Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 31
Umræða | 31Helgarblað 24.–26. júní 2011
Mikill áhuga-
maður um jarð-
fræðisöguna
Hörður Gunnarsson er eigandi
Volcano House sem er nýtt eldfjalla-
safn staðsett í Tryggvagötu. Þar er
bíósalur, mikið safn af íslenskum
steinum ásamt hrauni, grjóti og vikri og
þar geta gestir sest inn og fræðst um
jarðfræðisögu Íslands yfir kaffibolla.
Hver er maðurinn?
„Ég heiti Hörður og er alinn upp í Kópavogi.
Ég var sjómaður til margra ára þar til að
upp kom sú hugmynd að setja upp jarð-
fræðisýningu í Reykjavík sem ég ákvað að
taka þátt í.“
Hvað ertu að gera þessa dagana?
„Ég er að snúast í kringum safnið og reyna að
markaðssetja það svo það er nóg að gera.“
Af hverju eldfjallasafn?
„Við sem komum að þessu höfum öll
mikinn áhuga á jarðfræði og okkur fannst
vanta svona safn í Reykjavík. Sérstaklega
fyrir ferðamenn en hér geta þeir horft á
bíómyndir af eldgosum og fengið að skoða
og snerta á hrauni og vikri. Hér geta þeir sest
niður í ró og næði og fræðst um eldgos og
skoðað fróðlegar bækur.“
Er safnið bara hugsað fyrir útlenda
ferðamenn?
„Nei, safnið er alls ekki bara fyrir útlendinga.
Við hugsuðum þetta þannig að það væri
líka áhugavert fyrir Íslendinga að koma til
okkar og fræðast betur um eldgos sem hér
hafa verið. Hér er hugguleg stemning og við
viljum skapa rólegt umhverfi. Það er gott
að koma hingað með börn sem fá að þreifa
á steinunum og skoða myndir, svo sýningin
ætti að höfða til allra“
Hvernig gengur?
„Við opnuðum 17. júní á 200 ára afmælisdegi
Jóns Sigurðssonar og þetta hefur gengið
mjög vel.“
Hvað drífur þig áfram?
Mikill áhugi á jarðfræðinni og jarðsögunni.“
Hver eru áhugamál þín?
„Ég er mikill náttúruunnandi og ferðast
mikið og geng. Heiðmörkin er í sérstöku
uppáhaldi hjá mér en annars er ég með hinn
almenna náttúruáhuga.“
Hvaða bók lastu síðast?
„Íslensku steinabókina“
„Mér finnst það arfavitlaus hugmynd. Hún
mismunar fólki og gengur ekki upp.“
Hildur Jónsdóttir
55 ára jafnréttisfulltrúi
„Nei, það finnst mér ekki.“
Lilja Gísladóttir
28 ára viðskiptafræðingur í fæðingarorlofi
„Nei, ég myndi frekar vilja hafa skatt-
lagningu.“
Ester Anna Ármannsdóttir
8 ára bankastarfsmaður
„Nei, ég er á móti því.“
Árni Ómar Bentsson
61 árs starfar við útflutning
„Nei, það væri afturhvarf til miðaldar.“
Björgvin Ibsen Helgason
53 ára fjármálaráðgjafi
Maður dagsins
Á að taka upp vegatolla í stað skattlagningar til fjármögnunar viðhalds á vegum?
Á flugi Þessi kappi nýtti veðurblíðuna til þess að æfa sig á hjólabretti á Ingólfstorgi á fimmtudag. Þegar ljósmyndari DV átti leið hjá kom ekki annað til greina en að
fá að smella mynd af drengnum þar sem hann sveif niður tröppurnar á torginu. Mynd rÓBErt rEynIsson
Myndin
Dómstóll götunnar
E ins og í samfélaginu öllu und-angengna áratugi voru í stjórn-lagaráði framan af afar skiptar
skoðanir á því hvers konar kosninga-
kerfi og kjördæmamörk ætti að við-
hafa. Þróun flokkakerfisins ræðst að
mikilu leyti af kosningafyrirkomu-
laginu og hér á landi hafa staðið ógn-
ardeilur um það – allt frá því að lýð-
ræðið fór smám saman að vætlast
inn í landið á ný með endurreisn Al-
þingis árið 1844.
Deilurnar hafa gjarnan hverfst
um byggðaásinn og örlaði á sömu
skiptilínum á fyrstu fundum stjórn-
lagaráðs. Þéttbýlisfólkið hélt margt
hvert á lofti kröfunni um að gera
landið allt að einu kjördæmi en
landsbyggðarfulltrúarnir vildu fyr-
ir alla muni halda í kjördæmaskipt-
inguna og jafnvel að fjölga kjördæm-
um verulega. Í fyrstu virtust þetta
ósættanleg sjónarmið og um stund
mættust stálin stinn. Í óefni stefndi.
En smám saman eftir því sem rök-
ræðurnar snérust, þróuðust og undu
fram náðist málamiðlun sem ég ætla
að sé harla merkileg.
