Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 24.–26. júní 2011 Helgarblað Aukin fasteignagjöld vegna hækkunar á fasteignamati: Fasteignamat íbúða hækkar Nýtt fasteignamat var birt í gær fyr- ir árið 2012. Samkvæmt því hækkar heildarmat fasteigna á landinu um 6,8 prósent. Heildarmat íbúðarhús- næðis hækkar um 9 prósent á land- inu öllu. Fasteignamat er grundvöll- ur fasteignagjalda sem sveitarfélögin innheimta og matshækkunin þýð- ir því að fasteignaeigendur þurfa að greiða hærri gjöld á næsta ári. Mis- jafnt er eftir hverfum og svæðum hversu mikið íbúðir hafa hækkað í verði. Í grónum hverfum í Reykjavík hækkar matið mest en minna í hverf- um þar sem mikið var af hálfbyggð- um húsum og óseldum eignum eftir hrunið 2008. Til að átta sig á hvaða afleiðingar þetta hefur má taka dæmi af 80 fer- metra íbúð miðsvæðis í Reykjavík. Fasteignamatið hækkaði úr 15,15 milljónum í 16,9 milljónir eða um rúm 11 prósent. Fasteignagjöld sam- anstanda af fasteignaskatti og lóðar- leigu. Í Reykjavík er fasteignaskatt- urinn 0,225 prósent af fasteignamati húss og lóðar en lóðarleiga er 0,165 prósent af fasteignamati lóðar. Fast- eignamatshækkun upp á 1,75 millj- ónir þýðir því að eigandi viðkomandi íbúðar þarf að greiða 65.910 krónur í fasteignagjöld í stað 59.085 króna. Það munar því 6.825 krónum fyrir viðkomandi fasteignaeiganda. Fasteignamat á lögum samkvæmt að endurspegla markaðsverðmæti fasteignar og er byggt á kaupsamn- ingum á fasteignamarkaði. Hækkun fasteignamatsins gefur því ákveðna vísbendingu um að fasteignamark- aðurinn sé að taka við sér að ein- hverju leyti. Þrátt fyrir að þurfa að greiða hærri skatta vegna hækkunar á fasteignamati geta húsnæðiseig- endur tekið því fagnandi að verð- mæti húsnæðis þeirra hefur hækkað. Olíufélagið Skeljungur hefur selt höf- uðstöðvar sínar á Hólmaslóð 8–10 til olíuflutningafyrirtækisins Olíudreif- ingar, sem er í 60 prósenta eigu N1 og 40 prósenta eigu Olís. Olíudreifing er fyrirtæki sem sérhæfir sig í flutningi á eldsneyti og félagið einnig með starfs- stöð á Hólmaslóð. Þetta kemur fram í tölvupósti frá forstjóra Skeljungs, Ein- ari Erni Ólafssyni, til starfsmanna olíu- félagsins en DV hefur póstinn undir höndum. Samkvæmt tölvupósti Einars Arn- ar var gengið frá sölunni þann 14. júní síðastliðinn. Skeljungur muni í kjöl- far sölunnar flytja höfuðstöðvar sínar annað. Skeljungur er eitt af þremur stórum olíufélögum landsins, ásamt N1 og Olís. Um 250 starfsmenn störf- uðu hjá olíufélaginu í árslok 2009. Í tölvupósti Einars Arnar kemur ekki fram af hverju Skeljungur ákvað að selja höfuðstöðvar sínar til félags í eigu samkeppnisaðila, og það án þess að vera búið að tryggja sér annað hús- næði. Í svari sínu við fyrirspurn DV um málið segir Einar Örn að ástæða flutn- inga Skeljungs sé sú að fyrirtækið ætli að minnka við sig. „Við hyggjumst fara í miklu minna húsnæði.“ Einar Örn segir að húsnæðið hafi verið selt til Ol- íudreifingar vegna þess að félagið var reiðubúið að greiða hátt verð fyrir það. „Töldum ólíklegt að nokkur væri til í að greiða jafn hátt verð fyrir húsnæði sem er sérsniðið að starfsemi sem þessari. Tel það raunar útilokað með öllu.