Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 34
34 | Viðtal 24.–26. júní 2011 Helgarblað minn um kvöldið. Þá hreytti hún því í mig að það væri tilgangslaust að gefa mér gjafir því ég væri alltaf með þessa bangsadruslu. Þá kom pabbi mér til varnar og sagði að ég væri nú búin að leika mér með dúkkuna. Ég gleymi því aldrei að þarna stóð hann með mér,“ segir hún. Hún brosir en þetta er ekki gleðibros. Þetta bros tengist sorginni sem fylgdi því að eiga hvergi bandamann í raun. Nema í bangsa. „Bangsinn var sálin mín, hann vissi allt. Þvílíkt öryggi sem ég átti í þessum bangsa.“ Hún hlær og segir að hún hefði helst viljað koma með hann í dag en ekki kunnað við það af ótta við að vera talin skrýtin. Var lömuð af skömm Skólagangan var líka þrautaganga. Rósa átti erfitt uppdráttar og gat ekki lært, fékk líka að heyra það daglega heima hjá sér. Samt þylur hún ís- lenskuverkefnin upp hér og nú. Hún er orðin fimmtug og man þau enn. En á prófinu sem hún tók á sínum tíma fékk hún þrjá. „Skömmin var svo sterk að ég gat ekki tjáð mig. Ég gat ekki lesið og allir hlógu að mér. Mér fannst ég það ógeðslegasta sem til var og mér fannst ég svo feit. Ég þoldi ekki að horfa á lærin á mér og kvald- ist alveg þegar ég þurfti að standa í röð, klemmdi saman á mér rassinn og skammaðist mín fyrir það hvað ég væri ógeðsleg.“ Aðspurð segir hún að þetta hafi ekki verið óþægilegt. „Óþægilegt var ekki til. Ég var bara lömuð og fun- keraði ekki. Reiði var líka tilfinning sem ég mátti ekki hafa. Og ekki mátti ég gráta án þess að það væri gert lít- ið úr mér. Ég get ekki lýst því hvernig skömmin heltók mig. Þetta var eins og ég væri inni í glerröri, ég sá út en gat ekki hreyft við neinum og enginn komst inn fyrir glerið til að hreyfa við mér. Ef ég hefði ekki flutt út væri ég örugglega ekki hér. Því þar bjó ég í tuttugu ár og þar fór ég að kynnast mér sjálfri. Þar fór ég líka í nám og þá fór ég að fá góðar einkunnir, átta í stærð- fræði og oftast tíu í öðrum greinum. Það kom í ljós að ég var ekkert heimsk og að ég gæti vel lært. Þá fór ég að trúa á sjálfa mig.“ Send á geðdeild Í gegnum tíðina notaði hún mismun- andi aðferðir til að lifa af. Á tímabili borðaði hún til að fylla upp í tóma- rúmið og svelti sig á móti. Einn daginn sat hún í eldhúsinu heima og leið svo illa að hún grýtti glasi í gólfið. Þá var hún send á Klepp, í Víðihlíð. „Vanlíð- anin var ólýsanleg og ég trúði því þeg- ar mamma sagði að ég væri geðveik. Svo ég gerði eins og þau vildu og fór á geðdeild. Eftir á að hyggja finnst mér svo skrýtið að ég hafi aldrei brugðist við. Ég hélt svo fast í þessa hugmynd sem ég hafði um mömmu sem byggði kannski á því hvernig mér fannst að mamma ætti að vera. Það var al- veg fast í mér að mamma stæði með mér og það skipti engu máli þótt hún hrækti á mig. Viðhorf mitt til hennar breyttist ekkert. Ég var full af sárum og tók alltaf á móti. Lamaðist bara meira. Það var mér svo mikilvægt að halda í það að þau væru æðisleg og í staðinn samþykkti ég að ég væri vitleysingur.