Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 24
24 | Fréttir 24.–26. júní 2011 Helgarblað „Hvar eru diskarnir og glösin?“ Svo spyr miðaldra maður frá Líberíu sem er nýkominn á Gistiheimilið Fit í Njarðvík.  Sá sem  hann  spyr  heitir Ezdin og er frá Líbíu.  Ezdin  fagnaði því nýlega að hafa fengið hæli á Ís- landi eftir rúmlega sextán mánaða bið.  Hann  útskýrir fyrir nýja gestin- um að það geti tekið nokkurn tíma að koma sér fyrir á gistiheimilinu, ekki sé hægt að fá allt upp í hendurnar fyrstu dagana. „Þetta er óþægilegt,“ segir sá nýi og heldur áfram: „Okkur var sagt að við fengjum eigin herbergi en ekk- ert virðist vera að gerast og við getum ekki borðað vegna þess að við kom- umst ekki í neinn borðbúnað. Okkur er alltaf sagt að herbergin verði til- búin á morgun og svo er aftur sagt á morgun en það gæti verið eftir ár, hvað veit ég? Það var betra að vera í fangelsinu í Reykjavík, þá vissi mað- ur allavega hvar maður var og hverju maður hafði aðgang að.“ Ezdin reynir að róa hann niður, glottir við og segir: „Svona, svona, margir hafa þurft að bíða mun leng- ur, þú komst bara fyrir tveimur dög- um.“ Nýja gestinum virðist ekki líka viðbrögð Ezdins og reynir að höfða til hans með því að segja að þeir séu í sömu stöðunni, báðir séu þeir flótta- menn, og því sé algjör óþarfi að þeir stilli sér upp hvor gegn öðrum. Ezdin er ekki lengi að svara: „Ég er ekki flóttamaður, ég er búinn að fá hæli, ég er ekki flóttamaður leng- ur.“  Hversu umhugað honum er um að losna við stimpil flóttamanns- ins þykir mér áhugavert, en einn- ig skiljanlegt. Eftir langa og erfiða bið á þessum stað hefur hann loks- ins verið samþykktur inn í íslenskt samfélag. Þannig hefst dagurinn á Gistiheimilinu Fit þann 16. júní. Ég er staddur á milli tveggja grárra og steyptra bygginga sem standa fyrir neðan Njarðarbraut í Reykjanesbæ og tilheyra báðar Gistiheimilinu. Á bílaplaninu fyrir framan standa tug- ir illa farinna og númeralausra bíla. Allt í kringum húsin er iðnaðarsvæði. Þetta er forstofa Íslands. Aðstæður „alls ekki góðar“ Ég fylgi manninum inn í aðra bygg- inguna og upp stigann. Hann tjáir mér að hann vilji ekki koma fram undir nafni þar sem hann sé nýkominn til landsins og nokkuð óöruggur með sig á þessum nýja stað. Ég spyr hann út í aðstæðurnar á heimilinu og hann fer með mig í leiðangur um hæðina sem hann dvelur á.  Gangurinn er fullur af drasli, gömlum húsgögnum í eigu gistiheimilisins, sem starfsfólkið hefur ekki haft fyrir því að fjarlægja. Í eldhús- inu er lítið að sjá nema gamla og ryðg- aða eldavél, í eldhússkápunum er ekk- ert nema lítill bolli með uppþvottalegi.  Hann segir að íbúarnir geymi diska og glös inni í herbergjunum sínum af ótta við að lenda í því að hafa ekki að- gang að borðbúnaði. Þess vegna eigi nýir gestir eins og hann í erfiðleikum, þeir þurfi að fá lánaðan slíkan búnað frá öðrum íbúum til þess að geta nærst. Sem fyrrverandi starfsmaður á sam- býli fyrir þroskahamlaða einstaklinga velti ég því fyrir mér hver viðbrögðin yrðu ef aðgangur íbúa sambýlisins að svo sjálfsögðum hlutum eins og borð- búnaði, hefði verið eins takmarkaður og á þessum stað. Hversu langan tíma það hefði tekið að kippa slíku í liðinn? Maðurinn opnar ísskápinn en í honum er ekkert nema tómar plast- flöskur í bónuspokum, hann virkar ekki. „Þú sérð það sjálfur að aðstæð- urnar hér eru alls ekki góðar,“ segir hann. Inni í stofunni stendur annar íbúi á miðjum aldri og baksar við sjón- varpið. Sá hefur verið á gistiheimilinu í nokkra mánuði en segir sjónvarpið oft og tíðum ekki virka. Þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir fær hann enga mynd á skjá- inn. Hann hættir að reyna og fær sér sæti við litla tölvu í horninu. Auk sjón- varpsins eru þarna allnokkrar bæk- ur í hillum, hornsófi og lítil tölva við tölvuborð. Einhverra hluta vegna er sú tölva ekki nettengd og músin virkar ekki, músarhjólið er horfið. Þrátt fyrir það reynir maðurinn að stýra mús- inni með því að stinga fingrinum inn í hana. Maðurinn frá Líberíu stendur á miðju gólfinu og lítur í kringum sig, horfir á mig, og síðan aftur í kringum sig. Þetta er þriðji dagurinn hans á Gistiheimilinu Fit.  