Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Qupperneq 24
24 | Erlent 26.–28. ágúst 2011 Helgarblað S tanislav Alenzynovich og uppáhaldsfrænka hans, Jan- ina, búa í 120 metra fjarlægð hvort frá öðru. Þrátt fyrir ná- lægðina er erfitt fyrir þau að eiga í samskiptum. Ef þau vilja ræða saman þurfa þau nánast að hrópa sín á milli. Járntjald aðskilur þau og skiptir þorpinu í tvennt. Annar hlut- inn, Norviliskes, er í Litháen, aðildar- ríki ESB, og hinn hlutinn, Pizkuny, er í Hvíta-Rússlandi, síðasta einræðisríki Evrópu. Landamærin eru opin þrisvar á ári, um jól, páska og hvítasunnu. Á þeim tímum lifnar aldeilis yfir þorp- inu þegar íbúar þess streyma í báð- ar áttir yfir landamærin. Alenzyno- vich heimsækir þá frænku sína og færir henni munaðarvörur á borð við súkku laði og síga rettur. Hann dettur í það með manni hennar, Genady, og áður en þeir vita þá líður að kvöldi og þarf Alenzynovich þá að halda aftur yfir landamærin. Tilfinningarnar taka völdin með hjálp frá Bakkusi. „Fáðu þér annan drykk og við löbbum sam- an að landamærunum og brjótum niður þessa vesælu girðingu,“ segir Genady. Hert eftirlit Á öðrum tímum ársins þurfa íbúar Norviliskes hins vegar brottfararleyfi. Til að fá leyfið þarf að ferðast 30 kíló- metra og borga rúmlega fjögur þús- und krónur, til þess eins að komast í hinn hluta þorpsins. Einnig er rándýrt fyrir fólk að borga fyrir símtöl til ætt- ingja sinna sem kunna að búa hinum megin við girðinguna. Þá þurfa íbúar í Pizkuny að fara yfir landamærin til að grafa ættingjana en kirkjugarðurinn er í Norviliskes. Ekkert tiltökumál þótti á dögum kalda stríðsins að hafa þorpið í tveim- ur mismunandi ríkjum Sovétríkjanna. Eftir að Sovétríkin liðuðust í sund- ur fyrir tuttugu árum var hins vegar landamæragirðing reist. Í upphafi var þó lítil gæsla og fékk fólk að smygla pökkum af sígarettum óáreitt eða tína bláber handan landamæranna. Það breyttist þó allt árið 2004 þegar Lithá- en gekk í Evrópusambandið. Þá var ný girðing úr járni reist og gæslan hert. „Stundum vakna ég við gelt þýskra Schäfer-hunda þegar landamæra- verðir eru að störfum snemma morg- uns,“ segir Alenzynovich. Vilja Sovétríkin aftur Beggja vegna járntjaldsins lifa von- ir um að Sovétríkin verði endurreist. „Pútin mun sameina okkur á ný,“ segir Genady fullur bjartsýni. Alenzynovich er þó ekki jafn bjartsýnn. „Við höfðum í það minnsta atvinnu í gamla daga en núna vitum við ekki hvað gerist á morgun,“ segir Alenzynovich. Hann hefur orðið af miklum tekjum vegna þess að stór huti af jörð hans liggur á hvítrússnesku landsvæði sem hann getur ekki ræktað. Nágranni Alen- zynovich, Leokadija, kýs að horfa frek- ar á hvítrússneskar fréttir en litháísk- ar. Þar horfir hún með aðdáun á fréttir af Alexander Lukashenko, forseta Hvíta-Rússlands, heilsa upp á verk- smiðjustarfsfólk og tala um samstöðu með Kúbu og Venesúela. Tungumálið minnir hana jafnframt á æsku sína í Sovétríkjunum. Þrátt fyrir að Litháar búi við miklu meira frelsi en Hvít-Rússar standa samyrkjubúin í Hvíta-Rússlandi mun betur að vígi en mörg bóndabýli í Litháen sem hafa orðið undir í sam- keppni við vesturevrópsk býli sem bjóða vörur fyrir mun lægra verð. Þannig má nefna að gamla sam- yrkjubúið Druzhba, nálægt Norvilis- kes, hafði 800 kýr þegar best lét en hef- ur núna einungis þrjár.   Ræddi við Pink Floyd Auk járntjaldsins verða íbúar Norvil- iskes varir við önnur landamæri sem þó eru öllu ósýnilegri. Það eru mörk- in á milli íbúanna og auðmanna sem eiga kastala og fleiri eignir í nágrenn- inu. Einn af þeim er Gedrius Klimke- viius, kaupsýslumaður frá Vilnius, sem nýlega gerði upp kastala á hæð- inni nálægt kirkju þorpsins. Klimke- viius hefur barist gegn járntjaldinu og haldið tónleika undir yfirskrift- inni „be2gether“. Upphaflega ætlaði hann að hafa tónleikana báðum meg- in við landamærin og þá ræddi hann við hina goðsagnakenndu hljómsveit Pink Floyd um að koma fram og spila meðal annars The Wall. „Þetta er hinn nýi múr sem skilur meginland okkar í sundur. Við þurfum að brjóta hann niður,“ segir Klimkeviius. Pink Floyd kom þó ekki og tónleik- arnir voru einungis í litháíska hlutan- um. Þrátt fyrir það tókst Klimkeviius að sannfæra hvítrússnesk stjórnvöld um að leyfa íbúum að fara yfir landa- mærin án sérstaks brottfararleyfis, að vísu undir vökulu eftirliti. n