“ Olíudreifingu vantaði húsnæði Eigendur Skeljungs eru Guðmundur Örn Þórðarson, Birgir Þór Bieltvedt og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir. Nú- verandi eigendur keyptu 51 prósent í Skeljungi af Glitni árið 2008. Einar Örn Ólafsson, þáverandi starfsmað- ur Glitnis, sá um söluna fyrir hönd bankans. Hluti af kaupverðinu var greiddur með verðlitlum fasteignum í Danmörku sem voru inni í félaginu Property Group. Svanhildur Nanna keypti svo 49 prósentin í fyrra. Þá var Einar Örn orðinn forstjóri Skeljungs eftir að hafa hætt í Íslandsbanka, arf- taka Glitnis, vegna trúnaðarbrests í tengslum við söluna á Skeljungi til nú- verandi eigenda. Hörður Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Olíudreifingar, segir að fyrirtækið hafi keypt húsnæði Skelj- ungs til að geta verið á einum stað með starfsemi sína í Reykjavík. „Olíu- dreifing á ekkert húsnæði eins og sak- ir standa og við höfðum hug á flytja starfsemi okkar út í Örfirisey við hlið- ina á stærstu birgðastöð okkar. Þannig getum við verið með starfsemi okkar á einum stað. Við gerðum því það sem við gátum til að þessi viðskipti gætu átt sér stað.“ Hörður segir að kaupverð- ið hafi verið greitt með hefðbundnum hætti en ekki með skuldajöfnun eða öðru slíku þar sem Olíudreifing og Skeljungur eigi ekki í neinum viðskipt- um sín á milli. Áhugi á Skeljungi Í síðasta mánuði sagði Fréttablaðið frá því að forsvarsmenn kanadíska olíu- félagsins Irving Oil væru að velta því fyrir sér að fjárfesta í íslensku olíu- félagi, annað hvort N1 eða Skeljungi. Í grein blaðsins kom fram að heimildir væru fyrir því að öll olíufélögin væru í reynd til sölu fyrir rétt verð um þessar mundir. Viðskiptablaðið sagði einnig frá því í lok árs 2009 að Irving Oil væri hugsanlega á meðal þeirra sem vildu eignast 49 prósenta hlutinn í Skeljungi. Ekkert hefur heyrst meira af þess- um áhuga Irving Oil á íslenskum olíu- félögum frá því greint var frá honum í síðasta mánuði. Einar Örn segir að forsvarsmenn Irving Oil hafi ekki haft samband. „Nei, Irving Oil hefur ekki haft samband við Skeljung um hugs- anleg kaup á félaginu eða neitt í þá veru.“ Þetta þarf þó ekki að þýða að Irv- ing Oil hafi misst áhugann á að koma inn á íslenska olíumarkaðinn. 2 milljarða lán tekið í fyrra Aðspurður segir Einar Örn að salan á höfuðstöðvum félagsins til Olíudreif- ingar tengist ekki fyrirhuguðum breyt- ingum á starfsemi og eða á eignarhaldi Skeljungs. „Nei,“ segir Einar. Sam- kvæmt þessu stendur því ekki til selja Skeljung. 2,2 milljarða tryggingabréf á fyrsta veðrétti hvílir á þeim eignum sem seldar voru frá Skeljungi. Á veðbanda- yfirliti eignanna kemur fram að trygg- ingabréfið sé frá árinu 2010 þegar Einar Örn fékk umboð frá hluthöfum Skeljungs til að undirrita lánasamn- ing við Íslandsbanka upp á 2 millj- arða króna. Skeljungur tók því hátt lán í fyrra og veðsetti eignirnar á Hólma- slóð fyrir því. Engin önnur veðbönd hvíla á eignunum. Fasteignamat eign- anna á Hólmaslóð 8–10 er rúmlega 400 milljónir króna og hefur olíufélag- Hús Skeljungs selt til samkeppnisaðila n Olíufélagið Skeljungur hefur selt höfuðstöðvar sínar n Forstjóri Skeljungs segir að félagið flytji í minna húsnæði n Olíudreifing er í eigu helstu samkeppnisaðila Skeljungs Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Við hyggjumst fara í miklu minna húsnæði. Tölvupóstur til starfsmanna Skeljungs „Ágætu samstarfsmenn, Í gær var gengið frá sölu Skeljungs á öllu húsnæði félagsins við Hólmaslóð 8 til 10 til Olíudreifingar. Í kjölfar viðskiptanna mun hluti af starfsemi þjónustuverkstæðis verða útvistaður til Olíudreifingar. Afhending húsnæðis öðru en skrifstofu mun eiga sér stað í 1. október á þessu ári og flyst starfsemi þjónustu- verkstæðis við sama tímamark. Viðskiptin höfðu nokkurn aðdraganda, því eins og þið sjálfsagt munið, þá greindi ég frá því í vor að Olíudreifing hefði áhuga á