“ Augnaráð mömmu Áður en hún var lögð inn fór Rósa í viðtal, foreldrar hennar fóru í viðtal og svo áttu þau að fara saman í viðtal til að meta ástandið. Nemi í sálfræði fylgdist með og þegar Rósa var send inn til foreldra sinna steig hann fram og sagði að honum væri ekki sama um að hún væri lögð inn þegar það væri móðir hennar sem ætti að vera þarna en ekki Rósa. „Hann var náttúrulega bara rekinn út. En ég fattaði það ekki fyrr en seinna hvað hann var að segja. Hann var að segja að þetta væri ekki í lagi,“ segir hún og sýpur á kaffinu. Vinkona hennar varð líka einu sinni vitni að ófrægingarherferð móð- ur hennar. Rósa hafði sent vinkonu sinni pakka sem hún þurfti að sækja til móður hennar Rósu. Þaðan fór vinkonan út í sjokki og beint heim til móður sinnar sem sá strax að það var eitthvað að. „Hún hefur aldrei treyst sér til að hafa það eftir sem mamma sagði en hún var víst að tala illa um mig. Eftir þetta sagði vinkona mín að mamma væri snillingur í að leika tveimur skjöldum. Þetta þekki ég svo vel frá mömmu. Augnaráðið sem hún getur gefið og það hvernig hún vogar sér að tala um mig. Ég bjó einu sinni hjá frænda mín- um og heyrði þegar hún var að rægja mig. Hann tók undir allt sem hún sagði: „Já, hún er algjör asni, hún eyðir öllum peningunum í tóma vitleysu, hún veit ekkert hvað hún vill, já, þetta er alveg rétt hjá þér.“ Það fyndna er að ég tók bara á móti því. Ég sagði ekki orð við hana. Mér datt það ekki til hug- ar. Það var ekki fyrr en rétt nýlega sem ég fór að segja: Hingað og ekki lengra.“ Fékk ekki arf eins og hinir Síðast þegar hún ræddi við móður sína var það í reiði. Þá hafði Rósa far- ið í búð fyrir hana og furðað sig á því af hverju mamma hennar þyrfti að kvarta undan verðlaginu þegar hún átti sex milljónir í banka eftir fast- eignaviðskipti. „Ég á engar sex millj- ónir í banka,“ sagði mamma hennar þá. Rósa fór heim og lagði saman tvo og tvo. „Ég fór að hugsa hvað það væri skrýtið að einn bróðir minn væri ný- búinn að kaupa sér hund þegar hann var skuldum vafinn og að tveir bræður mínir sem hvorugir áttu neitt keyptu íbúð á sama tíma. Þannig að ég fór aftur til mömmu og spurði hvort hún ætti ekki þessar sex milljónir í banka. Svo var ekki. Mér var alveg sama um peningana en mér var ekki sama um að vera skil- in út undan, það var sárt og ég sagði henni það, að nú skyldi hún heyra að þetta væri ósanngjarnt.“ Fyrir vikið fékk Rósa að heyra það frá bræðrum sínum. „Mamma hafði sagt þeim frá þessu. Þeir sögðu að ég skyldi gera mér grein fyrir því að mamma væri gömul kona og ég skyldi bara gæta þess hvernig ég kæmi fram við hana. Smám saman hef ég gert mér grein fyrir því að ég mun aldrei til- heyra þessari fjölskyldu. Í áraraðir hefur mér verið ráðlagt að hætta að bíða og vona að ég verði einhvern tím- ann samþykkt, ég þurfi að gera þetta á mínum forsendum, finna hvað ég vil og ákveða það sjálf hvort ég vilji tala við þau eða ekki. Það er svo skrýtið að ég skuli alltaf velja mömmu mína og mynstrið í fjölskyldunni aftur og aftur.“ Fann styrk við að skipta um nafn Í tilraun til að velja það sjálf hver hún er í stað þess að vera eins og þau vilja hafa hana flutti hún ekki aðeins frá heimabænum heldur breytti hún einnig nafninu sínu. „Nafnið mitt þekktu allir og ef ég get breytt því þá get ég allt. Fólki finnst þetta voða skrýtið og ég skil það vel. En ég vildi ekki bera nafnið sem þau gáfu mér og valdi fallegasta nafnið sem ég fann. Það er ég sem vel núna. Og ég vill ekki vera hluti af þessari fjölskyldu eða kenna mig við hana. Ég er rosalega ánægð með að hafa gert þetta.