Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Qupperneq 12
12 | Fréttir 26.–28. ágúst 2011 Helgarblað
É
g fann fyrst fyrir vilja til
að segja frá þessu eftir
að ég las bókina Graf-
arþögn í íslensku. Ég
sá bara fyrir mér fjöl-
skylduna mína. Það
vakti upp svo margar minn-
ingar að ég gat bara ekki meir.
Ég gat ekki einu sinni klárað
bókina – mér fannst þetta bara
eins og heima hjá okkur,“ seg-
ir sautján ára piltur sem setti
sögu sína af heimilisofbeldi á
netið. Hann lýsti því hvernig
faðir hans hafði haldið heim-
ilislífinu í heljargreipum í
mörg ár og segir frá því hvern-
ig hann hefur haldið því áfram
eftir skilnað foreldranna. Þau
standa í forræðisdeilu sem
hefur staðið í þrjú ár. Hann vill
þó ekki koma fram undir nafni
þar sem faðir hans er og verður
ávallt faðir hans.
„Ég flutti aftur til mömmu
um það leyti þegar síðast var
samið um forræði. Ég sagði
nokkrum frá ofbeldinu, fyrst
júdóþjálfaranum mínum og
svo kærustunni minni. Þegar
ég sagði þjálfaranum mínum
frá þessu þá grét ég – ég hágrét.
En ég hef hingað til ekkert ver-
ið að ræða þetta En ég fann að
það var gott að segja frá þessu,“
segir hann og það er eins og
þungu fargi sé af honum létt.
Skrifaði sig frá reiðinni
„Svo hringdi ég og talaði við
pabba um ofbeldið – hann
vissi auðvitað af þessu – en
hann sagði mér að fara til hel-
vítis og að mamma mætti bara
eiga mig. Ég hef ekkert talað
við hann síðan og ég vil bara
vera heima hjá mömmu. Eldri
krakkar fá að ráða meira hvað
þau gera í forræðismálum og
ég vil bara vera þar.“
Það er lífsreyndur ungur
maður sem gengur upp stig-
ana á Tryggvagötunni til að
hitta blaðamann. Hann er hik-
andi og með í för er kærasta
hans. Þrátt fyrir hikið er ljóst að
hann er með ákveðin skilaboð
og hann veit hvað hann vill að
komi fram í viðtalinu. „Það á
engum að líða illa,“ segir hann.
Hann segist þreyttur á því að
líta um öxl og vera hræddur –
hann er ekki lengur hræddur.
Það er líka margt sem honum
liggur á hjarta.
„Ég er búin að vera svo
reiður undanfarna daga og
vikur – svo rosalega reiður. Ég
er búin að hugsa að mig langi
sjálfan að fara heim til pabba
og bara berja hann. Svo ákvað
ég bara að losa um þetta með
því að skrifa þetta sjálfur og
koma þessu frá mér. Ég gat
ekki sofnað á mánudagskvöld-
ið. Það voru allir sofnaðir og ég
ákvað að opna Word og byrja
að skrifa. Ég var að skrifa í smá
tíma og þá leið mér aðeins bet-
ur. Svo fór ég bara að sofa. Þeg-
ar ég fór á fætur daginn eftir
ákvað ég að setja þetta á netið.“
Hann sagði engum frá því að
hann hefði sett þetta á Facebo-
ok-síðu sína, ekki einu sinni
móður sinni. „Hún varð ekki
reið, en hún var mjög hissa. Ég
varð bara svo reiður og sár allt
í einu – ég ætlaði fyrst að gera
þetta að dagbók. Ég vil bara
skrifa þegar tilfinningin kemur
yfir mig. Það var rosalega gott
að gera þetta. Ég vil gera þetta
út af tilfinningum.“
Óttaðist föður sinn
„Það er ekki flott að vera of-
beldismaður. Hann reyn-
ir að fela það. Hann spyr mig
kannski: „Ég beiti þig ekki of-
beldi – er það nokkuð?“ Þú
segir ekkert: „Jú, þú gerðir
það“ við ofbeldismann! Mér
finnst ég vera bara í fangelsi
– andlegu fangelsi. Mér líður
ekki vel. Ég er með svo mikið
af minningum um þetta, þetta
gerðist svo oft.“
Foreldrar hans bjuggu sam-
an í 15 ár. Hann segist ekki
muna eftir öðru en að búa við
heimilisofbeldi. Hann segir
að mamma sín hafi ekki haft
burði til að stöðva þetta. „Þetta
er ekki auðvelt. Þetta er hræði-
legt andlegt ofbeldi. Ég þekki
lítið annað, þetta var algengt.