hluta húsnæðis Skeljungs við Hólma- slóð. Um hríð leit út fyrir að ekkert yrði af sölunni, en á allra síðustu vikum tók málið þá stefnu sem þessi niðurstaða ber með sér og leiðir til umfangsmeiri viðskipta en upphaflega var ráð fyrir gert. Áhrif þessa á Skeljung og starfsfólk félagsins eru ýmis. Í fyrsta lagi verður nokkrum starfsmönnum þjónustuverk- stæðis Skeljungs boðið starf hjá Olíudreifingu, enda mun Skeljungur ekki hafa slíka starfsemi með höndum í kjölfar viðskiptanna. Í öðru lagi munu aðrir starfsmenn sem nú starfa á Hólmaslóð 8 og flytja á nýjar starfsstöðvar. Reiknað er með að tekið verði á leigu lítið húsnæði undir bifreiðaverkstæði og lager, ekki of fjarri olíustöðinni í Örfirisey. Leit að nýju skrifstofuhúsnæði er ekki hafin, en gert er ráð fyrir að við höfum flutt starfsstöð okkar fyrir áramót. Hræringar eiga þó ekki að leiða til neinna uppsagna. Mér er ljóst að allt hefur þetta nokkuð rask í för með sér, en að sama skapi má líta á hverja breytingu sem tækifæri og áskorun. Það er sannfæring mín að þetta skref verði félaginu til heilla, eins og svo mörg sem við höfum stigið undanfarin misseri. Bestu kveðjur, Einar Örn“ ið því væntanlega fengið dágott verð fyrir þær. Ekki náðist Birgi Bieltvedt, einn af eigendum Skeljungs, við vinnslu frétt- arinnar. Keypti af Skeljungi Olíudreifing hefur keypt húsnæði Skeljungs á Hólmaslóð í Reykjavík. Forstjóri Skeljungs segir að salan tengist ekki væntanlegum breytingum á starfsemi eða á eignarhaldi félagsins. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Jarðvegsþjappa á „þjöppuðu“ verði PC 1442 Shatal jarðvegsþjappa Stærð plötu: 400 x 550 mm Þyngd: 80 kg Mótor: Honda bensín 5,5 hö Miðflóttaafl á plötu: 1400 kg Mesti hraði áfram: 26 m/mín Víbratíðni: 93 Hz 189.900,- m. VSK (fleiri stærðir á lager) Perlan verður seld Selja þarf eignir og fækka starfsfólki til að bæta fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur næstu fimm ár. Þetta kom fram á opnum aðalfundi fyrir- tækisins á fimmtudag. Sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, að fækka þyrfti starfsfólki fyrir- tækisins um níutíu. Þó verði reynt að forðast fjöldauppsagnir og þess í stað verði til dæmis reynt að flýta starfslokum. Mun fyrirtækið þurfa um fimmtíu milljarða króna fjár- mögnun til ársloka 2016. Aðgerðirn- ar eiga að koma til móts við fjárhags- þörf fyrirtækisins. Á meðal fasteigna sem fyrirtækið hyggst selja eru Perlan í Öskjuhlíð- inni og húsnæði Orkuveitunnar við Bæjarháls. Ásgeir Kolbeinsson: Áfram á nýrri kennitölu Ásgeir Kolbeinsson festi nýlega kaup á skemmtistaðnum Austur og í samvinnu við Styrmi Þór Braga- son, fyrrverandi forstjóra MP Banka, sem fjármagnar hluta kaupanna. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins eru þeir æskufélagar og aðstoðaði Styrmir Ásgeir við kaupin auk þess að fjármagna hluta kaupanna. Ásgeir er eigandi staðarins og Styrmir er fjárfestir, en þó aðeins að litlum hlut. Rekstrarfélag Austurs er Austurstræti eignarhald ehf. Austur- stræti 7 ehf. hóf rekstur Austurs um mitt ár 2009 og voru stofnendur Ás- geir Kolbeinsson, Valgarð Þórarinn Sörensen og Hallur Dan Johansen. Austurstræti 7 var úrskurðað gjald- þrota í júlí 2010 og er núna í þrota- meðferð en Austurstræti eignarhald ehf. yfirtók rekstur Austurs og hefur Ásgeir nú fest kaup á því félagi. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Ásgeir Kolbeinsson við vinnslu fréttarinnar. Fasteignir Fasteignamat hækkar um 6,8 prósent.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.