Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 38
Katrín Hildur fæddist í Hvammi í Skaftártungu og ólst þar upp. Hún lauk barnaskólaprófi í far- skóla í Skaftártungu og stundaði nám við Húsmæðraskóla Laugarvatns 1943–44. Katrín Hildur var lengst af húsmóð- ir í Granaskjóli 9 í Reykjavík, sinnti þar maka, börnum og búi og gætti síðan barnabarna og jafnvel langömmu- barna. Eftir 1981 sinnti hún ýmsum störf- um utan heimilis, m.a. í KR-heimilinu við Frostaskjól um skeið. Hún er nú búsett að Gullsmára 10 í Kópavogi. Fjölskylda Katrín Hildur giftist 18.4. 1946 Olivert Andreasi Thorstensen, f. 27.7. 1918, d. 25.1. 1981, rennismið. Hann var sonur hjónanna Ole Thorstensen, f. 24.10. 1874 í Noregi, d. 7.4. 1951, skósmiðs, og Anine Thorstensen, f. 26.2. 1880 Ár- hús, fædd Hansen, d. 8.11. 1974, hús- móður. Bræður Oliverts voru Vilmar Thor- stensen, f. 26.9. 1913, d. 25.5. 1992; Trygve D.Thorstensen, f. 11.10. 1914, d. 25.11. 1986; Ekhardt Thorstensen, f. 15.3. 1922, d. 13.11. 1996. Börn Katrínar Hildar og Oliverts Andreasar eru Örn Thorstensen, f. 29.7. 1947, læknir, búsettur í Kópavogi en kona hans er Guðbjörg Grétars- dóttir kennari og eru börn þeirra Anný Berglind Thorstensen, f. 29.12.1971; Bergþór Olivert Thorstensen, f. 8.8. 1979; Egill Björn Thorstensen, f. 28.12. 1987. Anný Thorstensen f. 28.8. 1949, d. 18.11. 1953. Ágúst Thorstensen, f. 26.5. 1956, matvælafræðingur, búsettur í Reykja- vík en kona hans er Helga Lind Gunn- arsdóttir og eru börn þeirra Dav- íð Ágústsson, f. 22.2. 1982; Daníel Thorstensen , f. 21.2. 1989, og Adam Thorstensen, f. 25.8. 2002. Rikard Thorstensen, f. 15.10.1957, sérfræðingur, búsettur í Hafnarfirði en kona hans Sigríður Steinunn Sigurðar- dóttir en börn þeirra eru Hildur Kristín Thorstensen, f. 25.10. 1992; Sigurður Þór Thorstensen, f. 3.7. 1995, og Anína Marín Thorstensen, f. 3.3. 2003. Ölvir Thorstensen, f. 15.2. 1962, bifvélavirki, búsettur í Noregi en kona hans er Kristín Eggertsdóttir hjúkr- unarfræðingur og er stjúpdóttir Ölv- is Hrafnhildur Ýr Þrastardóttur, f. 20.7.1983, en dóttir Ölvirs er Guð- rún Hildur Thorstensen, f. 2.5. 1985, og sonur Ölvis og Kristínar er Olivert Andreas Thorstensen, f. 24.12.1998. Systkini Katrínar eru Bárður Sig- urðsson, f. 13.3.1918, d. 18.2. 2008, bóndi i Hvammi í Skaftártungu og síð- ar í Reykjavík; Sigurjón Sigurðsson, f. 25.8. 1923, d. 15.7. 2001, bóndi á Borg- arfelli i Skaftártungu og síðar á Sel- fossi; Björn Sigurðsson, f. 9.10. 1926, d. 1.5. 1986, trésmiður, var búsettur í Kópavogi. Foreldrar Katrínar Hildar voru Sigurður Gestsson, bóndi Hvammi í Skaftártungu, f. 12.12. 1884, d. 11.10. 1977, og k.h., Sigríður Sigurðardóttir, f. 17.6. 1894, d. 9.5. 1957, húsfreyja að Hvammi í Skaftártungu. Ætt Sigurður Gestsson var sonur Gests Bárðarsonar, f. 12.4. 1852 á Borg- arfelli í Skaftártungu, d. 9.12. 