Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2011, Qupperneq 26
26 | Viðtal 30. september–2. október 2011 Helgarblað vélar. Stundum fer maður á lít- il gigg og þá væri gott að fara með mirstrumentið. En á stærri giggin er bandið ómissandi,“ segir hann. „Ég er líka haldinn landsbyggðarsnobbi og er van- ur því að vera með umstang á tónleikum úti á landi.“ Mug- ison spilar í Fríkirkjunni 1. októ- ber og mun svo halda tónleika í landsbyggðarhlutunum fjór- um, ferna í hverjum landshluta. „Ég spila á sextán tónleikum í vetur, spila á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum. Held svo hvíldardaginn heil- agan,“ bætir hann við og segist með þessu móti skrópa minna í skólanum en ella. Hann er enda í krefjandi námi í LHÍ og vill sinna því vel. „Það er verst að vera frá fjölskyldunni um helg- ar,“ segir hann svo. „En svona er þetta. Ég bæti það upp aðra daga.“ Strákarnir biðja um rokkpabba Á plötunni er lag sem er sér- staklega samið handa strákun- um hans. Það heitir Púkafæla og er ljúft lag um myrkrið. Það var föðureðlið sem varð til þess að Mugison samdi þetta lag. „Þeir urðu allt í einu svo myrk- fælnir og ég ákvað þá að búa til handa þeim vöggulag. Í því seg- ir frá myrkrinu sem er nærandi og mjúkt og gott.“ En hvernig skyldu svona litl- ir drengir fíla tónlist pabba síns? Þeir fíla rokkið sérstaklega. Þeir biðja stundum um rokkpabba. Þeir eru ekkert sérstaklega að kveikja á væmna pabba,“ segir hann og hlær. „Það verður að bíða betri tíma.“ Mugison elskar föðurhlut- verkið. „Það er það besta í heimi,“ segir hann. „Ég vildi samt að ég hefði meiri tíma til að vera með þeim. Það er auð- vitað klassískt vandamál for- eldra í dag. Ég er nútímapabbi með buxurnar á hælunum. Að reyna að láta hlutina ganga. Það má stundum sjá mig hlaupa út í Melabúð eftir grilluðum kjúk- ling. Kokkteilsósa með og all- ir verða glaðir. Drífa sig svo í klukkutíma í sund. Reyna að gera sem mest á sem stystum tíma. Strákarnir mínir eru mikl- ir grallarar. Þeir eru líka á svo pabbalegum aldri, finnst gam- an að hnoðast og slást. Byssur, geimverur og þannig drasl. Þetta eru þau ár og það er stuð.“ Um framtíðina: Heimsendir betri en svartidauði Gæti hann hugsað sér að eign- ast fleiri börn? „Já, ég er sko alltaf í samningaviðræðum. En skiljanlega þá lenda fyrstu árin svo mikið á konunni, maður getur ekki mjólkað brjóstin á sér. Maður hefur ekkert rosa- lega mikla vigt. Rúna verður líka að fá eitthvert pláss. Það þarf eitthvað öðruvísi blóð til þess að þola það að búa með tónlist- armanni,“ segir hann síðan eft- ir smá umhugsun. „Hún Rúna er svo yndisleg og við erum svo góð saman. Sjö, níu, þrettán,“ segir hann svo og bankar í stétt- ina. Um framtíðarplönin vill Mugison lítið segja. „Við Rúna vorum að horfa á myndina 2012 um daginn sem fjallar um heimsendi og hún hugsaði með sér: Vá, hvað ef þetta gerist í alvörunni? En ég sagði þá við hana: Já, en það er bara frábært. Það eru forréttindi að fá að lifa þann tíma þegar heimsendir verður, og ef það gerist ekki, þá er það bara „win-win situation“. Alla vega betra en svartidauði,“ segir hann og tæmir kaffiboll- ann. Mjólkurfroðan liggur eft- ir í bollanum. Ekki lengur eins og hjarta. Frekar eins og íslensk eyja sem hefur kannski lent í einhverjum heimsendisskaða. „Lífið er bara svo fyndið. Ég hef oft reynt að plana eitthvað en það fer í vaskinn og svo gerist eitthvað miklu skemmtilegra.“ „Loksins fór ég suður“ Mugison er reyndar nýfluttur í borgina. „Loksins fór ég suður,“ segir hann í gamni. „Við höf- um búið í Súðavík síðustu árin. Rúna er frá Súðavík og það vildi svo til að það var laust hús við hliðina á húsi mömmu hennar. Ég keypti húsið. Gekk frá því á einni kvöldstund, labbaði bara yfir og spurði hvort eigandinn vildi selja mér það. Súðavík er draumasamfélag fyrir litla fjöl- skyldu. Rúna kenndi í skólan- um og þarna er allt til alls í einu og sama kaupfélaginu. Það er meira að segja hamborgara- búlla í Súðavík. Ég flutti suður fyrst og fremst vegna þess að ég var spenntur fyrir nýju námi í Listaháskóla Íslands. Þetta er meistaranám og ég vinn með mirstrumentið mitt, kennararnir vakta mig og veita mér leiðsögn. Það er Sig- urður Halldórsson sem fer fyrir náminu.“ Hann segist sakna Súðavík- ur. „Sérstaklega tengdaforeldr- anna sem bjuggu í næsta húsi. Vestfirðir eru heimili okkar en hvert sem maður fer þá reynir maður auðvitað að búa til lítinn bæ úr öllu. En það sem ég kunni best við var svona ryþminn í fólki. Það er annar taktur í lífinu. Ekki það að stress sé eitthvað hrikalegt. En lífið er einfaldara.“ Aldrei fór ég suður Síðasta ár talaði Mugison í fjöl- miðlum um að hann væri orð- inn þreyttur á undirbúningi Aldrei fór ég suður. „Ég var eitt- hvað að væla í fjölmiðlum um þreytu. Við vorum búnir að vinna í átta ár ókeypis og auð- vitað á maður ekki að væla svona,“ segir hann. En mig lang- að svo að eiga stund með fjöl- skyldunni og vinum og að fleiri tækju að sér undirbúning og skipulagningu.“ Sem betur fer ákvað bærinn að taka þátt í hátíðinni. „Núna eru mömmur og ömmur bæj- arins að elda ofan í popparana og það er mikil stemning. Þetta verður árlegur viðburður vona ég um alla tíð.“ kristjana@dv.is „Það þarf eitt- hvað öðruvísi blóð til þess að þola það að búa með tón- listarmanni. Fjölskyldumaður Mugison vill eignast fleiri börn en hann segir óhjákvæmilegt að konan sjái meira um börnin fyrstu árin. „Maður getur ekki mjólkað brjóstin á sér,“ segir hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.