Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 24.–26. júní 2011 Helgarblað Séra Kristín Þórunn Tómasdóttir upplifir heilmikið ofbeldi í nafnlausu bréfi: Leitaði til lögreglu vegna hótana „Maður upplifir heilmikið ofbeldi þegar maður fær svona bréf með rógi og hótunum. Það í sjálfu sér er að beita aðra manneskju ofbeldi,“ segir séra Kristín Þórunn Tómasdóttir, hér- aðsprestur í Kjalarnessprófastsdæmi, sem hefur leitað til sérfræðinga hjá lögreglunni til að komast að því hver stendur á bak við nafnlausan tölvu- póst sem henni barst fyrir skömmu. „Ég athugaði hvaða leiðir væru færar til að komast að því hver væri á bak við þetta póstfang og talaði við sérfræðinga í því samhengi,“ segir séra Kristín í samtali við DV.is um málið en höfundur bréfsins skrifar undir dul- nefninu Eðvald Eðvaldsson. Hann skrifar séra Kristínu bréf vegna þess að Kristín fagnaði skrifum Arnar Bárðar Jónssonar, sóknarprests við Neskirkju, sem kallaði eftir því að séra Karl Sigur- björnsson biskup myndi segja af sér. Kristín Þórunn segist hafa fagnað skrifum Arnar á lokuðum tölvupóst- lista presta á þeim forsendum að hann væri að halda umræðunni um skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings á lofti í þjóðfélaginu. Kristín segir markmið bréfritarans vera að þagga niður um- ræðuna. „Og hann beitir nafnlausum hótunum til þess og það eru vinnu- brögð sem við fordæmum og tökum ekki þátt í,“ segir Kristín Þórunn. Séra Kristín segir bréfið enda á hót- un um að sá sem skrifi bréfið ætli sér að gerast nærgöngull við hana. „Hann orðar það þannig að hann ætli að velja tíma sem komi sér ekki vel fyrir mig og endar svo á þessari dásamlegu til- vitnun í Biblíuna: Auga fyrir auga. Það var ekki gaman að fá það. Þess vegna vil ég vita hvaða leiðir eru færar til að komast að því hver sé á bak við þetta,“ segir Kristín Þórunn. Hún segir að sá sem skrifar bréfið vilji að hún haldi að hann sé prestur. „Bréfið sem var sent til mín var pers- ónulegra og meira haturskennt og sprottið upp úr vondum tilfinningum. Sá sem skrifar bréfið vill að ég haldi að þetta sé prestur. Hann segir við prest- ar og eitthvað svona. En ég er ekki viss. Ég held reyndar að þetta geti verið einhver sem ekki er prestur, en ég veit það ekki,“ segir séra Kristín en bréfið til hennar hefst á orðunum: „Ég var hugsi eftir að lesa þessa grein þína á prestalistanum.“ birgir@dv.is „Við fengum engar útskýringar. Eng- ar upplýsingar. Enga tilkynningu um réttarstöðu – ekki neitt,“ segir Stein- ar Kristinsson listamaður. Eldur kom upp í íbúð Steinars við Skúlagötu að- faranótt 17. júní. „Nærri allt sem ég er búinn að teikna síðustu tuttugu ár er farið,“ segir Steinar en gífurlegar skemmdir urðu á íbúðinni. Í kjölfar eldsvoðans var hann fluttur á slysa- deild ásamt vinkonu sinni, sem var með honum í íbúðinni. Þegar á slysa- deildina var komið gaf rannsóknar- lögreglumaður sig á tal við Steinar. „Í fyrstu var hann mjög hugulsamur. En svo allt í einu umturnast viðmótið og við enduðum nóttina í fangaklefa.“ Allt tiltækt slökkvilið á staðinn Bruninn varð um hálf tvö leytið. Stein- ar kom heim ásamt vinkonu sinni um korter yfir eitt. „Allt í einu sá ég hvar það virtist vera glóð í rúminu,“ seg- ir Steinar. Hann tók þá upp sængina og ætlaði að kæfa eldinn með henni. „Allt í einu blossaði upp stór eldur og þykkan reyk lagði um íbúðina,“ segir Steinar en hann sótti slökkvitæki og tæmdi það á eldinn. Það bar lítinn ár- angur. Þau forðuðu sér út og allt til- tækt lið slökkviliðsins var kallað til. Þau voru sett í blóðrannsókn í kjöl- far brunans til þess að athuga hvort að þeim hefði orðið meint af. Eftir nokk- urra tíma rannsóknir var þeim gert ljóst að þau væru ekki með reyk eitrun og að þau mættu halda heim á leið. „En skyndilega kemur rannsóknar- lögreglumaðurinn að okkur, frekar skrýtinn á svip og spyr hvort að við hefðum verið að drekka,“ segir Stein- ar. „Ég svara játandi, að við hefðum fengið okkur nokkra bjóra um kvöld- ið. Þá umturnast viðmótið. Okkur er sagt að við séum á leiðinni upp á stöð.“ Þegar Steinar spyr af hverju svo sé fær hann einfalt svar: „Rannsókn- arhagsmunir.“ Forsvarsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gátu ekki gefið svör um málið þegar DV hafði sam- band. Komið fram við þau „eins og sauðfé“ „Á lögreglustöðinni er tekið á móti okkur eins og við séum glæpamenn. Við fáum engar útskýringar, engar upplýsingar, enga tilkynningu um réttarstöðu, ekki neitt,“ segir hann. „Það er eitt að setja mann inn í klefa, en það er lágmark að láta fólk vita af hverju svo sé.“ Hann segir starfsfólk lögreglunn- ar hafa sýnt ekkert nema hroka og yfirlæti. „Það kom fram við okkur með yfirdrifnum hroka – eins og við værum sauðfé,“ segir hann og kveðst hafa verið misboðið vegna harð- neskjulegrar meðferðar. „Ég sagði við eina konu þarna: „Viltu sýna mér smá virðingu. Ég var að missa húsið og veit ekki neitt hérna,“ segir Steinar. Kaldur og hrakinn í klefa „Ég er settur inn í klefa, ber að ofan í rifnum buxum eftir eldsvoðann. Þar sit ég til klukkan ellefu um morgun- inn,“ segir Steinar. Þá segist hann hafa beðið lögregluna um að láta að- standendur hans vita að hann hafi verið hnepptur í varðhaldi, en það hafi ekki verið gert. „Þeir létu ekki neinn vita af mér. Ég fékk enga áfalla- hjálp. Ég fékk ekki að þvo mér og fékk engan mat.“ Steinar fór í yfirheyrslu klukkan ellefu og svo aftur nokkrum tímum síðar. Um þrjúleytið á 17. júní var honum svo loks sleppt, en hann veit ennþá ekki af hverju hann var settur í varðhald. Virkur í hreyfingu anarkista En Steinar telur að harkaleg viðbrögð lögreglu tengist hugsanlega aðild hans að óformlegum hópi anarkista hér á landi. „Ég er búinn að vera ansi mikið í mótmælum og aðgerðum undanfarið,“ segir hann en hann tek- ur fram að hann sé með hreint sakar- vottorð. „Ég var margoft spurður út í anarkistahópinn í yfirheyrslunum.“ Þá er hann búinn að hafa samband við lögmann sem fer yfir mál hans og mun láta hann vita eftir helgi hvort tilefni sé til þess að kæra lögregluna vegna málsins. „Ég hef ekki orðið var við að fólki sé grýtt inn í klefa að til- efnislausu,“ segir Steinar en telur verst að hann hafi verið látinn sitja í algjörri óvissu um meinta sök sína. „Viltu sýna mér smá virðingu? Ég var að missa húsið og veit ekki neitt. n Missti allt í eldsvoða n Látinn dúsa allslaus í fangaklefa n Viðmót lög- reglumanns umturnaðist n „Ég var margoft spurður út í anarkistahópinn“ Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is Fangelsaður eftir að heimilið brann Í varðhald Steinar Kristinsson var settur í varð-hald án nokkurra skýringa eftir að íbúð hans brann. St. 41-46 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 41-50 St. 40-46 St. 41-46 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 41-50 St. 40-46 Góðir skór Gott verð St. 23-35 kr. 1.995 St. 29-35 kr. 3.895 St. 19-24 kr. 4.595 St. 23-35 kr. 1.995 Fordæmir vinnubrögð Kristín Þórunn segist fordæma þau vinnubrögð bréfskrifara að reyna að þagga niður umræðu með nafnlausum hótunum. Innri, sjálfs- og endurskoðunarnefnd: Besti horfir inn á við Innri, sjálfs- og endurskoðunar- nefnd Besta flokksins sendi frá sér ályktun eftir langan og auðmjúkan fund á miðvikudagskvöldið, að því er segir í tilkynningu frá Heiðu Krist- ínu Helgadóttur, framkvæmdastjóra Besta flokksins. Í yfirlýsingunni seg- ir: „Besti flokkurinn á alltaf að vera á tánum, tilbúinn að líta inn á við, til- búinn að viðurkenna misgjörðir og mikilvægt er að hann sýni æðruleysi og auðmýkt í sínum störfum. Þá verður að segjast að stundum líður Besta flokknum eins og foreldri sem var að fá unglinginn sinn heim eftir langa dvöl hjá ömmu og afa. Þótt amma og afi séu ágætis fólk hafa þau leyft unglingnum að ráða dálítið ferð- inni og lítið verið um boð og bönn. Eftir þannig dvöl tekur því við tímabil þar sem foreldrið þarf að setja skorð- ur og taka óvinsælar ákvarðanir. En það er allt í lagi, enda veit ábyrgt for- eldri að uppeldið snýst ekki bara um vinsældir. Besti flokkurinn vill að fólk sé glatt og kærleiksríkt hvert við ann- að. Besti flokkurinn er enn að læra og verður það vonandi alltaf. Batnandi flokkum er best að lifa.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.