Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 26
hefur verið hótað að það tefji fyrir af- greiðslu á okkar málum. Það er ein- hver, sem kemur frá Reykjavík sem tekur menn á teppið ef þeir tjá sig í fjölmiðlum. Það er ekkert skrýtið að menn missi vonina hérna. Ég er búin að vera hérna í átta mánuði og ég hef enga hugmynd um hvort mál mitt verður skoðað á næstunni. Fólk verður svo vonlaust hérna að það ætti ekki að koma á óvart ef einhver sviptir sig lífi hérna inni. Að sumu leyti væri kannski betra að vera í fangelsi. Þar veit maður þó hvað maður hefur gert af sér og líka hve lengi maður á að sitja inni. Hérna vitum við ekkert,“ segir Yassin í dag. 23 ára gamall Sómali að nafni Abdi- matin Hassan Abdimalik bíður einnig eftir fundi. Hann hefur verið á gisti- heimilinu frá því í desember. „Maður borðar og sefur og heldur sér síðan uppteknum með því að spila fótbolta inni á milli. Kannski fáum við einn daginn að spila með einhverju liði á Ís- landi,“ segir Abdimalik og brosir. Aðspurður um vistina og aðstæður á gistiheimilinu segir hann: „Ekki gott. Ekki slæmt. Bara allt í lagi.“  Verður það leiðinlegt?  „Já, alltof leiðinlegt. Við fórum í íslenskunám í vetur en nú er ekkert við að vera. Ég veit ekki hvað maður á að gera.“ Aðspurður um lélegan tækjakost segir hann: „Ég veit það ekki. Við segj- um fólki frá þessu og það segir að það muni laga þetta.“  Og er það ekki gert? „Nei. Sjáðu til, við erum sex í álmunni þar sem ég er en við höfum ekkert til að borða með. Þegar við látum vita af þessu er okkur sagt að eitthvað verði gert í málunum en það er aldrei neitt gert.“  Hvað segja eigendurnir?  „Þeir eru ekki svo vingjarnlegir. Og satt best að segja sjáum við ekki mikið af þeim. Skilurðu?“ Fleiri flóttamenn hafa sagt mér frá því að framkoma starfsfólksins sé á stundum dónaleg og framkoma þess jafnvel niðurlægjandi. Ég hef hins veg- ar séð lítið af starfsfólkinu á meðan ég hef verið hér. Abdimalik tjáir mér að óvissan sé mjög erfið. Hann viti aldrei hvort lög- reglan muni koma næsta dag og senda hann úr landi. Ég spyr hann hvort það sé slæmt fyrir sálarlífið? „Já veistu, maður vaknar á morgnana og ekk- ert hefur breyst, allt er eins og það var. Til að segja þér eins og er þá er maður stundum svo þungur að maður íhugar einfaldlega sjálfsvíg. Skilurðu?“ Hræðilegur flótti Það er komið kvöld á Gistiheimilinu Fit. Raz Mohammad frá Afganist- an, sem ég hitti fyrr um daginn býð- ur mér inn til sín. Herbergið er lítið, varla meira en sex fermetrar, en það er snoturt og á veggjunum hanga nokkur málverk. Mohammad hefur verið á gisti- heimilinu í tvo mánuði. „Sestu, sestu,“ segir hann og spyr: „Hvernig hefurðu það?“ „Ég hef það gott en þú?“ „Mjög gott. Ég talaði við manninn hjá Útlendingastofnun og hann sagði mér að koma aftur í næstu viku, þá fæ ég kannski meiri upplýsingar.“ Mohammad opnar lítinn ísskáp, sækir orkudrykk sem hann opnar og leggur á borðið hjá mér, sem og lít- inn hnetupoka. „Svona fáðu þér vinur minn.“ Hann segist undanfarið hafa reynt að halda sér uppteknum með því að fara í ræktina, spila fótbolta og kíkja á bókasafnið. „Ef þú heldur þér ekki uppteknum á þessum stað þá er það ekki gott, þá ertu alltaf fastur á sama staðnum, í sama herberginu.