Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2011, Síða 34
34 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 26.–28. ágúst 2011 Helgarblað K lemens fæddist á Akureyri. Foreldr- ar hans voru Jón Borgfirðingur, síð- ar lögregluþjónn og fræðimaður í Reykjavík, og k.h., Anna Guðrún Eiríks- dóttir, b. á Vöglum í Eyjafirði Sigurðssonar, b. í Engey Jó- hannssonar, bróður Torfa í Ána- naustum, langafa Katrínar, ömmu Birgis Þorgilssonar, fyrrv. ferðamála- stjóra sem nú er nýlátinn, og langafa Ingibjargar, ömmu Sigurjóns Rist vatna- mælingamanns, föður Rannveigar Rist forstjóra. Bróðir Klemensar var Finnur prófessor. Meðal barna Klemensar voru Agn- ar Klemens ráðuneytisstjóri, og Anna, kona Tryggva Þórhallssonar for- sætisráðherra, og móðir Klemens- ar hagstofustjóra; Þórhalls, banka- stjóra Búnaðarbankans; Agnars, framkvæmdastjóra hjá SÍS; Björns, að- stoðarbankastjóra Seðlabankans; Val- gerðar, og Önnu Guðrúnar. Klemens tók stúdentspróf frá Lærða skólanum í Reykjavík 1883 og embætt- ispróf í lögfræði frá Hafnarháskóla 1888. Klemens var aðstoðar- maður í íslensku stjórnar- deildinni í Kaupmanna- höfn 1889–91 og varð síðan sýslumaður i Eyja- fjarðarsýslu og bæjar- fógeti á Akureyri á ár- unum 1891–1904. Hann var settur amtmaður í Norður- og Austuramtinu 1894 og var landritari á ár- unum 1904–17 er embættið var lagt niður. Klemens var þingmaður tveggja flokka, Heimastjórnarflokksins og síðar Framsóknarflokksins. Hann var forseti neðri deildar 1901–03 og um- boðsmaður ráðherra á Alþingi 1907, 1909, 1913 og 1914. Klemens var skipaður atvinnu- og samgöngumálaráðherra og 1922 og 1923 var hann jafnframt skipað- ur fjármálaráðherra í stað Magnúsar Jónssonar. Klemens átti auk þess sæti í ýms- um nefndum, ráðum og stjórnum. Má þar nefna orðunefnd, bæjar- stjórn Reykjavíkur og bankaráð Ís- landsbanka. Fyrri eiginkona hans var Þorbjörg Stefánsdóttir en seinni kona hans Anna María Jónsdóttir. Þ orsteinn fæddist að Móeiðarhvoli í Rangárvallasýslu, sonur hjónanna Óskars Thoraren- sen, bónda og síðar for- stjóra BSR í Reykjavík, og k.h., Ingunnar Eggertsdótt- ur Thorarensen. Meðal systk- ina Þorsteins má nefna Eggert, forstjóra á BSR; Guðrúnu, lengi starfsmann borgarfógeta; Skúla lög- fræðing og fulltrúa bæjarfógeta í Hafnarfirði; Odd, pr. á Hofsósi; Sól- veigu menntaskólakennara, og Ástu Guðrúnu, sem var lengi starfsmaður tollstjórans í Reykjavík. Þorsteinn ólst upp í Reykjavík, varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1946 og lauk embættis- prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1952. Þorsteinn var blaðamaður á Morg- unblaðinu á árunum 1947–61, var fréttastjóri á dagblaðinu Vísi 1961– 66, var auk þess fréttaritari Reuters fréttastofunnar 1951–86 og kom þá sjónarmiðum Íslendinga á framfæri á alþjóðavettvangi í þorskastríðunum með eftirminnilegum