Járntjald skilur að þorpsbúa á landamærum Litháens og Hvíta-Rússlands n Dreyma um endurreisn Sovétríkjanna n Auðmaður reyndi að fá Pink Floyd í baráttu gegn járntjaldinu Járntjald á milli ESB og Hvíta-Rússlands „Pútin mun sam- eina okkur á ný.Björn Reynir Halldórsson bjornreynir@dv.is Austur-Evrópa Samyrkjubú í Hvíta-Rússlandi Samyrkjubúin í Hvíta-Rússlandi þykja mun betri en mörg býli í Litháen. Bandaríski útvarpsmaðurinn Glenn Beck, sem var rekinn frá Fox-sjón- varpsstöðinni fyrir að vera of hægri- sinnaður, ætlar að standa fyrir fjölda- fundi í Jerúsalem til að mótmæla friðarsamkomulagi við Palestínu- menn. Nir Bakat, borgarstjóri í Jerú- salem, og leikarinn Jon Voight verða honum innan handar á fundinum. „Það eru öfl í Bandaríkjunum og um allan heim sem vilja ganga af okkur dauðum. Þau ráðast á hjarta okkar sameiginlegu trúar, Jerúsalem. Ekki með byssuskotum og sprengj- um heldur með milliríkjasamkomu- lagi sem mun aðskilja Jerúsalem frá umheiminum,“ sagði Beck. Fundurinn verður haldinn í David son-miðstöðinni og hefur hvert einasta sæti verið frátekið fyr- ir boðsgesti. Fundurinn verður þó sýndur á skjá utandyra í miðborg Jerúsalem og sjónvarpað beint í meira en 60 löndum. Búist er við fjölda Bandaríkja- manna sem hafa keypt sérstak- ar pakkaferðir til Jerúsalem, meðal annars til að hlýða á Beck. Margir þeirra eru kristnir zíonistar sem trúa því að gyðingar þurfi að safnast saman í Landinu helga til að Krist- ur snúi aftur. Að vísu krefjast þeir að gyðingarnir snúist til kristni áður en að Kristur snúi aftur. Þá verða tugir bandarískra þingmanna einnig við- staddir samkomuna. Ísraelsmenn eru margir ekkert allt of hrifnir af Beck en hann hefur meðal annars varpað fram andsem- itískum samsæriskenningum og tal- að óvarlega um helförina. Þá þykir staðsetningin óheppileg en heilög- ustu staðir bæði gyðinga og múslima eru nálægir. Samtök ísraelskra vinstrimanna hafa boðað til mótmæla gegn þess- um „hræðilega viðburði“ og þá hef- ur Facebook-síða verið stofnuð und- ir yfirskriftinni „Glenn Beck Stay Home“. Ólíklegt er þó að Beck verði við þeirri beiðni. bjornreynir@dv.is Mótmælir friði Þótti of hægrisinnaður Glenn Beck ætlar að mótmæla friðarsamkomulagi við Palestínumenn. Lifði af bý- flugnaárás Bandaríkjamaður lifði af býflugna- árás þar sem hann var stunginn meira en 400 sinnum af hópi bý- flugna í Redondo Beach í Kali- forníuríki. Maðurinn er 95 ára að aldri. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var maðurinn á gangi nærri heimili sínu þegar hann varð fyrir árásinni sem er talin hafa átt sér stað vegna misheppnaðrar til- raunar meindýraeyðis til að eyða býflugnabúi í nálægum garði. Bý- flugurnar virðast hafa ráðist á næsta mann sem fyrir tilviljun var gamli maðurinn. Hann var fluttur á spít- ala og er þar enn til aðhlynningar. „Flestir hefðu dáið en hann virðist ætla að hafa þetta af,“ sagði lögreglu- fulltrúi í samtali við The Los Angeles Times um málið á fimmtudag. Steve Jobs yfirgefur Apple Forstjóri og helsti hugmyndasmiður Apple-samsteypunnar, Steve Jobs, er hættur störfum sem forstjóri fyrir- tækisins. Hann hefur verið í veik- indaleyfi frá því í janúar en hann berst við krabbamein. Þegar Jobs tók við sem forstjóri fyrirtækisins árið 1996 var hver hlutur í fyrirtæk- inu metinn á 6,05 dali en í dag er hluturinn metinn á 376 dali. Hug- vit og framtíðarsýn Jobs er það sem flestir hafa talið vera ástæðuna fyrir velgengni Apple á undanförnum árum. Jobs er þó langt í frá horfinn úr stjórnendateymi Apple en hann mun setjast í stól stjórnarformanns fyrirtækisins. Tim Cook tekur við af Jobs. Mannýgar kýr í Sviss Göngufólk hefur tvisvar orðið fyrir árásum kúa í Graubünden-kantónu í Sviss undanfarinn hálfan mánuð. Frá þessu er greint á fréttavefnum thelocal.ch. Þann 14. ágúst réðst kýr með nýfæddan kálf á konu eina og karlmann sem reyndi að koma henni til aðstoðar. Í seinna skiptið réðst kýr á þrennt, tvær konur og karlmann, sem voru í gönguferð um fjalllendi í héraðinu. Þau slösuðust öll töluvert og voru sótt af björgunarþyrlu eftir að þeim tókst að gera neyðarlínu viðvart. Svissnesk yfirvöld hafa ekki fellt dýrin heldur gefið frá sér leið- beiningar um það hvernig umgang- ast beri kýrnar. n Glenn Beck heldur fjöldafund í Jerúsalem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.