“ Í æsku átti hún aldrei vini og hún treysti engum. Nema bangsanum sínum og dúkkunni sinni. Þau voru henni allt. Hún kemur sér betur fyrir í stólnum á meðan hún segir að bangs- inn sinn sé frábærasti bangsi í heimi. „Í honum er allt þetta góða, hann var svo skilningsríkur og tók svo vel á móti mér þegar ég þurfti á honum að halda. Í dúkkunni er aftur á móti allt þetta ljóta. Hún var svo reið. Dúkkan var litla stelpan í maganum á mér sem var lengi lokuð inni í steini. Ég þurfti að brjóta hana út úr steininum og bjarga henni. En hún hljóp alltaf inn í stein- inn þar til hún treysti sér til að koma út. Nýja nafnið mitt er þeirra nafn. Þetta nafn eiga þau. Það að ég hafi skipt um nafn þýðir þó ekki að ég hafi yfirgefið litlu stelp- una sem ég var. Ég held alltaf á henni. En nú hefur hún eignast mömmu. Og þá meina ég ekki að ég hafi tvo pers- ónuleika heldur að ég hafi fundið styrk með nýju nafni. Því ef ég get skipt um nafn þá get ég líka sagt fjölskyld- unni minni hver ég er.“ „Þau hafa ekki vald yfir mér lengur“ Fjölskyldan er þó ekki tilbúin að taka þessum breytingum á Rósu. „Hún lítur enn á mig sem vitleysinginn, geðsjúkl- inginn og telur að ég eigi bágt. Bróð- ir minn skrifaði mér bréf fyrir nokkr- um árum þar sem hann hélt því fram að ég væri með einhvern geðsjúkdóm sem var hrikalegur. Ég trúði honum. Þegar ég fór að vinna í mínum málum fékk ég það verkefni að senda sálfræð- ingnum á Víðihlíð bréf og spyrja hvort þetta væri rétt. Hann skrifaði mér til baka og sagði að ég væri ekki geðveik, svo ég er með það staðfest. En þegar ég dett niður í þetta far, þetta hlutverk sem fjölskyldan vill hafa mig í, sæki ég eldgömul gleraugu sem ég á enn og set þau á mig. Þau passa ekki á mig lengur því ég hef vaxið. Ég er ekki þessi litla stelpa sem gerði allt til að þóknast öllum og allir hlógu að. Þau geta séð mig eins og þau vilja en í dag hef ég aðra sýn á mig. Ég þarf að hlúa að mér. Ég er að reyna að vera manneskja, ég er að reyna að vera ég sjálf. Ég þarf ekki að vera hluti af þessari fjölskyldu lengur. Núna er það ég sem hef valið og þau hafa ekki þetta vald yfir mér lengur,“ segir hún stolt. ingibjorg@dv.is „Við höfum séð fleiri dæmi um að konur beiti börn ofbeldi en við áttum von á,“ segir Thelma Ásdísardóttir ráðgjafi á Drekaslóð, þjónustumið- stöð fyrir þolendur ofbeldis. „Í raun streyma til okkar mál þar sem kon- ur eru gerendur. Ég held að karlger- endur séu mun fleiri en ég held þó að kvengerendur séu fleiri en áður var talið. Og ég get ekki séð að það sé minni grimmd af hálfu kvenna eða að ofbeldið sem þær beita sé minna meiðandi. Karlmenn virðast líka eiga erfiðara með að komast yfir það að hafa verið beittir ofbeldi af konum. Tilfinning mín er sú að konur beiti oftar andlegu ofbeldi en við fáum líka mál þar sem konur beita kynferðisof- beldi og líkamlegu ofbeldi. Það virð- ist oftast vera gagnvart börnum en líka gagnvart fullorðnum karlmönn- um. Eðli ofbeldis er svo mikið kúgun og niðurbrot, þá skiptir ekki öllu máli hvað líkamsstyrkurinn er mikill.“ Verja eigin stöðu með því að líta undan „Saga Rósu er ekki óvenjusvæsin miðað við það sem við sjáum. Við sjáum mörg mál sem eiga sér hlið- stæðu í sögu hennar. Það er kannski ekki algengt en það eru alveg dæmi um það að konur sem koma að mönnum sem eru að misnota börn snúist gegn börnunum. Við sjáum líka dæmi þess að þegar stúlkubarn treystir móður sinni eða stjúpmóð- ur fyrir því að það sé beitt ofbeldi af hálfu föður síns eða bróður þá snýst konan gegn barninu til að verja eig- inmann sinn eða son. Oft eru þessar konur líka að verja eigin stöðu. Þær eru hræddar um að það komist í hámæli að þær eigi barnaníðing sem mann. Eða að þær hafi ekki passað börnin sín.