Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 28
Talið er að allt að 700 manns hafi tekið þátt í átökum á Norður-Írlandi þessa vikuna og eru yngstu þátttakendurn- ir allt niður í 10 ára gamlir. Þetta eru mestu átök á Norður-Írlandi í 10 ár. Bensínsprengjum, steinum og fleiru kastvænu hefur verið fleygt í átök- unum og er dæmi um að maður hafi fengið sprungu á höfuðkúpu eftir að hafa fengið múrstein í hausinn. Skotum hefur einnig verið hleypt af og meðal annars skotið á lögregluna. Lögreglan beindi því til fjölmiðla- manna að halda sig utan Austur-Bel- fasts öryggis síns vegna en blaðaljós- myndari var skotinn í fótlegginn í átökunum af lýðveldissinna og rann- sakar lögreglan nú hvort ljósmyndar- inn hafi verið sérstakt skotmark og er málið meðhöndlað sem morðtilraun. „Þegar menn bera byssur á götum úti er augljóst að ætlunin er að svipta einhvern lífi,“ sagði þingkona svæðis- ins en pólitískir fulltrúar sögðu fólki að halda ró sinni en án árangurs. Íbú- ar eru margir furðu lostnir. Lögreglan segist ekki hafa nægan mannafla fyr- ir slíkan fjölda sem áttist við á þriðju- dagskvöldið. „Við höfðum aukalið í Short Strand á mánudagskvöldið en enginn gat séð fyrir óeirðir af þessari stærðargráðu,“ sagði lögreglumaður. Komið í veg fyrir átök þriðju nóttina Átökin hófust þegar hópur ungra mótmælenda gerði sér ferð í Short Strand-hverfið þar sem kaþólikk- ar búa. Á þessum tíma árs hafa mót- mælendur haft til siðs að marsera inn í hverfi kaþólikka, sem oft hafa brugð- ist við með ofbeldisfullum hætti í kjöl- farið. Lítið hefur þó verið um átök síð- ustu árin. Íbúarnir í hverfinu brugðust ekki vel við ferð þeirra og stórir hópar mynduðust og blönduðu sér í deil- ur sem mögnuðust síðan upp í mikil átök. Lögreglan telur að í hópi sam- bandssinna hafi verið meðlimir UVF, sjálfboðaliðahers sambandssinna sem átti aðild að Belfastsáttmálan- um 1998, og rannsakar lögreglan þátt þeirra í átökunum. Þá rannsakar lög- reglan einnig hvort reynt hafi verið að ræna strætisvagni í átökunum. Menn úr báðum hópum gerðu sig líklega til að hefja átök þriðju nóttina í röð en lögreglunni tókst þó að skar- ast í leikinn tímanlega og koma í veg fyrir enn frekari átök. Unnið er að því að sætta hópana og hefur embættis- maður á vegum stjórnvalda verið út- nefndur til að vinna með þeim svo ekki komi til enn frekari átaka. Þá hafa stjórnmálamenn, prestar og fleiri áhrifamenn úr báðum fylkingum unnið að því að halda ungmennum frá átökunum og beint því til þeirra að halda sig heima en störf þeirra þykja eiga sinn þátt í því að átökin voru ekki meiri þriðju nóttina. Þá hefur Peter Robinson, ráðherra heimastjórnar- innar í Norður-Írlandi, átt fund með leiðtogum UVF í því skyni að lægja öldurnar. Unglingar vildu hafa verið í fangelsi Ungmennum í hverfum mótmæl- enda, fæddum eftir vopnahléið 1994, fannst þau hafa misst af miklu og óskuðu þess að hafa verið í fang- elsi. Fullorðnir höfðu þá rifjað upp fangelsislífið og litið var til baka á ófriðinn með rómantískum blæ. Fréttamaður BBC komst að þessu eftir að hafa kannað viðhorf fólks í Belfast um ástandið á milli trúar- hópanna í kjölfar skýrslu norður- írskra stjórnvalda um hvernig ætti að berjast gegn deilum á milli kaþ- ólikka og mótmælenda og brúa bilið þeirra á milli. Mörgum fannst aldrei hafa verið meiri þörf á skýrslunni en á þeim tímapunkti þótt friður hefði ríkt lengi. Í skýrslunni voru með- al annars hugmyndir um blönduð hverfi þar sem mótmælendur og kaþólikkar gætu lifað í sátt og sam- lyndi. Þó væri þörf á löngu ferli þar sem margir hafa ekki gleymt þeim ódæðum sem framin hafa verið. Mótmælendur og kaþólikkar lifa í hverfum sem aðskilin eru með svo- kölluðum friðarmúrum. Friðarmúrarnir standa enn Hafist var handa við að reisa frið- armúrana 1969. Áður bjuggu kaþól- ikkar og mótmælendur í blönduð- um hverfum en eftir að ófriðurinn hófst á seinni hluta sjöunda áratug- arins þótti þörf á að reisa múra íbú- um, bæði mótmælendum og kaþól- ikkum, til verndar. Margir undrast af hverju múrarnir ganga undir heitinu friðarmúrar þar sem þeir haldi ekki raunverulegan frið og komi í veg fyrir að horfst sé í augu við vandann. Múrarnir veita fólki öryggiskennd og í dag eru margir ekki