Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 43
frægustu heiglar
sögunnar10
n Nokkrir frægir einstaklingar komast á lista yfir 10 frægustu heigla sögunnar, Benito Mussolini, Jósef Stalin,
Júdas og Ted Kennedy eru þar á meðal n Kennari yfirgaf barnunga nemendur sína þegar jarðskjálfti reið yfir
Allt fyrir peninga
Fyrir árið 1882 var Robert Ford einn
af fáum mönnum sem byssubófinn
og útlaginn Jesse James taldi sig geta
treyst. Það hefði hann betur látið ógert.
Um sögu þeirra félaga var gerð vinsæl
kvikmynd árið 2007 og bar hún heitið
The Assassination of Jesse James by
the Coward Robert Ford. Jesse James
var eftirlýstur af yfirvöldum fyrir glæpi
sína og til höfuðs honum voru lagð-
ir tíu þúsund dalir. Robert Ford var
fégráðugur og skaut félaga sinn í bak-
ið á heimili Jesses. Gestrisni Jesses og
eiginkonu hans virtist heiglinum Ro-
bert Ford lítils virði. Eftir morðið hafði
Ford lifibrauð sitt af því að sitja fyrir á
myndum hjá áhugasömum sem mað-
urinn sem myrti Jesse James. Hann var
sjálfur myrtur árið 1892.
Óttasleginn grunnskólakennari
Fan Meizhhong komst í fréttirnar í
Kína af miður skemmtilegum ástæð-
um. Meizhong var grunnskólakenn-
ari í bænum Dujiangyan í Kína árið
2008 þegar stór jarðskjálfti reið yfir. Í
stað þess að setja sig í ábyrgðarhlut-
verk, sem kennari ungra grunnskóla-
barna, tók Meizhong sig til og hljóp út
úr byggingunni öskrandi og í öruggt
skjól úti á knattspyrnuvelli skammt frá
skólanum. Á meðan sátu börnin inni í
kennslustofunni og vissu ekki sitt rjúk-
andi ráð, skelfingu lostin af hræðslu.
Sem betur fer sluppu öll börnin án
meiðsla en viðbrögð Meizhongs vöktu
hörð viðbrögð í Kína. „Ég hef aldrei
verið hugrakkur maður og ég óttast
mjög um sjálfan mig,“ sagði hann.
Heigullinn í Titanic
J. Bruce Ismay var framkvæmdastjóri
skipafélagsins White Star Line og átti
hið sáluga skemmtiferðaskip Titanic
sem sökk í jómfrúarsiglingunni árið
1912. Ismay stóð í þeirri trú að Tit-
anic væri ósökkvandi en raunin varð
önnur. Ismay fór með í ferðina ör-
lagaríku. Þegar ósköpin dundu yfir var
Ismay einn af þeim fyrstu til að stíga
um borð í björgunarbát ásamt öðrum
hátt settum boðsgestum. Á sama tíma
börðust 2.200 farþegar, konur og börn,
um nokkur laus pláss í björgunarbát-
um sem voru um borð. Heigulsskapur
Ismays var á allra vörum á eftir, þá sér-
staklega í bænum Ismay í Texas-ríki
Bandaríkjanna. Skömmin þótti það
mikil að ákveðið var að skipta um nafn
á bænum.
Stalín og skipun 227
Þegar rússneskir hermenn börðust
fyrir lífi sínu gegn beinskeyttum sveit-
um Þjóðverja í seinni heimsstyrjöld-
inni sat Jósef Stalín heima í Kreml og
lét fara vel um sig. Þjóðverjar sóttu
stíft að Rússum enda voru þeir mun
betur búnir en rússnesku hermenn-
irnir. Þegar útlitið var orðið dökkt gaf
Stalín skipun númer 227. Hún fól í sér
að algjört bann var sett við uppgjöf og
varð í raun þekkt undir einkunnar-
orðunum, „ekki eitt skref afturábak“.
Þeir sem fóru ekki eftir þessari skip-
un áttu það á hættu að vera skotnir á
færi af yfirmönnum hersins. Talið er
að skipun 227 hafi kostað þúsundir
rússneskra hermanna lífið. Á meðan
sat heigullinn Stalín í Kreml í mörg
hundruð kílómetra fjarlægð.
Skipstjórinn fyrstur frá borði
Yiannis Avranas, fyrrverandi skipstjóri
gríska skemmtiferðaskipsins Oceanos ,
hlaut mikla gagnrýni árið 1991 þegar
skipið sökk. Öllum farþegum og skip-
verjum, um 600 að tölu, var bjargað.
Á sama tíma og skipið var að sökkva
stökk Avranas um borð í þyrlu. Hann
sagði sjálfur að hann hefði yfirgef-
ið skipið til að hafa betri yfirsýn yfir
björgunaraðgerðir. Farþegar skipsins
gagnrýndu Avranas harðlega í grískum
fjölmiðlum á eftir og töldu hann hafa
brotið þekkta reglu meðal sjómanna:
Skipstjórar eru alltaf síðastir frá borði
af sökkvandi skipi.
