Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Qupperneq 17
Fréttir | 17Helgarblað 12.–14. ágúst 2011 Tveir milljarðar til að bjarga 75 störfum 2008 2009 2010 Eignir 10.946 6.846 5.167 Eigið fé 234 -2.029 538 Eiginfjárhlutfall 2,4% -49% 16,2% Afkoma -1.617 -2.260 1.932 Skuldir (innlán frádr.) 6.944 5.117 1.184 Stofnfjárhlutur ríkisins 608 (91%) Framl. ríkis á hv. starfsm. 608/10 = 61 milljón Sparisjóður Bolungarvíkur 2008–2010 2008 2009 2010 Eignir 5.245 4.194 3.750 Eigið fé 33 -237 280 Eiginfjárhlutfall -11% -15% 11% Afkoma -2.150 -270 135 Skuldir (innlán frádr.) 2.241 974 54 Stofnfjárhlutur ríkissjóðs 382 (90%) Framl. ríkis á hv. starfsm. 382/10 = 38 milljónir Sparisjóður Svarfdæla 2008–2010 2008 2009 2010 Eignir 16.141 15.387 13.856 Eigið fé 361 -698 1.057 Eiginfjárhlutfall 3,8% -8,3% 16,6% Afkoma -1.457 -1.059 858 Skuldir (innlán frádr.) 8.364 3.958 1.336 Stofnfjárhlutur ríkissjóðs 555 (56%) Framl. ríkis á hv. starfsm. 555/33 = 17 milljónir Sparisjóður Vestmannaeyja 2008–2010 2008 2009 2010 Eignir 3.263 2.888 2.706 Eigið fé -105 -478 333 Eiginfjárhlutfall -11,7% -26,3% 16,4% Afkoma -625 -373 610 Skuldir (innlán frádr.) 2.319 1.103 43 Stofnfjárhlutur ríkissjóðs 195 (76%) Framl. ríkis á hv. starfsm. 195/12 = 13 milljónir Sparisjóður Þórshafnar og nágr. 2008–2010 2008 2009 2010 Eignir 5.828 5.551 5.223 Eigið fé 135 123 560 Eiginfjárhlutfall 0,9% 4,7% 20,3% Afkoma -816 -183 87 Skuldir (innlán frádr.) 1.846 1.046 208 Stofnfjárhlutur ríkissjóðs 310 (49,5%) Framl. ríkis á hv. starfsm. 310/10 = 31 milljón Sparisjóður Norðfjarðar 2008–2010 n Ríkið gæti þurft að leggja tugi milljarða inn í sjóðinn n Lykilmenn og vinir fengu risalán gegn engum veðum senta hlut í Exista. Kista tapaði 24 milljörðum króna árið 2008. Einnig átti Sparisjóður Svarfdæla þriggja prósenta hlut í Icebank eins og áður var nefnt og fer enn með þriggja prósenta hlut í Sögu Fjárfestingarbanka. Sparisjóður Vestmannaeyja og Sparisjóður Bolungarvíkur töpuðu líka miklu á falli Icebank. Meirihluti útibúa í kjördæmi Steingríms Aðkoma ríkisins að umræddum fimm sparisjóðum hefur ekki ver- ið gagnrýnd jafn mikið og yfirtak- an á Sparisjóði Keflavíkur og Byr. Hjá umræddum sjóðum starfa um 75 starfsmenn og eins og áður kom fram nemur stofnfjárframlag rík- isins til þeirra um tveimur millj- örðum króna. Það hefði þó líklega reynst Steingrími J. Sigfússyni fjár- málaráðherra erfitt ef umræddum sparisjóðum hefði ekki verið bjarg- að. Í Norðausturkjördæmi, þar sem Steingrímur er 1. þingmaður, eru átta af fimmtán útibúum sem þessir fimm sparisjóðir reka. Lokun þeirra hefði því líklega lagst mjög illa í kjós- endur í kjördæmi hans. Staða sjóðanna nokkuð traust Þeir sem DV ræddi við töldu að efna- hagsreikningur þessarra fimm spari- sjóða væri nokkuð traustur. Eins og sést í töflu með frétt hafa skuldir þeirra næstum verið niðurfærðar að fullu. Er það tjón sem kröfuhafar