Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 32
32 | Viðtal 24.–26. júní 2011 Helgarblað M amma var fullkomin hús- móðir, það var allt hreint og fínt heima. Ég var alltaf hrein og í fínum fötum. Við vorum ekkert mjög efnuð en við höfðum það gott. Við vorum ekki fínt fólk í þeim skilningi en þú getur ímyndað þér gamla, góða konu sem enginn trúir neinu upp á. Þegar mamma talar við fólk tekur hún í hendurnar á því, horfir blíðlega í augu þess og hlýjan umvefur það. Þegar hún fer í hárgreiðslu knús- ar hún hárgreiðslukonuna. Hún er svo yndisleg að ég hef fengið að heyra að mamma mín sé eins og systir Jesú. En ég var alltaf hrædd og alveg ofboðs- lega einmana,“ segir fimmtug kona sem ólst upp við að móðir hennar beitti hana stöðugu andlegu ofbeldi á meðan faðir hennar misnotaði hana kynferðislega. Óttast um líf sitt „Ég er ekki tilbúin til að koma fram undir nafni þar sem ég óttast um líf mitt. Ég er hrædd um að ég gæti dáið eða að það yrði kveikt í húsinu mínu. Ég er náttúrulega stórhættuleg fyr- ir mömmu og pabba. Mamma lifir á sínu góða orðspori, það er svo mikil- vægt fyrir hana. En ég ber hana eins og hún er, ég ber leyndarmálið henn- ar og er henni því hættuleg. Einn dag- inn mun ég stíga fram, undir nafni og mynd, en ég er ekki tilbúin til þess núna. Ég þurfti að vera sterk til þess að skipta um nafn og ég var nógu sterk til þess en ég er ekki nógu sterk til þess að egna alla fjölskylduna upp á móti mér núna. Ég verð að fá smá- hvíld,“ segir konan þar sem hún situr í stól við gluggann og drekkur kaffi með mjólk úr hvítum bolla. „Foreldr- ar mínir eru ekki fínt og flott fólk. Þeir eru þetta góða fólk. Ég er dóttir systur Jesú. Fólk heldur enn að pabbi gæti ekki gert svona en það er alls konar fólk sem gerir svona.“ Orð mömmu særðu Konan er snyrtileg til fara með blásið hár og bleikar neglur, klædd í galla- buxur og svarta prjónapeysu. Hreyf- ingar hennar eru penar og fæturnir krosslagðir. Köllum hana Rósu Hún brosir feimnislega og segist ekki vita hvar hún eigi að byrja. Þrátt fyrir áralanga sjálfsvinnu hefur hún aldrei sagt alla sögu sína áður frá a til ö, heldur brot og brot hér og þar. Hún tekur tyggjóið út úr sér og segir: „Ég ætla að reyna að segja þér allt. Líf mitt hefur verið eitt stórt leyndarmál og nú ætla ég ekki að skafa utan af því.“ Rósa var aðeins nokkurra mánaða þegar hún var ættleidd. Hún hefur í raun aldrei vitað af hverju blóðmóð- ir hennar gat ekki haft hana þar sem mamma hennar segir eina sögu af því og blóðmóðir hennar aðra og allt öðruvísi sögu. Hún veit samt að blóð- móðir hennar var veik og ófær um að hugsa um börn. Þannig að bróð- ir hennar og kona hans ættleiddu Rósu. Þau gerðu það ótilneydd, þau tóku hana af því að þau vildu það en móðir hennar gat aldrei elskað hana. „Mamma sagði oft: „Ég vildi að ég hefði aldrei ættleitt þig, ég hefði aldrei átt að taka þig, ég hefði átt að hlusta á hana ömmu þína sem sagði að þú yrðir ekki alltaf lítil.“ Samt sagði pabbi að ég væri besta barnið þeirra. Því ég hef alltaf reynt að vera eins góð við þau og ég get. Ef ég hefði reynt að drepa hana eða gert eitthvað af mér þá gæti ég kannski skilið þetta en ég hef reynt að gera allt fyrir hana.“ Mamma hló að hjálpinni Fyrir áttu hjónin fimm syni og sá yngsti er ári eldri en Rósa. Hann var virkur alkóhólisti á sama tíma og móðir Rósu sagði þetta síðast við hana. „Hann var hennar barn og elsk- aður af henni. Hann stal, drakk mik- ið og ætlaði einu sinni að skjóta hana. En hún talaði samt alltaf um hann sem góða strákinn sinn og passaði upp á orðspor hans. Mig notaði hún aftur á móti sem sýnidæmi um það hvernig þeir ættu ekki að vera. Mitt orð reyndi hún að sverta eins mikið og hún gat og hún gerði það með sínum lymskulega hætti, bæði innan fjölskyldunnar og út á við. Hún stóð aldrei með mér og fékk alla strákana upp á móti mér. Ég var aldrei hluti af þessari fjölskyldu, ég bar bara gestur, einhver vitleysing- ur þarna á heimilinu. Þegar hún sagði þetta við mig var bróðir minn á fylleríi. Hún vakti allt- af eftir honum en Guð minn almátt- ugur ef hún hefði þurft að gera það fyrir mig, ég hefði verði send á hæli. En ég sagði við hana að ég skyldi vaka eftir honum svo hún þyrfti ekki að gera það. Síðan vakti ég alla nóttina og var ósofin á náttsloppnum þegar vinkona mín kom heim næsta morg- un. Mamma heyrði þegar ég sagði vinkonu minni að ég hefði vakað fyr- ir mömmu, því hún þyrfti alltaf að vaka eftir bróður mínum. Þá hreytti mamma því í mig hvort ég héldi virki- lega að hún hefði vakað eftir honum og hló að mér. Svona var þetta alltaf. Ég hef aldrei mátt fá hrós fyrir neitt sem ég geri heldur var bara hlegið að mér. Ég var alltaf rökkuð niður þeg- ar ég gerði eitthvað fyrir hana. „Hvað heldur þú að ég geti treyst þér?