Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Blaðsíða 16
16 | Fréttir 26.–28. ágúst 2011 Helgarblað n Engeyingar borguðu mörgum milljörðum of mikið fyrir N1 árið 2006 n Einar Sveinsson var þá stjórnarformaður Íslandsbanka sem sá um söluferlið og fjármögnun n Skuldsett yfirtaka Keyptu N1 á yfir- verði í góðærinu Þ að tók 60 ár að byggja Olíu­ félagið upp en á þremur árum tókst Engeyingum og Hermanni Guðmundssyni að leggja félagið í rúst. Svip­ að orðalag notaði Hermann Guð­ mundsson, núverandi forstjóri N1, um sögu Eimskips. „Það tók 100 ár að byggja Eimskip upp en það tók 4 ár að leggja þá vinnu í rústir einar,“ voru orð hans í pistli á Pressunni árið 2009. Óhætt er að segja að árangur hans sjálfs hafi síst verið glæsilegri hjá N1. Í ár eru 65 ár frá því að Olíu­ félagið var stofnað, árið 1946, af Sam­ bandi íslenskra samvinnufélaga (SÍS) og kaupfélögum landsins. Nafni þess var breytt í N1 árið 2007. Skuldsett yfirtaka Árið 2006 yfirtóku Engeyingar ásamt minni fjárfestum félagið með skuld­ settri yfirtöku sem nær alfarið var fjár­ mögnuð af Íslandsbanka og Kaup­ þingi. Hafði Ker, félag í meirihlutaeigu Ólafs Ólafssonar, sem kenndur er við Samskip, fengið Íslandsbanka til þess að sjá um söluferlið á Olíufélaginu. Varð niðurstaðan sú að bankinn lánaði Einari Sveinssyni, þáverandi stjórn­ arformanni Íslandsbanka, og öðrum fjárfestum sem áttu varahlutafyrirtæk­ ið Bílanaust fyrir hluta af kaupunum á Olíufélaginu og afganginn fjármagn­ aði Kaupþing. Nánar er fjallað um yfir­ tökuna í greininni hér til hliðar. Bjarni og Hermann nánir vinir Líkt og flestir þekkja var Bjarni Bene­ diktsson, formaður Sjálfstæðisflokks­ ins, gerður að stjórnarformanni Olíu­ félagsins þegar Engeyingar yfirtóku félagið árið 2006 með skuldsettri yfir­ töku. Samkvæmt heimildum DV eru Bjarni og Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, nánir vinir. Bjarni var mjög vel inni í rekstri N1 sem stjórn­ arformaður félagsins. Í lok árs 2008 hætti Bjarni síðan sem stjórnarfor­ maður og sagðist við það tilefni ætla að einbeita sér að stjórnmálum. Lífeyrissjóðir vilja losna við Hermann Í samtali við Viðskiptablaðið nýlega fullyrti Hermann að allir lánar­ drottnar félagsins væru sáttir við fjárhagslega endurskipulagningu þess. Samkvæmt heimildum DV eru íslenskir lífeyrissjóðir, sem þegar hafa tapað 4,4 milljörðum króna á N1, mjög óhressir með að Hermann Guðmundsson skuli enn starfa sem forstjóri N1. Hann hafi farið með stjórn félagsins sem leiddi til gjald­ þrots þess og beri því mikla ábyrgð á óförum þess. Það sé því óskiljanlegt að hann skuli áfram fá að vera for­ stjóri olíufélagsins. Yfirtóku Bílanaust 1999 Samstarf Engeyinga og Hermanns Guðmundssonar má rekja allt aftur til ársins 1999 þegar Sjóvá­Almenn­ ar og Burðarás, félög þar sem bræð­ urnir Einar og Benedikt Sveinssyn­ ir komu að stjórn, og Slípivörur og verkfæri ehf., sem Hermann Guð­ mundsson fór fyrir, yfirtóku vara­ hlutafyrirtækið Bílanaust. Hafði Íslandsbanki milligöngu um yfir­ tökuna og eignaðist bankinn sjálfur 13 prósent í Bílanausti. Á þessum tíma sat Einar Sveinsson líka í stjórn Tölur úr rekstri N1 2004 til 2010 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 Eignir 11.505 11.637 15.114 20.063 25.298 25.292 16.897 Eigið fé 3.440 3.689 -302 5.355 6.361 6.638 5.186 Eiginfjárhlutfall 29,9% 31,7% -2% 26,7% 25,1% 26,2% -30,7% Skuldir 7.425 7.332 15.416 14.708 18.937 18.645 22.083 Hagnaður 672 883 -6.810 861 -1.111 277 -11.824 Arður 500 634 0 0 0 0 0 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf­ stæðisflokksins, var í svokölluðu föstudagsviðtali hjá Fréttablaðinu síðasta föstudag. Þar fullyrti hann að Engeyingar og aðrir sem komu að yf­ irtökunni á Olíufélaginu (N1) í upp­ hafi árs 2006 hefðu komið með mik­ ið eigið fé inn í reksturinn. „Ég tel að fólk sjái það í hendi sér að það eru ytri aðstæður sem gjörbreytast og valda vandræðum hjá þessu félagi og um allt þjóðfélagið. Í því samhengi skiptir líka máli að eigendur félags­ ins komu með mikið eigið fé í rekst­ urinn og það stóð vel eftir kaupin,“ sagði Bjarni við Fréttablaðið. Íslandsbanki og Kaupþing fjármögnuðu Samkvæmt heimildum DV var yfir­ taka Engeyinga og annarra fjárfesta sem keyptu Olíufélagið af Ólafi Ólafs­ syni, sem kenndur er við Samskip, í upphafi árs 2006 nær alfarið fjár­ mögnuð af Íslandsbanka og Kaup­ þingi. Var um svokallaða skuldsetta yfirtöku að ræða. Stærstu hluthafar BNT ehf., sem fór með eignarhlut fjár­ festanna í Olíufélaginu sem breyttist í N1 árið 2007, fengu lán til þess að setja hlutafé inn í félagið. Heimildarmaður sem DV ræddi við segir að Ólafur hafi fengið miklu meira fyrir Olíufélagið en hann bjóst við. