Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 24.–26. júní 2011 Helgarblað Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun Anna Gunnarsdóttir býður upp á umdeild prinsessunámskeið á veg- um fyrirtækis síns Útlit.is. Mikil um- ræða hefur verið um námskeiðin og segir Femínistafélag Íslands þau hættulega þróun, sem ýti undir út- litsdýrkun sem hafi skaðleg áhrif á börn. Sigrún Daníelsdóttir sálfræð- ingur tekur í sama streng. Anna kallar námskeiðin prinsessu námskeið og fer þar meðal annars yfir það hvernig stúlkur eigi að bera sig og haga sér. Markhópur Önnu eru ungar stúlkur á aldrinum átta til fimmtán ára. En um hvað snú- ast þessi umdeildu námskeið? Kennir stelpum að ganga ekki eins og rækjur „Það er aðallega verið að taka á fram- komu og að kenna krökkum að haga sér. Til dæmis að labba ekki uppi á húsgögnum, svo er farið í borð- siði. Hvað litirnir segja og hvað þeir gera og hvernig best sé að nota þá. Ég kenni þeim að brjóta saman föt. Hvað maður þurfi að eiga mikið af fötum, börn eiga alltaf of mikið af fötum, ég kenni þeim að raða þeim saman á mismunandi hátt og hvern- ig hægt sé að breyta til. Ég fer aðeins í andlitsfallið, hvernig klipping fer hvaða andlitsfalli, til dæmis hvernig toppur fer kringlóttu andlitsfalli best. Svo fer ég í almenna snyrtingu, til dæmis hvernig eigi að hirða hendur. Ég tek á líkamsstöðunni líka, kenni þeim að vera beinar í baki og ganga ekki eins og rækjur. Ég fer líka inn á snið, hver sé munurinn á prinsess- usniði og beinu sniði. Hvað geri hvað fyrir þær. Ég fer líka yfir það hvernig hálsmál fara hverju andlitslagi best. Þetta snýst allt um að kenna þeim hvernig þær eigi að bera sig. Þetta er það sem ég geri með yngri hópun- um,“ segir Anna. „Kennum fallega framkomu og aga“ Anna segist fara dýpra í ýmsa hluti og fari meira í snyrtingu og fatastíl með eldri hópnum. „Hvernig á að farða sig eftir and- litsfalli og svo er verið að kenna nátt- úruförðun. Ég er að kalla það fal- legasta fram. Svo förum við yfir það hvernig þær ganga og bera sig eins og með yngri stelpunum. Ég fer líka dýpra í fatastílinn, fer í línufræði, hvernig hægt er að breikka líkamann eða grenna hann.“ En er þetta þá námskeið sem fell- ur einhvers staðar á milli húsmæðra- skóla og Ungfrú Ísland? Eru stelp- urnar ekki fullungar til þess að velta svona fyrir sér? „Nei, alls ekki Við erum aðal- lega að kenna fallega framkomu og aga. Ég fer svo aðeins inn á lit og stíl. Hvort sem það eru stelpur eða strák- ar, þá er alltaf gaman að hugsa um það sem er fallegt. Ég er aðallega að kenna þeim framkomu þetta er ekki einhver útlitsdýrkun. Ég er ekki að draga fólk í dilka.“ Finnst vanta aga En með því að segja ungum stúlkum að þær verði að vera fínar og falleg- ar ertu þá ekki að senda þeim röng skilaboð? „Nei, þetta hefur ekkert með kynþokka að gera. Ég er að kenna þeim að vera fágaðar dömur. Mér finnst vanta aga og það að kenna fólki hvernig það eigi að bera sig. Þú ert ekki fín nema þú kunnir að bera þig, það skiptir máli hversu fín þú ert, þú þarft að vera bein í baki. Stelpur hafa áhuga á mismunandi hlutum. Sumum finnst gaman að klæða sig upp á, öðrum finnst gam- an að leika sér í Barbie. Þessum sem koma á námskeiðið til mín finnst þetta skemmtilegt. Þær hafa áhuga á tísku og fötum og finnst gaman að taka til í herberginu sínu.