Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 52
Enginn getur spáð fyrir um hvert þessi
sögulega ákvörðun mun leiða okk-
ur,“ sagði Rod Beckstrom, forstjóri IC-
ANN, í samtali við BBC News um nýj-
ustu fyrirætlanir stofnunarinnar. Síðan
árið 2009 hefur ICANN, stofnun sem
sér um netlénaendingar í heimin-
um, reynt að finna lausn á því hvern-
ig hægt sé að búa til fleiri lén sem fólk
vill kaupa. Frá því að netið komst í al-
menna notkun hefur .com-lénaend-
ingin ráðið ríkjum í heiminum og
hafa flestir einkaaðilar notast við þá
endingu. Þetta þýðir að netnotendur
munu líklega sjá endingar á borð við
.coke, .google og .church.
Leysir hugsanlega vandann
Á síðustu árum hefur þó fækkað laus-
um lénum í heiminum sem almenn-
ingur og fyrirtæki hafa áhuga á að
kaupa. Hvert land fyrir sig hefur feng-
ið úthlutað lénaendingu en það hefur
aðeins frestað vandanum sem ICANN
stendur frami fyrir. Núna virðist stofn-
unin hafa fundið lausn á þessum
vanda. ICANN ætlar að leyfa fólki að
búa til sínar eigin lénaendingar. Nú
þegar eru til staðar um rúmlega 20
lénaendingar sem ekki tengjast lönd-
um á beinan hátt. Meðal þeirra eru
.com, .gov, .biz og .org. Þessar léna-
endingar hafa þó ekki leyst vandann.
Nýjar fyrirætlanir ICANN munu þó
ekki einungis hugsanlega leysa vand-
ann heldur einnig skapa stofnuninni
umtalsverðar tekjur.
Kostar milljónir fyrir notendur
Það mun kosta 25 þúsund dali á ári,
sem er jafnvirði um 2,88 milljóna
króna, að fá sína eigin persónulegu
lénaendingu. Þar að auki kostar jafn-
virði 21,33 milljóna króna að sækja
um lénaendinguna. Það er því ekki
hægt að gera ráð fyrir öðru en að IC-
ANN muni hagnast vel á uppátæk-
inu nái það þeim vinsældum sem því
er spáð. Það er þó ekki bara kostnað-
ur sem fylgir því að fá sína eigin net-
lénaendingu heldur þarftu að fylla út
nokkur hund ruð blaðsíðna umsókn.
ICANN hefur þó sagt í yfirlýsingu
vegna málsins að þeir fjármunir sem
stofnunin mun ná inn vegna þessarar
nýju þjónustu muni fara beint í að ráða
inn sérfræðinga til að sjá um uppsetn-
ingu lénaendinganna. Þá munu þessir
sömu sérfræðingar sjá um úrvinnslu
umsóknanna.
Tengja bíla
við snjallsíma
Ford Motors-bílaframleiðandinn
hefur tilkynnt um áform sín um að
auka tengimöguleika snjallsíma við
bíla frá fyrirtækinu. Fyrirtækið hyggst
senda frá sér fyrstu bílana með
þessum auknu tengimöguleikum á
næsta ári. Mark Fields, forstjóri Ford,
segir ástæðuna vera aukna eftirspurn
neytenda og aukna markaðshlutdeild
snjallsíma á farsímamarkaði. Aukin
áhersla hefur verið lögð á að fylgja
tækniþróunum við þróun á bílum.
Þessi tilkynning frá Ford ber þess
merki en Fields segir aukna tengi-
möguleika bílanna við snjallsíma
vera fyrst og fremst öryggisatriði.
52 | Tækni 24.–26. júní 2011 Helgarblað
Kínverjar neita að þeir standi á bak við tölvuárásir á Bandaríkin:
Hakkararnir ekki kínverskir
Kínverjar standa ekki á bak við
tölvuárásir á Bandaríkin líkt og
grunur hefur leikið á síðustu vik-
ur. Þetta kom fram í máli varautan-
ríkisráðherra Kína, Cui Tiankai, á
fundi með erlendum fréttamönn-
um á miðvikudag. Hann byrjaði
fundinn á því að þessari yfirlýs-
ingu en fundurinn snérist um önn-
ur málefni.
