Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Side 24
24 | Viðtal 30. september–2. október 2011 Helgarblað H ann kveikir sér í sígar­ ettu. Það er ekki hægt að reykja inni á þessu kaffihúsi frekar en nokkru öðru þessa dagana og þess vegna hefur hann tekið kera míkbollann með hjartalaga mjólkurfroð­ unni með sér út. Haustsólin glennir sig á milli rigningar­ skúra og bregður birtu yfir grá­ mann. Mugi son er ögn þreytt­ ur eftir tónleika gærkvöldsins sem voru í Kassagerðinni. En hressist með hverjum kaffi­ sopanum. Þegar Mugison gerði í buxurnar „Er maður ekki búinn að segja allt þegar maður hefur sagt frá því að maður hafi gert í buxurnar á tónleikum?“ segir hann og grettir sig á móti sól­ inni. Mugison á við atvikið þeg­ ar hann varð að hætta við tón­ leika í Brussel í Belgíu eftir að hann gerði í buxurnar. Þegar Mugison var byrjaður að flytja þriðja lag tónleikanna og söng á hæsta tóni varð slysið. Málið var reyndar alvarlegt því hann hafði fengið heift­ arlega matareitrun en ákvað samt að halda auglýsta tón­ leika. Óhætt er að segja að þetta hafi verið mögnuð sviðs­ framkoma hjá tónlistarmanni og það lýsir honum vel að hann segi yfirhöfuð frá slíkum uppákomum í einlægni. Stálu DV og fóru í bíó „Annars var ég í matarboði hjá mömmu fyrir stuttu og hún rifjaði upp með mér minn stutta afbrotaferil. Og það er nú skemmtilegt að segja frá því að líklega var þetta einn um­ fangsmesti póststuldur lands­ ins. Við Breiðholtsstrákarnir gátum verið ansi uppátækja­ samir og við höfðum komist upp á lagið með að stela okk­ ur eintökum af DV og selja úti á götu fyrir smá vasapening. Blaðið var þá síðdegisblað og við gátum því athafnað okkur eftir skóla. Við seldum blöðin á slikk og keyptum okkur sæl­ gæti og fórum í bíó fyrir pen­ inginn. Einn daginn vorum við eitt­ hvað orðnir leiðir á þessum smábissness og ákváðum að færa út kvíarnar. Við gerðum úthugsuð plön, við ætluðum að ræna öllum Dagblöðum í bæði Efra­ og Neðra­Breiðholti. Svo kýldum við bara á það, rænd­ um þúsundum Dagblaða. Við fylltum töskurnar okkar af blöðum og fórum svo í Kringl­ una. Þar seldum við blöðin og seldum þau á góðum afslætti. Við vorum komnir í stórgróða að okkur fannst þegar lögregl­ an kom loks og hirti okkur. Þá héldum við nú að gamanið væri búið. Þeir fóru með okk­ ur upp í prentsmiðju, en þar var búið að kalla út aukavakt til að prenta fleiri blöð. Þar las einhver kona okkur pistilinn og þetta var hið alvarlegasta mál,“ segir Mugison og brosir og seg­ ist hafa verið ansi kræfur og út­ smoginn. Vökul móðuraugu „Ég laug því síðan að lög­ reglunni að stóru strákarnir í Breiðholtinu hefðu kennt okk­ ur þetta og við sluppum held­ ur betur með skrekkinn. Við vorum látnir tæma vas­ ana en okkur tókst einhvern veginn að láta þá fá lítið brot af gróðanum. Við vorum svo settir aftur upp í lögreglu­ bíl og til stóð að keyra okkur heim. En það gekk ekki því á vegi þeirra varð full kona und­ ir stýri. Þeir þurftu að sinna henni og létu okkur úr bíln­ um. Það vildi svo til að það var rétt hjá Laugarásbíói. Og þangað fórum við, keyptum okkur fimm poka af poppi og fullt af gosi og skelltum okkur í bíó.“ En það kom að því að gam­ anið kárnaði allverulega því lögreglan hringdi í móður Mugisons og sagði henni af Dagblaðastuldinum mikla. „Samskipti okkar við lög­ regluna voru lognið á undan storminum. Móðir mín lét mig ekki komast upp með neina vitleysu. Hún hafði fengið að heyra að uppátæki mitt gæti verið byrjunin á löngum af­ brotaferli og hún tók það al­ varlega. „Hún fór að vakta mig, ég komst ekki upp með það að ljúga að henni eða gera nokk­ uð misjafnt. Henni hefur tek­ ist vel upp því ég hef ekki stolið neinu steini léttara síðan þá.