Ég var alltaf hræddur við
pabba. Ég var hræddur við að
fara heim.“
Minningarnar renna samt
margar saman í eitt og honum
finnst erfitt að gera greinar-
mun á ofbeldisverkunum. Þau
eru mörg og minningarnar erf-
iðar. En hann man að ofbeld-
ið hófst þegar hann var bara
barn. „Hlutirnir renna saman í
eitt, ég veit ekki stundum hve-
nær hvað gerðist, þetta hefur
verið svo mikið og stöðugt.“
Mamma drakk
En hann er heldur ekkert að
fela það að móðir hans á við sín
eigin vandamál að stríða. Hún
er kvíðasjúklingur og óvirkur
alkóhólisti. „Mamma reyndi
oft að fyrirfara sér og þetta
var erfiður tími. Einu sinni
reyndi hún að hoppa niður af
svölum og ég þurfti að halda
henni. Það er erfitt líf að búa
með ofbeldismanni. Stundum
drakk hún rosalega mikið, en
hún var ekkert alltaf full allan
sólarhringinn. Hún drakk oft,
en ekki eins oft og sagt er um
hana.“
Það er augljóst að pilturinn
vill vernda mömmu sína, en
hann segir að hún sé sú sem
alltaf er til staðar fyrir sig. „Hún
gekk alltaf á milli – ég veit ekki
hvort ég myndi þora því. Hún
var ótrúlega hugrökk.“
En minningarnar eru
slæmar og það er erfitt að eiga
við þær. Hann segir föður sinn
vera í ófrægingarför til að koma
óorði á mömmu hans. „Þetta
eru svo slæmar minningar.
Pabbi, hann skrifar svona bréf
úti um allan bæ um mömmu.
Sumt er satt – hún er óvirkur
alkóhólisti. Hún gerði þó eitt-
hvað í sínum málum og ákvað
að hún gæti ekki lifað svona.“
Stundum gistu þau í
Kvennaathvarfinu. Hann man
sérstaklega eftir einu atviki
þar sem pabbi þeirra sótti þau
þangað. „Ég man eftir einu
skipti þegar pabbi var búin að
vera að lemja mömmu. Hún
var búin að tala um að fara í
Kvennaathvarfið lengi, en hún
drakk á þessum tíma svo það
varð aldrei neitt úr því. Svo fór
pabbi út að skemmta sér þetta
kvöld og hafði áður lagt hend-
ur á okkur og við fórum þang-
að með leigubíl. Þegar hann
komst að því að við vorum far-
in þá hringdi hann og fór að
keyra fyrir utan alveg enda-
laust og grátbað mömmu að
koma til baka. Hann sagðist
gera allt fyrir hana. Svo fórum
við heim og þar réðst hann á
hana aftur.“
Hættur að vera hræddur
„Hann henti hlutum í
mömmu, sparkaði í hana. Við
horfðum alltaf á – stundum
reyndum við að gera eitthvað.
Þetta með bónusferðina – það
var sérstakt – þess vegna man
ég það svona vel. Hann byrjaði
ekki venjulega bara þegar við
komum heim, ég man líka eftir
bónuspokanum – alveg skýrt.
Hann sparkaði í mig og ég
flaug á hurðina. Ég man bara
eftir þessu eins og þetta hefði
gerst í gær. Ég flaug á hurðina
og hálfrotaðist. Ég var bara lít-
ill. Ég var örugglega bara í leik-
skóla.“
Hann segir pabba sinn fyll-
ast ofsafullri reiði og á erfitt
með að skilja hana.
„Pabbi verður svo
rosalega reiður. Það
er ótrúlegt að fólk geti orð-
ið svona reitt. En það á öll-
um að líða vel, það á engum
að líða illa. Eftir þetta ofbeldi
hjá pabba hef ég verið svo-
lítið óhræddur við ofbeldi frá
krökkum á mínum aldri. Ég er
bara óhræddur því ég hef lent í
þessu svo oft,“ segir hann.
„Mér líður eins og þetta gæti
ekki verið verra. Ef mamma
hefði ekki staðið svona vel með
okkur þá hefði þetta samt verið
verra.“
Það bregðast allir
Hann segir að barnavernd-
arnefnd hafi komið mikið að
málum en hún hafi verið mátt-
laus og ekki staðið sig. „Það sjá
bara ekki allir í gegnum svona
ofbeldi. Þegar maður talar
við svona fólk, þá þorir mað-
ur ekkert að segja frá ofbeld-
inu. Maður er svo hræddur
um að pabbi frétti það. Það er
mjög erfitt að vera svona ung-
ur og vita ekki hvað er hægt að
gera. Það erfitt fyrir alla – mað-
ur þorir ekki að segja neinum.
Núna þori ég.“
Þau hafa þó fengið einhverja
aðstoð. „Mamma fór með okk-
ur til sálfræðings í smá tíma, en
svo fluttum við heim til pabba.
Við töluðum aldrei um ofbeld-
ið, bara um áfengisneysluna.“
Sárin í hjartanu gróa aldrei
Honum líður best best hjá
mömmu sinni enda fyllist
hann öryggi þar. „Mér líður
best heima hjá mömmu. Þar
finn ég fyrir öryggi. Svo líður
mér vel í júdósalnum.“ Hann
segir að júdóið hafi gert mikið
fyrir sjálfsmynd hans og fyllt
hann öryggi. „Ég held að þetta
Núna
þori ég
n 17 ára drengur opinberaði heimilisofbeldi á Facebook
n Varð að fá útrás fyrir reiðina n Pabbinn segist saklaus
n Systir hans, móðir og nágrannar staðfesta frásögnina
Framhald á næstu opnu
Ásta Sigrún
Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Viðtöl