hætti. Þorsteinn stofnaði Fjölvaútgáfuna árið 1966 er hann hætti á Vísi. Hann hélt þó áfram að skrifa sínar frægu föstudagsgreinar í Vísi en þær voru á áttunda áratugnum, einhver vinsælustu og nafn- kunnustu blaðaskrif hér á landi. Þorsteinn var afkasta- mikill rithöfundur og þýð- andi og lagði auk þess drjúgan skerf til íslenskrar sagnfræði eins og best sést á ritum hans um íslenska stjórnmálasögu í lok nítjándu aldar og við upphaf þeirrar tuttugustu. Þá gaf hann m.a. út veraldarsögu í tutt- ugu binda ritröð. Eftirlifandi eiginkona Þorsteins er Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vig- ur, fyrrverandi alþm. og mennta- skólakennari, systir Baldurs heitins Bjarnasonar sem var hreppstjóri og oddviti í Vigur við Ísafjarðardjúp, og systir Sigurðar Bjarnasonar, fyrrv. alþm., Morgunblaðsritstjóra og sendiherra. Börn Þorsteins og Sig- urlaugar eru þrjú: Ingunn, Björn, og Björg sem er prófessor í lögum við Háskóla Íslands. T orfhildur fæddist í Aspar- vík í Strandasýslu. Hún lést á hundraðasta og áttunda aldursári og hafði þá um nokkurt skeið verið elst Ís- lendinga. Einungis sex Íslendingar hafa náð hærri aldri en Torfhildur, allt konur. Hins vegar er ekki vitað um neina Vestfirðinga sem náð hafa hærri aldri en hún. Torfhildur ólst upp í Selárdal í Steingrímsfirði en hún var kornung er hún missti föður sinn. Eftir ferm- ingu var hún í vinnumennsku í Reyk- hólasveit í Austur-Barðastrandasýslu og síðar í vist og vinnumennsku víðar á Vestfjörðum. Hún flutti til Ísa- fjarðar á þriðja áratugnum þar sem hún giftist og var síðan húsmóðir þar. Torfhildur og eiginmaður hennar bjuggu lengst af á Bökkunum á Ísa- firði, í næsta nágrenni við fjöruna og bryggjulífið. Torfhildur var saumadama á Klæðskeraverkstæði Einars og Krist- jáns á Ísafirði um skeið. Hún var síð- an í fiskvinnslu og vann við rækju- vinnslu á Ísafirði í fjölda ára, auk þess sem hún sinnti heimilisstörfum á stóru heimili. Torfhildur var líkamlega hraust og virk fram á þetta ár. Hún hafði fótavist og gekk um ganga stofnun- arinnar daglega. Hún var alla tíð vön að hreyfa sig mikið, gekk daglega um gamla bæinn á Ísafirði þó hún væri orðin meira en hundrað ára, og tók þátt í Kvennahlaupinu þar árið 2008 er hún var hundrað og fjögurra ára. Hún var búsett á Hlíf, dvalarheimli aldraðra á Ísafirði, í nokkur ár en hafði dvalist á öldrunardeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Ísafirði að und- anförnu. Hún mjaðmagrindarbrotn- aði viku fyrir andlátið, var þá flutt á Landspítalann í Fossvogi þar sem beinin voru spengd, og fór síðan aft- ur vestur á Ísafjörð Fjölskylda Torfhildur giftist 1.10. 1930 Einari Jóni Jóelssyni, f. 4.7. 1902, d. 13.5. 1981, sjómanni og verkamanni á Ísa- firði. Hann var sonur Jóns Jóels Ein- arssonar og Kristínar Jónu Aradóttur. Börn Torfhildar og Einars: Krist- ín Einarsdóttir, f. 26.1. 