Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 22
22 | Fréttir 24.–26. júní 2011 Helgarblað n OECD ráðleggur Íslendingum um stjórn landsins í nýrri skýrslu n Endurskipulagning skulda gengur of hægt innan bankanna n Strandveiði og byggðakvótar óhagkvæmir n Ísland ætti að taka upp evru Nægt svigrúm er innan bankanna til að afskrifa skuldir fyrirtækja og heim- ila, Íslendingar ættu að taka upp evru og minnka stuðning til landbúnaðar- ins. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Stofn- unin tekur á ýmsum umdeildum mál- um í íslensku samfélagi og leggst til að mynda alfarið gegn byggðakvóta og strandveiðum í fiskveiðistjórnun á Ís- landi. Í skýrslunni er farið yfir marg- vísleg viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna fjármálakreppunnar. Íslenskt efnahagslíf virðist á réttri braut sam- kvæmt skýrsluhöfundum þó svo að stórt verk sé enn óunnið. Í skýrslunni er lögð áhersla á áframhaldandi aðhald í ríkisfjármál- um. Ef íslensk stjórnvöld fara eftir slíkum ráðleggingum má vænta þess að hvorki muni skattar lækka á næst- unni né muni ríkið auka útgjöld sín þegar betur horfir í ríkisfjármálunum. Þess í stað ætti ríkið að safna forða til að geta brugðist við óvæntum skakka- föllum sem gætu dunið á hér á landi. Ein af helstu hindrunum í vegi þess að íslenskt efnahagslíf komist á skrið er talið vera endurskipulagning skulda heimila og fyrirtækja. Þar telur OECD að bankarnir séu of hægfara en vís- bendingar eru þó um að vænta megi aukins hraða í þeim málum. „Takið upp evru“ Íslendingar ættu að taka upp evru eins fljótt og mögulegt er ef þeir ganga í Evr- ópusambandið. Þetta er mat skýrslu- höfunda þrátt fyrir að evran henti ekki fullkomlega fyrir íslenska hagkerfið. Upptaka evru myndi lækka raunvexti á Íslandi og auka framleiðni. Efna- hagsmál á Íslandi eru talin vera á réttri leið eftir kreppuna en að ýmsu þarf að huga á næstu árum til að vel verði að verki staðið. Losa þarf íslenska hag- kerfið undan þrýstingi aflandskrónu- eigenda, áframhaldandi aðhald í ríkisfjármálum er nauðsynlegt og end- urheimta þarf þá sem eru atvinnulaus- ir inn á vinnumarkaðinn. Svigrúm til afskrifta Íslensku bankarnir eru gagnrýndir fyrir að taka of langan tíma í að end- urskipuleggja skuldir fyrirtækja og heimila. Þessi gagnrýni hefur áður komið fram af hálfu Seðlabanka Ís- lands en var vísað á bug af bönkun- um sjálfum fyrir skömmu. Lán í van- skilum hafa lítið minnkað í bókum bankanna samkvæmt OECD, ein- ungis úr 45 prósentum í 40 prósent af bókfærðu virði lánasafna þeirra. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að bankarn- ir hafi haft tvö ár til að endurskipu- leggja skuldir þeirra sem eru í van- skilum. Bankarnir hafa nægt svigrúm til afskrifta án þess að slíkt hafi mikil áhrif á lánasöfn þeirra, segir í skýrsl- unni. Þetta er vegna þess að lánasöfn- in eru metin á um 50 prósent af nafn- virði þeirra. Breytingar á Íbúðalánasjóði eru lagðar til í skýrslunni en slíkt hefur áður verið gert af hálfu OECD. Eins og áður snúa þær að því að jafna sam- keppnisstöðu annarra fjármálafyrir- tækja við Íbúðalánasjóð. Til að mynda er lagt til að ríkið rukki sjóðinn fyrir ríkisábyrgðina sem hann nýtur í sinni fjármögnun. Lagt er til að lögbundið eiginfjárhlutfall sjóðsins verði fært í sama horf og hjá öðrum fjármálafyrir- tækjum. Lögbundið eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs er í dag 2 prósent en 8 prósent hjá öðrum fjármálastofn- unum. Ljóst er að það myndi kosta ríkissjóð tugi milljarða að auka eigið fé sjóðsins til jafns við aðrar fjármála- stofnanir eins og tillögur OECD gera ráð fyrir. Breyta þarf reglum um lánastarf- semi íslensku lífeyrissjóðanna og ættu lánþegar að fá lán gegn veði í eign þeirra sjálfra í sjóðunum. Með þessu myndi útlánaáhætta sjóðanna minnka. Ætla má að þeir sem ekki eigi mikla eign í sjóðunum myndu ekki geta fengið lán ef þetta verður að veruleika. Lífeyrissjóðirnir hafa verið í vandræðum undanfarin misseri þar sem þeir eiga erfitt með endurskipu- lagningu skulda. Því er að mati OECD rétt að breyta lánafyrirkomulagi innan sjóðanna. Fram kemur í skýrslunni að íslensk stjórnvöld ættu að íhuga sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Ís- lands því að það myndi styrkja eftirlit með fjármálastofnunum hér á landi. Stjórn Seðlabankans er gagnrýnd í skýrslunni þar sem bankinn er sagður stærsti beini kostnaðarliðurinn vegna fjármálakreppunnar. Lánastarfsemi seðlabankans er sögð hafa