“ Mohammad segir mér frá því í óspurðum fréttum að diskamálin verði mögulega leyst í bráð. „Þeir sem búa fyrir ofan okkur fengu fjóra eða fimm hreina og nýja diska áðan. Kannski koma þeir með fyrir okkur, ég veit það ekki en ég vona það.“  Aðspurður um heimalandið, Af- ganistan, segist hann elska landið sitt þrátt fyrir fátækt. „Vandinn er sá að alveg frá því að ég fæddist hefur verið stríð þar. Rússarn- ir komu árið 1979 og á tíu árum eyði- lögðu þeir landið. Eftir að þeir fóru tók við borgarastyrjöld og að henni lok- inni komu Bandaríkin með allan sinn herafla. Ég veit ekki hvað er í gangi,“ segir hann og andvarpar. Mohammad spyr mig út í morgun- daginn: „Ég heyrði að á morgun verði mikil hátíð?“ „Já, það verða mikil hátíðahöld vegna þjóðhátíðardagsins. Börn með blöðrur, fána og pylsur.“ „Frábært. En veðrið breytist aldrei, það er ennþá vetur. Alltaf rok,“ segir hann og hlær við. Eftir nokkra þögn freista ég þess að fá að heyra um ferðalag hans frá Af- ganistan til Evrópu. „Ég held að það sé betra að halda því fyrir mig. Í einlægni þá var það mjög erfitt, meira en erfitt, og þess vegna vil ég halda því fyrir mig. Þrátt fyrir að enginn trúi manni áttu hræðilegir hlutir sér stað.“ Flóttafólk tekur oft mikla áhættu þegar það reynir að komast til Evr- ópu. Margir freista þess til að mynda að sigla á illa búnum bátum yfir Mið- jarðarhafið en komast aldrei á leiðar- enda. Aðrir koma sér fyrir í flutninga- gámum og freista þess að lifa vistina af. Margir deyja vegna súrefnisleysis eða vatnsskorts. Leikritið The Contai- ner  eða  Gámurinn  eftir breska leik- stjórann og blaðamanninn Clare Bay- ley fjallar einmitt um slíkt ferðalag og óttann sem fylgir því. Handtekinn 17. júní Um klukkan tólf á miðnætti kem ég aftur í stofuna eftir langan dag. Sjónvarpið er í gangi og í sófanum sitja nokkrir og horfa á bandaríska spennumynd með persneskum texta á íranskri sjónvarpsstöð. Enginn veit hvað myndin heitir en í henni eru byssur og eltingaleikir. Við hliðina á mér situr 26 ára gam- all maður frá Fílabeinsströndinni, Ofie Nana að nafni. hann er veikur í maganum og finnur fyrir verkjum. Nana segist hafa verið notaður sem burðardýr á Ítalíu. Hann hafi verið knúinn til að gleypa mikið af kókaíini í deigbollum sem hann flutti á milli staða þar sem hann óttaðist að verða drepinn ef hann hlýddi ekki. Þetta hafi farið illa með maga hans. „Það sem ég er að segja þér núna er sannleikurinn. Þetta er líf mitt. Það er ekki auðvelt að segja þér að ég hafi gleypt kókaín.“ Hann segir mér frá því að á lög- reglustöðinni á Hverfisgötu hafi hann fengið Omeprazol, hann sýnir mér pakkningarnar en lyfið er meðal ann- ars ætlað til meðferðar við skeifug- arnarsárum og góðkynja magasár- um. Hann segist búinn með lyfið og hann viti ekki hvert hann eigi að snúa sér. Hann á erfitt með að borða. „Stundum græt ég bara vegna þessa. Hvað er í gangi? Ég er fínn gaur. Veistu hvað, bróðir minn kær? Ég held að vandamálið sé of stórt fyr- ir mig til að höndla.