Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 45
Fókus | 45Helgarblað 24.–26. júní 2011 Hvað er að gerast? n Metallica „tribute“ Í mars fyrir 25 árum gaf Metallica út plötuna Master of Puppets, sem er líklega vinsælasta plata sveitarinnar. Sama ár lést Cliff Burton, bassaleikari sveitarinnar, af slysförum. Hljómsveitin Orion heldur veglega „tribute“- tónleika á Sódómu Reykjavík en hún var stofnuð sérstaklega af þessu tilefni. Magni Ásgeirsson og fleiri skipa sveitina. n Óhefðbundinn einleikur Hetja er gamanleikur byggður á Bárðarsögu Snæfellsáss. Sýningin segir frá sögu og sambandi Bárðar Snæfellsáss og Gests sonar hans. Verkið er einleikur með heldur óhefðbundnu sniði. Höfundar eru Kári Viðarsson og Víkingur Kristjánsson en verkið er sýnt í Tjarnarbíói. n Ferðasaga Guðríðar Einleikur þar sem á stórskemmtilegan hátt er sagt frá ævi og ævintýrum hinnar víðförlu og mögnuðu konu Guðríðar Þorbjarnardóttur sem sigldi alla leið til Ameríku í kringum árið 1000. Þetta er saga um ástir, hugrekki og baráttu einnar konu til að láta drauma sína rætast í hörðum heimi. Þórunn Erna Clausen leikur. n Leikjadagur í Nauthólsvík Leikjadagur ÍTR verður haldinn í Nauthóls- vík frá kl. 13 til 16. Heiti dagsins er ætlað að undirstrika vægi leiksins í starfi ÍTR, en auk leikja verður í boði að fara á báta, elda úti, sögusetur og fleira. Einkunnarorðin eru „heilbrigð sál í hraustum líkama“ og „maður er manns gaman“. Allir borgarbúar eru velkomnir. n Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka Vegleg dagskrá verður á Eyrarbakka á laug- ardaginn í tilefni Jónsmessunnar. Dagurinn byrjar með viðburðum fyrir fjölskylduna, meðal annars barnadagskrá Skoppu og Skrítlu, kassaklifri og þrautabraut, ratleik og jafnframt bjóða heiðurskonur þeim yngri eitthvað gott í munn. Nánar má lesa um hátíðina á eyrarbakki.is en þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. n Skógardagur á Hallormsstað Félag skógarbænda á Héraði í samvinnu við Skógrækt ríkisins, Skógræktarfélag Austurlands, Héraðs- og Austurlandsskóga og Barra bjóða til fjölskyldudags í Mörkinni á Hallormsstað. Á dagskrá er meðal annars skógarhögg, skógarhlaup og ýmis skemmtiatriði. Í boði verður heilgrillað naut, pylsur, ketilkaffi og lummur. 24 jún Föstudagur 25 jún Laugardagur það er líka hluti af vandamálinu. Við kannski þorum ekki að hafa okkur eins mikið í frammi og strákarnir. Við þorum ekki að sýna fólki eitthvað, margar okkar eru með mikla full- komnunaráráttu og við meikum ekki að fólk dæmi okkur. Þetta er vanda- mál sem þarf að taka á miklu, miklu fyrr.  Okkur langar líka að sjá hvað er að gerast og tala við menntamálaráðu- neytið til að koma kannski af stað prógrammi þar sem stelpur eru hafð- ar í forgrunni um að læra á miðlana og vera ekki hræddar við tæknina. Menntamálaráðuneytið er búið að setja inn þingsályktun sem er fjög- urra ára áætlun í jafnréttismálum sem stuðlar að jafnrétti. Þar er sér- staklega fjallað um konur og kvik- myndir og við í WIFT ætlum að vera þeim innan handar í því,“ segir hún. Rannsaka þetta frá grunni „Geena Davis gerði rannsókn þar sem kom í ljós að stelpur hætta að skrifa á vissum tímapunkti og detta einhvern veginn út. Kannski er það á þeim tímapunkti sem þær byrja að mála sig og pæla í útlitinu, ég veit það ekki. Allur þessi tími er í raun tapað- ur tími fyrir venjulega stelpu í svona skapandi störfum. Þá erum við bara að eyða tímanum í eitthvert bull. Það þarf að rannsaka þetta frá grunni, frá rót vandamálsins.  Ég er ekki að segja að allir strákar séu með brjálæðislega mikið sjálfs- traust og miklar frekjur. En ég held að það sé í flestum tilvikum þannig að fólk ómeðvitað ali börn öðruvísi upp eftir kyni. Þetta er bara ábyrgðarhlut- ur sem foreldrar verða að taka á. Það fylgir því ábyrgð að ala upp börn og gera þau að sterkum einstaklingum.“  Villandi umræða um styrki Hún segir það langt og strangt ferli að koma kvikmynd í framleiðslu. „Það eru til dæmis þrjú ár eða meira síðan ég fékk hugmyndina að þessu verk- efni. Þetta eru alveg mörg ár í svona ferli. Enda koma alveg rosalega margir að svona bíómynd. Það er mjög mikil vinna að sækja um styrki. Mér finnst oft umræðan í sambandi við þessa styrki vera þannig að lista- menn séu bara að þiggja einhverja ölmusu frá ríkinu en það er alls ekki þannig. Maður þarf að hafa mikið fyrir því að sækja þessa styrki. Það er mjög villandi umræða í gangi,“ segir hún og bætir við: „Þessir styrkir eru yfirleitt ekkert rosalega háir miðað við vinnuframlag og þetta er ósann- gjörn umræða. Það eru ofboðslega fáir sem fá styrki miðað við þá sem sækja um. Það er mjög mikil vinna að búa til eina svona styrkumsókn. Yfir- leitt fær fólk nei og þeir sem fá já fá ekkert rosalega mikinn pening. Svo er þetta allt skattlagt líka þannig að þetta er ekkert svo mikið þegar upp er staðið. Auðvitað er það líka þannig að þegar maður fær styrki þá er það ákveðið klapp á bakið. Einhverjum líst á hugmyndina manns. Maður tvíeflist við að fá styrki, ekki það að ég myndi hætta ef ég fengi þá ekki.