Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Side 16
16 | Fréttir 30. september–2. október 2011 Helgarblað Þ að var þungt yfir lögreglu­ mönnunum sem mættu á næturvakt síðastlið­ inn laugardag. Niðurstaða gerðardóms um kjaramál situr þungt í lögreglumönnum. „Það er verið að misnota okkur,“ sagði varðstjórinn sem tók á móti blaðamanni og ljósmyndara á með­ an hann hellti kaffi í bollana okkar. Allir lögreglumennirnir sem voru á vakt um helgina voru sammála um að skyldurækni þeirra væri misnot­ uð af ráðamönnum. Þegar lögreglumenn mæta í vinnuna þurfa þeir að vera tilbúnir í átök. Flestir lögreglumenn upplifa á einhverjum tímapunkti að reynt sé að drepa þá eða meiða. Það fyrsta sem lögreglumaður gerir áður en hann fer á vakt er að klæða sig í skothelt hnífavesti. „Það versta er hvað þetta er óþægilegt. Svona lík­ amlega,“ sagði lögreglukona þeg­ ar blaðamaður spurði hana hvern­ ig tilfinning það væri að þurfa að klæðast skotheldu vesti í vinnunni. „Það var nú bara í síðustu viku sem einn fékk hníf á fleygiferð framan á sig,“ bætti lögreglumaðurinn við sem leiddi hópinn sem blaðamað­ ur fylgdi eftir. Hefði sá lögreglu­ maður ekki verið í vesti hefði hann að öllum líkindum endað á bráða­ móttökunni. Harðari heimur fíkniefna Lögreglumennirnir sem blaðamað­ ur ræddi við aðfaranótt sunnudags voru allir sammála um að þeir ótt­ uðust aukna skipulagða glæpastarf­ semi hér á landi. Tveir sérsveitar­ menn sem blaðamaður ræddi við yfir kaffibolla sögðu að erfitt væri að benda á einhverja ákveðna hópa. „Þetta eru bara litlir hópar sem hafa ekki nöfn,“ sagði annar þeirra en benti á að vélhjólahóparnir Out­ laws og Hells Angels væru engin fjölskyldusamtök. Vitað er til þess að einstakling­ ar hafi verið sendir hingað til lands til að kanna grundvöll fyrir rekstri skipulagðrar glæpastarfsemi. Lög­ reglumennirnir, sama hvað deild þeir tilheyra, sögðust óttast auk­ in umsvif útlendinga í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. „Þetta eru bara þrautþjálfaðir hermenn sem eru að koma hingað,“ sagði lög­ reglumaður og benti á hversu langt glæpamenn væru tilbúnir að ganga. Tók hann sem dæmi árás á tvo lög­ reglumenn sem hlutu alvarlega áverka eftir að hópur manna réðst á þá á Hverfisgötu í Reykjavík. Ekkert partí fyrir dótturina Það eru þó ekki bara málin sem lög­ reglumenn þurfa að fara í sem eru þeim erfið heldur krafan um að halda vinnunni og heimilislífinu aðskildum. Lögreglumenn mega ekki taka vinnuna með sér heim. Sama hverju þeir lenda í í vinnunni, þá verða þeir að skilja allar hugs­ anir um hana eftir áður en þeir fara heim til fjölskyldu sinnar. Ein lög­ reglukonan sem var á vakt með okkur aðfaranótt sunnudags sagði að það væri stundum erfitt þegar hún hitti vini 16 ára dóttur sinnar í vinnunni. „Ég hef ekki hitt hana en ég hef hitt vini hennar,“ sagði lögreglukonan. Hún sagði að hún hefði einu sinni ekki getað annað en hringt í dóttur sína til að banna henni að fara í partí sem hún var sjálf á leið í vegna vinnunnar. „Það var fyrst eftir Kastljós­ umfjöllunina hjá Jóhannesi Kr. að konan mín spurði hvernig ég væri varinn í vinnunni,“ sagði varðstjór­ inn á vaktinni. „Hún spurði mig hvort ég hefði einhvern tímann komið inn í svona aðstæður. Ég sagði auðvitað já.“ Varðstjórinn hef­ ur verið lögreglumaður í 16 ár en hann sagði mikið hafa breyst á þeim tíma. Kröfurnar væru orðnar meiri á meðan launin hefðu lækkað. Lyktin af rotnandi líki „Þú manst alltaf eftir því þegar þú finnur fyrst lykt af vikugömlu líki,“ sagði lögreglumaðurinn sem ók bílnum sem við vorum í. „Þetta er voða sérstök lykt en náttúru­ lega bara eins og af rotnandi kjöti.“ Hann sagðist ekki muna hversu mörgum líkum hann hefur komið að. Um leið og hann sagði það benti hann á bílakjallara í miðbænum og sagði: „Ég klippti til dæmis lík úr loftinu á þessum bílakjallara um daginn.“ Í hvert sinn sem einhver fremur sjálfsvíg eða er myrtur þarf lögreglumaður að koma á svæðið. Það má því í raun slá því föstu að allir lögreglumenn sem starfað hafa n Lögreglumenn leggja líf sitt í hættu í hvert sinn sem þeir mæta í vinnuna n Harka eykst í undirheimum og lögreglan mætir andúð á mörgum stöðum n Vinna nótt sem dag og eru fjarri heimilum sínum og börnum Leggja Líf sitt að veði á hverri vakt Leiddur í fangaklefa Það var ekki liðið langt á vaktina þegar boð kom frá bráða- móttökunni á Landspítalanum um að flytja þyrfti táning til gistingar í fangageymslum lögreglunnar. Mynd Eyþór Árnason Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Úttekt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.