“ Hann stefnir á að hitta lækni á mánudag, það er eftir fjóra daga. Stuttu eftir að ég vakna verður mér ljóst að fjórir lögreglumenn eru komnir á svæðið. Þeir ganga út úr annarri byggingunni með þann nafn- lausa sér við hlið. Á síðustu miss- erum hefur fjöldi flóttamanna verið handtekinn við komuna til Íslands fyrir það að ferðast á fölsuðum skil- ríkjum. Réttur flóttamanna til þess að ferðast á ólöglegum vegabréfum er verndaður af alþjóðlegum mann- réttindasáttmálum. Flestir þeir sem ég hef rætt við lýsa því hvernig þeir eyddu fyrstu vikunum á landinu í fangelsi. Samkvæmt lýsingum hafa þeir yfirleitt verið færðir fyrir dóm- ara eins fljótt og auðið er og dæmd- ir á staðnum fyrir skjalafals, það er að ferðast á fölsuðum skilríkjum. Þann- ig hóf Mousa Al Jaradat Íslandsdvöl sína, rétt eins og Ofie Nana og Raz Mohammad. Þannig fengu fjórir Eþí- ópíumenn nýlega að dúsa í fanga- geymslu í hálfan mánuð sem og nafnlausi maðurinn frá Líberíu. Ég spyr lögreglumennina hvað þeir muni gera við manninn og þeir ætla að keyra hann upp á stöð þar sem þeir munu taka fingraför af honum. „Það er alltaf gert. Það er ekkert öðruvísi.“ Þannig hefst fjórði dagur nafnlausa Líberíumannsins á Íslandi. Í fjarska heyrist gleðisöngur íslenskra barna. „Hæ, hó, jibbí, jei! Það er kominn 17. júní.“ 26 | Fréttir 24.–26. júní 2011 Helgarblað Mánaðarlegar ferðir „Hópur sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum sinnir svokallaðri réttindagæslu til handa hælisleitendum. Þá heimsækja fulltrúar Rauða krossins Gistiheimilið Fit reglulega en með því er flóttafólki veittur félagslegur stuðningur. Rauði krossinn stendur einnig fyrir mánaðarlegum viðburðum, en þá er flóttafólki meðal annars boðið í ýmsar ferðir. Núna erum við til dæmis að fara í ferð um Reykjanesið í rútu. Það verður farið á áhugaverða staði í Reykjanesbæ, í Garði og í Sandgerði verður þeim boðið á fræðasetr- ið.“ Áshildur Linnet, Rauða krossinum, í sam- tali við blaðamann þann 16. júní. (Myndin er skjáskot úr Youtube myndbandi.) Flóttafólk dekrað Blaðamaður sendi rekstraraðilum Gistiheimilisins Fit spurningar í tengslum við aðbúnaðinn á gisti- heimilinu og þjónustuna sem þeim ber að veita. Forstöðumaður heim- ilisins hringdi síðar í blaðamann og kaus að bregðast við spurn- ingunum í gegnum síma. Á meðal spurninga var til dæmis hvað fælist í þjónustusamningi gistiheimilis- ins við Útlendingastofnun og hvers vegna aðbúnaður í álmum flótta- fólks væri lakari en aðbúnaðurinn í álmu ferðalanga. Forstöðumaðurinn heitir Guð- mundur en vildi ekki koma fram undir fullu nafni. Hann sagðist vera orðinn langþreyttur á einhlítri fjöl- miðlaumræðu um málefni flótta- fólks og nefndi í því samhengi við- tal sem tekið var við Mehdi Kavyan Poor í Kastljósinu eftir að hann hafði reynt sjálfsíkveikju hjá Rauða krossinum. Þar sagði Mehdi sögu sína en í sjö ár hefur hann beðið í von og óvon eftir hæli hér á landi. Íslendingar ættu að krefjast þess sama „Þetta er svo þreytandi að þú trúir því ekki. Ég er drullufúll yfir þessu, ég er í brjáluðu skapi yfir þessari einhliða umræðu um flóttamenn- ina og hvað er raunverulega að,“ segir Guðmundur og vísar til al- mennrar fjölmiðlaumfjöllunar um aðstæður flóttafólks undanfarið. Guðmundur segir fimm alþjóðleg- ar nefndir hafa skoðað aðbúnað- inn og metið það sem svo að á gisti- heimilinu væri allt til fyrirmyndar. „Þeir eru búnir að segja mér sjálf- ir að þeir eru ekkert óánægðir með aðstöðuna, þeir eru bara óánægðir með biðina. Það er þessi bið sem er að drepa þá og þessi óvissa. Það er ekkert að aðstöðunni.