1936 á Ljótarstöðum, og Þuríðar Vig- fúsdóttur, f. 27.12.1852 á Flögu, d. 17.12.1942 á Ljótarstöðum. Foreldrar Sigríðar Sigurðardóttur voru Sigurður Árnason, f. 30.1. 1867, bóndi í Hvammi í Skaftártungu, d. 15.02.1956 í Hemru, og Katrínar Þorláksdóttur, f. 1.5.1861 á Efri-Ás- um, d. 31.12.1941 í Hvammi í Skaft- ártungu. 38 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 24.–26. júní 2011 Helgarblað Jón er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Hann lauk stúd-entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950, prófi sem við- skiptafræðingur frá Háskóla Ís- lands 1956 og fékk fiskmatsréttindi 1968. Jón var framkvæmdastjóri Hraunsteypunnar hf. í Hafnarfirði 1953–56, Ísfells hf. á Flateyri 1956– 60, Fiskborgar hf. og Ásborgar hf. á Flateyri 1960–67 og Hjálms hf. og Útgerðarfélags Flateyrar hf. á Flat- eyri 1967–83, bæjarstjóri í Grinda- vík á árunum 1983–98 og bæjar- stjóri í Vesturbyggð frá 1998–2002. Jón var formaður Karlakórs- ins Þrasta í Hafnarfirði 1952–54, sat í hreppsnefnd Flateyjarhrepps 1962–70, í sýslunefnd Vestur-Ísa- fjarðarsýslu 1970–78, var varafor- maður kjördæmisráðs Sjálfstæð- isflokksins í Vestfjarðakjördæmi 1972–78, var formaður Vélbátaá- byrgðarfélags Ísfirðinga 1974–83, sat í varastjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna 1974–83, var umdæmis- og fjölumdæmisstjóri íslenska Lionsumdæmisins 1976– 78, var fulltrúi á fiskiþingi á árun- um 1979–84, sat í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 1983– 86, í stjórn Hitaveitu Suðurnesja 1985–90 og var stjórnarformaður Sjóefnavinnslunnar hf. á Reykja- nesi um skeið frá 1987. Jón Gunnar er heiðursfélagi knattspyrnudeildar ungmf. Grindavíkur. Fjölskylda Jón Gunnar kvæntist 25.6. 1955 Gunnhildi Ósk Guðmundsdóttur, f. 3.10. 1930, d. 9.7. 2001, húsmóð- ur. Foreldrar hennar voru Ingi- gerður Jónsdóttir og Guðmundur Einar Þorkelsson. Börn Jóns og Gunnhildar eru Ingigerður, f. 13.1. 1955, hjúkrunar- fræðingur, búsett á Seltjarnarnesi en maður hennar er Jón Halldórs- son hrl. eiga þau tvo syni; Stef- án, f. 20.7.1957, viðskiptafræðing- ur, búsettur í Hafnarfirði en kona hans er Guðrún Halldórsdóttir, að- stoðarskólastjóri við Lindarskóla í Kópavogi og eiga þau tvö börn; Guðmundur Einar, f. 18.2. 1960, viðskiptafræðingur og fisktækni- fræðingur, búsettur í Kópavogi og á hann tvö börn; Hulda, f. 8.12. 1962, viðskiptafræðingur, búsett í Reykja- vík en maður hennar er Birgir Frið- jónsson, framkvæmdastjóri hjá BYKO og eiga þau tvö börn. Sambýliskona Jóns Gunnars er Ólína Jóna Bjarnadóttir. Systkini Jóns eru Þórður, f. 18.11.1932, d. 28.12. 2006, fram- kvæmdastjóri; Soffía, f. 1.12. 1937, fyrrv. fulltrúi, búsett í Hafnarfirði; Sigurður Hallur, f. 29.4. 1940, fyrrv. héraðsdómari, búsettur í Hafnar- firði; Helga Ragnheiður, f. 28.11. 1947¸ húsmóðir í Hafnarfirði; Hall- dór Ingimar, f. 29.1. 1949, vélstjóri, búsettur í Hafnarfirði. Foreldrar Jóns voru Stefán Jóns- son, f. 15.3. 