„Þó að hakkarar ráðist á internet-
ið í Bandaríkjunum og internetið í
Kína, trúi ég því að þeir séu ekki full-
trúar neins ákveðins lands,“ reyndi
Tiankai að útskýra fyrir fréttamönn-
unum. Hann kallaði jafnframt eft-
ir því að alþjóðasamfélagið myndi
setja almennar reglur til að koma í
veg fyrir misnotkun á tækni. „Öryggi
á netinu er málefni allra landa, og
það mjög mikilvægt málefni,“ sagði
hann.
Kína hefur verið ásakað um að
standa á bak við tölvuárás sem ný-
lega var gerð á tölvukerfi Banda-
ríkjahers auk tilrauna sem gerðar
voru til sækja upplýsingar af Google-
aðgangi nokkurra embættismanna
í Bandaríkjunum og kínverskra
mannréttindabaráttumanna.
Ekki er langt liðið frá því að Robert
Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna, sagði að bandarísk stjórnvöld
litu tölvuárásir alvarlegum augum og
sagði að stjórnvöld væru reiðubúin
að beita beinum hernaðarlegum að-
gerðum gegn ríki sem gerðist uppvíst
að því að standa að baki tölvuárásum á
Bandaríkin. Það er því ekki nema von
að Kínverjar sjá ástæðu til að reyna að
bera af sér ásakanirnar.
Bandaríska fyrirtækið Google hef-
ur einnig átt í deilum við Kínverja en
fyrirtækið hefur meira og minna hætt
starfsemi í landinu vegna tilrauna
stjórnvalda í Kína til að ritskoða vef
fyrirtækisins. Hafa stjórnendur Google
einnig lýst því yfir að þeir telji kínversk
stjórnvöld standa að baki árásum á
fyrirtækið.
iMessage, iCloud og fleiri möguleikar fyrir FaceTime:
15 helstu breytingarnar í iOS 5
Steve Jobs hefur tilkynnt að á næstu
mánuðum muni iPhone- og iPad-
notendur geta uppfært stýrikerfin í
tækjunum. Nýja útgáfan heitir ein-
faldlega iOS 5 en í henni eru margar
mjög athyglisverðar breytingar. Jobs
nefndi sjálfur þó ekki nema örfáar til
sögunnar þegar hann kynnti stýri-
kerfið. DV stiklar á stóru og velur 15
áhugaverðustu breytingarnar í iOS 5.
1. Ekki þarf lengur að tengja sím-
ann við tölvu til að geta kveikt á hon-
um í fyrsta skipti.
2. Breytingar hafa verið gerðar á
tilkynningum og verða þær samein-
aðar undir nýjum dálki sem verður
aðgengilegri og notendavænni en til-
kynningaboxið sem nú er notast við.
3. Newsstand-viðbótin kemur nú
með stýrikerfinu en í gegnum hana er
hægt að sækja dagblöð og tímarit á til-
tölulega einfaldan hátt.
4. Fleiri möguleikar eru til að
skoða dagatal.
5. Hægt verður að velja á milli mis-
munandi leiða í Maps-viðbótinni
þegar þú færð vegaleiðbeiningar.
6. Twitter verður samkeyrt öllu í
símanum og verður sérstakt Twitter-
lyklaborð tiltækt.
7. Fleiri möguleikar fyrir Facetime.
8. iMessage gerir notendum iOS-
tækja kleift að senda skilaboð, mynd-
ir og myndbönd sín á milli án þess að
fara í gegnum hefðbundna farsíma-
þjónustu.
9. Möguleiki á að tengja fleiri en
einn Apple ID-aðgang við tækið.
10. iCloud-tenging fyrir allt sem er
í símanum.
11. Notendur iPhone fá tilkynn-
ingu noti þeir ótrygga símalínu.