Hún felst í sem skemmstu máli í
því að tryggja kjördæmum ákveðinn
lágmarksfjölda þingsæta en heim-
ila kjósendum eigi að síður að velja
frambjóðendur persónukjöri þvert
á kjördæmi og einnig þvert á fram-
boðslista. Hver maður hefur eitt at-
kvæði sem öll vega jafnt alls staðar á
landinu en kjósandinn getur, ef hann
svo vill, deilt atkvæði sínu á eins
marga frambjóðendur og hann kýs
– hvar sem er á landinu. Við köllum
kerfið kjördæmavarið landskjör sem
á að vera lýsandi fyrir megineinkenni
þess.
Jafnt vægi
Stjórnarskrárákvæðið sem við leggj-
um til er svona: „Á Alþingi eiga sæti
63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir
leynilegri hlutbundinni kosningu
með persónukjöri til fjögurra ára. At-
kvæði kjósenda alls staðar á landinu
vega jafnt. Í lögum má þó mæla fyr-
ir um að tiltekinn fjöldi þingsæta, þó
aldrei fleiri en 2/5 þeirra, sé bund-
inn ákveðnum kjördæmum. Skipting
bundinna þingsæta skal vera þannig
að ekki séu færri kjósendur á kjör-
skrá að baki hverju bundnu þing-
sæti en nemur meðaltali að baki allra
þingsæta. Jafnframt má setja í lög
ákvæði um lágmarkshlutfall karla og
kvenna. Kjördæmin skulu vera fæst
eitt en flest átta. Í lögum skal tryggja
að hver kjósandi geti valið frambjóð-
endur af einum eða fleiri listum jafnt
í sínu kjördæmi sem utan þess.“
Persónur og leikendur
Fyrir utan að gjörbreyta hinu ónátt-
úrulega kjördæmakerfi er helsta nýj-
ungin sú – gangi tillögur okkar yfir
höfuð eftir – að tekið verður upp
virkt persónukjör. Persónukjör er
víða viðhaft en stjórnmálafræðing-
um hefur reynst örðugt að rannsaka
áhrif þess á stjórnmálin því um er að
ræða afar flókið samspil á milli kjós-
enda, frambjóðenda og stjórnmála-
flokka auk þess sem útfærslurnar eru
ótalmargar og innan svo ólíkra kerfa.
Enn er heldur engin sátt um fræði-
lega skilgreiningu á fyrirbærinu. Við
vitum því ekki fyrir víst hvaða áhrif
innleiðing þessa kerfis mun hafa á
stjórnmálin hér heima.
Í grófum dráttum má skipta pers-
ónukjörskerfum eftir bæði eðli og
styrk. Hvort þau leyfi röðun þvert á
lista. Og svo hversu mikið vægi röð-
unin hefur á endanlegt kjör fulltrú-
ans. Stjórnlagaráð leggur til að ganga
alla leið og innleiða eitthvert sterk-
asta persónukjör sem þekkist – í ná-
munda við það sem tíðkast á Írlandi.
Áhersla á persónukjör hefur auk-
ist jafnt og þétt á Vesturlöndum í
seinni tíð og á Norðurlöndunum má
nú finna ýmsar útfærslur. Mjög virkt
persónukjör í Finnlandi, veika útgáfu
í Danmörku og Svíþjóð en nánast al-
veg lokað flokksval á Íslandi og í Stór-
þingskosningum í Noregi.
Losar um flokksaga
Rannsóknir benda til að persónu-
kjör hafi lítil sem engin áhrif á póli-
tískan stöðugleika, kynjaskiptingu,
endurnýjun fulltrúa, kosningaþátt-
töku eða fylgissveiflur en sú fylgni
mælist einna helst er að því virk-
ara sem persónukjör er þeim mun
fremur losnar um agavald flokk-
anna yfir frambjóðendum sínum.
Fulltúarnir fá þá umboðið beint frá
kjósendum en ekki frá flokknum.
Á sama tíma verður til sá hvati fyr-
ir frambjóðendur að skapa sér sér-
stöðu og jafnvel að ganga gegn óvin-
sællri stefnu flokksins. Samkeppni
á milli frambjóðendanna innbyrðis
eykst á sama tíma og þeir etja kappi
við aðra flokka. Því verður óneitan-
lega aukin hætta á lýðskrumi.
Breytingin ætti þó ekki verða
svo ýkja ógnvænleg hér á landi því
áhrifa persónukjörs eru nú þeg-
ar að mestu komin fram eftir próf-
kjörin fóru að ryðja sér til rúms á
áttunda áratugnum. En helsta rök-
semdin fyrir persónukjöri hlýtur að
vera sú að þar sem þau eru virkust
mælist mesta ánægjan með stöðu
lýðræðisins. Og þá er nú ekki svo
lítið unnið.
Kjördæmavarið landskjör
Kjallari
dr. Eiríkur
Bergmann„En helsta rök
semdin fyrir per
sónukjöri hlýtur að vera sú
að þar sem þau eru virkust
mælist mesta ánægjan
með stöðu lýðræðisins.