Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 24.–26. júní 2011 Helgarblað
Rýmum fyrir nýjum vörum
30% afsláttur
af öllu í verslun & vefverslun
Lín Design Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið Sími 5332220 www.lindesign.is Opið laugardag 11-16
laugardag 11-16
Fjármálafyrirtækið Arctica Finance
hefur legið undir ámæli að undan-
förnu vegna fjölskyldutengsla starfs-
manna við formann slitastjórnar
Byrs. Fram hefur komið að stjórn Byrs
ákvað að gera samning við Arctica Fin-
ance vegna sölunnar á Byr. Stefán Þór
Bjarnason, annar eigenda félagsins,
er eiginmaður Evu Bryndísar Helga-
dóttur, formanns slitastjórnar Byrs,
og Bjarni Þórður Bjarnason er móð-
urbróðir hennar. Talið er að Arctica
muni fá um 70 til 140 milljónir króna
vegna samningsins við Byr.
Bjarni Þórður, sem starfaði sem
forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar
Landsbankans á heimsvísu frá 2003
til 2008, á 60 prósent í Arctica Fin-
ance og Stefán Þór, sem er fyrrverandi
forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar
Landsbankans á Íslandi, fer með 40
prósenta hlut í fyrirtækinu. Stefán
starfaði hjá Landsbankanum frá 1999
til 2008. Hjá þeim Bjarna og Stefáni
starfar líka sex fyrrverandi starfsmenn
Landsbankans sem flestir unnu með
þeim í fyrirtækjaráðgjöfinni fyrir hrun.
Bjarni og Stefán tóku sér 120 millj-
ónir króna í arð árið 2010 vegna vel-
gengni í rekstri Arctica árið 2009. Þeir
komu að mörgum yfirtökum sem
Landsbankinn fjármagnaði á fyrir-
tækjum sem síðar hafa farið í þrot.
Flestir sem DV ræddi við segja það því
undarlegt að umræddir menn fái tugi
milljóna króna í þóknanir sem meðal
annars byggist á ráðgjöf til félaga í eigu
íslenska ríkisins og lífeyrissjóða.
Græða vel á lífeyrissjóðunum
Arctica Finance hagnast ekki einung-
is vel á þóknanatekjum vegna sölunn-
ar á Byr. Arctica var aðalráðgjafi við
sölu Orkuveitunnar á hlut í HS Orku
til Magma Energy árið 2009. Fyrir-
tækið var aðalráðgjafi lífeyrissjóðanna
þegar þeir keyptu 25 prósenta eignar-
hlut í HS Orku af Magma Energy fyrir
átta milljarða króna. Einnig vann fé-
lagið að fjárhagslegri endurskipulagn-
ingu sæstrengjafyrirtækisins Farice,
en stærstu hluthafar þess eru íslenska
ríkið og Landsvirkjun.
Samkvæmt heimildum DV hefur
Arctica auk þess fengið mörg önnur
verkefni sem tengjast íslenskum líf-
eyrissjóðum. Er talið að Agnar Hans-
son, forstöðumaður markaðsvið-
skipta Arctica, hafi verið duglegur að
eiga í samskiptum við fulltrúa frá líf-
eyrissjóðunum að undanförnu. Að
sögn heimildarmanns DV hafa Lífeyr-
issjóður starfsmanna ríkisins (LSR)
og lífeyrissjóðurinn Gildi verið mjög
hliðhollir því að eiga í viðskiptum við
Arctica. Nýlegt verkefni sem Arctica
fékk er að vera milliliður fyrir lífeyr-
issjóðina við Deutsche Bank vegna
skuldabréfa Straums-Burðaráss upp
á tíu milljarða króna í erlendri mynt
sem lífeyrissjóðirnir eiga. Fyrir það
muni Arctica fá á bilinu tíu til tuttugu
milljónir króna frá íslenskum lífeyris-
sjóðum.