enn tilbúnir til að rífa þá nið- ur en þeir hafa þó ekki komið í veg fyrir morðárásir af beggja hálfu. Á friðartímum hafa margir vonast til að hægt sé að rífa niður múrana og veggjakrot á þeim fela sum hver í sér skilaboð þar sem þess er óskað að múrarnir verði rifnir. Síðan IRA lýsti yfir vopnahléi 1994 hefur tala múranna þrefaldast og lítið bendir til þess að þeir verði teknir niður í bráð. Áframhaldandi spenna eftir friðarsamkomulag Spenna hefur ríkt á milli mótmæl- enda og kaþólikka í Belfast síð- an á 19. öld en þá fluttu kaþólikk- ar í Short Strand-hverfið. Í upphafi þriðja áratugarins féllu um 500 manns í borgarastyrjöld á milli kaþólikka og mótmælenda. Eftir það jókst spennan og árið 1966 lýsti UVF yfir stríði á hendur gamla írska lýðveldishernum sem klofnaði árið 1969. Í daglegu tali er vísað til þess arms sem starfaði í Norður-Írlandi sem írska lýðveldishersins IRA. Mikill ófriður ríkti í landinu allt fram á tíunda áratuginn og beitti IRA sprengjuárásum og fjölda- morð voru framin af mótmælend- um. Vopnahléi var lýst yfir 1994 en það var skammvinnt. Öðru vopna- hléi var lýst yfir 1997 og ári síðar var Belfastsáttmálinn undirritað- ur en hann markaði formleg enda- lok ófriðarins á Norður-Írlandi. Hann batt þó engan veginn enda á spennu á milli lýðveldis- og sam- bandssinna á Norður-Írlandi. Árið 2002 stóðu yfir átta mánaða átök á götunum í Belfast og þá segir sér- fræðingur við Ulster-háskólann í Belfast mörg dæmi um minniháttar deilur á milli hópanna, sem séu svo litlar að fjölmiðlar veiti þeim ekki athygli, varpa ljósi á spennuna sem ríki á milli hópanna en slíkar deilur geti leitt til átaka líkt og þeirra sem hafa átt sér stað upp á síðkastið. 28 | Erlent 24.–26. júní 2011 Helgarblað Aðgerðarsinnar í Barein: Átta fengu lífstíðardóm Herréttur í Barein hefur dæmt átta aðgerðarsinna í ævilangt fangelsi fyrir að leggja á ráðin um valda- rán. Yfirvöld sökuðu þá um að gera það meðal annars með stuðningi Írana og Hezbollah-samtakanna í Líbanon. Þrettán aðgerðarsinnar til viðbótar hlutu dóma allt frá tveimur árum til fimmtán ára. Mennirnir sem dæmdir voru eru allir sjítar en súnnítar eru við völd í furstadæminu þar sem 70 prósent íbúa eru sjítar og njóta takmarkaðra réttinda. Mót- mæli hófust í Barein í febrúarmán- uði en stjórnvöldum tókst að brjóta þau á bak aftur í mars. Mannréttindasamtök fordæmdu dóminn samstundis en margir hinna dæmdu hafa barist gegn mis- rétti í landinu. Meðal þeirra er Adbul Hadi al-Khawaja mannréttindaf- römuður. Dóttir hans var fjarlægð úr réttarsalnum vegna mótmæla og þá hrópaði fólk slagorð og sagði að stjórnvöldum skyldi komið frá. Björn Reynir Halldórsson blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is Tíu ára barn í göTuáTökum n Mestu óeirðir á Norður-Írlandi í 10 ár n Rómantískur blær yfir ófriðn- um mikla n Friðarmúrar standa enn 13 árum eftir friðarsamkomulag „Menn úr báðum hópum gerðu sig líklega til að hefja átök þriðju nóttina í röð. Friðarmúr í Belfast Margir spyrja sig hvenær hægt verði að rífa þá niður. Átök í Belfast Veist að lögreglu í götuóeirðum á Norður-Írlandi. Mótmælt í Hvíta- Rússlandi Fjöldi ungmenna kom saman á torgi í Minsk í Hvíta-Rússlandi á miðviku- daginn og mótmælti skorti á lýðræði og bágum efnahag. Orðum var ekki beitt heldur var einungis klappað og stappað. Þrátt fyrir það handtók KGB, leynilögreglan í Hvíta-Rúss- landi, hundruð mótmælenda og yfirheyrði. Þetta var þriðji miðviku- dagurinn í röð þar sem mótmælt var á götum úti en lögregla leysti upp fyrri mótmælin. Hvíta-Rússland er gjarnan talið síðasta einræðisríki Evrópu en Alex- ander Lukashenko hefur verið for- seti þar í 17 ár. Tjáningarfrelsi er af skornum skammti og eru mótmæli af þessu tagi bönnuð í Hvíta-Rúss- landi Geert Wilders saklaus Dómstóll í Amsterdam sýknaði öfga- hægrimanninn Geert Wilders af ákærum um að hafa breitt út hatur gegn múslimum. Komst dómstóll- inn að þeirri niðurstöðu að hatrið beindist gegn íslam en ekki múslim- um sjálfum og væri því „viðunandi í almennri orðræðu“. Wilders líkti Kóraninum meðal annars við Mein Kampf eftir Hitler. Wilders sagði dóminn sigur fyrir tjáningarfrelsi í Hollandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.