Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Page 18
18 | Fréttir 30. september–2. október 2011 Helgarblað Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun L ovísa Guðmundsdóttir er eigin kona rannsóknarlög- reglumanns sem starfað hefur í lögreglunni í rúm 25 ár. „Við tökum á móti makanum eftir erfiðar vaktir og erfið mál. Þetta kem- ur líka inn á heimilið,“ segir hún um það hvernig sé að vera eiginkona lög- reglumanns. Starf eiginmanns henn- ar hefur tekið mikið á fjölskylduna og oft á tíðum hefur hún beðið hann um að skipta um starfsvettvang. Hann hefur sjálfur tekist á við ótrúlega hluti í starfi sínu sem hafa meðal annars eyðilagt fyrir þeim jólin. Í gæslu sérsveitarinnar Lovísa hefur þurft að senda dætur sínar tvær út af heimilinu vegna hót- ana sem eiginmaður hennar fékk út af starfinu. „Ég hef verið með sérsveit- ina heima hjá mér til þess að verja okkur og hef þurft að senda börnin mín í burtu af því að það átti að drepa manninn minn,“ segir hún. Hún segir þetta bara vera eitt dæmi af mörgum um hversu mikil áhrif starf lögreglu- manna getur haft á fjölskyldur þeirra. „Fyrir mörgum árum lenti hann í sjálfsvígi. Þar var eiginmaðurinn, pabbinn, sem hengdi sig úti í bílskúr. Hann átti konu og þrjú börn. Þetta gerðist á Þorláksmessu. Ég furðaði mig á því í mörg ár á eftir af hverju maðurinn minn var svona leiðinlegur á jólunum. Það var ekki fyrr en mörg- um árum síðar sem ég fékk að vita af hverju,“ segir hún um annað tilvik þar sem vinnan hefur haft afgerandi áhrif á fjölskyldulífið. „Það er svo margt í þessu starfi sem bitnar á okkur fjöl- skyldunum, konunum og börnunum. Ég er eiginlega bara búin að fá nóg.“ Stakk sig á nál fíkniefnaneytanda „Fyrir nokkrum árum stakk hann sig á nál hjá fíkniefnaneytanda,“ segir Lovísa sem gekk í gegnum sex mán- aða tímabil þar sem hún vissi ekki hvort maðurinn hennar hefði smitast af ólæknandi sjúkdómi í starfi. „Það er ekkert pælt í lögreglumanninum og enginn sem kallaði í okkur hjónin og velti upp spurningunni hvernig áhættu hann væri að leggja á sig í vinnunni. Við biðum bara í óvissu í sex mánuði,“ segir hún og bendir á að þau hafi sjálf þurft að sjá til þess að hann fengi þau mótefni og lyf sem hann þurfti til að reyna að lágmarka skað- ann hefði hann smitast af sjúkdómum á borð við eyðni eða lifrarbólgu C. Líkaminn ónýtur eftir vinnuna Vinna lögreglumanna er bæði líkam- lega og andlega erfið. Eins og lögreglu- menn sem DV hefur rætt við segja kemur að því að líkaminn gefur sig. Það hefur gerst hjá eiginmanni Lovísu. „Hann fór í þriðju brjósklosaðgerðina sína núna í vor.“ Eftir þá aðgerð hefur hann misst álagsgreiðslur sem fylgja því þegar menn fara í þrekpróf. „Hann tekur þrekprófið alltaf með stæl, þó að hann sé fimmtíu og fimm ára. En núna sagði læknirinn: Þú ferð ekkert í fleiri þrekpróf,“ segir Lovísa. Launin dragast saman um 18 þúsund á mánuði þar sem hann fær ekki að fara í þrekprófin. „Hann er með 297 þúsund í fasta- kaup,“ segir Lovísa og bendir á að það séu grundvöllurinn fyrir eftirlaunum hans. „Maðurinn minn var einu sinni með rosaleg laun – þegar hann var með 50 til 100 tíma á mánuði í auka- vinnu. Þannig hefur löggan togað launin upp með yfirvinnu. Þetta eru skammarlega lág laun og það er skammarlegt hvernig komið er fram við þessa stétt.“ Það eigi ekki að þurfa að vinna 100 yfirvinnutíma til að fá laun í takt við skyldur. „Þegar þeir voru með ágæt laun sáust þeir aldrei heima.“ Múr á milli heimilisins og vinnunnar Lovísa segir að það sé eins og ósýni- legur múr á milli vinnunnar og fjöl- skyldunnar. „Maðurinn minn lenti í áfallastreitu. Það eru nokkur ár síðan hann keyrði sig bara á vegg út af álagi í vinnunni. Hann hefur aldrei náð sér alveg síðan. Aldrei nokkurn tímann,“ segir hún. „Það er þetta sem er mjög algengur sjúkdómur í lögreglunni. Það eru mjög margir sem hafa lent í þessu. Og það sem mér finnst sorg- legast er að það hringir aldrei neinn og spyr um hann.“ Lovísa segir þó lögreglumenn eiga hver annan að og þeir séu eins og ein stór fjölskylda. Hún segir þó þá stað- reynd að lögreglumenn geti ekki tal- að um vinnuna heima fyrir skapa ákveðinn múr á milli heimilisins og vinnunnar. En hefur hún aldrei beð- ið hann um að skipta um vinnu? „Jú, oft,“ segir Lovísa. „Hann sér mjög eftir því í dag að hafa ekki hlustað á mig.“ Starfið bitnar á börnunum Hún segir að það hafi oft verið erfitt að halda fjölskyldunni gangandi með manninn á nætur- og helgarvöktum auk venjulegrar vinnu. „Þetta er ekki fjölskylduvænt, og hefur aldrei verið.“ Hún segist þó engu að síður finna fyrir stuðningi þjóðarinnar. „Ég finn fyrir því hvað þjóðin stendur þétt við bak- ið á lögreglumönnunum. Mér finnst sorglegt að ríkisvaldið skuli ekki gera það og mér finnst sorglegt að lögreglu- stjórarnir hafa ekki stigið fram.“ „Þetta hefur oft verið mjög erfitt. Þetta hefur oft bitnað á stelpunum okkar,“ segir Lovísa um hvernig starfið hefur haft áhrif á börnin þeirra. „Eins og þegar við bjuggum úti á landi, þá var pabbi þeirra að sekta og þær fengu að finna fyrir því svo í skólanum. Þá voru þær lagðar í einelti,“ segir Lovísa og vísar til þess tíma þegar eiginmaður hennar starfaði sem lögreglumaður á Austurlandi. „Það er ekkert sældarlíf að vera lögreglumaður.“ adalsteinn@dv.is n Eiginkona lögreglumanns talar um álagið á fjölskyldur lögreglumanna n Hefur oft beðið manninn sinn að skipta um vinnu n Var í gæslu hjá sérsveitinni eftir morðhótun n Starfið bitnar á börnunum, segir eiginkonan Hefur oft beðið hann að hætta „Þetta hefur oft verið mjög erfitt. Þetta hefur oft bitnað á stelpunum okkar. Ekkert fjölskyldulíf „Hann sér mjög eftir því í dag að hafa ekki hlustað á mig,“ segir Lovísa sem hefur marg- oft beðið manninn sinn að hætta í löggunni. Mynd Gunnar GunnarSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.