Dæmdur fyrir heigulshátt í
hernum
Thomas Highgate var líflátinn í dögun
8. september 1914 af aftökusveit eft-
ir einstaklega stutt réttarhöld. Hann
var fyrsti maðurinn sem var dæmdur
fyrir að vera liðhlaupi og að hafa sýnt
heigulshátt í fyrri heimsstyrjöldinni.
Hann kemst á listann þar sem hann
var fyrstur til að hljóta slíkan dóm en
talsverður fjöldi fylgdi í kjölfarið. Hann
á þó kannski ekki heima á listanum
fyrir þær sakir að erfitt hefur reynst
að úrskurða um hverjir gerðust í raun
og veru liðhlaupar í stríðinu eða þóttu
sýna af sér heigulshátt. High gate, sem
aðeins var táningur þegar hann var
tekinn af lífi, hélt því fram að hann
hefði orðið viðskila við herdeild sína
eftir árás óvinahermanna. Það var þó
enginn á lífi til að vitna um málið og
var hann því dæmdur sekur. Hann var
náðaður ásamt 305 öðrum hermönn-
um af breska ríkinu árið 2006.
Sveik eingetinn son Guðs
Fyrir þá sem trúa á Nýja testamentið
er ekki mikill vafi á því að Júdas Iscar-
iot eigi heima á listanum. Samkvæmt
Nýja testamentinu sveik hann Jesú í
hendur Rómverja fyrir 30 silfurpen-
inga. Svik Júdasar leiddu til krossfest-
ingar Jesú. Í augum kristinna manna
er Júdas einn mesti heigull sem um
getur. Maðurinn sem sveik einget-
inn son Guðs fyrir peninga. Kristnum
mönnum ber þó ekki saman um það
hvort Júdas hafi framið sjálfsmorð eftir
að hafa séð eftir gjörðum sínum eða að
hann hafi verið grýttur til dauða fyrir
aðrar sakir. Það er þó á eitt víst að Júd-
as fór ekki til himnaríkis.
Móðgaðist og skaut mann í bakið
Jack McCall fékk viðurnefnið heig-
ull eftir að hafa skotið James „Wild
Bill“ Hickok í bakið. Sagan segir að
McCall hafi tapað öllu sínu fé í fjár-
hættuspili og að Hickok hafi boðist til
að gefa honum nógu mikinn aur til að
kaupa sér morgunmat. McCall – sem
var ölvaður og svekktur yfir tapinu –
þótti boðið niðurlægjandi og ákvað
að myrða Hickok. Þegar McCall snéri
aftur á barinn þar sem hann hafði spil-
að við Hickok skaut hann þann síðar-
nefnda sem sneri baki í hurðina. Hann
montaði sig síðar af morðinu en var
í kjölfarið dæmdur og hengdur árið
1877.
Þorði ekki að tilkynna bílslys
Í júlí árið 1969 fannst lík Mary Jo
Kopechne í bíl sem var í skurði við
Chappaquiddick Island í Massa-
chusetts í Bandaríkjunum. Banda-
ríski öldungardeildarþingmaðurinn
Ted Kennedy, meðlimur Kennedy-
fjölskyldunnar frægu, viðurkenndi
nokkru síðar að Kopechne hefði verið
farþegi í bílnum sem hann hafði ekið
fram af brú með fyrrgreindum afleið-
ingum. Hann viðurkenndi að hafa
flúið af vettvangi. Kafari lögreglunnar
sem sótti lík konunnar í bílinn sagði
að það hefði tekið konuna minnst fjór-
ar klukkustundir að deyja og að það
hefði einungis tekið um 25 mínútur að
ná henni úr bílnum hefði Kennedy til-
kynnt lögreglu strax um slysið.
Sama um eigin þjóð
Ítalski einræðisherrann Benito Muss-
olini stóð með Adolf Hitler í seinni
heimsstyrjöldinni og kom þannig þjóð
sinni á barm glötunar. Hann ætlaði sér
þó ekki sjálfur að falla með þjóðinni.
Þegar það lá ljóst fyrir að þjóð hans ætti
í erfiðleikum reyndi hann að lauma sér
til Spánar í gegnum Sviss í þýskum her-
búningi. Þaðan ætlaði hann að horfa
á eftir þjóð sinni í góðu yfirlæti hjá
spænsku stjórninni. Sovétmenn sáu
í gegnum áætlun hans og komu í veg
fyrir að hann kæmist til Spánar.
Umsjón: Aðalsteinn Kjartansson og Einar Þór Sigurðsson adalsteinn@dv.is og einar@dv.is Skrýtið | 43Helgarblað 24.–26. júní 2011
Robert Ford