Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Síða 8

Fréttatíminn - 10.10.2014, Síða 8
Umferðin í nýliðnum september var mjög mikil á höfuðborgarsvæðinu, jókst um 5,8 prósent frá september í fyrra. „Þetta var umferðarmesti mánuður ársins og annar umferðar- mesti mánuður frá upphafi en ríf- lega 140 þúsund bílar fóru um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar,“ að því er segir á heimasíðu stofnunarinnar. Áætlað er að umferðin hafi aukist um 5,8% á milli september mánaða 2013 og 2014. „Þetta er önnur mesta aukning á milli mánaða, það sem af er ári, en þó í samræmi við það sem búist var við. Áætlað er að umferðin hafi dregist saman á Hafnarfjarðar- vegi en aukist mikið um Reykjanes- braut og Vesturlandsveg. Samanlögð meðalumferð um mælisniðin þrjú var tæplega 140.200 bílar á sólarhring en sá fjöldi gerir þennan mánuð að þeim stærsta á þessu ári. Nýliðinn mánuður er einnig næst umferðar- mesti mánuður frá upphafi. Apríl 2008, heldur enn metinu, en þá fóru rúmlega 140.800 bílar á sólarhring yfir sniðin. Þessi bílafjöldi, samsvar- ar því að næstum hver einasti íbúi á höfuðborgarsvæðinu, á aldursbilinu 17-80 ára, hafi ekið einu sinni á dag, yfir sniðin þrjú.“ -jh  Samgöngur September nálægt meti Mikill umferðarþungi á höfuðborgarsvæðinu Umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur aðeins einu sinni mælst meiri en í nýliðnum september. Mardís Sara Karlsdóttir, verkefnisstjóri Heilsutorgs og Sóley Bender, formaður stýrihóps Heilsutorgs. Mynd/Hari Sextíu prósent háskólanema frestuðu því að leita sér heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Nýrri heilsugæslu fyrir þennan hóp er ætlað að koma til móts við þarfir hans með því að bjóða ódýrari þjónustu. Þjónustan, Heilsutorg, markar ákveðin tímamót í íslenskri heilbrigðisþjónustu. n ý heilsugæsla fyrir háskóla-nema markar ákveðin tíma-mót í íslenskri heilbrigðis- þjónustu þar sem það eykur aðgengi ungs fólks að heilbrigðisþjónustu ásamt því að veita framtíðar heil- brigðisstarfsmönnum betri undir- búning, að sögn forsvarsmanna. Sex af hverjum tíu háskólanemum sögðust hafa beðið með að leita sér heilbrigðisþjónustu og var ástæðan fyrst og fremst kostnaður. Nú hef- ur sérstök heilsugæsla verið opnuð til að koma á móts við þarfir þessa hóps. Árið 2011 var gerð skýrsla á vegum velferðarráðuneytisins þar sem fram kom að heilsugæslu ungs fólks væri ábótavant hér á landi og brýnt að bæta þar úr. „Aðgengi að þverfræðilegri heil- brigðisþjónustu fyrir ungt fólk þar sem kostnaði er haldið í lágmarki er ábótavant,“ segir Mardís Sara Karlsdóttir, verkefnisstjóri Heilsu- torgs. Mardís og Sóley Bender, for- maður stýrihóps Heilsutorgs, segja að auka þurfi aðgengi að þjónustu þar sem líkamleg jafnt sem andleg heilsa er skoðuð heildrænt fyrir eitt komugjald. Framhaldsnemendur úr átta fræðigreinum við skólann veita þjónustuna undir handleiðslu leið- beinenda en mikil áhersla er lögð á þverfræðilegt samstarf teyma. „Hugmyndirnar sækjum við að mörgu leyti erlendis frá. Í nokkurn tíma hefur verið lögð áhersla á þver- fræðilegt nám við erlenda háskóla þar sem það er talið nauðsynlegt að nemendur ólíkra fræðigreina læri að vinna saman. Þannig öðlast þeir kunnáttu í því að takast sameigin- lega á við ýmiss heilbrigðisvanda- mál. Mikilvægt er að slíkt nám eigi sér stað áður en farið er að starfa í heilbrigðiskerfinu,“ segir Sóley. Víða erlendis er starfrækt heilsu- gæsla í háskólum fyrir nemendur. „Háskóli Íslands er stórt samfélag með um 14.000 nemendur, þar af um 1000 erlenda nemendur. Í þessu samfélagi hafa nemendur verið að glíma við alls kyns heilbrigðis- vandamál sem geta skipt máli varð- andi námsframvindu þeirra.