1909, d. 23.9. 2001, for- stjóri, og Ragnheiður Hulda Þórð- ardóttir, f. 30.3. 1910, d. 11.3. 2007, húsmóðir. Jón Gunnar Stefánsson fyrrverandi bæjarstjóri í Grindavík og Vesturbyggð Katrín Hildur Sigurðar- dóttir Thorstensen húsmóðir 80 ára á sunnudag 90 ára á föstudag Kristján fæddist í Reykjavík en ólst upp í Súðavík. Hann var í Grunnskólanum í Súðavík, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði, stundaði nám í viðskipta- fræði við Viðskiptaháskólann í Árós- um og við Háskólanum í Reykjavík og lauk BS-prófi þaðan 2010. Hann stundar nú MA-nám í reikn- ingshaldi og endurskoðun við Há- skólann í Reykjavík. Kristján var háseti á rækjutogara frá Súðavík, vann við fiskvinnslu á Súðavík, var öryggisráðgjafi hjá Sec- uritas og starfar nú hjá Deloitte. Fjölskylda Eiginkona Kristjáns er Íris Björk Árna- dóttir, f. 22.7. 1981, starfsmaður hjá Securitas. Börn Kristjáns og Írisar Bjarkar eru Katrín Embla Kristjánsdóttir, f. 20.10. 2003; Birta María Kristjánsdóttir, f. 18.12. 2004; Árni Dagur Kristjánsson, f. 4.7. 2007. Systur Kristjáns eru Sædís María Jónatansdóttir, f. 14.3. 1974, starfs- maður Ísafjarðarbæjar; Steinunn Björk Jónatansdóttir, f. 29.7. 1977, húsmóðir og nemi í Vogum á Vatns- leysuströnd. Foreldrar Kristjáns eru Lilja Ósk Þórisdóttir, f. 3.6. 1954, starfsmaður Súðavíkurhrepps, og Jónatan Ingi Ás- geirsson, f. 30.7. 1953, skipstjóri á Ísa- firði, búsettur í Súðavík. Kristján Jón Jónatansson starfsmaður hjá Deloitte 30 ára á föstudag Guðný fæddist á Egilsstöðum en ólst á Svínafelli í Hjaltastaða-þinghá. Hún var í Grunnskól- anum á Eiðum og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Guðný ólst upp við almenn sveita- störf á Svínafelli, starfaði eitt sumar í Myllunni hf, starfaði síðan hjá Húsa- smiðjunni á Egilsstöðum í þrjú ár en er nú skrifstofumaður hjá Myllunni. Fjölskylda Maður Guðnýjar er Reynir Hrafn Stefánsson, f. 17.9. 1978, vélamað- ur hjá ÞS Verktökum. Sonur Guðnýjar og Reynis er Stefán Ingvi Reynisson, f. 21.8. 2009. Dóttir Reynis frá því áður er Rakel Ýr Reynisdóttir, f. 6.8. 1997. Systkini Guðnýjar eru Sigþór Heiðar Ingvason, f. 26.3. 1966, starfsmaður hjá Íslensku gáma- þjónustunni; Ómar Ársæll Ingv- arsson, f. 17.3. 1971, rafvirki á Eski- firði; Ingunn Heiðdís Ingvadóttir, f. 24.6. 1983, starfsmaður hjá Ís- landspósti á Eskifirði. Foreldrar Guðnýjar eru Guðný Hildigunnur Sigþórsdóttir, f. 15.8. 1946, bóndi á Svínafelli, og Ingvi Dalur Ingvason, f. 29.11. 