Lifa langt undir neysluviðmiðum Rauði kross Íslands, Mannréttinda- skrifstofa Íslands og samtökin No Borders í Reykjavík hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að réttast sé að færa heimili fyrir flóttamenn til höfuðborgarinnar. Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á það sjónarmið að í Reykjavík sé flóttafólk í meiri nálægð við stjórnsýslu, lögmenn, og aðra þá aðila sem kunna að koma að málum þeirra. Jón Gnarr, borgarstjóri Reykja- víkur, fundaði með samtökunum No Borders og tók vel í hugmynd- ina. Í viðtali við DV í síðasta helgar- blaði sagði hann að með þessu væri hægt að rjúfa einangrun flóttafólks á Íslandi. „Mér finnst þetta bara ein- faldlega ekki rétti staðurinn til þess að vera með þessa þjónustu,“ sagði hann um núverandi aðstöðu flótta- fólks. Hann hefur haft samband við innanríkisráðherra vegna málsins. Samkvæmt frétt RÚV, segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendinga- stofnunar að henni lítist einnig vel á slík áform. Flóttafólk sem dvelur á Fit fær 7.500 krónur á viku í matarpening sem lagður er inn á þartilgert Bónus- kort. Þá fá þeir sem verið hafa á gisti- heimilinu í mánuð eða lengur, 2.500 krónur í vasapening. Þessi peningur þarf að nægja fyrir öllu uppihaldi. Fæstir kvarta og segja peninginn oft- ast duga fyrir helstu nauðsynjum. Einu sinni í mánuði fær fólk skaffaða rútumiða til þess að heimsækja höf- uðborgina, þess á milli dvelur það í Njarðvík. Flóttamaðurinn Kassahun frá Eþíópíu var einn þeirra sem sótti fund borgarstjóra. Hann segir út- búnaðinn á gistiheimilinu einfald- lega ekki standast kröfur. „Sem dæmi höfum við ekki almennilegan aðgang að internetinu á þessum tímum al- þjóðavæðingar. Þá höfum við ekki réttu sjónvarpsstöðvarnar til þess að fylgjast með heimsfréttum og annað. Svo spyr ég mig einnig hvort 7.500 krónur myndu duga fyrir matarinn- kaupum á íslensku meðalheimili?“ Samkvæmt reiknivél velferðar- ráðuneytisins um neysluviðmið er gert ráð fyrir því að hver einstak- lingur þurfi að minnsta kosti 38.492 krónur á mánuði til þess að eiga fyrir Dagur í lífi hinna landlausu n Á mánudaginn var alþjóðlegur dagur flóttamanna á vegum Sameinuðu þjóðanna n Íslendingar hafa undanfarið verið minntir ítrekað á bága stöðu flóttafólks Aðskilnaðarstefna „Allir hérna vita að Gistiheimilið Fit er sérstaklega fyrir flóttafólk. Allir hérna vita að þetta fólk er sérstakt. Það er öðruvísi. Aðskilnaðurinn er alls staðar. Viðhorf að- skilnaðarins er skefjalaust í Keflavík og fylgir okkur þegar við förum á markaðinn, tökum strætó eða þegar við förum á bókasafnið. Þetta er bær millistéttarfjölskyldna og það er lítið mál að gera greinarmun á okkur og öðrum bæjarbúum. Það er truflandi að vera sífellt öðruvísi, að vera ekki samþykktur, slíkt hefur einfaldlega áhrif á mannshugann. Þetta hefur vissulega áhrif á sálarlíf flóttafólks. Það er truflandi og kveikir alltaf í einhverju inni í manni. Er ég sérstök vera? Hver sá sem er hér, finnur fyrir því að hann er á þvinguðum íverustað. Þegar þú ert á þvinguðum íverustað skapar það óvissu í huga þínum, þú ert ekki frjáls, þér líður eins og þú sért í fangelsi. Ein ástæða fyrir því er sú að þessi staður er sérstaklega hannaður til þess að aðskilja innflytjendur frá öðrum íbúum. Við höfum verið sett undir sama hatt og á sama staðinn. Við erum álitin sama fólkið, með sömu vandamálin og hinir eru ekki eins og við. Þetta á ekki bara við á heimilum fyrir flóttafólk, heldur líka á heimilum fyrir geðsjúka, fatlaða eða fanga. Allir þessir hópar eru á þvinguðum íverustað.“ Flóttamaðurinn Kassahun um aðbúnað á Fit í samtali við blaðamann þann 16. júní. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Hræddir „Það er mjög illa séð að við komum fram í fjölmiðlum og segjum sögu okkar og frá aðbúnaðinum hér. Mönnum hefur verið hótað að það tefji fyrir af- greiðslu á málum okkar.“ Myndir Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.