“ sagði hún alltaf.“ Sagt að hún væri geðveik Frá unga aldri var Rósu talin trú um að hún væri heimsk, ómöguleg og rugluð. Hún væri sjúk, geðveik. Allt sem hún gerði var ljótt og illa gert. Eða svo sagði mamma hennar. Alla daga og oft á dag. „Ég trúði því að ég væri geðveik, því ég var alin upp við það að ég væri heimskur geðsjúklingur. Og ég hélt bara að ég væri það,“ segir hún og hristir höfuðið. „Þegar ég fór fyrst að segja sögu mína óttaðist ég að það kæmist upp hvað ég væri veik þannig að ég yrði læst inni og aldrei hleypt út aftur.“ Það var ekki fyrr en hún var flutt úr landi að hún fór að segja frá. Þá fór hún að sækja grúppur fyrir þolendur ofbeldis. „Ég sagði ekki neitt í fyrstu en fylgdist með þessu fólki og vorkenndi því. Ég var í algjörri afneitun á eigin líðan og reynslu, föst í mínu mynstri. En eftir nokkra tíma náði leiðbein- andinn til mín þegar hann sagði að ég væri öskubuska. Þá féllu varn- irnar, ég brotnaði alveg niður og há- grét. Upp frá því byrjaði ég að tala um þetta. Þetta var um hásumar og það var mjög heitt úti en ég mætti alltaf í lopapeysu og skalf úr kulda. Þetta var svo erfitt. Ég gekk um, gat ekki hugsað og svaf ekki en reyndi að skrifa mig frá þessu.“ Klædd í blúndubuxur Rósa telur að hún hafi verið um þriggja ára gömul þegar faðir henn- ar klæddi hana í rósarbleikar blúnd- unærbuxur, dáðist að henni og nudd- aði sér upp við hana. Misnotkunin byrjaði þannig. „Ég var bara pínulítið barn. Þetta byrjaði svona sakleysis- lega en endaði í kaos. Þetta endaði í grófu ofbeldi og þá held ég að pabbi hafi orðið hræddur. Hann hætti þegar ég var svona tíu ára. Ég var bara mis- notuð sem barn.“ Til að lifa ofbeldið af bældi hún minningarnar niður lengi vel. En smám saman hefur hún fengið að muna hvað gerðist. „Mér fannst erf- itt að trúa því og treysta að þetta væri raunverulegar tilfinningar og réttar minningar. Mér var svo lengi sagt að ég myndi allt vitlaust. Þetta var líka svo ljótt að það var erfitt að kyngja því.“ Þannig að Rósa fór ekki bara til sálfræðings heldur líka konu sem er þekkt fyrir bækur um kynferðisofbeldi og hefur unnið mikið með fólki sem býr yfir slíkri reynslu, þar á meðal í gegnum dáleiðslu. Sorglegt að mamma viti það Rósa gleymir því aldrei þegar hún fór til hennar þar sem hún hafði aðstöðu efst í gömlu húsi með bröttum stig- um. „Ég var svo lofthrædd að ég gekk meðfram veggjum á leiðinni upp. Þegar ég kom út aftur hafði ég öðlast nýjan styrk, tók í handriðið, leit niður og hugsaði: Það er sko ég sem ræð því hvort ég dett niður eða ekki.“ Í tímanum fékk Rósa sterka tilfinn- ingu fyrir því að hún væri lítið barn í skítugu rúmi en væri síðan færð í hreint og fínt umhverfi þar sem hún upplifði sig örugga. „Blóðmóðir mín var ekki mjög hreinleg og hafði tak- markaða orku til að hugsa vel um hlutina. Ég var þriggja mánaða þegar ég var ættleidd. Eftir þetta efaðist ég ekki lengur um sjálfa mig, allavega ekki eins mikið. Ég fékk styrk til þess að trúa því að ég sitji núna í þessum stól og drekki kaffi, þetta er raunverulegt og það sem ég veit er rétt. Guð veit að ég vil vera heið- arleg og koma hreint fram. Mér þykir svo sorglegt að mamma veit það. Hún veit hvernig persóna ég er og treyst- ir mér hundrað prósent. Þess vegna er svo vont að hún skuli koma svona fram við mig.“ Einn þeirra svipti sig lífi Í kjölfarið sendi Rósa foreldrum sín- um bréf. „Ég man þetta núna,“ sagði hún þeim. „Ég veit hvað þið gerð- „Hvað ertu að gera við hann pabba þinn?“ öskraði móðir Rósu á fimm ára gamalt stúlkubarnið um leið og hún reif það upp úr rúminu þar sem faðirinn lá nakinn og þóttist áfengisdauður. Móðir Rósu var talin svo góð kona að hún var kölluð systir Jesú. En hún hataði Rósu vegna þess að faðir hennar þráði hana og misnotaði. Andlegt ofbeldi móðurinnar gekk svo langt að Rósa var send á geðdeild fyrir að brjóta glas. Hún segir Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur sögu sína. „Ég veit hvað þið gerðuð“ „Ég hef aldrei mátt fá hrós fyrir neitt sem ég geri heldur var bara hlegið að mér. Ég var alltaf rökkuð niður þegar ég gerði eitthvað fyrir hana. „Hvað heldur þú að ég geti treyst þér?“ sagði hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.