Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Qupperneq 34
34 G óð námstækni getur einfald- að nemendum vinnu sína töluvert. DV leitaði til náms- ráðgjafa hjá Háskóla Íslands, Hrafnhildar Kjartansdóttur, til að fá góð ráð. Í mörgum skólum er boð- ið upp á námstækninámskeið þar sem farið er yfir námstækni, lestrar- aðferðir og glósutækni. Það að vera skipulagður á önninni hjálpar til þegar kemur að prófum. Tímastjórnun Það sem skiptir mestu máli í öllu námi er að líta á námið sem vinnu. Þú ert í vinnunni, þó að vinnan heiti nám, og það er mikilvægt að halda rútínu í henni eins og á öðrum stöð- um í lífi þínu. Þegar þú sinnir nám- inu, þá ertu að sinna náminu og þegar að þú ert að sinna öðrum verk- efnum í lífinu, þá ertu að sinna þeim. Það á ekki að vera togstreita á milli hlutverkanna. Sem dæmi má nefna að ef þú ert í skólanum til klukkan tvö, þá ættir þú að reyna að ljúka heimanáminu á ákveðnum tíma svo að þú getir átt frí líka. Það er mikil- vægt að eiga frí og hvíldartíma og þá er mikilvægt að hafa ekki önnur verk- efni hangandi yfir sér. Það er mikil- vægt að gera greinarmun þar á þann- ig að þegar að þú átt frítíma þá áttu hann óskiptan. Þá eiga önnur verk- efni ekki að trufla þig, þú ert búin að standa þína plikt og getur átt frí með góðri samvisku Góð ráð: n Gerðu stundatöflur eða skipulag fram í tímann. n Vika er langur tími og fyrir suma hentar betur að gera plön fyrir nokkra daga í einu. n Mikilvægt er að setja svigrúm inn í skipulagið, of stíf plön valda því að fólk nær ekki að halda sig við efnið. Stundum koma óvæntir hlutir upp á og það þarf að gera ráð fyrir þeim. Markmiðasetning Markmið og tímastjórnun hald- ast í hendur. Um leið og þú ert farin að skipuleggja tíma þinn þá ertu að setja þér markmið, til dæmis með því að einsetja þér að klára verkefni fyrir ákveðinn tíma. Í námi ertu í raun alltaf að setja þér markmið til dæmis með því að ákveða að ljúka þessum vetri eða þessari gráðu fyrir ákveðinn tíma. En það eru langtímamarkmið sem virka kannski ekki sem hvatning frá degi til dags. Þess vegna er mikilvægt að setja sér skammtímamarkmið sem hægt er að klára t.d. á einni viku. Þannig verður nemandinn meðvit- aðri um að klára verkefni og það sem er að gerast í náminu hverju sinni. Að halda í við kennarann er mikilvægt og getur hjálpað til þegar nær dreg- ur prófum. Þá er minna af efni sem á eftir að fara yfir og það gerir próf- lestur einfaldari. Góð ráð n Vertu með markmiðin til langs tíma á bak við eyrað en settu þér skammtímamark- mið sem þú getur auðveldlega leyst. n Ekki ofmetnast í markmiðasetningu þinni – hafðu markmiðin raunhæf og það auðveldar þér að standa við þau. Hvíld, hreyfing, matur Hvíld, hreyfing og matur er mikil- vægur hluti af grunnþörfum manns- ins. Þetta er gömul tugga, en fólk gleymir að fara eftir henni. Að hvíla sig og borða vel er eitthvað sem fólk tekur sem sjálfsögðum hlut, en ef það er ekki í lagi, þá eru hlutirnir einfald- lega ekki í lagi. Ef fólk er ekki úthvílt þá finnur það fyrir ýmsum líkamleg- um merkjum þess og á erfiðara með að sinna náminu og öðrum verkefn- um. Það einfaldlega truflar einbeit- ingu og nám. Það þarf að standa upp frá bókunum öðru hvoru, enda ekki hægt að ætlast til þess að þú sitjir í maraþonlestri til langs tíma. Góð