Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Síða 68

Fréttatíminn - 10.10.2014, Síða 68
ALÞJÓÐLEG BARNA- OG UNGLINGABÓKMENNTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 9.–12. OKTÓBER 2014 WWW.MYRIN.IS WWW.NORRAENAHUSID.IS Páfugl úti í m ýri Viðburðir alla helgina, fyrir alla fjöls kylduna í Norræna hús inu. 12. september – 11. október 2014 TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is Opnunartímar 12:00-17:00 fimmtudaga til föstudaga 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi Parísar-pakkinn/The Paris Package HAllGRímuR HElGAsON 22. OKTÓBER Kl. 20:00 í SAlNUM í KÓpAvOgi Aðeins þet tA einA kvöld! 3 0 ár A Afmælistónleik Ar M i ðA SAl A á SAlU R i N N . i S O g M i d i . i S Guðrún Gunnarsdóttir sópran Þuríður Jónsdóttir sópran Hrafnhildur Halldórsdóttir alt Skarphéðinn Hjartarsson tenór Þór Heiðar Ásgeirsson bassi Hljómsveit Gunnar Gunnarsson píanó Ásgeir Ásgeirsson gítar Þorgrímur Jónsson bassi Hannes Friðbjarnarson trommur Völd fatanna Rakel Sölvadóttir opnar sína fyrstu einkasýningu í Deiglunni á Akureyri á laugardaginn, klukkan 15, undir yfir- skriftinni #1. Á sýningunni skoðar Rakel listrænt og samfélagslegt hlutverk fata- hönnunar og snertir á ýmsum flötum tísku og fatnaðar. Kíkt verður undir yfirborðið og skoðað hverskonar völd fötin búa yfir. Rakel Sölvadóttir útskrifaðist með BA gráðu frá fatahönnunardeild Listahá- skóla Íslands vorið 2013. Auk þess að starfa sem fatahönnuður hefur hún hannað sviðsmyndir fyrir tískusýningar og unnið að ýmiskonar innsetningum og samvinnulistaverkefnum. „Rakel vinnur á skúlptúrískan hátt og með líkamann sem útgangspunkt notar hún form til að ýkja, brjóta upp eða afbyggja silhúett- una,“ segir enn fremur. Sýningin stendur til 9. nóvember og er opin alla daga nema mánudaga, klukkan 12-17. Aðgangur er ókeypis. Rakel Sölvadóttir.  TónlisT Jazz- og blúsháTíð í Kópavogi Fremstu hljóðfæraleikarar landsins koma saman um helgina á tvenn- um tónleikum Jazz- og blúshátíðar í Kópavogi. Í dag, föstudag, klukkan 20, verða tónleikar með Guitar Isl- andico í Salnum. Hljómsveitin hefur gert garðinn frægan með skemmti- legum útsetningum á íslenskum þjóðlögum. Tríóið skipa Gunnar Þórðarson, Björn Thoroddsen og Jón Rafnsson. Icelandic All Star Jazzband spilar síðan í Salnum á morgun, laugar- dag, klukkan 20. Sveitin er skipuð djassleikurum sem hlotið hafa viður- kenningu víða. Í henni eru: Sigurður Flosason, Tómas R. Einarsson, Einar Valur Scheving, Kjartan Valdemars- son og Björn Thoroddsen. Jazz- og blúshátíð Kópavogs hófst um síðustu helgi þegar Björn Thoroddsen gítarleikari hélt um 20 mínútna tónleika í heimahúsum. Bæjarbúar gátu sótt um að fá tón- leikana heim til sín, en þeir voru haldnir á föstudags- og laugardags- kvöld. „Það var mjög skemmtileg upplifun að spila heima í stofu hjá Kópavogsbúum,“ segir Björn Thor- oddsen. Þá eru í vikunni tónleikar í Gull- smára, félagsmiðstöð aldraðra, í Molanum ungmennahúsi og í Snæ- landsskóla. -jh Snillingar stilla saman strengi Björn Thoroddsen lék í heimahúsum hjá Kópavogsbúum um síðustu helgi. Lífsneistar Leifs Þórarinssonar  TónlisT CapuT hópurinn heiðrar minningu TónsKálds C aput hópurinn stendur fyrir tónleikum í Norður-ljósasal Hörpu með tónlist Leifs Þórarinssonar næstkomandi sunnudag klukkan 17.15. Með tónleikunum vill hópurinn heiðra minningu Leifs í tilefni þess að í ágúst voru liðin áttatíu ár frá fæðingu hans. Leifur lést árið 1998. Flutt verða nokkur af meistaraverk- um tónskáldsins, verk sem heyrast nær aldrei, en efnisskráin spannar nánast allan tónsmíðaferil Leifs. Barnalagaflokkurinn fyrir píanó var skrifaður í Vínarborg árið 1954 fyrir Rögnvald Sigurjónsson. Hann sagði síðar: „Sérstaka ánægju hef ég af Barnalagaflokknum hans Leifs, enda er hann orðinn klass- ískur og hefur í sér lífsneista, sem á eftir að endast lengi.“ Hitt píanóverk tónleikanna, Klasar, er af allt öðrum toga. Þetta er ódagsett dadaískt tilraunaverk og hefur sennilega ekki verið flutt síðan árið 1967 þegar Leifur og Atli Heimir Sveinsson léku það í sam- einingu í Ríkisútvarpinu. Afstæður, samdar í New York árið 1960, fyrir fiðlu, píanó og selló er eitt höfuðverk íslensk mód- ernisma, stutt og spennandi verk sem gerir feiknalegar kröfur til flytjenda. Strengjakvartettinn frá 1969 er aftur á móti í hæsta máta express- jónískt verk með trúarlegum undir- tóni. Kvartettinn hefur sárasjaldan verið spilaður enda ekki áhlaupa- verk, að því er fram kemur í til- kynningu. „Leifur skrifaði líka af sjald- gæfu næmi fyrir flautuna en hann starfaði um árabil náið með flautu- snillingnum Manuelu Wiesler. Hún frumflutti Flautukonsertinn, sem síðar hlaut nafnið Vor í hjarta mínu, á tónleikum í Þjóðleikhúsinu árið 1983.“ Frá síðasta tónsmíðatímabili Leifs verður flutt eitt fallegasta verk hans, Grafskrift fyrir Bríeti, við ljóð Matthíasar Jochumsonar. Verkið er samið fyrir kvenraddir og hörpu og var frumflutt við útför Bríetar Héðinsdóttur leikkonu árið 1996 og hefur ekki verið flutt á opinberum tónleikum áður. Í tilefni tónleikanna verða gefnar út tvær ritgerðir Kolbeins Bjarnasonar, flautuleikara Caput hópsins, um tónlist Leifs. Einnig verður opnuð heimasíða tileinkuð Leifi. Stjórnandi á tónleikunum er Hákon Leifsson, sonur tónskálds- ins. -jh Caput hópurinn heiðrar minningu Leifs Þórarinssonar tónskálds (1934-1998) með tónleikum á sunnudaginn. Mynd/Andrés Kolbeinsson 68 menning Helgin 10.-12. október 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.