á verðbréfaeign spari- sjóðsins var stærsta ástæðan fyrir því að Fjármálaeftirlitið taldi að lækka ætti eigið fé sparisjóðsins um tæp- an helming, úr rúmum 20 milljörð- um króna og niður í um 11 millj- arða króna, eða samtals um rúma 9,5 milljarða króna. Fyrir utan hið 6,5 milljarða ofmat á verðbréfaeign sjóðsins taldi Fjár- málaeftirlitið einnig að lækka þyrfti eigið fé út af rúmlega 1.400 milljóna króna lánum til að fjármagna kaup nokkurra eignarhaldsfélaga á hluta- bréfum í Icebank. Meðal þeirra sem fengu lán til að kaupa þessi hlutabréf voru nokkrir af starfsmönnum Ice- bank, meðal annars Finnur Svein- björnsson, Steinþór Jónsson, Jón- mundur Guðmarsson og Runólfur Ágústsson, fyrrverandi háskólarektor á Bifröst, svo einhverjir séu nefndir. Þá taldi Fjármálaeftirlitið einnig að lækka þyrfti eigið fé sjóðsins út af tapi fjárfestingarfélagsins Kistu á hluta- bréfum í Exista. Sparisjóðurinn var annar stærsti hluthafinn í Kistu sem fjárfesti nær eingöngu í hlutabréf- um Exista, stærsta hluthafa Kaup- þings. Taldi Fjármálaeftirlitið að nið- urfærsla á eigin fé sjóðsins út af þessu tapi ætti að nema rúmum milljarði króna. Þá var það mat Fjármálaeftir- litsins að sjóðurinn ætti að færa eigið fé sitt niður um aðrar fjögur hundruð milljónir vegna lána sem veitt voru til að kaupa stofnfé í sparisjóðnum sjálf- um og hlutabréf í ýmsum öðrum fyr- irtækjum. Þessi niðurfærsla leiddi til þess að eiginfjárhlutfall sparisjóðsins hefði átt að lækka um tæpan helming og hefði átt að vera komið niður í 12 prósent. Fjármálaeftirlitið benti á að þetta mat stofnunarinnar á niðurfærslu eigin- fjár sjóðsins væri hóflegt og að þó að eiginfjárhlutfallið væri enn yfir lög- bundnu lágmarki eftir þessa niður- færslu væri líklegt að það myndi lækka enn frekar og fara niður í um sjö prósent. Mat á eignum sparisjóðs- ins var því, samkvæmt þessu, veru- lega ofmetið um mitt ár 2008 og sýndi í reynd efnahagsstöðu sem var ekki í neinu samræmi við raunveruleikann. Áfellisdómur yfir sjóðnum Skýrslu Fjármálaeftirlitsins um Spari- sjóðinn í Keflavík er varla hægt að skilja öðruvísi en svo að hún hafi verið áfellisdómur yfir sjóðnum. Fjármála- eftirlitið hafði áhyggjur af stöðu sjóðs- ins og stjórnun hans, líkt og ofan- greind umfjöllun ber með sér. Þess vegna taldi stofnunin mikilvægt að sparisjóðurinn myndi breyta starfs- háttum sínum. Í niðurstöðuhluta skýrslunnar segir meðal annars. „Með hliðsjón af öllu ofangreindu sýnist staða SpKef fara hratt versnandi. Ekki eingöngu eru eignir í óskráðum hluta- bréfum ofmetnar, útlánatöp nokkur og fyrirsjáanlegt að afskriftir kunni að aukast, heldur er grunnafkoma SpKef slök. Gengishagnaður hlutabréfa hef- ur að mestu leyti stuðlað að hagnaði SpKef síðustu misseri. Á endanum koma þessir þættir niður á lausafjár- stöðu SpKef.“ Sparisjóðurinn í Keflavík hrundi ekki á sama tíma og stóru viðskipta- bankarnir þrír um haustið 2008 held- ur lifði nokkrum mánuðum lengur í óbreyttri mynd. Alveg ljóst var hins Tíu milljarða ofmat á eigin fé sparisjóðsins n Skýrsla FME sýnir lélega stöðu Sparisjóðsins í Keflavík árið 2008 n Eignasafnið ofmetið um 6,6 milljarða n Eigið fé hefði átt að lækka um 9,5 milljarða n Landsbankinn búinn að meta eignasafn sparisjóðsins Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Frumkvæði og eftirlit stjórnar virðist almennt vera í algjöru lágmarki og stjórnun sparisjóðsins að mestu í höndum sparisjóðsstjóra. Tóku við eignasafninu Landsbankinn, sem Steinþór Pálsson stýrir, tók við eignasafni Sparisjóðsins í Keflavík fyrr á þessu ári. Starfsmanna bankans bíður það verk að hámarka verðmæti eignasafns sem Fjármálaeftirlitið taldi vafasamt og í ein- hverjum tilfellum ofmetið árið 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.