1933, hús- móðir í Njarðvíkum, gift Eiði Reyni Vilhelmssyni; Jónína Guðrún Einars- dóttir, f. 10.10. 1938, d. 21.12. 1939; Jónatan Björn Einarsson, f. 30.7. 1940, d. 18.11. 1991, vinnuvélstjóri í Keflavík, var kvæntur Sólveigu Sig- urbjörgu Jónu Þórðardóttur; Sigur- björn Sævar Einarsson, f. 13.1. 1942, verkamaður á Ísafirði, var kvæntur Bjarneyju Grétu Sigurðardóttur en þau skildu; Torfi Einarsson, f. 7.12. 1949, útibússtjóri Sjóvár-Almennra á Vestfjörðum, var kvæntur Elísabetu Jóhannsdóttur sem er látin en seinni kona hans er Guðrún Jónsdóttir. Systkini Torfhildar urðu tíu talsins en þau eru öll látin. Hálfbróðir Torfhildar, samfeðra, var Guðmundur á Drangsnesi. Alsystkini Torfhildar sem upp komust voru Ásgeir, sjómaður í Reykjavík; Loftur, á Hafnarhólmi; Þórdís, húsfreyja í Keflavík; Eymund- ur, vélstjóri á Ísafirði; Guðbjörg og Kristbjörg, húsfreyja á Akureyri. Foreldrar Torfhildar voru Torfi Björnsson, f. 5.7. 1854, d. 18.2. 1905, bóndi í Asparvík á Ströndum, og k.h., Anna Bjarnveig Bjarnadóttir, f. 19.6. 1863, d. 13.11. 1949, húsfreyja. Ætt Torfi var sonur Björns, b. í Hlíð í Kollafirði Jónssonar, b. í Heiðarbæ Jónssonar. Móðir Björns var Guð- ríður Guðmundsdóttir. Móðir Torfa var Þórdís Guð- mundsdóttir, b. á Kleifum á Sel- strönd Einarssonar, dbrm. í Kolla- fjarðarnesi, bróður Ragnheiðar, langömmu Snorra skálds, Ásgeirs skólastjóra og Torfa, tollstjóra og ríkissáttasemjara Hjartarsona, en meðal barna Torfa eru Hjörtur, fyrrv. hæstaréttardómari og Ragn- heiður, fyrrv. rektor Menntaskólans í Reykjavík. Meðal bræðra Einars í Kollafjarðarnesi voru Ásgeir, alþm. á Þingeyrum, Torfi, alþm. á Kleifum, og Magnús, vþm. í Klift, afi Hjálmars Finnssonar, fyrrv. forstjóra Áburðar- verksmiðju ríkisins, og Gunnlaugs Finnssonar, alþm. og kennara í Hvilft. Einar var sonur Jóns, b. í Mið- dalsgröf í Steingrímsfirði Brynjólfs- sonar, á Heydalsá Guðmundsson- ar, af ætt Einars, prófasts og skálds í Heydölum. Móðir Guðmundar á Kleifum var Þórdís Guðmunds- dóttir, systir Guðrúnar, langömmu Ásmundar Sveinssonar mynd- höggvara. Móðir Þórdísar var Anna Einarsdóttir, er síðar varð kona Torfa á Kleifum. Anna Bjarnveig var dóttir Bjarna, b. í Klúku í Bjarnarfirði Sigfússonar, f. á Skarði í Bjarnarfirði Guðmunds- sonar. Móðir Bjarna var Agata Jóns- dóttir. Móðir Önnu Bjarnveigar var Sig- ríður Björnsdóttir. M argrét fæddist á Núps- stað í Vestur-Skaftafells- sýslu og ólst þar upp. Hún lést í Reykjavík á hundr- aðasta og áttunda aldurs- ári. Margrét var næstelst Íslendinga er hún lést en aðeins sjö Íslendingar hafa náð hærri aldri en Margrét. Margrét flutti til Reykjavíkur 1921 og lærði þar fatasaum. Í Reykjavík var hún fyrst búsett á Þórsgötunni en hún og eiginmaður hennar byggðu sér hús í Kleppsholtinu, að Lang- holtsvegi 15, árið 1941. Þar var síðan heimili Margrétar og þar bjó hún ein síðustu þrjátíu og fimm árin. Margrét starfaði við fiskvinnslu í Reykjavík um skeið og stundaði versl- unarstörf skamma hríð en lengst af sinnti hún húsmóðurstörfum. Hún var mikil hannyrðakona, var ljóðelsk og hafði áhuga á garðyrkju. Fjölskylda Margrét giftist 20.9. 