“ Á heimshornaflakki í æsku Margir halda að Mugison búi fyrir vestan og hann þarf reglu­ lega að leiðrétta það. Mugison býr nefnilega í Vesturbænum með kærustu sinni og barns­ móður, Rúnu Esradóttur, og sonum sínum tveimur sem eru fimm og sex ára gamlir. „Ég man lítið eftir mér fyr­ ir vestan þegar ég var lítill en ég átti heima þar til sex ára aldurs. Þá fluttist ég með fjöl­ skyldu minni alla leið til Afr­ íku því pabbi var í þróunarað­ stoð og ýmsum verkefnum henni tengdum. Þaðan flutti ég í Breiðholtið, svo Hrísey, því næst í Hlíðarnar í Reykjavík, þá til London og svo til Súðavíkur og nú er ég kominn hingað í Vesturbæinn.“ Pabbi Langsokkur „Það eru forréttindi fyrir lítinn dreng að fá að flytjast svo langt um haf. Ég segi strákunum mínum oft sögur frá Afríku þar sem ég átti apa um tíma. Við apinn vorum mestu mátar, spil­ uðum meira að segja stundum fótbolta. Ég ólst upp við mikið frelsi og fékk að synda í sjónum meðal furðufiska og leika mér í frumskógum. Þeim finnast það auðvitað mikil ævintýri og sjá mig svolítið eins og karlkyns útgáfu af Línu Langsokk,“ seg­ ir hann og hlær. „Og auðvitað vilja þeir líka eignast apa.“ Mugison hefur nú þegar sagt okkur frá útrásarævintýr­ um sínum sem lítill drengur í Breiðholtinu, í hvaða ævintýr­ um lenti hann á næstu dvalar­ stöðum? Og hvernig stóð á því að leiðin lá leiðin til Hríseyjar? Lærði að drekka og reykja í Hrísey „Pabbi vann við útgerðina í Hrísey og fjölskyldan flutti með honum. Þar lærði ég að vera bóhem,“ segir hann og kink­ ar kolli og brosir út í annað. „Það var í Hrísey sem ég lærði að drekka og reykja síga rettur. Réttu sígaretturnar og rétta áfengið,“ bætir hann við. „Áður en ég fór til Hríseyjar æfði ég sund mörgum sinnum í viku og þótti fyrirmyndarunglingur í hreysti. En í Hrísey hitti ég Kjart­ an Hall. Ljóðskáld sem er einn helsti bóhem landsins. Og þá var ekki aftur snúið. Ég hætti að sparka bolta og æfa sund. Ég bað hann um að kenna mér að vera bóhem og fór alltaf til hans á miðvikudögum. Ég safnaði hári, hann kenndi mér á viskí, ég fékk að heyra allt um Frank Zappa. Hann kenndi mér að tala um hann og Jack Kerouac við menningarvitana. Maður þyrfti ekki endilega að fíla þá en það væri gulls ígildi að geta rætt um speki þeirra. Ég geri það stundum þegar ég lendi í ein­ hverjum sérlega flóknum intel­ lektjúölum sem ég skil ekki al­ mennilega, virkar alltaf eins og galdur,“ segir hann og hlær. Blankari verða menn ekki Úr Hlíðunum flutti Mugison Pabbi Langsokkur „Þetta er ágætur dagur,“ segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, þar sem hann situr með Kristjönu Guð- brandsdóttur úti á stétt og segir sannar en ævintýralegur sögur af uppvextinum. Hann flakkaði á milli Afríku, Bolungarvíkur, Breið- holtsins og Hríseyjar, söng í karókí, fór á fyllerí með pabba sínum og átti stuttan afbrotaferil – sem reyndar tengist DV. Mugison er enn á flakki. Best finnst honum þó að vera heima í Vesturbænum með kærustu sinni, Rúnu, og sonum sínum sem hann segir oft sögur frá Afríku. Fyrir þeim er hann eins og karlkyns útgáfan af Línu Langsokk. „Við apinn vorum mestu mátar, spiluðum meira að segja stundum fótbolta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.