Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Síða 4
4 | Fréttir 26.–28. ágúst 2011 Helgarblað Halda leikhúsinu þrátt fyrir þrot H elgi Björnsson, faðir fjár- festisins Magnúsar Ármann, og lögmaðurinn Bernhard Bogason, fyrrverandi yfir- lögfræðingur FL Group, eiga áfram hlut í leikhúsinu Admi- ralsPalast í Berlín. Rekstrar félag leik- hússins, Admiralspalast Produktions GmbH, var tekið til gjaldþrotaskipta í fyrra, líkt og greint var frá í DV. Helgi og viðskiptafélagar hans áttu 25 pró- senta hlut í rekstrarfélaginu, sem fór í þrot, ásamt því að eiga hlut í fast- eignafélaginu sem á húsið. Helgi greindi frá því í viðtali við DV í fyrrasumar að leikhúsrekstur- inn gengi vel en að þessi bransi væri áhættusamur. Sagði Helgi að hann og viðskiptafélagar hans hefðu tapað 100 milljónum króna á Mel Brooks- sýningunni The Producers. Í viðtal- inu sagði Helgi: „Þessi rekstur er mjög áhættusamur og það þarf lítið út af að bera. Við lentum til dæmis mjög illa í því í fyrra þegar The Producers, sem er Mel Brooks-sýning, floppaði hjá okkur. Þetta var mjög stór sýn- ing og mikil fjárfesting. Þar töpuðum við einhverjum 100 milljónum og við vorum nánast við dauðans dyr.“ Nokkrum mánuðum síðar lá ljóst fyrir að rekstrarfélag leikhússins yrði gjaldþrota. Ágúst keypti af Magnúsi Leikhúsið er sögufrægt og stendur við Friedrichstrasse í Mitte-hverfinu í Berlín. Húsið var var byggt árið 1910 og var óperuhús Berlínarborgar um nokkurra ára skeið eftir seinni heims- styrjöldina á meðan unnið var að endurbótum á óperuhúsinu við göt- una Unter den Linden sem var opnað aftur árið 1955. Aðspurður segir Bernhard Boga- son að hann og Ágúst Ármann, faðir Magnúsar, hafi keypt 75 prósent í ís- lenska eignarhaldsfélaginu Admiral Reykjavík sem heldur utan um 13,5 prósenta hlut í leikhúsinu í Berlín í gegnum félagið Admiralspalast Berl- in & Co. KG . Helgi Björnsson á hin 25 prósentin í íslenska eignarhalds- félaginu. Draga verður í efa að mjög skörp skil sé hægt að greina á milli hagsmuna Magnúsar og föður hans í málinu. Vinnur að uppgjöri fyrir Magnús Bernhard, sem í dag starfar hjá lög- mannsstofunni Nordik, segist vinna að því um þessar mundir að ganga frá félögum sem tengjast Magnúsi. „Ég hef verið að vinna í því að ganga frá fé- lögum Magnúsar Ármann sem hann átti. Ég og Ágúst Ármann, faðir Magn- úsar, keyptum 75 prósenta hlut í Admi- ral Reykjavik ehf. [áður Mógull ehf.] í gegnum Golden Gate Holding ehf. og höfum síðan verið að reyna að bjarga þeim verðmætum sem voru inni í fé- laginu,“ segir Bernhard. Magnús Ár- mann átti áður 32 prósent í félaginu og kvikmyndaframleiðandinn Jón Tryggvason átti 43 prósent í félaginu. Byrjað var á verkefninu í Þýskalandi árið 2003. Helgi, Jón og Magnús borg- uðu 1,5 milljónir evra fyrir fasteignina og tóku svo 15 milljóna evra lán fyrir framkvæmdum við það hjá bönkum í Þýskalandi. Samkvæmt ársreikningi fasteignafélagsins þýska fyrir árið 2009 á félagið eignir upp á tæpar 12 millj- ónir evra – leikhúsið sjálft – en skuld- ar rúmlega 15 milljónir evra. Stærstur hluti skuldanna er tryggður með veði í fasteigninni. Nýr leigutaki í leikhúsinu Aðspurður um stöðu Admiralspal- ast-leikhússins í Berlín í dag segir Bernhard að nýr leigutaki hafi nýlega komið að rekstri leikhússins. Um er að ræða Maik Klokow, þýskan söng- leikja- og leikhúsframleiðanda frá Düsseldorf. Leigir hann fasteignina af félaginu Admiralspalast Berlin & Co. Helgi Björnsson segir aðspurð- ur að hann sé alfarið kominn út úr rekstri leikhússins í kjölfarið á þessum hræringum. „Það er engin rekstrar- leg ábyrgð lengur,“ segir Helgi. Tengsl hans og íslenskra viðskiptafélaga hans við þýska leikhúsið í Mitte-hverfinu eru því eingöngu eigendalegs eðlis. Helgi segir að hann reikni ekki með öðru en að þeir geti haldið eignar- hlut sínum í þýska leikhúsinu. „Þessi sem er búinn að taka við rekstrinum er með mjög sterkt bakland þannig að þetta lítur vel út. Leigan dekkar bara afborganirnar af húsinu,“ segir Helgi. Hann segir að ekki standi til að Íslend- ingarnir selji eignarhlut sinn í leikhús- inu að svo stöddu. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Viðskipti n Rekstrarfélag Helga Björnssonar og viðskiptafélaga hans í Berlín varð gjaldþrota n Eiga hlut í þýsku leikhúsi n Magnús Ármann kominn út úr eigendahópi leikhússins „Ég hef verið að vinna í því að ganga frá félögum Magnúsar Ármann sem hann átti Eigendaskipti Helgi Björnsson og Magnús Ármann eiga áfram hlut í leikhúsi í Mitte-hverfinu í Berlín þrátt fyrir gjaldþrot rekstrarfélags hússins. Þinghald yfir síbrotamanni í Héraðsdómi Suðurlands: Grunaður um aðra nauðgun Þingfesting í kynferðisbrotamáli sem kom upp á Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum á dögunum var í Hér- aðsdómi Suðurlands á fimmtudag. Þinghaldið er lokað. Þolandinn, sem er tvítug kona, sagði mann- inn hafa nauðgað sér við salernin í Herjólfsdal á milli klukkan 4 og 5 um nóttina. Hún gat gefið greinar- góða og ítarlega lýsingu á árásar- manni sínum og gátu gæslumenn og lögregla handtekið hann mjög fljótlega aðfaranótt mánudags. Lög- regla krafðist fjögurra vikna gæslu- varðhalds á grundvelli almanna- hagsmuna þar sem maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður vegna kynferðisbrota og er talinn síbrota- maður. Maðurinn sem er fæddur 1987, var dæmdur fyrir nauðgun árið 2006, þá neyddi hann ungra stúlku til kynferðisathafna við tjaldstæði í Hrossabithaga í Hornafjarðarbæ. Maðurinn hitti stúlkuna þar sem hún hafði tjaldað ásamt vinum sín- um og bað hana um að rölta að- eins með sér. Hann síðan nauðgað henni í trjálundi, meðal annars með að halda um háls hennar og rífa í hár hennar svo hún hlaut áverka. Stúlkan sagði piltinn hafa hleg- ið að sér eftir nauðgunina og hót- að að drepa hana ef hún segði ein- hverjum frá. Hún leitaði hins vegar til lögreglunnar og aðhlynningar á heilsugæslustöð og fékk maður- inn upphaflega tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur auk þess sem honum var gert að greiða stúlk- unni 1 milljón í skaðabætur. Hæsti- réttur mildaði hins vegar dóminn í átján mánuði og 800 þúsund krónur í skaðabætur. Þjóðhátíð í Eyjum Þingfesting í máli 24 ára manns sem grunaður er um nauðgun á ungri stúlku á Þjóðhátíð var í Héraðsdómi Suðurlands á þriðjudag. Risalækkun á bensíni Öll olíufélögin nema Skeljungur lækkuðu í gærmorgun, fimmtudag, verð á bensíni og dísilolíu um 13 krónur. Lítrinn kostar nú um 219,5 krónur en verðmunurinn á milli félaga mælist í nokkrum aurum. Hjá Skeljungi hafði verðið ekki enn verið lækkað, þegar þetta var skrifað en þar kostar lítrinn 234,5 krónur. Sá sem kaupir 40 lítra af bensíni sparar sér um 600 krónur ef hann velur ekki Skeljung. Verðið gæti þó lækkað fljótlega. Lækkunin í morgun er óvenju mikil en sjald- gæft er að verðbreytingar á bensíni séu meiri en tvær til fjórar krónur í einu. Því má segja að um risalækk- un sé að ræða. Önnur tvíbura- systirin látin Önnur af tvíburasystrunum sem börðust fyrir lífi sínu á vökudeild Landspítalans lést laugardaginn 20. ágúst. Hún verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju á mánudag ásamt móður sinni sem lést af barnsförum. DV greindi frá því í síðustu viku að nýfæddar tvíburasystur hefðu bar- ist fyrir lífi sínu á vökudeild Land- spítalans. Talið er að móðirin hafi látist eftir að hafa fengið blóðtappa í lungun. Stúlkurnar komu í heiminn sunnudaginn 14. ágúst síðastliðinn. Á vef DV og víðar má finna upplýs- ingar um söfnunarreikning til styrkt- ar fjölskyldunni. www.xena.is Mikið af fínum skóm í leikfimina no3 - st. 36-41 verð kr. 2500.- Opið virka daga 11-18 laugardag 11-16 Grensásvegur 8 og Nýbýlavegur 12 - Sími 517 2040 SKÓMARKAÐUR no2 - st. 41-46 verð kr. 6795.- no1 - st. 28-35 verð kr. 3995.- TILBOÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.