Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 21
Fréttir | 21Helgarblað 24.–26. júní 2011 Tíu milljarða ofmat á eigin fé sparisjóðsins „Svar við því verður að fá að bíða betri tíma. vegar að Sparisjóðurinn í Keflavík var mjög illa staddur sumarið 2008, nokkrum mánuðum fyrir íslenska efnahagshrunið. Svar bíður „betri tíma“ Líkt og kom fram í fjölmiðlum í byrj- un mars síðastliðins hefur Lands- bankinn yfirtekið Sparisjóðinn í Keflavík. Með yfirtökunni hætti Sparisjóðurinn í Keflavík að vera til sem sjálfstætt fjármálafyrirtæki. Frá því þessi yfirtaka átti sér stað hafa starfsmenn Landsbankans unnið að því að meta virði eignasafns Spari- sjóðsins í Keflavík, samkvæmt svari upplýsingafulltrúa Landsbankans, Kristjáns Kristjánssonar, við fyrir- spurn DV um málefni sjóðsins. Í svari Landsbankans kemur fram að búið sé að meta virði eignasafns sparisjóðsins. „Samkvæmt sam- komulaginu við ríkið skal það gert og þeirri vinnu er lokið af okkar hálfu. Ríkið á svo rétt á að leggja eigið mat á safnið og ef ágreiningur verður, þá er hægt að skjóta honum til úrskurð- arnefndar.“ Í svörum Landsbankans kemur einnig fram að ekki liggi fyrir hversu mikið þurfi að afskrifa af bók- færðum eignum sjóðsins. DV spurði upplýsingafulltrúa Landsbankans einnig hver skoð- un bankans væri á eignasafni spari- sjóðsins og hvort um væri að ræða gott eignasafn. Upplýsingafulltrúi Landsbankans sagði hins vegar: „Svar við því verður að fá að bíða betri tíma.“ Út frá skýrslu Fjármála- eftirlitsins, og ýmsum öðrum upp- lýsingum og staðreyndum um Spari- sjóðinn í Keflavík, má hins vegar nánast fullyrða að eignasafn sjóðsins í dag er ekki ýkja merkilegt. Of rúmar heimildir Í skýrslu Fjármálaeftirlitsins kom meðal annars fram að Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri hefði of rúmar heimildir til að stunda lánastarfsemi út úr sjóðnum. Á árunum 2008–2010 var tapið á Sparisjóði Keflavíkur 46,5 milljarðar króna. Eignir sjóðsins virðast hafa verið stórkostlega ofmetnar og var frjálslega farið með fé í lánveiting- um sparisjóðsins samkvæmt heim- ildum DV. Þegar Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur sjóðsins í apríl í fyrra var SpKef stofnaður utan um eign- ir hans. Í mars síðastliðnum var svo ákveðið að renna SpKef inn í Lands- bankann sem er í meirihlutaeigu ríkisins. Þetta var gert til að lágmarka fjármögnunarkostnað ríkisins. Drög að ársreikningi Sparisjóðs- ins í Keflavík fyrir árið 2010 sem DV hefur undir höndum sýna að tap sjóðsins var um 11 milljarðar það ár. Þar að auki eru skuldir fyr- ir um 24 milljarða eftir í sjóðnum. Fjármálaeftirlitið tók yfir Sparisjóð Keflavíkur á sama tíma og það tók yfir rekstur Byrs í apríl í fyrra. Sam- tals lagði ríkið til 1,7 milljarða í eig- infjárframlag vegna yfirtöku á Byr og Sparisjóði Keflavíkur. Allar eignir Sparisjóðs Keflavíkur fyrir utan 100 milljónir voru tekn- ar úr félaginu og settar inn í SpKef þegar ríkið tók sjóðinn yfir. Á sama tíma voru allar skuldir skildar eftir fyrir utan almenn innlán, skuldir við Seðlabanka Íslands vegna dag- lána og endurhverfra viðskipta og önnur lán sem voru tryggð með veðum í yfirteknum eignum. Í ársreikningi Sparisjóðs Kefla- víkur fyrir 2010 kemur einnig í ljós að þar eru um 24 milljarða skuldir eftir í búinu. Skuldir félagsins nema 24,15 milljörðum á meðan eignirn- ar eru eingöngu 56 milljónir. Þessar eignir fara væntanlega í greiðslu á kostnaði vegna uppgjörs þrotabús- ins og rannsóknar FME á starfsemi sjóðsins. Meirihluti skuldanna er vegna lántöku sparisjóðsins eða tæpir átján milljarðar, rúmir þrír milljarðar króna vegna víkjandi lána, tæpar þrjú hundruð milljónir vegna lífeyrisskuldbindinga og svo eru 54 milljónir skilgreindar sem aðrar skuldir. Í drögum að ársreikningi Spari- sjóðsins í Keflavík árið 2010 kemur fram að endanlegt mat á eignum SpKef, sem Landsbankinn hefur tekið yfir, hafi ekki farið fram en að bráðabirgðamat liggi fyrir. Eng- ar tölur eru gefnar upp en sagt er að niðurstöður bráðabirgðamats- ins bendi til þess að virði þeirra eigna sem Spkef tók yfir frá Spari- sjóði Keflavíkur sé töluvert lægra en virði innlána og annarra skulda sem voru yfirteknar. Í drögum að ársreikningi Spari- sjóðs Keflavíkur fyrir 2009 kem- ur fram að sjóðurinn tapaði rúm- um sautján milljörðum árið 2008 og öðrum sautján milljörðum árið 2009. Tap Sparisjóðsins á árun- um 2008–2010 er því 46,5 millj- arðar. Fjármálaeftirlitið gerði at- hugasemdir við starfsemi sjóðsins í skýrslu í september 2008 þar sem meðal annars var tekið fram að eignir sjóðsins væru ofmetnar. Út- lánastefna sjóðsins var gagnrýnd harkalega og FME útbjó lista yfir lánveitingar upp á annan tug millj- arða sem voru veittar gegn litlum eða engum veðum. Mánuði eftir útgáfu skýrslunn- ar sagði sparisjóðsstjórinn, Geir- mundur Kristinsson, að engar meiriháttar breytingar væru fram undan á stefnu sjóðsins. Í frétt DV frá því á miðvikudaginn er greint frá því að stjórnendur sjóðsins hafi í raun hundsað Fjármálaeftir- litið og athugasemdir þess. Þetta kemur fram í skýrslu Pricewater- houseCoopers sem var gerð fyrir Fjármálaeftirlitið. Heimildir spari- sjóðsstjóra voru til að mynda í raun rýmkaðar þegar eftirlitið hafði gert athugasemdir við hversu rúmar heimildir hann hafði fyrir. Tæmdur á nokkrum árum Kröfuhafar Sparisjóðs Keflavíkur munu að öllum líkindum ekki fá neitt upp í sínar kröfur þar sem engar eignir eru eftir í þrotabúi sparisjóðsins. Gríðarlegt rekstrartap sparisjóðsins n 46,5 milljarða tap á árunum 2008–2010 n Hundsuðu Fjármálaeftirlitið n Engar eignir í þrotabúi sparisjóðsins Guðni Rúnar Gíslason blaðamaður skrifar gudni@dv.is „Var frjálslega farið með fé í lánveitingum sparisjóðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.