“ Verkefnið markar viss tímamót í í íslenskri heilbrigðisþjónustu þar sem það eykur aðgengi ungs fólks að heilbrigðisþjónustu ásamt því að veita framtíðar heilbrigðis- starfsmönnum betri undirbúning. „Verkefnið veitir mikilvægan undir- búning fyrir verðandi heilbrigðis- starfsmenn. Þjónustuþeginn er miðpunktur þjónustunnar og vanda- mál hans er skoðað heildrænt út frá líkamlegum, andlegum og félags- legum þáttum. Hann tekur virkan þátt í eigin meðferð en slík nálgun á heilbrigðisvandamál er að aukast í öðrum löndum. Hún getur minnkað líkur á mistökum í heilbrigðiskerf- inu auk þess að vera fjárhagslega hagkvæmari fyrir þjónustuþegann og heilbrigðiskerfið í heild,“ segir Mardís. Á Heilsutorgi er veitt svipuð þjón- usta og á heilsugæslustöðvum. Lögð er mikil áhersla á forvarnir og inn- grip áður en vandamálið verður of stórt. Þá er bæði andlegt og líkam- legt heilsuástand tekið til skoðun- ar. „Það er vel þekkt að sálfræðilegt ástand og andleg líðan spilar inn í margvísleg heilsufarsleg vandamál og því er nauðsynlegt að huga að þessum þætti,“ segir Mardís. Kostn- aðurinn við heilbrigðisþjónustu get- ur verðið verulega íþyngjandi og því er mikilvægt að bjóða námsmönn- um heilbrigðisþjónustu þar sem kostnaði er haldið í lágmarki. „Það er fjárhagslega hagkvæmt að borga eitt komugjald og fá að hitta þver- fræðilegt teymi sem vinnur saman við úrlausn á heilbrigðisvanda þjón- ustuþegans, sérstaklega þegar ein- staklingar eru að glíma við fleiri en eitt vandamál. Fjölþætt heilbrigðis- vandamál eru stöðugt að aukast í nútíma samfélögum,“ segir Mardís. Hugrún Björnsdóttir hugrun@frettatiminn.is  HeilbrigðiSmál ný HeilSugæSla HáSkólanema markar tímamót Fresta því að leita til læknis vegna kostnaðar 8 fréttir Helgin 10.-12. október 2014 www.icewear.is ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR VETRAR- OG ÚTIVISTARFATNAÐUR FÁKAFEN 9 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 555 7412 STORMUR Dúnparka Verð áður: 39.950 Verð nú: 19.975 Aðventa 2 28. nóvember - 5. desember Aðventuperlur Þýskalands Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Aðventan er sá tími þegar borgir og bæir Þýskalands skarta sínu fegursta og ilmur frá jólaglöggi liggur í loftinu. Farið verður m.a. til tónlistarborgar Richards Wagners, Bayreuth og Nürnberg sem er með elsta jólamarkað Þýskalands, að ógleymdri miðaldaborginni Rothenburg ob der Tauber. Verð: 179.800 kr. á mann í tvíbýli. Örfá sæti laus Sp ör e hf . Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir Kynningarfundur um neyðar- varnahlutverk Rauða krossins í almannavörnum og landsæfinguna „Eldað fyrir Ísland“ verður haldinn miðvikudaginn 15. október kl. 8.30–9.30 í húsi Rauða krossins, Efstaleiti 9. Skráning á raudikrossinn.is Allir velkomnir! Hvar er þín öldahjálparstöð? H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 1 4 -2 1 8 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.