1941, bóndi á Svínafelli Guðný Dalbjörk Ingvadóttir skrifstofumaður hjá Myllunni hf á Egilsstöðum 30 ára á föstudag Skúli fæddist á Raufarhöfn en flutti með foreldrum sínum til Reykja-víkur 1930. Hann var í Miðbæjar- skólanum í Reykjavík. Skúli hóf störf á Hótel Borg 1940 en fór síðan til sjós sem matsveinn og sigldi á skipum Eimskipafélagsins á stríðsárunum. Þá var hann á tog- urum og á hvalbátum Hvals hf. Hann var á skipum Sambandsins í tíu ár og loks aftur á togurum en hætti til sjós 1993 eftir fimmtíu og tveggja ára sjó- mennsku. Skúli hefur starfað mikið innan sjó- mannasamtakanna, m.a. verið í full- trúaráði Sjómannadagsráðs í fjölda ára. Hann var fulltrúi Matsveina- félagsins i skólanefnd Hótel- og veit- ingaskóla Íslands. Þá hefur hann set- ið í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins og starfað fyrir flokkinn um árabil. Skúli var sæmdur heiðursmerki Sjómannadagsráðs 1997 og starfaði hjá Sjómannadagsráði í rúm þrjátíu ár. Eftir að Skúli kom í land starfaði hann fyrir Matsveinafélag Íslands og hefur setið i ýmsum nefndum. Einnig hefur hann setið nokkur þing hjá ASÍ. Skúli var í fullu starfi hjá Matsveinafélaginu til ársins 2009. Fjölskylda Skúli kvæntist 13.6. 1954 Ingu Guð- rúnu Ingimarsdóttur, f. 27.4. 1929, d. 28.7. 2001, húsmóður. Hún var dótt- ir Ingimars Jónssonar, verkamanns í Reykjavík frá Mörk við Bræðraborgar- stíg, og Jórunnar Álfsdóttur húsmóður. Börn Skúla og Ingu eru Margrét Sigrún Skúladóttir, f. 25.10. 1953, hús- móðir í Reykjavík, en maður hennar er Björn Kristjánsson, eftirlitsmaður hjá Fiskistofu og á hún þrjú börn; Stef- anía Helga Skúladóttir, f. 2.5. 1956, rit- ari í Reykjavík og á hún einn son; Anna Lind Skúladóttir, f. 19.7. 1957, hús- móðir i Reykjavík, ekkja eftir Pétur W. Kristjánsson, tónlistarmann og kaup- mann, og eignuðust þau tvö börn og fósturson; Guðrún Brynja Skúladóttir, f. 25.7. 1959, sjúkraliði í Reykjavík, gift Berki Ingvarssyni viðskiptafræðingi og eiga þau tvö börn; Jórunn Inga M. Skúladóttir, f. 11.9. 1961, d. 24.2. 1991, var gift Gunnari Eggert Júlíussyni, sem einnig er látinn, og eignuðust þau einn son sem er nú fóstursonur Önnu Lindar; Einar Geirtryggur Skúlason, f. 31.12. 1963, starfsmaður hjá Reykja- víkurborg, kvæntur Ragnheiði Klöru Jónsdóttur, starfsmanni við Dalbraut í Reykjavík, og eiga þau tvö börn; Skúli Helgi Skúlason, f. 24.7.1964, sjómaður og verkamaður í Reykjavík og á hann þrjú börn. Dóttir Skúla og Huldu Ívarsdóttur er Erna Skúladóttir, f. 6.2. 1947, hús- móðir í Bandaríkjunum, gift Steve L. O‘Dell, f. 30.11. 1947, símamanni, og eiga þau fjögur börn. Bróðir Skúla var Geir Emil Einars- son, f. 27.8. 1924, d. 27.11. 1980, loft- skeytamaður, var kvæntur Guðrúnu Pétursdóttur og eignuðust þau þrjú börn. Foreldrar Skúla voru Einar G. Skúlason, f. 31.5.1899, d. 27.11.1980, bókbindari í Reykjavik, og Stefanía Helgadóttir, f. 16.11. 1901, d. 20.11. 1985, húsmóðir. Ætt Föðuramma Skúla var Sigrún Tómas- dóttir frá Hróarstöðum i Suður-Þing- eyjarsýslu. Hún var systir Jónasar, tón- skálds og bóksala á Ísafirði. Föðurafi Skúla var Skúli Einarsson frá Sandi i Aðaldal. Hann var bróðir Kristínar, móður Jóhannesar Jósefs- sonar á Hótel Borg, afa Karólínu list- málara. Skúli Einarsson matsveinn 85 ára sl. fimmtudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.