1930 Samúel Kristjánssyni, f. 8.10. 1899, d. 26.7. 1965, sjómanni. Hann var sonur Kristjáns Péturssonar, sjómanns í Grunnavík og á Ísafirði, og Stefaníu Stefánsdóttur húsfreyju. Börn Margrétar og Samúels: Hanna Þóranna Samúelsdóttir, f. 22.3. 1932, d. 21.4. 2010, húsmóðir, var búsett í Borgarnesi, var gift Hauki Gíslasyni sem einnig er látinn en hún átti fjögur börn með fyrri manni sín- um, Hreggviði Guðgeirssyni; Jón Val- ur Samúelsson, f. 21.8. 1933, búsettur í Kópavogi, kvæntur Lovísu Gunn- arsdóttur og eiga þau þrjá syni; Elsa Samúelsdóttir, f. 23.11. 1935, búsett í Garðabæ og á hún þrjú börn með fyrrv. manni sínum, Hreini Árna- syni; Auður Helga Samúelsdóttir, f. 21.12. 1941, d. 15.1. 1993, var búsett í Hafnarfirði, var gift Sverri Lúthers og eignuðust þau sex börn; Margrét Samúelsdóttir, f. 11.3. 1944, búsett í Kópavogi, gift Sveini Sveinleifssyni og eignuðust þau þrjá syni en tveir þeirra eru á lífi. Systkini Margrétar: Dagbjört Hannesdóttir, f. 29.10. 1905, d. 7.4. 1998, var búsett á Bíldudal; Eyjólf- ur Hannesson, f. 22.6. 1907, d. 23.6. 2004, var búsettur á Núpsstað; Filipp- us Hannesson, f. 2.12. 1909, d. 23.5. 2010, var búsettur á Núpsstað; Mar- grét Hannesdóttir, f. 23.12. 1910, d. 8.10. 2006, var búsett á Keldunúpi á Síðu og síðan á Kirkjubæjarklaustri; Jón Hannesson, f. 14.11. 1913, búsett- ur í Svíþjóð; Málfríður Hannesdóttir, f. 17.12. 1914, d. 5.5. 2002, var búsett í Reykjavík; Sigrún Hannesdóttir, f. 7.1. 1920, d. 1.6. 1982, var búsett á Húsa- vík; Jóna Aðalheiður Hannesdóttir, f. 30.3. 1923, búsett í Reykjavík; Ágústa Þorbjörg Hannesdóttir, f. 4.8. 1930, búsett í Hafnarfirði. Foreldrar Margrétar voru Hannes Jónsson, f. 13.1. 1880, d. 29.8. 1968, bóndi og landpóstur á Núpsstað í Vestur-Skaftafellssýslu, og k.h., Þór- anna Þórarinsdóttir, f. 14.5. 1886, d. 8.9. 1972, húsfreyja. Ætt Hannes var sonur Jóns Jónssonar, b. á Núpsstað og Valgerðar Einarsdótt- ur. Hálfsystir Hannesar, samfeðra, var Ásta, amma Davíðs Oddssonar Morgunblaðsritstjóra. Þóranna var dóttir Þórarins Ólafs- sonar, sem drukknaði í sjómennsku frá Eyrarbakka. Útför Margrétar fór fram frá Foss- vogskirkju 11.8. sl. Torfhildur Torfadóttir Húsmóðir á Ísafirði f. 24.5. 1904 – d. 22.8. 2011 Margrét Hannesdóttir Húsmóðir í Reykjavík f. 15.7. 1904 – d. 3.8. 2011 Klemens Jónsson Alþingismaður og ráðherra f. 27.8. 1862 – d. 20.7. 1930 Þorsteinn Thorarensen Rithöfundur og þýðandi f. 26.8. 1927 – d. 26.10. 2006 Merkir íslendingar Merkir íslendingar Andlát Andlát Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.