Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 64
Hola í höggi! Bubbi á toppnum n Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er sko ánægður með sjálfan sig í dag. Lög af nýjustu plötunni hans, Ég trúi á þig, hafa notið mikilla vinsælda en lagið Blik þinna augna er sem stendur í efsta sæti á lista yfir mest spiluðu lög landsins en lagið er einnig í fyrsta sæti á topp- lista Rásar 2. „Sem sagt sumarsmellur,“ skrifar Bubbi á Facebook-síðu sína en þetta er annað lag plötunnar sem fer í fyrsta sæti en hið fyrra var Ísabella. Bubbi er í miklu sálarstuði á nýju plötunni sinni og eftir að hafa sagt frá vinsældum laga af nýútkominni plötu sinni skrifar Bubbi: „Montinn? Uh, jamm.“ „Brútal“ sveitarómantík n Leikarinn og leikstjórinn Benedikt Erlingsson vinnur nú að undir- búningi myndar sem ber vinnuheitið Hross í oss. Benedikt greinir frá þessu í nýútkomnu Bændablaði en hann lýsir þar myndinni sem tragíkóm- edíu. Myndina segir hann vera dálítið „brútal“ sveitarómantík en samt með miklu umburðarlyndi fyrir viðfangsefninu. Myndin mun skarta Ingvari E. Sigurðssyni og Charlotte Bøving í aðalhlutverkum og er stefnt að frumsýningu hennar árið 2013. Benedikt segir ætlunina vera að afhjúpa hið frumstæða afl í manneskjunni. „Hún er kannski svolítið um skepnuna í manninum sem afhjúpast í glímunni við þetta göfuga dýr,“ segir Benedikt við Bændablaðið. Vinur tekur við kyndlinum n Söngvarinn Jón Jónsson hefur verið ráðinn ritstjóri tímaritsins Monitor. Jón tekur við starfinu af Birni Braga Arnarssyni, góðvini sínum sem hann kynntist í Versló, sem hefur verið ráðinn yfir á Stöð 2, þar sem hann verður með skemmtiþátt ásamt söng- konunni Þórunni Antoníu. Óhætt er að segja að Jón sé fjölhæfur náungi, því auk tónlistarinnar hefur hann spilað knattspyrnu með stórliði FH. Þá er ráðgert að ný plata komi frá kappanum þann 4. júlí. Hann hefur undanfarin misseri verið einn heitasti tónlistarmaður landsins ásamt litla bróður sínum, poppar- anum Friðriki Dór. Í samtali við mbl.is segir Jón að hann ætli ekki að gera miklar breytingar á blaðinu strax. „En með nýjum ritstjóra koma nýjar áherslur.“ „Golf er ein vinsælasta íþrótt lands- ins,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson sem hefur ásamt fleirum sett af stað verkefnið Golfsumarið. „60 þúsund Íslendingar spila golf en aðeins lít- ið brot þeirra er skráð í klúbba, eða 16 þúsund. Það er enda mjög dýrt að vera meðlimur í golfklúbbi og á sumum völlum kostar árskortið um 60 þúsund krónur. Við sem stönd- um að verkefninu vildum opna íþróttina frekar fyrir þá sem kom- ast ekki að í klúbbum eða hafa ekki efni á því. Verkefnið Golfsumarið á í raun að gera golfið skemmti- legra fyrir alla þá sem spila golf og vilja halda utan um velgengni sína. Hingað til hefur eingöngu verið hægt að skrá skorið sitt ef maður hefur verið meðlimur í golfklúbbi.“ Birgir segir verkefnið í raun vera golfkeppni fyrir alla kylfinga á Ís- landi, allir sem spila golf geta skráð skorið sitt inn á golfsumar.is. Síðan býður einnig upp á fleiri möguleika að sögn Birgis. „Vinir, vinnufélagar eða saumaklúbbar geta haldið utan um keppnir sín á milli. Síðan býður upp á fjölbreytta skráningarmögu- leika, það má skila inn útfylltu skorkorti, skrá skorið á netinu og jafnvel í gegnum farsímann. Eins og í alvörukeppni eru kylf- ingar síðan verðlaunaðir þrisvar í viku og við verðlaunum ekki endi- lega fyrir besta skorið,“ segir Birgir. Í loks sumars veður dregið úr öllum skráningum fyrir golfferð til Skotlands með Birgi Leifi og geta því allir unnið óháð getu. „Það er svona rúsínan í pylsuendanum, ég spila með vinningshafanum úti, kenni honum golf og fer yfir leik- skipulagið.“ Íslandsmeistarinn í golfi, Birgir Leifur Hafþórsson, stendur að verkefninu Golfsumarið: Gerir golfið skemmtilegra Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HelgarBlaÐ 24.–26. Júní 2011 71. tbl. 101. árg. leiðb. verð 659 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.