“ Skapa sér trúverðug hlutverk „Fólk finnur oftast leið til að halda þessu leyndu og oft með því að velja sér örugg hlutverk sem dregur úr lík- um á því að barninu sé trúað ef það segir frá. Enginn trúir neinu misjöfnu upp á bestu konuna í bænum. Svona hlutverk eru hluti af því að einangra þolandann og vefa þennan vef.“ Eitt barnið oft tekið fyrir „Oft er eitt barn tekið fyrir innan fjöl- skyldunnar og það fær aðra með- ferð en hin börnin sem er samþykkt af foreldrunum. Það er eins og það sé gefið veiðileyfi á þetta eina barn. Þessi kona virðist vera að lýsa mjög klassískri uppsetningu á þessu. Kon- an er beitt ofbeldi af foreldrum sín- um og systkini hennar fylgja á eft- ir. Ef mynstrið myndast snemma í fjölskyldum alast börnin upp við að þetta sé í lagi og gera sér kannski ekki grein fyrir því að svo er ekki.“ Bæla minningar niður „Þolendur ofbeldis geta munað eft- ir ofbeldinu allt frá unga aldri. Ég á minningar frá því að ég var þriggja ára,“ segir Thelma. „Þegar reynslan er mikil ristir hún djúpt. Eða þá að minningarnar hverfa alveg, það ger- ist líka. Fólk bælir þær niður. Það er mjög algengt að þegar fólk fer að vinna í sjálfu sér komi minningarn- ar fram, annaðhvort smátt og smátt eða í gusum. Eins er það klassískt að gerendur fullyrði við þolendur að upplifun þeirra og tilfinningar séu rangar. Þeim er kennt að treysta ekki sjálfum sér, þeir eigi að skammast sín og þeir eiga alls ekki að standa með sér því aðrir vita betur. Brotin sjálfs- mynd þeirra bætir ekki úr sök.“ Þráin eftir ást „Börn sem alast upp án þess að fá ást eru stöðugt að leita sér að ást. Ef of- beldið er eina formið þar sem barn- ið fær viðurkenningu heldur barn- ið kannski að það þurfi bara að láta þetta yfir sig ganga til að fá ástúð eða viðurkenningu. Okkur langar öll að eiga mömmu sem sýnir okkur ástúð. Ég vil meina að það sé ofboðslega djúp þörf og ef við erum svipt þessu í æsku fer meiri- hluti ævinnar í að reyna að leita þetta uppi þangað til við lærum að gefa okkur þetta sjálf og við finnum leiðir til þess að vera okkar eigið foreldri.“ Fleiri endað á geðdeild „Mamma er alltaf mamma og mjög langt fram eftir aldri gerir mað- ur það sem mamma segir. Mað- ur trúir henni. Ef mamma hamrar á því að maður sé geðveikur þá er algengt að fólk samþykki það. Ég veit um fleiri dæmi þess að fólk hafi farið á geðdeild fyrir ofbeldis- manninn. Þeir samþykkja að þeir séu geðveikir af því að þeir eru enn að eiga við í afleiðingar ofbeldisins og hafa ekki bolmagn til að standa með sjálfum sér og segja: Nei, það er ekkert að mér. Þolendur eru alltaf að leita að leiðum til þess að lifa af og það er í raun spurning um líf eða dauða. Hluti af því er að samþykkja of- beldið frekar en að vera alltaf í mótþróa gegn því. Það er miklu auðveldara að samþykkja svona meðferð en standa upp og segja að heimilismunstrið sé sjúkt. Fólk getur ekki gert það eitt og óstutt, það þarf mikla aðstoð til að geta gert það.“ Þolendur ofbeldis af hálfu kvenna streyma inn á Drekaslóð: Konur geta verið grimmar„Oft eru þessar konur líka að verja eigin stöðu. Þær eru hræddar um að það kom- ist í hámæli að þær eigi barnaníðing sem mann. „Þessir menn gerðu mikið grín að mér. Þetta byrjaði þannig. Ein- hver sýndi mér áhuga sem lítilli stelpu og hinir tóku þátt í því. m y n d ú r S A Fn i „Reiði var líka til- finning sem ég mátti ekki hafa. Og ekki mátti ég gráta án þess að það væri gert lítið úr mér. Ég get ekki lýst því hvern- ig skömmin heltók mig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.