verið vafa- söm. Lánveitingar til íslensku bank- anna gegn haldlitlum veðum eru sögð veðmál bankans og talin hafa kostað íslenska ríkið um 13 prósent af lands- framleiðslu. Enga strandveiði Allt tal um strandveiði og byggða- kvóta er óhagkvæmt að mati OECD. Fiskveiðistjórnun á Íslandi er sjálfbær og arðsöm vegna kvótakerfisins, eins og segir í skýrslunni. Það óréttlæti sem hlaust af því að kvóta var úthlut- að án endurgjalds í upphafi er ekki hægt að bæta fyrir eftir á, samkvæmt skýrslu OECD. Breytingin á kerf- inu sem skýrsluhöfundar leggja til er tvenns konar og miðar að því að ríkið fái meiri tekjur af auðlindinni. Annars vegar er lagt til að veiðigjald, stund- um kallað auðlindaskattur, verði hækkað en einnig að ákvörðun heild- arkvóta verði breytt. Í stað þess að miða við þann kvóta sem er líffræði- lega sjálfbær ætti að ákvarða kvótann með tilliti til þess að hámarka arð af auðlindinni. Þetta myndi þýða að heildarkvóti á hverju ári væri minni en ráðleggingar Hafrannsóknarstofn- unar segja til um. Kostnaður við að vernda íslenskan landbúnað er tvisvar sinnum meiri en í Evrópusambandinu og hærri en í flest- um öðrum OECD-löndum, eftir því sem fram kemur í skýrslunni. Óbeinn skattur á neytendur er 33 prósent sam- anborið við átta prósent í Evrópusam- bandinu. Lagt er til að ríkisstjórnin minnki stuðning við landbúnaðinn með því að afnema kvóta, tolla og gjöld í landbúnaði og minnka aðrar tegund- ir af framleiðslustyrkjum. Afleiðingar þessa myndu verða lægra matarverð auk þess sem þetta myndi færa aðföng úr landbúnaði í aðrar greinar þar sem þau myndu nýtast betur og stuðla að aukinni landsframleiðslu. Guðni Rúnar Gíslason blaðamaður skrifar gudni@dv.is „ Íslendingar ættu að taka upp evru eins fljótt og mögulegt er ef þeir ganga í Evrópusambandið. bankarnir geta víst aFskriFaÐ n Lítil áhrif á lánshæfiseinkunn til skemmri tíma n Aukin óvissa um hvenær lánshæfis- einkunn hækkar n Aukin óvissa um efnahagsbata á Íslandi n Frestar endurkomu á alþjóðlega fjár- magnsmarkaði n Getur seinkað afnámi gjaldeyrishafta n Getur hindrað erlenda fjárfestingu á Íslandi n Þrengir að fjárfestingum í raforku- framleiðslu sem eru nauðsynlegar fyrir aukna álframleiðslu Afleiðingar Icesave-neitunar Stjórnun fiskveiða n Stjórnvöld ættu að hækka veiðigjald til að taka stærri hluta af núverandi hagnaði af auðlindinni. Þetta myndi búa til tækifæri til að lækka aðra skatta sem eru óhagkvæmari. Aukningin ætti þó ekki að ganga svo langt að grafa undan kvótakerfinu. n Heildarkvótar ættu að vera ákveðnir með það að markmiði að hámarka hagnað af fiskiauðlindinni. Stjórnvöld ættu að hækka veiðigjald til að sjá til þess að ríkið fái þessa aukningu í sinn hlut. n Stjórnvöld ættu að varast að gera breytingar á kvótakerfinu sem veikja það. Ekki ætti að auka byggðakvóta og strandveiðar. Stefna í ríkisfjármálum n Gera umbætur á ríkisfjármálum varanlegar. Styrkja má umbæturnar með því að gera ráðherra ábyrgari frammi fyrir þinginu ef ráðuneyti fara fram úr fjárhagsáætlunum. n Auka ætti tekjuafgang ríkissjóðs í skrefum eftir 2013 svo að hægt verði að minnka skuldir niður í stig sem gefur svigrúm til að bregðast við óvæntum efnahagsaðstæðum. n Til að ná niður skuldum ríkissjóðs ætti ríkisstjórnin að taka upp reglur um jafnvægi í fjármálum ríkisins. Peningamálastefna n Stjórnvöld þurfa að losa þrýsting vegna aflandskróna svo að hægt sé að afnema gjaldeyrishöftin eins fljótt og mögulegt er. n Seðlabankinn ætti að leggja meiri áherslu á stöðugt gengi til að stuðla að lágri verðbólgu. Ríkisfjármál þurfa að styðja við þessa stefnu. n Taka upp evru eins fljótt og mögulegt er ef Ísland gengur í ESB. Breytingar á Íbúðalánasjóði n Hækka lögbundið eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs til jafns við aðrar fjármálastofnanir. n Setja Íbúðalánasjóð undir Fjármálaeftirlitið. n Rukka Íbúðalánasjóð fyrir veitta ríkisábyrgð. Endurreisn íslenska fjármálakerfisins n Auka hvata fyrir banka til að endurskipuleggja skuldir þeirra sem eru í vanskilum n Breyta lögum um útlán lífeyrissjóða. Lánþegar ættu að fá lánað með veði í eign sinni í lífeyrissjóðnum. n Sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið. Ráð OECD til íslenskra stjórnvalda Bankastjórarnir Stjórnendur bankanna þriggja hafa nægt svigrúm til að afskrifa hluta af skuldum fyrirtækja og heimila sam- kvæmt skýrslu OECD. Sú vinna hefur gengið of hægt hingað til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.