“ Börn eru falleg Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunn- arsdóttir, talskona Femínista- félags Íslands, segir að skilaboðin sem námskeiðið sendir séu vafa- söm. „Það að segja að þetta styrki sjálfstraust eða sjálfsöryggi barna er mjög ótrúverðugt. Börn eru fal- leg og þurfa ekki yfirhalningu eða prinsessuskóla til að gera þau meira aðlaðandi.“ Afturhvarf til fortíðar Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur hefur unnið mikið með börnum og unglingum sem eiga við líkams- ímyndarvanda stríða. Hún telur að ungar stúlkur eigi að fá að vera þær sjálfar á sínum eigin forsendum. „Að mínu mati þurfa ungar stúlkur í dag ekki meiri þrýsting á það hvern- ig þær eigi að klæða sig og líta út,“ segir Sigrún. „Það að kenna þeim dömulega siði og snyrtingu er aft- urhvarf til fortíðar. Í dag viljum við sjá sterkar stelpur sem þora að vera þær sjálfar. Það hefur verið gegn- umgangandi í gegnum tíðina að hlutverk stelpna sé að vera stilltar og prúðar og fyrst og fremst augna- yndi. Lengi vel snerist uppeldi þeirra að miklu leyti um þetta, þar sem þeim var meðal annars kennt að vera til staðar fyrir aðra. Með því eru stúlkum send þau skilaboð að hlutverk þeirra sé að vera augnayndi og með ánægju- lega nærveru fyrir aðra. Þá læra þær síður að vera til fyrir sjálfa sig og sterkar innra með sér.“ Útlitsdýrkun hefur slæm áhrif Sigrún segir þetta vera hlutgervingu sem leiði til þess að stúlkurnar upp- lifi sig sem hluti en ekki manneskjur. „Þetta heitir sjálfshlut- gerving þar sem maður fer að upplifa sig sem hlut, alltaf að snyrta sig og laga fyrir aðra. Með öðrum orðum þá hlut- gera þær sjálfar sig og fara að upplifa sig sem hluti sem aðrir eigi að fá að njóta. Með því að tileinka sér þenn- an hugsunar- hátt er hægt að spá fyrir um átrösk- un, skömm og þunglyndi þegar þær eldast. Þetta leiðir til þess að þær séu alltaf með sjálfar sig undir eft- irliti og alltaf að líta í spegilinn og alltaf að athuga hvernig þær birtast öðrum,“ segir Sigrún. „Við vitum það ósköp vel að þessi líkams- og útlitsdýrkun með- al kvenna hefur haft slæm áhrif á lífsgæði og geðheilsu kvenna og við ættum að beina þeim frá þess- ari braut, frekar en leggja okkur sérstaklega fram um að skóla þær í þessum lífsviðhorfum. Við eigum ekki að kenna þeim að vera stillt- ar, prúðar og sætar, eða verða við þeim kröfum frá umhverfinu. Þetta er niðurrífandi og skaðlegt fyrir þær. Réttu viðbrögðin væru frekar að kenna þeim að standast þennan þrýsting og þora að vera þær sjálf- ar. Við þurfum að kenna þeim að byggja upp sína tilveru á sínum for- sendum. Raunverulegt sjálfstraust felst í því að koma fram sem sú manneskja sem þú ert sjálf, en ekki hvernig þú heldur að þú eigir að vera.“ „Það er aðallega verið að taka á framkomu og að kenna krökkum að haga sér. Til dæmis að labba ekki uppi á húsgögnum, svo er farið í borðsiði. Prinsessuskóli sagður skaða ungar stúlkur n Boðið upp á námskeið til að gera ungar stúlkur að prinsessum n Útlitsdýrkun, segir sálfræðingur Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur „Að mínu mati þurfa ungar stúlkur í dag ekki meiri þrýsting á það hvernig þær eigi að klæða sig.“ Anna og útlitið Anna verður með prinsessunámskeið fyrir stúlkur á aldrinum átta til fimmtán ára í næstu viku. Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnars- dóttir Hvetur foreldra til að senda börnin sín á uppbyggilegra námskeið en þetta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.