“ Áshildur Linnet hjá Rauða kross- inum sagði blaðamanni að Svíþjóð- arskrifstofa flóttamannastofnun- ar Sameinuðu þjóðanna hafi metið það sem svo að aðstæður á gisti- heimilinu hafi farið batnandi. „Það er alltaf hægt að segja að það vanti potta eða eitthvað en það er vegna þess að þeir taka pottana og setja þá inn í ísskáp hjá sér eftir að þeir hafa hitað matinn upp og þá er pottur- inn er horfinn. Það er kannski alveg rétt að aðstæðurnar eru ekki alveg hundrað prósent en það er alltaf þannig að ýmislegt má bæta,“ seg- ir Guðmundur. Hann segist hafa boðið félaga sínum að gista í svefn- poka við hliðina á flóttafólki og fara í verkfall fyrir hönd Íslendinga þar sem hann gæti borið fram sömu kröfur og flóttafólkið. „Krefjast þess að hann gæti fengið fríar tannlækn- ingar, frítt húsnæði og allt eins og hér.“ Líkir sjálfsvígi við hnífabardaga Guðmundur segir internetið í lagi, hann hafi borgað mikið fyrir gagna- magn, en það hafi sífellt klárast um miðjan mánuðinn. Hann segir blaðamenn ekki átta sig á aðstæð- unum sem skapist oft á gistiheim- ilinu. „Þetta eru svo margir menn og mismunandi menningarheimar og það eru átök og læti og slagsmál og hnífabardagar og allur andskot- inn í gangi hérna.“ Aðspurður um hnífabardagann segir hann slíkt hafa átt sér stað. Þegar blaðamaður ítrekar spurninguna og hvenær það hafi verið, segir hann: „Ekki nýlega, en var ekki einn að skera sig þarna á púls eða …?“ Þar á hann við Pal- estínumanninn Mousa Al Jaradat sem reyndi í maí að svipta sig lífi. Aðspurður hvort það hafi verið hní- fabardagi segir hann: „Ja, það var allavega notaður hnífur. Og var ekki einhver að reyna að kveikja í sér þarna nýlega?“ En getur verið að vandinn liggi kannski í því að á gistiheimilinu er enginn fastur starfsmaður frá félagsþjónustunni. Enginn með þá menntun sem á við í svona tilfell- um? „Já, bætum bara meiri pening í það og sköffum einn starfsmann í viðbót, ekki málið. Við eigum að dæla peningum í þetta en sleppa því að dæla til venjulegs íslensks fólks á Íslandi. Er það ekki?“ segir Guðmundur og tekur fram að hann segi þetta í kaldhæðni. Fá fría læknisþjónustu Guðmundur vill sérstaklega koma því á framfæri að málefni fátækra Ís- lendinga standi hjarta hans nær. „Í nýlegri frétt var fjallað um eldra fólk sem þurfti að borga í sund, en þetta er fólkið sem byggði landið, af hverju fær það ekki frítt í sund eins og þeir? Þá hafa líka verið fréttir undanfar- ið um það að íslensk börn fái ekki tannlæknaþjónustu. Flóttamenn fá sem sagt fría tannlæknaþjónustu en ekki íslensku börnin. Þeir fá líka alla læknisþjónustu fría. Ekki fá Íslend- ingar frí gleraugu?“ Aðspurður hvort honum finn- ist dekrað við flóttafólk þegar kem- ur að aðstöðu segir hann: „Já, já, al- veg hreint, og þá vil ég líka benda á sendinefndirnar sem hafa tekið út aðstæðurnar og segja að þetta sé tipp topp.“ n Forstöðumaður Fit er á því að flóttafólk á Íslandi sé dekrað n Finnst skrítið að flóttafólk fái fría tannlæknaþjónustu Enginn borðbúnaður Forstöðumaður á Fit segir ómögulegt að geyma borðbúnað í skápunum þar sem hann staflist upp í vaskinum og valdi rifrildum. Fótboltadraumar „Maður borðar og sefur og heldur sér síðan uppteknum með því að spila fótbolta inni á milli. Kannski fáum við einn daginn að spila með einhverju liði á Íslandi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.