hafa þurft að taka á sig. Sparisjóður Vest- mannaeyja er hins vegar enn með skuldir upp á rúmlega 1.300 millj- ónir króna og skuldir Sparisjóðs Bol- ungarvíkur nema í dag nærri 1.200 milljónum króna. Þannig má telja að staða umræddra sjóða sé nokkuð traust í dag þótt þeir glími enn við for- tíðardrauga. Er þá helst um að ræða stofnfjáreigendur sem enn standa uppi með himinhá lán sem tekin voru fyrir hrun og þá oft í erlendri mynt. Vafasamar lánveitingar F ram kom í DV á dögunum að framlag íslenska ríkisins til SpKef gæti orðið allt að 38 milljarðar króna til þess að sparisjóðurinn uppfylli kröfur um eiginfjárhlutfall. Íslenska ríkið og fulltrúar SpKef ofmátu eigið fé sjóðs- ins stórkostlega og töldu það vera 20 milljörðum meira en Landsbankinn metur það. Samkvæmt mati Lands- bankans er eigið fé neikvætt um allt að 30 milljarða króna. Þessi hörmulega fjárhagsstaða skýrist að mestu af ótryggum lánum á árunum fyrir hrun. Sjóðurinn átti til að mynda engin veð fyrir um 10 milljarða króna lánveitingum í sept- ember 2008. Í skýrslu Fjármálaeftir- litsins um starfsemi SpKef kemur fram að sparisjóðurinn hafi lánað rúmlega 5,8 milljarða króna til kaupa á óskráðum hlutabréfum og ein- ungis tekið veð í hlutabréfum sem keypt voru. Ef hlutabréfin lækkuðu eða yrðu verðlaus væri lánið tapað. Meira en 3,6 milljarðar af þessari upphæð voru lánaðir til að kaupa hlutabréf í sparisjóðnum og Spari- sjóðabankanum Icebank, en SpKef var stærsti hluthafinn í honum. Kúlulán til toppa Sparisjóðurinn lánaði ekki aðeins til hlutabréfakaupa gegn ótryggum veðum. Tólf hlutafélög, þar af átta í eigu fyrrverandi stjórnenda Spari- sjóðabankans, síðar Icebank, fengu rúmlega 1.400 milljónir lánaðar með kúlu lánum frá Sparisjóði Keflavík- ur til hlutabréfakaupa í Sparisjóða- bankanum. Öll þessi félög eru nú gjaldþrota og búast má við að litlar eða engar heimtur verði í þrotabúin. DV sagði frá því á dögunum að Fjármálaeftirlitið gerði athuga- semdir við lánveitingarnar frá spari- sjóðnum og veðin að baki þeim í september 2008, þegar veðin virtust verðlaus. Það var vegna þess að fyr- ir voru lánveitingar með veði í fyrsta veðrétti en lán sparisjóðsins voru með 2. veðrétt að baki. Þau lán voru hærri en virði bréf- anna. Engar aðrar tryggingar voru fyrir lánunum og í lánasamningun- um var ekki gert ráð fyrir veðköllum við lækkun á virði veðanna. Spari- sjóðurinn í Keflavík var því algjör- lega berskjaldaður fyrir verðlækkun á hlutabréfum Sparisjóðabankans. Sonurinn fékk afskrifað Nokkrir af helstu lykilmönnunum í kringum SpKef nutu ríkulegrar lána- fyrirgreiðslu fyrir sjálfa sig og einka- hlutafélög í sinni eigu á árunum fyrir hrun. Mörg þessara lána eru nú töp- uð og eftir situr sparisjóðurinn með milljarðatap. Dæmi um það er lán sem Sverrir H. Geirmundsson, sonur Geirmund- ar Kristinssonar fyrrverandi spari- sjóðsstjóra, fékk í gegnum einka- hlutafélagið