ráð: n Á álagstíma mundu þá eftir að standa upp og teygja úr þér reglulega. n Borðaðu vel og hafðu matinn hollan. n Stundaðu hreyfingu – það léttir lund og gerir allt auðveldara. n Ekki gleyma að hvíla þig og sofa vel. n Til lengri tíma er slæmt að sofa of lítið og það gerir þér litla greiða í náminu. Glósutækni Margar tegundir af glósutækni eru til, en þær byggjast oft á sömu þáttun- um, sem settir eru fram á mismun- andi hátt. Fyrir fólk í framhaldsnámi eða menntaskóla getur glósutækni verið ómetanleg. Það er mikilvægt að taka niður aðalatriðin en það er aldrei hægt að glósa þannig að þú náir niður öllu sem sagt er í tím- um eða bókunum. Bestu glósurnar hjálpa nemandanum að rifja upp og ná að kveikja í minninu. Glósur eru eitt aðalverkfærið sem þú hefur fyrir próf og getur auðveldað þér vinnuna fyrir próf. Flestir skólar bjóða upp á aðstoð við námstækni og náms- og starfsráðgjafar geta aðstoðað þig við að finna glósutækni sem hentar þér. Góð ráð n Ef þú ert óviss, leitaðu þér þá aðstoðar hjá náms- og starfsráðgjöfum. Til þess eru þeir til staðar. n Finndu glósutækni sem hentar þér og þér finnst þægileg. Ekki notast við aðferðir sem henta þér ekki, það gerir námið aðeins flóknara. n Passaðu að hafa glósurnar skýrar, óskýrar glósur eru ekki gagnlegar í próflestri. n Góðar glósur eru ómetanlegar fyrir próf. Próftækni Undirbúningur fyrir próf hefst um leið og skólinn hefst. Allt sem þú gerir í skólanum er undirbúningur fyrir próf eða lokaverkefni. Til þess að læra efni og geta staðið skil á því í prófi, þá skiptir upprifjunin öllu máli.Það er í raun ekki til nein ein- föld aðferð til að læra atriði er ekkert annað nema fara yfir það aftur og aft- ur. Því er gott að setja upprifjun inn í skipulagið nokkrum sinnum yfir veturinn. Margir láta það sitja á hak- anum því þeim finnst þeir ekki hafa tíma til þess, en hún skiptir miklu máli. Það að rifja upp einu sinni í viku eða mánuði getur skipt miklum sköpum. Þegar próf nálgast þarf að gera sér grein fyrir því að það þarf oft að vinna meira og taka meiri tíma í námið. Þá þarf jafnvel að minnka við sig vinnu eða hagræða hlutunum þannig að hægt sé að stunda námið af krafti. En þá skiptir líka máli að passa upp á hvíld og mataræði og hreyfingu. Það er ekki nóg að lesa bara kvöldið fyrir próf, það þarf að vinna markvisst alla önnina. Góð ráð n Rifjaðu upp reglulega. n Það er ekki nóg að lesa bara kvöldið fyrir próf. n Hagræddu tíma þínum á prófatíma þannig að þú getir stundað námið af krafti. astasigrun@dv.is Góð námstækni skiptir miklu máli www.tskoli.is Dreifnám Tækniskólans fyrir framsækna nemendur Byggingatækniskólinn • Húsasmíði • Húsgagnasmíði • Málun • Tækniteiknun Fjölmenningarskólinn • Íslenska fyrir nýbúa Upplýsingatækniskólinn • Grunnnám upplýsinga- og f jölmiðlagreina Innritun stendur yfir og lýkur 22. ágúst. Aðstoð við innritun verður í matsal nemenda á Skóla- vörðuholti kl. 16:00 – 18:00 mánudaginn 22. ágúst. Allar nánari upplýsingar á www.tskoli.is Skipstjórnarskólinn • Smáskiparéttindi • Skipstjórnarnám A, B, C, D • Varðskipadeild Raftækniskólinn • Grunnnám raf iðna • Raf virkjun • Rafvélavirkjun • Rafeindavirkjun Véltækniskólinn • Vélstjórn 750 Kw réttindi • Rafvirkjun fyrir vélfræðinga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.