12. Síminn er nothæfur þegar
hann er að skiptast á upplýsingum við
iTunes.
13. Hægt er að láta símann titra á
mismunandi hátt eftir því hver er að
hringja.
14. Í símtalaskránni verður hægt
að eyða út einstökum færslum.
15. Hægt er að sækja fleiri en eina
viðbót í einu.
ICANN býður upp á
nýjar lénaendingar
n ICANN ætlar sér stóra hluti í framtíðinni n Bjóða einstaklingum og fyrir-
tækjum persónulegar lénaendingar n Gæti leyst úr skorti á lénum á netinu
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Höfuðstöðvarnar
ICANN fer með stjórn
á lénaendingum í
heiminum.
Kínverjar saklausir Cui Tiankai segir Kínverja ekki stand að baki árásanna og kallar eftir
því að alþjóðasamfélagið setji sér reglur um tækninotkun. MyNd ReuteRs
Firefox 5
kominn út
Fjórum mánuðum eftir
að Mozilla sendi frá
sér Firefox 4 hefur
fyrirtækið sent frá
sér Firefox 5. Aldrei
hefur jafn stuttur tími
liðið á milli stórra upp-
færslna Firefox-vafrans
sem nýtur mikilla vinsælda víða um
heim. Ekki er mikið um nýjungar í
nýju útgáfunni heldur hefur vafrinn
verið gerður öruggari og nokkrir hlut-
ir gerðir skýrari og aðgengilegri. Út-
gáfan er þó einna helst merki um að
stjórnendur Mozilla vilji styrkja stöðu
sína á netinu en Chrome-vafrinn frá
Google hefur tekið eitthvað af mark-
aðshlutdeild Firefox. Það er líklegasta
skýringin á því hversu stutt líður á
milli uppfærslna.
Nýr sími frá Nokia
Finnski farsímaframleiðandinn
Nokia hefur tilkynnt um útgáfu á nýj-
um snjallsíma sem svipar til iPhone
frá Apple. Hönnun símans þykir sér-
staklega flott en Nokia hefur birt
mynd af honum. Athygli hefur samt
vakið að síminn, sem heitir einfald-
lega N9, keyrir á stýrikerfinu MeeGo
sem hefur ekki náð fótfestu á far-
símamarkaði. Um er að ræða far-
símastýrikerfi sem byggir á Linux.
Stýrikerfið kom fyrst út í febrúar í
fyrra en Nokia hefur tekið þátt í þró-
un þess frá upphafi. Nokia hefur hins
vegar einnig tilkynnt að þetta verði
eini síminn sem keyri á stýrikerfinu
en Nokia gerði nýverið samning við
Microsoft um notkun á Windows 7
stýrikerfi fyrir farsíma. Á símanum er
3,9 tommu snertiskjár í hlutföllunum
16:9 og 8 megapixla myndavél.
Mótorhjól án hjóla
Þó að þú getir ekki fengið þér Ho-
verboard líkt og í kvikmyndunum
Back to the Future geturðu fengið þér
Hoverbike. Hoverbike virkar svipað
og mótorhjól en í stað þess að á því
séu tvö hjól eru hreyflar. Hjólið svífur
yfir jörðinni. Ökumaður tækisins
stýrir því nákvæmlega eins og mótor-
hjóli en gert er ráð fyrir því að þú
komist um 160 kílómetra á hverjum
tanki. Maðurinn á bak við tækið,
Chris Malloy, heldur því einnig fram
að hægt sé að fljúga á því í allt að
þriggja kílómetra hæð. Enn hefur
ekki verið tilkynnt um hvað græjan
eigi að kosta.
Hefur trú á verkefninu Rod Beckstrom,
forstjóri ICANN, virðist hafa mikla trú á
þessu verkefni.
scott Forstall Kynnir iOS 5 stýrikerfið fyrir iPhone og önnur tæki frá Apple á ráðstefnu
fyrirtækisins í San Francisco fyrr á árinu. MyNd ReuteRs