Fossvogshyl ehf. Fram kom í fréttum RÚV í febrúar að tæp- lega 700 milljóna króna skuld félags- ins hefði verið afskrifuð skömmu áður en sparisjóðurinn var yfirtek- inn af ríkinu. Sjóðurinn hefði tekið félagið yfir og Sverrir hvarf úr stjórn þess. Lánin höfðu verið veitt til kaupa á stofnfjárbréfum í nokkrum spari- sjóðum. Sverrir var áður í persónu- legri skuld upp á 57 milljónir við sjóðinn sem faðir hans stýrði en 50 milljóna króna skuld var afskrifuð rétt áður en ríkið tók sjóðinn yfir. Vafasöm lán Annar stórtækur athafnamaður á Suðurnesjum, sem fékk háar upp- hæðir að láni frá sparisjóðnum, er Þor- steinn Erlingsson, fyrrverandi stjórn- arformaður sjóðsins. Þorsteinn á hlut í Fiskmarkaði Suðurnesja í gegn- um félagið Saltver. DV sagði frá því í sumar að Fiskmarkaðurinn skuldaði sjóðnum 881 milljón og er það lán á lista yfir vafasamar lánveitingar sem Fjármálaeftirlitið gerði athugasemdir við í eignasafni sparisjóðsins í sept- ember 2008. Tryggingar vegna láns- ins voru stofnfjárbréf í sparisjóðnum og bréf í fyrirtækinu Umbúðamiðlun. FME taldi tryggingar einungis duga fyrir 77 prósentum af láninu, eða 675 milljónum króna. Saltver átti einnig hlut í félaginu Suðurnesjamönnum sem varð gjald- þrota snemma árs 2009. Kröfur upp á 2,1 milljarð voru gerðar í búið af hálfu Sparisjóðabankans en sáralitlar eign- ir voru í búinu þegar það var gert upp. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, fékk einnig stóra fyrir- greiðslu. Í september 2008 skulduðu félög tengd honum á annan milljarð króna í Sparisjóðnum í Keflavík. Lít- il eða engin veð voru að baki þeim lánum, samkvæmt skýrslu FME. Þannig fékk Bláa lónið lánaðar háar upphæðir án tryggra veða. Til dæm- is lánaði sjóðurinn Bláa lóninu 2,1 milljarð, eða um 14,24% af eiginfjár- grunni sínum. Hvatning hf., sem Grímur var stærsti eigandinn að, skuldaði spari- sjóðnum 821 milljón og lágu hlutabréf í Bláa lóninu fyrir 397 milljónir þar að baki. Grímur staðhæfir þó að þessi lán hafi alltaf verið í skilum og aldrei hafi verið afskrifuð króna af þeim. Hvatning átti hins vegar í félaginu SM 1 ehf. sem skuldaði sjóðnum 370 milljónir króna en veðin fyrir lánunum voru talin verðlaus í september 2008. Annar stórtækur athafnamaður á Suðurnesjum, Steinþór Jónsson, átti hlut í eignarhaldsfélaginu Base sem keypti eignir á gamla varnarliðssvæð- inu í Keflavík fyrir 600 milljónir króna árið 2007. Eignirnar voru taldar vera miklu verðmætari, eða allt að 1.200 milljóna króna virði. Base fór á haus- inn í október 2010 en félagið skuldaði sparisjóðnum að minnsta kosti 120 milljónir króna í september 2008 og gerði FME athugasemd við lánið þar sem engin veð voru að baki því. Kröfuhafafundur slitastjórnar Sparisjóðsins í Keflavík fyrr á árinu Íslenska ríkið og fulltrúar SpKef ofmátu eigið fé sjóðsins stórkostlega. Mynd RóbERt REyniSSon Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.