Greiddu sér 120 milljónir í arð
Arctica skilaði 165 milljón króna
hagnaði árið 2009. Stór hluti af þeim
hagnaði er talinn hafa komið vegna
ráðgjafar við sölu Orkuveitunnar á
hlut sínum í HS Orku en talið er að
Arctica hafi fengið um 100 milljónir
króna fyrir það.
Eigið fé félagsins í lok árs 2009 nam
195 milljónum króna sem að mestu
kom frá hagnaði ársins. Skuldirnar
námu um 280 milljónum króna. Lík-
lega hefðu mörg íslensk fyrirtæki vilj-
að geta sýnt fram á 70 prósenta eig-
infjárhlutfall árið 2009. Vegna góðs
rekstrarárs borguðu þeir Bjarni og
Stefán sér út rúmlega 100 milljóna
króna arð úr Arctica Finance hf. árið
2010 vegna rekstrarársins 2009. Einn-
ig borguðu þeir sér út 20 milljónir
króna úr félaginu Arctica eignarhalds-
félag ehf. sem fer með allan eignarhlut
Bjarna og Stefáns í Arctica Finance.
Fékk Bjarni því 73 milljónir króna í
arð árið 2010 og Stefán rúmlega 50
milljónir króna. Þessir fyrrverandi yf-
irmenn fyrirtækjaráðgjafar Lands-
bankans virðast því mala gull á fjár-
málafyrirtæki sínu.
Mala gull í kreppunni
n Eigendur Arctica Finance eru fyrrverandi yfirmenn fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
n Tóku sér 120 milljónir í arð í fyrra n Fá milljóna þóknanir fyrir ráðgjöf hjá lífeyrissjóðunum
Agnar Hansson, forstöðumaður markaðsviðskipta Arctica:
Dýrasti maður Íslandssögunnar?
Agnar Hansson, forstöðumaður markaðs-
viðskipta hjá Arctica, er fyrrverandi banka-
stjóri Icebank sem síðar varð Sparisjóða-
bankinn. Agnar tók við forstjórastarfinu hjá
Icebank af Finni Sveinbjörnssyni í lok árs
2007. Fyrir það var hann forstöðumaður
fjárstýringar Icebank og er talinn hug-
myndasmiðurinn á bak við svokölluð endur-
hverf viðskipti sem Icebank stundaði mikið
við Seðlabankann fyrir hrun.
Nýlega tilkynnti OECD að mesti kostnaður
íslenska ríkisins vegna bankahrunsins hefði
verið tapið hjá Seðlabankanum. Stærsti
hluti tapsins var vegna viðskipta Icebank við Seðlabankann. Við bankahrunið tapaði
Seðlabankinn um 350 milljörðum króna vegna lánakrafna í endurhverfum viðskiptum.
Þar af tapaði Seðlabankinn 150 milljörðum króna vegna krafna á Icebank. Heimildar-
maður úr fjármálageiranum fullyrðir að Icebank hafi notið velvildar hjá Seðlabankanum
vegna góðra tengsla Agnars við Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóra. Skýrist
það af fjölskyldutengslum Agnars og Ástríðar Thorarensen, eiginkonu Davíðs. Móðir
Ástríðar var ömmusystir Agnars. Einn heimildarmaður DV kallaði Agnar dýrasta mann
Íslandssögunnar.
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is
„Arctica Finance er
ekki einungis að
hagnast vel á þóknana-
tekjum vegna sölunnar
á Byr.
120 milljóna arður Þeir Stefán Þór Bjarnason og
Bjarni Þórður Bjarnason greiddu sér rúmlega 120 milljónir
króna í arð í fyrra vegna góðs gengis Arctica Finance árið
2009. Stór hluti tekna fyrirtækisins það ár kom af ráðgjöf
Arctica fyrir Orkuveituna en talið er að Arctica hafi fengið
100 milljónir króna fyrir. Myndir arctica.is