“ Lærir á mótorhjól Vera segir það vissulega oft vera erfitt að starfa við kvikmyndagerð. Þetta sé ströggl. „Maður getur líka alveg skil- ið að það séu ekki allir að gera þetta enda er þetta rosalega mikil vinna en maður má samt ekki vera hrædd- ur við það. Þetta er líka gaman,“ seg- ir Vera sem er yfirleitt óhrædd við áskoranir. „Ég ákvað fyrir nokkrum árum að það væri svo mikill óþarfi að vera hræddur við að gera hlut- ina. Hvað er það versta sem getur gerst? Lífið er ekkert rosalega langt, maður sér það.“ Með þessa hugs- un í farteskinu ákvað Vera nýlega að læra á mótorhjól. „Ég er búin að vera að hugsa um það í tvö ár, síðan hugsaði ég bara: Af hverju er ég allt- af að hugsa um þetta? Af hverju geri ég þetta ekki?“ segir hún og er jafn- vel að hugsa um að fá sér mótorhjól. „Aldrei að vita nema maður kaupi sér sjálfur hjól. Þetta er alveg ótrú- legt kikk,“ segir hún með glampa í augum.  Kvikmyndagerð á Íslandi í vondum málum Aftur að kvikmyndabransanum. Hún segir það vera algjöra synd hvað sé búið að skera mikið niður hjá Kvik- myndasjóði Íslands. „Maður sér það að núna eru hefur hver myndin komið á fætur annarri. Þetta eru allt myndir sem var búið að fjármagna fyrir hrun. Staðan í dag er ekki góð. Ég hugsa að þetta kalli á að það verði svona þrjár myndir á ári samkvæmt því sem Kvikmyndasjóður getur fjár- magnað fyrir utan það sem fólk er að gera sjálft og enginn fær borgað fyrir. Ég held að það sé ekki góð þró- un,“ segir hún og vill meina að kvik- myndabransinn geti skapað mikla atvinnu fyrir alls kyns stéttir.  Margir koma að einni mynd „Það þarf að setja pening inn í kerf- ið til að það geti búið til meira. Það sást bara svo vel á hvað hlutirnir voru farnir að blómstra hérna á síð- ustu árum í kvikmyndagerðinni áður en var skorið niður. Þetta hefur auð- vitað líka keðjuverkandi áhrif. Þetta er atvinnuskapandi ekki bara fyrir kvikmyndagreinina heldur líka fyr- ir landsbyggðina í sumum tilvikum. Ég meina bílstjórar, hótel, alls konar. Það er svo rosalega mikið af fólki sem kemur að svona bíómynd að fólk trú- ir því varla. Umstangið við eitt svona dæmi er alveg ótrúlegt. Bæði getur þetta tekið mörg ár í vinnu áður en myndin er gerð og síðan er auðvitað mikil vinna meðan myndin er gerð og líka eftir á. Þá tekur við alls konar vinna. Til dæmis klipping, hljóð, eft- irvinnsla og ýmislegt fleira.“ Sjónvarpsþáttastjórnandi Vera tók nýlega að sér nýtt hlutverk en í vetur verður hún þáttastjórnandi á RÚV. Þar mun hún fjalla um kvik- myndir í nýjum menningarþætti sem stjórnað er af Þórhalli Gunnarssyni. „Ég held það verði mjög skemmti- legt. Ég, Þórhallur Gunnarsson, Sig- ríður Pétursdóttir og Guðmund- ur Oddur verðum með. Þórhallur verður með leikhúshliðina, við Sigga verðum með kvikmyndahliðina og Guðmundur Oddur sér um mynd- listarhlutann. Þetta verður svona þrí- skiptur þáttur. Þetta verður örugg- lega mjög skemmtilegt,“ segir hún ánægð með nýja starfið.  Ánægð á Íslandi Hún segist vera sátt á Íslandi í bili en það sé aldrei að vita nema hún fari eitthvert út í nánustu framtíð. „Það er mjög erfitt að vera á Íslandi lengi því maður er svo innilokaður. Ég er alveg til í að vera í Frakklandi. Er ekki viss um að það sé auðvelt. Það er líka pínu þessi öryggissýki sem er alltaf í manni, það er kannski líka hluti af ástæðunni fyrir því að maður er alltaf á Íslandi, maður er öruggari hér. Hér er stór faðmur af fólki sem maður þekkir og maður er eins og lít- ill hnoðri bara. En svo verður maður auðvitað að stíga út fyrir þæginda- rammann.“ viktoria@dv.is Konur skila sér ekki í leikstjórastólinn „Konur eru allavega ekki að skila sér í leikstjórastólinn sem er mjög leiðinlegt. Þetta er svona í öllum heiminum. Töffari Vera vill að konur séu meira áberandi í kvikmyndagerð. Hún telur að vandamálið felist jafnvel í því hvernig kynin eru alin upp. MyNdiR SiGTRyGGuR aRi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.