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sá um söluna og segir heimildarmað­ urinn að nokkrir aðilar hafi sýnt því áhuga að yfirtaka Olíufélagið en Eng­ eyingar hafi einfaldlega verið tilbúnir að borga miklu meira en aðrir. Ekki liggur fyllilega ljóst fyrir hversu mikið var greitt fyrir Olíufélagið árið 2006. Fréttablaðið fullyrti að greiddir hefðu verið 20 milljarðar króna en sam­ kvæmt heimildum DV er kaupverðið talið nærri 16 til 18 milljörðum króna. Hafði Ólafur Ólafsson talið að hann myndi fá um 11 til 12 milljarða króna fyrir félagið. Talið er að hann hafi hagnast um minnst fimm milljarða króna á umræddri sölu árið 2006. Lántökur Engeyinga hjá Íslandsbanka náðu hámarki Ástæða þess að Kaupþing var fengið til að fjármagna hluta af kaupunum var sú að við yfirtökuna á Olíufélag­ inu náðu lántökur Engeyinga hjá Ís­ landsbanka hámarki. Hlutaféð sem sett var inn í BNT árið 2006 upp á átta milljarða króna var að mestu feng­ ið með lánum frá Íslandsbanka. Þá fékk BNT líka lán upp á 6,3 milljarða króna í erlendum myntum. Kaup­ þing lánaði síðan BNT tíu milljarða króna sem fóru til Umtaks, sem hélt utan um 35 fasteignir Olíufélagsins víða um land sem samtals telja 63 þúsund fermetra. Skuldir einkahlutafélagsins Haf­ silfurs, sem var í eigu Benedikts Sveinssonar föður Bjarna, jukust um 1.150 milljónir króna árið 2006. Er talið að það hafi að hluta til ver­ ið vegna lána frá Íslandsbanka til að fjármagna hlutafé N1. Hafsilfur átti 28 prósent í N1 árið 2006. Skuldir einkahlutafélagsins Hrómundar, sem var í eigu Einars Sveinssonar, föðurbróður Bjarna og þáverandi stjórnarformanns Ís­ landsbanka, jukust um 1.200 millj­ ónir árið 2006. Er talið að það hafi að hluta verið vegna lána frá Ís­ landsbanka til að fjármagna hlutafé í N1. Ekki liggur ljóst fyrir hversu stóran hlut Hrómundur átti í N1 árið 2006. Íslandsbanki fór síðan með 12 prósenta hlut í N1 árið 2006 og Fjár­ festingafélagið Máttur 12 prósent. Á þeim tíma átti bankinn 50 pró­ sent í Mætti og einkahlutafélagið SJ1 50 prósent. SJ1 var dótturfélag Sjóvár og sá um fjárfestingar trygg­ ingafélagsins. Á þessum tíma fór Ís­ landsbanki enn með 33 prósenta hlut í Sjóvá. Eignuðust meira í N1 árið 2007 Árið 2007 seldi bankinn 12 pró­ senta hlut sinn í N1 til Máttar. Jafn­ framt seldi bankinn 50 prósenta hlut sinn í Mætti til Hrómundar og Hafsilfurs, félaga Einars og Bene­ dikts Sveinssona. Varð hlutur Mátt­ ar í N1 þar með 29,4 prósent. Bjarni Ármannsson, bankastjóri Glitnis, hafði setið í stjórn Máttar ásamt Jóni Diðriki Jónssyni, forstjóra bankans á Íslandi, en þeir hættu hjá bankanum eftir að nýir hluthaf­ ar náðu undirtökunum undir for­ ystu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar vorið 2007. Þá hætti Einar Sveins­ son líka sem stjórnarformaður Glitnis. Þannig virðist sem nýr hlut­ hafahópur Glitnis hafi viljað losa sig við hlut bankans í N1. Bjarni Benediktsson og Einar Sveinsson settust í stjórn Máttar þegar Bjarni Ármannsson og Jón Diðrik hættu þar. Á sama tíma seldu Engey­ ingar að stærstum hluta hlutabréf sín í Glitni með miklum hagnaði. Aukinn hlutur þeirra í N1 í gegn­ um Mátt árið 2007 hefur því lík­ lega að hluta til verið fjármagnaður með fjármunum sem komu af sölu hlutabréfanna í Glitni. Bjarni Benediktsson fullyrti að fjárfestarnir hefðu komið með mikið eigið fé: Skuldsett yfirtaka fjármögnuð af bönkum Lítið eigið fé Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fullyrti í samtali við Fréttablaðið síðasta föstudag að Engeyingar og aðrir fjárfestar hefðu komið með mikið eigið fé við yfirtökuna á Olíufélaginu (N1). Samkvæmt heimildum DV er það ekki rétt. Annas Sigmundsson as@dv.is Viðskipti Upphæðir eru í milljónum króna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.